Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.10.1981, Blaðsíða 12
Sunnudagur 25. október 1981 12 bergmál Flóðið af bókum ■ Hvort prentarar fara i verk- fall? Ég veit það ekki. En ef þeir gera það ekki skellur á jólabóka- flóð eins og endranær og mun víst fara langt með að kaffæra þjóö- ina. Hvað skyldu reyndar koma út margar bækur á siöustu mán- uöunum fyrir jól? Ég á við al- vörubækur, ekki hefti, bæklinga, skólaútgáfurog sórrit. An þess aö hafa kynnt mér það sérstaklega gæti ég trúað að þær væru ekki færri en 150 til 200, ef til vill fleiri. Þaö horfir því vænlega fyrir bókaþjóöina, mætti halda. En málið er auðvitað ekki svo einfalt — sumar verða metsölubækur og allir vílja eignast þær, aðrar veröa höfundar og útgefendur aö sætta sig við að hafi ekki selt nema kannski nokkra tugi ein- taka af. Nytilkominn kóngur islenskrar bókaútgáfu er Jóhann Páll Valdi- marsson í Iðunni, hann, eða rétt- ara sagt forlagið, gefur út langt yfir hundrað bækur af Hlu tagi á hverju ári og gefur auga leið að það kemst enginn með tærnar þar sem Iöunn hefur hælana. Og allt þetta á örfáum árum! Jóhann Páll ætti þvi að vita hvað hann syngur i bókaútgefendakómum. Um siðustu helgi birtist i Helgar- blaði Visis viðtal sem Jakob S. Jónsson átti við Jóhann Pál um Flóðið og bókaútgáfu þar fyrir ut- an. Við skulum öllsömul, gri'pa niður i þessu viðtali, hér og hvar. BókaUtgefendur eru, eins og vikið erað í þesuu viðtali, oftlega gagnrýndir fyrir að gefa Ut „vondar” bækur á kostnað hinna „góðu”. Að sönnu eru þessi hug- tök nothæf og má finna þeim staö en þau eru jafnframt ákaflega varasöm. Smekkurinn, nefnilega — það sem einum þykir vera „góð” bók er öðrum „vond”, og öfugt og svo eru þeir sem láta sig einu gilda hvort bókin telst vera, meðan þeir haldast við efnið. Það er vinsælt að fordæma reyfara, stríössögur, ástarsögur og ég tala nú ekki um „djarfar” bók- menntir, en allar þessar bækur fullnægja ákveðinni þörf, annars væruþærekki keyptar, svo það er fásinna að amast við þeim. Nema, og vel aö merkja, ef þær eru svo „vondar” að af þeim sé beinlinis tjón — mannskemm- andi, málskemmandi og svo framvegis. Jóhann Páll segir: „Það er mikilvægt að þýöingar á þessum bókum séu góðar, vegna þess aö þær njóta mikillar út- breiöslu og eru kannski gjarnan lesnar af fólki sem hefur ekki allt- of m ikla málkennd. Þess vegna er mikilvægt aö þessar bækur séu á góöu máli.” Ástarsaga á hálfum mánuði Að sjálfsögðu er þetta hárrétt, þó það nú væri. En þetta sjónar- mið er bara ekki allsráðandi i hópi bókaUtgefenda, svo mikið er vist. Flestir þeirra láta ser lynda að kasta höndunum til útgáfu af- þreyingarbóka, viðurkenna nátt- úrlega þar með að þeir séu að gefa Ut margumtaiaö „rusl”. Kunningi minn einn fékk væna summu útborgaða fyrir að þýða sex stykki af ástarsögum á jýem- ur mánuðum eða svo. Hálfur mánuöur eða svo á hverja bók. Mætti segja mér að þýðingin væri meiri háttar hrákasmiö, og þó vart á flatneskjuna bætandi, en útgáfunni var skitsama, þóttist vita að bækurnar myndu seljast og þá var ekki meira hugsað um það. Svona husunarhætti væri auðvitaö upplagt aö útrýma. Ég er hræddur um að málkennd al- mennings auögist ekki sérlega mikiö af lestri þessara sex ástar- sagna — með fullri virðingu fyrir honum kunningja minum. Frem- ur hið gagnstæða. Vesalings tungumálið er nú þegar komið 1 svo miklar ógöngur að ekki er forsvaranlegt að bókaUtgefendur leiði þaö visvitandi I enn meiri eyðimörk. Þaðer lika alkunna að oft hafa „góðar” bókmenntir, eða aö minnsta kosti bækur sem telj- ast eiga erindi við okkur, veriö eyðilagðar meö vondum þýðing- um, ég held ég nefni ekki dæmi. Það ætla ég aö vona að klásúlan i nýja þýðingarsamningnum, um að bókaútgefendur hafi rétt til aö fara yfir og breyta þýðingu, hafi verið stefnt gegn svona þýðing- um, en ekki snilldarverkum eins og til að mynda Þorgeir Þorgeirs- son hefur hvað eftir annað hrist fram úr erminni... Þessi klásúla ætti nefnilega rétt á sér i' vissum tilvikum en gildir siður, eða