Tíminn - 25.10.1981, Side 10

Tíminn - 25.10.1981, Side 10
Sunnudagur 25. oktöber 1981 10 leigupennar í útlöndum ■ Eitt merkast núlifandi skálda á franska tungu er Marguerite Yourcenar. Hún fæddist áriö 1903 i Brussel, af velstæöu foreldri: belgiskri móöur og frönskum fóöur: einkabarn. Móðir hennar dó skömmu eftir fæöinguna, svo hún ólst upp og bjó hjá föður sinum og meö fjölskyldu hans — i Frakklandi, Belgiu og Englandi — þar til hann lést er hún var 26 ára, áriö 1929. Næstu árin eftir eyddi hún arfi og eignum, ferðaö- ist mikið og bjó viösvegar um Evrópu. Arið 1939 flutti hún til Bandarikjanna þar sem hún hefur búiö sihan, frá 1942 i litlu þorpi á Mount Deserteyju norður af New York borg. Alla si'na ævi, meö uppstyttum þó, hefur hún verið aö skrifa. Sextán ára gaf hún út ljóöabók á kostnaö fööur sins og aöra átján ára, en tæplega tvitug hóf hún aö skrifa þær sögur og vinna þær Skilningur Mannskepnan gerir sér hug- myndir og hugsar um stööu sina og umhverfi sitt: hún á sér heimsmynd eða heimssýn. Sýn Marguerite Yourcenar er falleg og góð. Skáldkonan stendur and- spænis sjálfri sér og umheimin- um með opin augun, full undrunar og forvitni, áhuga og eftirvæntingar: og vill skilja. Allt er henni reynsla, hvort sem er einsemd i grasi gróinni laut eöa gönguferð um markaðstorg ó- kunnugra stórborga, sandkorn á ströndu eða hæstu fjallgaröar. úr öllu gerir hún sér mat svo hún fái frekar og betur skilið þaö sem er aö gerast, það sem um er að vera. Allt er reynsla, og þess viröi aö upplifa eða hafa upplifað. Heimurinn er óhrjálegur á aö lita. Hvarvetna blasa viö, þjarma að og þyrma yfir ódæðisverk og illmennska. Ofbeldi, mannvig, henni er unnt, finnur hún og veit að nú er verkinu lokiö og vinnan á enda. Anægð og hissa gefur hún sig tóminu. Sköpun Sköpun er fólgin ekki i þvi einu að sýna hversu hlutirnir eru og eru ekki, heldur einnig hversu þeir ættu að vera og eiga ekki að vera, og enn hversu þeir gætu verið og geta ekki verið. Yourcenar tekst þetta ákaflega vel i sögum sinum. 1 hugsun sinni og skrifum endurgerir hún tiltek- inn mannlegan raunveruleik, á- kveðinn „mannheim”, sem á sama hátt og reyndin sú hin eina og sanna verður helst likt við flókið og margbrotið völundarhús hvar finnast hvergi dyr. Með lyg- inni leikur hún á og spilar með allar víddir og alla viðáttu mann- legrar tilvistar. Margt er henni ómögulegt að gera, því ófárri hugsun og tilfinningu verður seint eða aldrei komið i orð. Það eftir- lætur hún öðrum. Annað getur hún, tekst á við og gerir. Og sá heimureða þeir heimar sem hún hefur saman setta i verkum sin- um standa ekki saman Ur þvi' einu sem hún segir, heldur einnig og ekki siður þvi sem hún lætur ó- sagt. Taki hún fyrir þó ekki sé nema einn litinn þátt og eina OPINAUGUN — af skáldkonunni Marguerite Yourcenar hugmyndir sem áttu eftir að fylgja henni næstu áratugi og veröa aö skáldsögum og öðrum verkum. Fyrsta skaldsagan var gefin Ut 1929, i Paris: ALEXIS: Ungur maðurskrifar bréf til konu sinnar og skýrir það fyrir henni hvers vegna hann vilji að þau skilji. Tveim árum siðar gaf hún út skáldsögu um ungan mann i leit að ákveðinni konu, sem hún sjálf kallar lélega, og 