Tíminn - 25.10.1981, Page 4

Tíminn - 25.10.1981, Page 4
4 Sunnudagur 25. október 1981 ■ Þó Halldór sé gjarnan oröaöur viö Borgarfjöröiim, þá grunar blaöamann aö hann eigi uppruna sinn i aöra sveit aö rekja og spyr hann þvi fyrst um hvar hann sé fæddur. „Ég er fæddur á Haukabrekku á Snæfellsnesi, og þegar ég hef kynnt mig vel, þá hef ég notaö lýsingu séra Ama og sagt aö ég væri kominn af vondu fólki. Ef þú vilt fá aldur minn uppgef- inn, þá er þaö auösótt mál, þvi ég er kominn yfir öll þau aldursskeiö sem menn ætla aö reyna aö fela. Ég er fæddur 9. september 1915.” — Segöu mér eitthvaö frá ætt- um þlnum. „Móöir min hét Ingibjörg Pét- ursdóttir. Hún var fædd á Brim- ilsvöllum i Fróöárhreppi, og hennar foreldrar voru báöir Snæ- fellingar, þó þannig aö móöurætt hennar var aö móöurstofninum til kominúrHúnavatnssýslu, og faö- ir hennar var Snæfellingur, en Hilnvetningur i báöar ættir. Móöuramma mín hét Þórkatla og var hún mikil dugnaöarkona. Hiln eignaöist 10 börn og tvo eig- inmenn. Sex börn eignaöist hún meö þeim fyrri og þegar hún missti hann, þá voru þrjú þeirra kominyfirfermingu ogþrjú undir fermingu. Á þessum dögum var hart íheimi og amma mln reri á opnum árabátum frá Brimilsvöll- um I átta vertiöir, þar af I tvær vertíöir sem formaöur. Þorkatla, amma mln varö aö ganga frá Klettakoti, sem var smákot sem hún bjó á, aö Brimilsvöllum, kvölds og morgna, en leiöin er eitthvaö á fimmta kílómeter. Meö seinni manni sinum, Pétri, sem hún giftist eftir nokkur ár eignaöist amma mi'n 4 börn, og var móöir min yngstþeirra. Börn ömmu minnar voru yfirleitt hraust og komust á háan aldur. Annaö barn afa mlns og ömmu, piltur sem hét Jónas dó þá ungur og einn sonur ömmu af fyrra hjónabandi, Kristófer, drukknaöi. Þeir erfiöleikar komu upp á heimili ömmu minnar, aö Pétur maöur hennar, veiktist af holds- veiki. Hann var þvl rúmfastur talsveröan hluta ævi sinnar, sem þó varö ekki löng, þar sem hann náöi ekki fertugsaldri. Móöurbróöir minn, sá sem næstur var móöur minni aö aldri, hét Siguröur Kristófer, og hann smitabist af holdsveiki. Þetta var náttúrlega mjög erfiöur tími, þvl auk þess sem amma þurfti aö vinna fyrirheimilinu, þá þurfti aö verja heimiliö fyrir umgengni, vegna smithættunnar. Siguröur Kristófer fór hingaö suöur, aö Laugarnesspitala, sem þá var nýlega tekinn til starfa og þá var Siguröur Kristófer aöeins 17 ára gamall. Hann dvaldi þar, þaö sem hann átti ólifaö. 1 þessu veikindaóláni fylgdi honum þó þaö lán aö hann fékk notiö kennslu á spitalanum og náöi valdi á erlendum málum, auk þess sem hann fór aö semja. Hann samdi bókina „Hrynjandi islenskrar tungu”, þannig aö hann fékk notiö andlegra hæfi- leika sinna, þrátt fyrir sjúkdóm- inn. Svo ég segi þér aöeins meira frá henni ömmu gömlu, sem var á margan hátt afar merkileg kona, þá langar mig aö minnast á fjar- lægðargáfu hennar. Eitt sinn, er hún ásamt dóttur sinni var aö hreykja mó, sem var gert þegar mórinn var oröinn hæfilega þurr, þá tók dóttir hennar eftir þvf aö gamla konan var hætt aö tala og hætt aö svara þegar hún var ávörpuö.enhamaðistm jög viö aö hreykja. Dóttirin kallaöi árang- urslaust i hana nokkrum sinnum, en hætti þvl slðan. Eftir nokkurn tima, kallar gamla konan til hennar og spyr: „Sofnaöi ég?” Dóttirin svarar: „Ekki sýnir nú hraukurinn þaö”. Þá er eins og gamla konan