ekki, um þá menn sem þessi samningur var gerður við, sem sé þýðendur i Rithöfunda- sambandinu. Og það eru heldur engar reglur tilum hvað bókaút- gefendur sjálfir geta leyft sér, einsog til dæmis að fleygja ástar- sögu i þýðanda og láta hann klára verkiö á tveimur vikum. Slfkar reglur veröa væntanlega Ulsettar, en við skulum vona aö útgefendur sjái einhvern tima að sér i þessu efni. Hvareru Karamazov-bræður? En úr þvi ég er farinn aö minn- ast á þýðingar — hann Egill kollegi minn bergmálaði reyndar hátt og snjallt um þær fyrir nokkrum mánuðum en aldrei er góð visa of oft kveðin — þá er það áhyggjuefni hversu fáar þýðingar hafa komið út aðundanförnu sem með góðri samvisku má kalla reglulega finar bókmenntir. Og ekki skánar ástandiö fyrir þessi jól — Mál og menning gefur út Meistarann og Margaritu eftir Mikhæl BUlgakov og AB ætlar vist loks að drífa i að koma Don Quixote á markað, en fleirum man ég ekki eftir. Karamazov- bræöur eru enn einhvers staðar að velkjast i öldurótinu. Hverju sætir þetta? BókaUtgefendur eru jafnan snöggir upp á lagiö þegar á þeta er minnst, jú, auðvitað vildum við allt til vinna að gefa svona bækur út i islenskum þýö- ingum en þær seljast bara ekki. Nú dregur enginn i efa að af- þreyfingarbækur — og ekkert við þæraö athuga eins og ég sagði áð- an — eru mun vinsælli með þjóö- inni en svokallaðar alvarlegar bókmenntir, en þarf þaö aö þýða að fólk sé ekki lika til i aö lesa eitthvaö sæmilega undirstöðu- gott? Væntanlega kunna flestir útgefendur sögur af „góðum” þýðingum sem þeir ætluðu sér aö koma á framfæri en fáir einir vildu lesa þegar til kom, en það eru nú samt dæmi um aö „góðar” þýðingar haf i selst vel. Ég veit til dæmis ekki betur en Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez hafiselst prýðiiega þeg- ar hún kom út fyrir nokkrum ár- um og var þó bæði um aö ræða höfund semfáirþekktuog svoögn framandi bókmenntastill, suöur- ameriskan. Þetta er hægt og vel hægt, þótt áhætta sé auðvitaö fyr- ir hendi, en eins og Jóhann Páll bendir margoft á i áðurnefndu viötali, þá byggist bókaUtgáfa upp á áhættu fyrst og fremst og þviekki að taka áhættumeð þess- ar bækur eins og misgóðar skáld- sögur islenskra rithöfunda? Og hvernig fóru þeir þá að hér á ár- um á ður — svona 1930—50 — þeg- ar út kom hvert bókmenntaverkið á fætur öðru i islenskri þýðingu, mára að segja bækur sem aldrei hafa talist léttmeti: Strið og frið- ur, Anna Karenina, Glæpur og refsing? Varla hefur orðið stórtap á þessum bókum, Ur þvi það var haldiö áfram á sömu braut. Vant- ar okkur eins og einn EmilThom- sen? — Færeyinginn sem hefur gefið út Karamazov-bræður og önnur slik verk eftir stórmeistara bókmenntanna á færeysku. Og Færeyingar ekki nema 40 þúsund eða svo! Bókasöfn undir bagga Það sem hér hefur verið sagt um þýðingar gildirauðvitaö einn- ig um islenskar bókmenntir — i megindráttum. Fólk vill fá sína afþreyingu, afleiðingin verður sú aö bókaútgefendur hneigjast til að álita að alvarlegri bækur eigi sér ekki hljómgrunn. Að visu ‘virðist það vera tiltölulega auð- velt fyrir islenska rithöfunda aö fá bækur sinar útgefnar hjá for- lögunum en samt sem áður er deginum ljósara að þær bækur sem með réttu geta kallast „al- varlegar”eiga erfiðara uppdrátt- ar en hinar „léttari”. Og er þá ekkert sagt um bókmenntagildi þessara bóka. Bókaútgáfufyrir- tæki verða auðvitað að standa sig fjárhagslega eins og önnur fyrir- tæki og þvi er kannski ekki nema eölilegt að þau vilji ekki taka áhættu um of, en ætli forsendurn- ar sem þau gefa sér séu alltaf réttar? ötgefendur tala auðvitað afreynslu, ég veit það, en það er nú einu sinni staðreynd að stór hhiti af þeim i'slensku bókum sem komaútá hverjuári er hvorki al- mennileg afþreying né „alvöru” bókmenntir. Og það er likasttii of litið gert af þvi að ýta undir bæk- ur sem raunverulega teljast vera annað tveggja. En ef þetta er nú eftir allt sam- an rétt, að fólkið vilji ekki kaupa sér „góðar” bækur en bara „vondar”? Auðvitað verða „góðu”bækurnar að koma Ut