1934 bæði smásagnasafn og þriðju skáld- söguna: samtimasögu af Italiu. „AUSTRÆNAR SMASöGUR” gaf hún út 1938, og baráttusögu af Balkanskaga ári siðar. Striðsárin skrifaöi hún litiö, en 1951 gaf hún út þá skáldsögu sem vakið hefur hvað mesta athygli og nafn hennar er þekktast fyrir: „MINNINGAR HADRIEN”: Undir dauðann skrifar þessi keisari Rómverja (árin 117-138) þeim pilti bréf sem hann hafði út- nefnt sem eftirmann eftirmanns sins og greinir frá lifi sinu og verkum eins og þau koma honum fyrir sjónir dauövona: lýsir, skýrir og réttlætir eöa iðrast. Siðust skáldsagna Yourcenar er „Zénon” frá 1968, ef frá eru skildar tvær bækur frá 1974 og 1977 sem eru raunsannar diktur af henni sjálfri, fjölskyldu hennar og forfeörum og eiga að verða þrjár: „VÖLUNDARHÚS VERALDARINNAR”. Sagan af Zénon á sér stað á 16. öld, aðal- lega i Niöurlöndum, og fjallar um lif og dauða manns sem i senn er læknir, heimsspekingur og alkim- isti,og gerirsér aðrar hugmyndir um hlutina en þær sem viðteknar eru og viðurkenndar. 1 ágúst siðastliðnum sendi hún frá sér sögu sem hún skrifaði tuttugu og tveggja ára, litillega endurskoð- aða: ,,ANNA, SOROR...”. Auk frásagna hefur hún skrifað nokkur leikrit (1954-1971) og gefið út tvær ljóðabækur auk þeirra fyrstu (1936og 1956), og ennfrem- ur nokkrar ritgerðir eða greinar um skáldskap og aðrar fagrar listir: bæði sem formála aö þýð- ingum — til að mynda á Virginiu Woolf: „The Waves” — og á sér- stakri bók, nú siðast i fyrra um japanska skáldið Mishima. Loks er að geta bókar frá 1980 sem þessigrein nýtur mikils af og eru viötöl við hana sem tekið hefur franskur bókmenntafræöingur c® gagnrýnandi undanfarin ár og steypt saman í eitt. þjófnaöir, rán, kúgun, fáfræði, trúgimi, sljóleiki, ofstæki, grimmd, spilling, eyðilegging, svik, prettir, lygar. Allt er i stakasta ólagi og stórum vita- hring, rugl og flækja, brigðult og óviöráðanlegt. Og það verður ekkert að gert. Byltingar gera illt verra: mannskepnunni verður ekki breytt nema svo hægt svo hægt með smáskammta umbót- um og fortiöin sýnir að litlu miöar. Ekkert breytist, allt er við það sama. En það er samt sem áöur aldrei úti um alla von. Innan um ósómann glittir á fegurð og góömennsku, það er til gott fólk, fallegirhlutir og göfugar hugsan- ir. Þaö verður ekki undan komist að freista þess að gera sitt besta og jafnvel enn betur til að bæta og fegra heiminn. Það er aldrei of seint.Honum verður kannski ekki bjargað, en hann versnar þó ekki af. Þaö verður að reyna og halda áfram að reyna þó vonlaust.sé eða viröist vera, og bejast til siðasta manns. Ekkert verður nokkurn tima fullkomiö né tekur nokkuð enda en þaö má i hilling- um og hálfgerðri þoku sjá sem i draumimóta fyrirþvi'sem ætti að vera og jafnvel gæti veriö. AUt hefur upphaf sitt í og hefst af mannskepnunni einni sem er ein og einangruð frá hinum, en jafnframt hluti af og endurspegl- un alls — heildarinnar. Heimur- inn er i' okkur, jafnt sem við erum heimur út af fyrir sig. öll erum viö eins og endalokin allra eru þau sömu. Aðeins i ákveðnum skilningi og að ákveönu leyti er munur á fólki sin á milli — sem er i engu ómerkilegra hinu, að allir eru eins: karlinn og konan, griski