sé eftir sig og á heimleiöinnium kvöldiö segir hún dóttur sinni aö hún hafi, þegar sambandiö milli þeirra rofnaöi um daginn, séö sjálfa sig fara frá Ölafsvík Ut i skip og fara suður meö landi og meöfram lands- svæöi sem hún haföi aldrei séö áöur, og kemur til staöar sem hún ályktaöi aö væri Reykjavik. Þar segist hún hafa farið i land og gengið inn meö sjónum, inn i nes, þar sem nýtt, stórthús hafiverið. Haf i hún farið aö húsinu og þegar hún hafi komiö þar heim þáhafi tekið á móti henni fólk og þar á meðal kona I hvitum slopp og son- ur hennar Siguröur Kristófer. NU, árin liöu og Siguröur Kristófer veiktist og fór suöur á Laugarnesspitala. Eitt sinn fór amma suður aö heimsækja hann, og þá lifði hún ferðina og þekkti leiöina suður, þó þetta væri hennar fyrsta ferö.” ,,Mig gat dreymt fyrir daglátum” — Hefur þú ekki eitthvaö af þessari fjarlægöargáfu ömmu þinnar? „Smávegis haföi ég nú af þess- um eiginleikum, enég hef svona á siöari árum reynt aö draga úr þeim. Mér fannst þetta ekki nógu þægilegt. Þó gat mig drey mt f yrir daglátum. Sérstaklega er mér minnisstæöur draumur, sem ég tel aö hafi veriö fyrir úrslitum i kosningum, þegar við fyrst kepptum aöþviaöná meirihluta I Borgarnesi. Ég var þá i fjóröa sæti á listanum. Mig dreymdi þá nóttina fyrir kosningar aö ég kæmi niöur aö götunni, sem var aðalgatan 1 bænum. Þar var boröi yfir þvera götuna og á borðanum stóð „Björg”. Ég var þvi von- glaður um morguninn aö þetta myndi heppnast hjá okkur. Svo ég segi þér nokkur orð um fóöur m inn, þá hét hann Sigurður Eggertsson. Hann var Barö- strendingur, fæddur að Lamba- vatni i Rauöasandi, þar sem Magnús Torfi hefur sennilega fæöst llka. Hann var sonur Egg- erts bónda á Hvallátrum og móöir hans hét Jóhanna, en þau voru ekki hjón. Ég hef þvi gjarnan sagt, aö ef maöur færir örlítiö I stílinn, þá mætti segja aö foreldrar mlnir haf i myndaö linu yfir Breiöaf jörö. Þvi ef miö er tekiö frá Brimils- völlum aö Rauöasandi, þá hygg ég aö linan sé þó nokkuö bein. Faöir minn ólst sem sagt upp hjá Eggerti afa, á Hvallátrum og stjúpömmu sinni, Halldóru. Þar fór hann aö stunda sjó sem strák- lingur, fyrst frá Hvallátrum meö afa mfnum sem þótti góöur for- maöur og siöan fór hann aö stunda sjó af stærri skipum og fór m.a. á skip hjá Danska Asiufélag- inu. Hann var á erlendum skipum i fjögur ár og kom í 16 lönd á þessu feröalagi sinu. Faöir minn varmjög ákveðinn og staöfastur I skoöunum. Hann var t.d. mjög sterkur bindindismaöur og leist ekkert á drykkjuskap þann sem tiðkaöist áþessum stærri skipum. Þegar faðirminn kom heim eft- ir þessar siglingar, þá fór hann I Sjómannaskólann hér, og iauk fiskimannaprófi. Eftir það var hann skipstjóri, fyrst á fiskiskip- um og siðustu árin tók hann við skipstjórn á Breiöafjaröar-Svan, sem var bátur sem gegndi svip- uöu hlutverki og Baldur gerir i dag.” ,,Faðir minndó þegar ég var á sjöunda árinu” — Segöu mér nú eitthvað frá uppvexti þinum og systkinum. „Foreldrar minir áttu saman sjö börn, en faðir minn átti einn son fyrir. Lltil telpa, sem var næst á undan mér dó sem korna- barn. HUn hétHalldóra Ólöf. Þaö geröi þaö aö verkum aö ég var nefndur Halldór Eggert, en heföi hún lifaö hefN ég heitið Eggert. Viö fórum frá Haukabrekku, sem var litil jörö en notaleg, 1919 og fhittum þá aö Suður-Bár og fyrstu ár okkar i Suður-Bár