eft- ir sem áður. Að þessu er vikið i nefndu viðtali: En geta bókasöfn ekki kom- ið þarna til skjalanna og keypt ákveðinn fjölda bóka og þannig tryggt að útgáfa fari ekki á haus- inn?” „I Noregi, svo ég taki dæmi, kaupa bókasöfn allt að 1.000 ein- tök af hverri nýrri norskri bók. Ef þetta væri raunin hér værum við komnir langleiðina með að borga útlagðan kostnað við útkom u bók- arinnar. Ef slikt fyrirkomulag yröi tekið upp hér, þá myndi það þýða gerbreytta stöðu islenskrar bókaútgáfu,” segir Jóhann Páll. Og ennfremur: „En eins og þetta er núna, þá er þaö algerlega til- viljunum háð hvernig bókasöfnin kaupa inn. Sum þeirra leggja áherslu á vinsældir bókarinnar, önnur taka mið af gæðunum.” Þessi hugmynd, að visu ekki ný, gæti gert hvorki meira né minna en aö tryggja að hérkæmu út á hverju ári margar bækur sem annars sæjust ekki. Að visu grunarmig að bókasöfná íslandi gætu trauðla keypt upp undir þús- und af hverri bók — hvað eru mörg bókasöfn á íslandi? — en umfangsmikil kaup þeirra myndu sam t sem áður hjálpa m ikiö uppá sakirnar. Þvi ekki að setja nú reglur? Þærþyrftu ekkieinu sinni aö ganga af bókasöfnunum dauð- um, þvipeningar vaxa á trjánum sem kunnugt er. Hitt væri óhæfa að taka ekki með i reikninginn að fyrrnefndar vandaðar þýðingar á góðum bókum þurfa einnig að standa undir sér og þvi þyrftu bókasöfnin að kaupa þær einnig. Áriðum kring Jóhann Pállsegirá einum stað i viðtalinu: „Jólabókaflóðið og allt sem þvi fylgirer hreinlega að æra þjóðina.” Þetta er öldungis rétt og veldur meðal annars þvi að bækur sem annars eiga skilið að njóta nokkurrar athygli hverfa i skuggann fyrir hinum sem mest ber á. Nú er það að sönnu góður siður Islendinga að gefa bækur i jólagjöf en hitt er alveg rétt að það væri öllum fyrir bestu að tak- ast mætti að lægja öldur Flóðsins, dreifa þvi yfir allt árið. Þetta hef- ur ekki verið gert þó reynt hafi veriðöðru hvoru. Jóhann Páll tal- ar af reynslu er hann lýsir þvi að nær ómögulegt sé að gefa út bæk- ur á öðrum timum en fyrir jólin — hann gaf út nokkrar bækur siðast- liðið vor sem seldust litið, þótt ágætar hafi verið. „Hið sorglega var að bæði blöð, bóksalar og bókagagnrýnendur brugðust hrapallega,” segir hann, og þaö er hárrétt, bóksalar héldu þess- um bókum ekki að fólki eins og gert er með jólabækur, blöð og gagnrýnendur tóku seint við sér og þar á meðal ég sjálfur sem skrúaöi um tvær þessara bóka i Helgar-Timann allnokkru eftir að þær komu út. En hér var um nýj- an hlut að ræða sem gera mátti ráð fyrir að tæki fólk nokkum tima að venjast, Jóhann Páll virðist hins vegar ætla að láta þessa reynslu draga úr sér kjark- inn við frekari tilraunir. Og það sem meira er: bókaforlagið sjálft, Iðunn, brást ekki siður en aðrir. Þessar bækur voru litið sem ekkert auglýstar, það var ekki hamagangurinn kringum þæreinsog jólabækurnar . Ef rétt hefði verið að málum staðið frá hendi forlagsins hefði vel mátt vekja þvilika athygli á þessum bókum að þær seldust eins og ástæða var til. En það var ekki gert. Þessi tilraun varð þvi varla nema hálfkák og ég sé ekki að það megi draga of viðtækar ályktanir af henni. Ég þykist nefnilega hafa þaö eftir öruggum heimildum að bækur seljistekki bara fyrir jólin, þær seljast lika töluvert vel eftir jólin — i janúar og febrúar. Þá er fólk að kaupa sér þær jólabækur sem það fékk ekki i jólagjöf en langar að lesa. Og svo les það þessar bækur. Islendingareru ekki örðuvisi en annað fólk. Þeirhafa gaman af að lesa bækur og meira að segja töluvert meira gaman en flestar aðrar þjóðir, burtséð frá „gæðun- um”. Og auðvitað lesa þeir bækur allt árið um kring, skárra væri þaö, og af sjálfu sér leiöir að þeir væru, ef rétt er farið að þeim, til- búnirtil að kaupa bækur allt árið um kring. Það er eftirsóknarvert vegna þess að það er alveg rétt sem Jóhann Pállsagði: jólabóka- flóðið er bókstaflega að æra þjóð- ina. Þó svo það sé gaman að fá allar þessar bækur... —ij. Illugi Jökulsson, blaðamaður, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.