heimsspekingurinn og geimfar- inn, möppudýriö og perlukafar- inn, verkamaðurinn og auð- kýfingurinn. Við fæöumst á á- kveönum stað og á ákveöinni stund, við lifum i einum likama lifið út, gerðir okkar snúast um sömu viddir, hugsun okkar eigrar um sömu viðáttur og við eigum eftir aö deyja. Það er bara það að engin ástæða er til þess að meira sé gert úr þvi sem greinir á með fólki og er öðruvisi, en þvi sem fer saman með þvi og er eins. Hvort tveggja er rétt, en hvorugt rétt- ara, og á að fá aö njóta sann- mælis. Það eru engar andstæður sem ekki má brúa og ekkert er svo öðru líkt aö i engu sé frá- brugöið. Mannskepnunni i vanmætti sin- um og fávisku ber að auðsýna auömýkt og virðingu sköpunar- verkinu — sér og öðrum. Sam- skipti og viðureign fólks eiga að byggjast á, vera rótföst i og gagn- sýrð tilfinningu af ást, væntum- þykjuog samúð með náunganum. Virða ber frelsi hans og viröu- leik. Það nægir ekki viskan: að gera ekki öðrum það sem þú vilt ekki að aörir geri þér, heldur þarf það einnig að koma til: aö biöja öðrum til handa þess góðs sem þú óskar sjálfum þér. Það verður að leita fullkomnunar i öllu, og sem henni verður ekki náð að sætta sig við aö gera sitt besta, og betur og betra með hverjum deginum. Zénon: „Ég mun deyja litlu fávisari en ég fæddist”. Yourcenar: „Ég vona aö þetta eigi eftir aö eiga við um mig lika”. Viðleitni Þetta er afstaða spekingsins, hins visa manns: að gera gott og gera betur. Skáldinu er það ekki nóg — það vill m iðla hugsun sinni og koma henni frá sér öðrum til aflestrar og umhugsunar, hags- bóta ogyndisauka.Þvier eiginleg viðleitni, ekki aðeins til skilnings heldur einnig til sköpunar. Hún erundarleg þessi þörf fyrir aö skrifa: að koma hugsunum sinum á blaö. Hún rekur og dregur, neyðir og kvelur. Yourcenar er haldin slikri þörf, og jafnframt sterkri löngun til að skrifa. Skriftir eru henni erfiðar og þreytandi vinna, en einnig leikur og nautn. Ekki veröur undan komist. Með skáldskap veröur betur en á annan hátt náð hinu almenn a og hinu mannlega: með þvi að setja sig i spor og aðstöðu þeirrar manneskju sem fjallað er um, og standa þar með frammi fyrir ein- um og einstökum raunveruleika — þeim þessarar mannveruá til- teknu augnabliki i lifi hennar og á tilteknum staö. Yourcenar birtast hugmyndir aö sliku snögglega og brátt, hvort sem eru heil verk eða hlutar úr einhverju þeirra. Upp- haf verks er iðulegast innblástur. Eftir stendur að vinna úr. Sú vinna tekur tima, og krefst lát- lausrarumhugsunarog stööugrar nærveru þess og þeirra sem skrifað er um. Skáldkonan sökkvir sér niður i viöfangsefnið — allt sem hún gerir hefur skir- skotun til þess og tengist þvi. Hún gerir sig gegndrepa af þvi, nærir persónur si'nar af eigin holdi og lætur þærheltaka sig, en þurrkar sig og si'na eigin vitund Ut. Hún gleymir sjálfri sér og hlustar á þær, þegir og lætur þær tala, lifir sig inn i það sem þæreru. Efvel á að vera verður að vita allt um persónurnar, miklu meira en nokkurn tima verður skrifað um þær, og þekkja þær betur en þær sjálfar gætu,bæði eins og þær sjá sig sjálfarog eins og aörir sjá þær — innanaðog utan frá. Skáldið er undirlagt,alltkemur þviaðgagni og