Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 09.04.2008, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2008 15 RAUFARHÖFN Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu Heimskauts- gerðis á Raufarhöfn. Í Heimskautsgerðinu, sem verður norðan og ofan við Raufarhöfn á hæð sem heitir Melrakkaás, á að vera sólúr og völuspá. Heimskautsgerðið verður hlaðið úr grjóti og gætu stærstu steinarnir vegið allt að sex tonn. Heimskautsgerðið myndar hring sem er 54 metrar í þvermál. Inngönguhlið verða fjögur ásamt tólf metra háum bendisteini í miðjunni. Tryggvi Finnsson, forstjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, segir að árinu verði skipt í 72 vikur. Utan við Heimskautsgerðið verði 72 viksteinar þar sem fornum dvergum úr Völuspá séu ætlaðir staðir. „Þetta getur orðið hliðstætt við stjörnumerki,“ segir hann. Hugmynd er um að fá táknræna steina frá sem flestum stöðum í heiminum, til dæmis frá Skandinavíu og Síberíu, til að mynda dverga- hringinn. Suðri, Austri, Norðri og Vestri verða þó fengnir hver úr sínum landsfjórðungi eftir fornri skiptingu Íslands. Samhliða uppbyggingu og starfrækslu Heimskautsgerðisins tekur Álfasteinn að sér að vera með starfsemi í verksmiðjuhúsi SR Mjöls á Raufarhöfn en húsið hefur staðið autt í nokkur ár. Tryggvi segir að mikil vinna bíði við að sníða til grjót í gerðið. Kostnaður við uppbyggingu Heimskautsgerðisins er talinn nema nokkrum tugum milljóna króna. Þegar hefur fengist 20 milljóna króna fjárveiting frá ríkinu í verkefnið. Stefnt er að því að verkefnið skapi 20-30 störf á svæðinu, bæði í gerðinu og hjá Álfasteini. - ghs Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu Heimskautsgerðis á Raufarhöfn: Fornum dvergum ætlaður staður LÖGREGLUMÁL Lýst er eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á mótum Stekkjarbakka og Höfðabakka í Reykjavík þann 25. mars síðastliðinn um klukkan 17.30. Lentu þar saman grá fólksbifreið af gerðinni MMC Galant sem ekið var austur Stekkjarbakka og silfurgrá fólksbifreið, líklega af gerðinni Subaru Station, sem ekið var norður Höfðabakka. Ökumaður silfurgráu bifreiðar- innar ók á brott af vettvangi. Þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. - kg Umferðaróhapp í Bökkunum: Lögregla lýsir eftir vitnum FORVARNIR Mikið verður um dýrð- ir í flestum framhaldsskólum landsins í dag en þá er í fyrsta sinn staðið fyrir sameiginlegum forvarnadegi framhaldsskól- anna. Lilja Dögg Jónsdóttir, formað- ur forvarnanefndar SÍF (Sam- bands íslenskra framhaldsskóla- nema), segir ekki verra ef hægt sé að skemmta sér um leið og vakin er athygli á þessu brýna málefni: „Forvarnarnefnd SÍF var stofnuð í nóvember síðast- liðnum með það að markmiði að halda uppi gagnvirku og skemmtilegu forvarnastarfi í framhaldsskólum landsins. For- varnir hafa lengi verið virkar í grunn- skólum en vilja detta niður þegar komið er upp í fram- haldsskóla. Við viljum stuðla að því að fræðslan komi að mestu frá jafningjum og það er hvatinn að þessum degi.