tel ég aö hafi verið bestu ár foreldra minna um afkomu, þó aö þau hafi alltaf, fyrir sinn dugnað, komist furöanlega vel af. Arið 1922, þegar ég er á sjöunda árinu, þá veikist faöir minn og deyr Ur krabbameini I júnl þaö ár.” ,,Aðstoð frá sveitarfé- lagi hefði móðir min aldrei lifað af að þiggja” — Var þá ekki hart i ári hjá móöur þinni og börnum hennar? „Eftir dauöa fööur mlns, stóö mamma njpiein meösex bömin, sem voru á aldrinum fjögurra mánaöa til 13 ára. Þaö varðhenn- ar hlutskipti aö koma þessum barnahóp upp. Henni tókst aö ala okkur öll upp án aöstoðar. Þá var ekki um neinar tryggingar aö ræöa og opinbera aöstoö, eins og frá sveitarfélagi eöa þess háttar, heföi móöir min aldrei getaö lifaö af að þiggja. Þetta tókst nú meö þvi aö viö fórum aö brölta meö, strax og viö gátum. Móðir mln var mjög sterkur uppalandi og þaö var ekki verið aö eyða tíma I það aö viö værum aö hafa á móti því sem hún sagöi okkur. Þaö þýddi ekkert, því viöhöföum ekki mælskukraft á viö hana, og virt- um hana of mikiö til þess. Mömmu tókst sem sagt aö koma okkur öllum upp og eins var þaö aö þó við færum nú ekki mikið I framhaldsnám, þá vorum viö þó öll búin aö fara i eitthvert fram- haldsnám áöur en móöir mín hætti búskap. HUn lauk þvi þessu verki mjög vel. Móöir min var afskaplega póli- tlsk kona og skirröist ekkert við aö deila við kunningja sina um stjórnmál. HUn var eindreginn stuöningsmaöur Framsóknar- flokksins og þegar hún ræddi stjórnmál viö vini og kunningja, þá gaf hún ekkert eftir. Þó urðu aldrei vinslit Ut af slikum rökræö- um hjá henni, þó svo aö hún ræddi viö menn sem allt aörar skoðanir heföu á stjómmálum. Mér er minnisstætt aö Einar i Sindra, sem seldi foreldrum min- um Suöur-Bár, og mamma hörkurifust oft um pólitikina, en hann var eldheitur Sjálfstæðis- maöur. En slík rifrildi höfðu eng- in áhrif á vináttu þeirra, sem var alltaf söm. Bræöur minir sem eldri voru, fóru aö stunda sjómennsku fljót- lega, eða aö stunda atvinnu ann- ars staðar, til þess aö létta undir meö heimilinu, en ég af tur snérist i kring um búiö. Þegar ég svo slöar fer aö stunda smalamennsku, svona út og subur þá fer ég aö æfa mig I þvl aö reyna aö halda ræður. Þaö geröi ég meö tilliti til þess aö ■ Bóndi, — sveitarstjóri, — þingmaður, — ráð- herra. Allt þetta og meira til hefur Halldór E. Sig- urðsson reynt á ferli sínum, þó hann hafi nú dregið sig í hlé frá skarkala og þrasi stjórnmálanna. I þeim tilgangi að fræðast örlítið um líf Halldórs og störf, falaðist blaðamaður Tímans eftir því við Halldór að fá að sækja hann heim, hvað reyndist auðsótt mál. Halldórog kona hans, Margrét Gísladóttir, búa á fallegu heimili sínu i Garðabæ, en börn þeirra þrjú eru löngu f login burt úr hreiðrinu. Gisli, eldri sonur þeirra hjóna er verkstjóri prjónastofu Borgarness. Sigurður er starfandi lögfræðingur í Reykjavík og dóttir þeirra Sigurbjörg er viðskiptafræðingur starfandi í Bolungarvík. Halldór tekur á móti blaðamanni og Ijósmyndara og býður til stofu. Margrét kona hans, sem Halldór nefnir iðulega „Gullið mitt", ber fram kaffi og kandíssykur og að loknu smárabbi um það sem efst er á baugi, fara Tímamenn í fylgd Halldórs inn á einkaskrifstofu hans og yfirheyrslan hefst. Halldór E. Sig- urðsson í viðtali við Helgar-Tímann

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.