auðgar vinnu þess og hugsun. Yourcenar hefur sifellt hugann við það sem hún er að vinna með, hvort sem hún beint situr við eða sinnir ööru til að mynda bakar brauð eöa sópar gólf. Til vinnu hefur hún tamiö sér ákveðna teg und hugleiöslu eða ihugunar þar sem hún gerir sér far um að hugsa ekkert eöa þá einbeitir sér að einu ákveðnu atriði sem mest og lengst hún má. Um þessar leiðir allar gerist það að hún hefur i huganum unniö upp allt það sem hún ætlar sér aö skrifa áður en hún sest við. Skriftirnar gera ekki meira en að uppræta galla og vitleysur, eða bæta við og laga til: hugmyndin er þegar komin og tilbúin. Það er bara aö skrifa hana niður og vinna aöeins úr. Það kemur þó hvorki i' veg fyrir né dregur úr þvi að hún vinnur mikið meö texta si'na, endurritar aftur og aftur og einu sinni enn, og kastar miskunnar- laust þvi sem henni ekki likar og þykir lélegt. Hún er sér harður húsbóndi. Þegar svo um siðir kemur að þvi að henni finnst hún hafa sagt það um efniö sem hún getur sagt, og það eins vel og smáa eind mannlifsins og velti fyrirsér útfrá ákveðnu einu horfi, þá gerir hún það þannig að sú ó- rofa heild sem viðfangsefniö er hluti af sést ólga að baki. Slik er list Yourcenar— allt er með og á að geta komist til skila. Lesandans er að skynja það, en ekki láta sérnægja — sem svo oft er — aðhafa i tilteknu verki af þvi einu gaman sem varöar hann sjálfan einan helst og mest: að hann lesi verkið sem slikt eh ekki sjálfan sig i gegnum það. Marguerite Yourcenar skrifar fallega og vel: þaö á við um áferð og ásýnd þess sem hún skrifar sem Thomas Mann (um hvern hún hefur samið alllanga ritgerð) segir: „...aðorð getaaöeinslofað og hrósað skynjaðri fegurð, en ná ekki aö miðla henni”. Það dugir að slá föstu: ,,Fallegt. Gott.” Næmi skáldkonunnará mannlifiö og náttúruna fylgir ótrúleg og stundum alltað óhugnanleg hæfni til að lýsa og greina. Vald hennar yfir orðum og máttur hennar til að beita þeim eru galdri og töfr- um likastir. Ekkertkemst undan, né heldur er neinu ofaukið. Sjálf segirhún óbundið mál vera úthaf sem hægur vandi er að drekkja sér i'. Margur texti hennar er og slíkur — einkum tvær merkustu skáldsögur hennar, þær eru Hadrien og Zénon: þungur og djúpur, hægur og sigandi eða iðandi og úfinn, frá þvi að vera gárur í það að vera brotsjór. Óbundið mál býður upp á enda- laust með möguleika, marg- breytileiki þess er óþrjótandi. Enn er eins með sögur hennar: þær nýta sér þetta til fulls, þeim er likjandi við fleira en úthafið. Smásögur sumar eru sem seytl- andi lækur, styttri skáldsögur hennar sem miðlungsstór á og endurminningabækurnar likjast helst niöandi stórfljóti. Stillinn sem Yourcenar notar i hvert skipti er með öllu aðhæfður við- fangsefninu: þeim tökum sem hún vill taka þvi, því ljósi sem hún vill varpa á það og þeirri birtu sem hún ætlar lesandanum að sjá það i. Snilli hennar er svo fyrirað þakka hversu orð hennar og setningar eru fjölskrúöug, blæ- brigðarik og sjaldan léleg og aldrei lágkúruleg: hversu vel henni oftast tekst til. Fleira verður ekki sagt um texta Marguerite Yourcenar að sinni. Már Jónsson skrifar frá París

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.