“ Forvarnadagurinn mun að mestu fara fram á kennslutíma og er skipulagning í höndum nemendafélaganna. Skólunum er þannig í sjálfsvald sett hvernig dagskránni er háttað, til dæmis mun Kvennó, skóli Lilju Daggar, halda áheitadag til styrktar Götu- smiðjunni, í Flensborg verður haldinn íþróttadagur og Fram- haldsskólinn á Laugum ætlar að fara í meðmælagöngu frá skól- anum og að Goðafossi. „Maður verður var við það að fólk tengir ekki endilega forvarnir við eitt- hvað skemmtilegt og jákvætt. Þessu viljum við breyta. For- varnir eru af hinu góða og við viljum að fólk skemmti sér um leið og það fræðist,“ segir Lilja Dögg og hvetur sem flesta til að taka þátt. - kg Forvarnadagur framhaldsskólanna fer fram í fyrsta sinn í dag: Fólk skemmti sér og fræðist LÖGREGLUMÁL Um 65 prósent ökumanna óku yfir leyfilegum hraða á Ásabraut í Garðabæ fyrir hádegi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Ása- braut í vesturátt í eina klukku- stund og voru brot 20 ökumanna mynduð. 31 ökutæki fór þessa akstursleið á þessari klukkustund. Þrjátíu kílómetra hámarks- hraði er á Ásabraut en meðal- hraði hinna brotlegu var 46 kílómetrar á klukkustund. Sex óku á 50 kílómetra hraða eða meira, en sá sem hraðast ók mældist á 64 kílómetra hraða. Allir hinna brotlegu verða sektaðir. - kg Hraðamælingar í Garðabæ: 65 prósent keyrðu of hratt LILJA DÖGG JÓNSDÓTTIR Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands, tók við formennsku í Samtök- um ferðaþjónustunnar hinn 3. apríl. FERÐAÞJÓNUSTAN Árni kjörinn formaður SAF Úraræningjar ófundnir Lögregla leitar enn tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa stolið armbandsúrum fyrir milljónir króna í verslun Hermanns Jónssonar úrsmiðs við Ingólfstorg í lok síðasta mánaðar. LÖGREGLUFRÉTTIR HEIMSKAUTSGERÐI Á RAUFARHÖFN Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu Heimskautsgerðis á Melrakkaási við Raufarhöfn. Gert er ráð fyrir að Álfasteinn verði með starfsemi í verksmiðju SR Mjöls. Myndin sýnir módel af Heimskautsgerðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR EINKASAFNI Vilja byggja á flugvellinum Þyrluþjónustan annars vegar og Norðurflug hins vegar hafa hvort fyrir sig óskað eftir því við borgaryfirvöld að fá að byggja flugskýli á Reykjavíkur- flugvelli. Þyrluþjónustan vill einnig heimild fyrir þjónustubyggingu. REYKJAVÍK Das Auto. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Polo er einn af fjölmörgum sparneytnum bílum frá Volkswagen Ef sparneytni væri skrásett vörumerki, væri það að sjálfsögðu í eigu Volkswagen Það er ekki hægt að fá einkaleyfi á orðinu sparneytni. Jafnvel þótt við hjá Volkswagen höfum í raun fundið upp það hugtak. Jafnvel þótt hönnuðir okkar séu á hverjum degi að finna upp leiðir til að auka sparneytnina enn frekar – til dæmis með nýju kraftmiklu TDI dísilvélunum. Og við þurfum ekkert einkaleyfi á sparneytni. Fólk veit að við erum venjulega fyrstir með tækninýjungarnar þannig að þegar þú kaupir Volkswagen þá færðu einfaldlega meira fyrir peningana. ALVÖRU SJÁLF- SKIPTINGAR SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN ÖFLUGAR EN HLJÓÐLÁTAR DÍSILVÉLAR EYÐSLU- GRANNAR VÉLAR KOLEFNIS- JAFNAÐIR Í EITT ÁR MINNI LOSUN ÚT Í UMHVERFIÐ HAGKVÆMIR Í REKSTRI OG VIÐHALDI UPPFYLLA STRÖNGUSTU ÖRYGGISSTAÐLA Tilboðsverð á Polo 22.790 kr. á mánuði Tilboðsverð á Polo Comfortline 1,4 bensín 1.950.000 kr. Fullt verð 2.110.000 krónur. Mánaðarleg afborgun miðast við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða og 30% útborgun (585.000 kr.). Árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,12%. Sparneytni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.