Tíminn - 25.10.1981, Side 25

Tíminn - 25.10.1981, Side 25
Sunnudagur 25. október 1981 Sveinbjörn I. Baldvins- son: Ljóð handa hinum og þessum Almenna bókafélagið 1981 Liklega er það nostur við smá- atriði sem er aðal Sveinbjörns Baldvinssonar sem ljóðskálds. Hann er laginn við aö draga upp litlar myndir, og gerir það oftast- nær vel. Er hann vill lýsa skiða- staðnum Interlakeni Alpafjöllum gerir hann það á þessa leiö: í Interlaken er hægt að kaupa skiðaskó i sjálfsala. Hins vegar er heild ljóða hans oft veikari en efni standa til. Það eru ntí fimm ár frá þvi að Svein- björn gaf Ut fyrstu ljóðabók si'na, 1 skugga mannsins, og augljóst að honum hefur farið mikið fram á þessum árum. Enn á hann samt spöl ófarinn. Þessi nýja ljóðabók skiptist i fimm kafla. Hinn fyrsti, Ljóð handa lifinu, samanstendur af löngu ljóði í nokkrum hlutum. Sveinbjörn setur sig i spor barns sem er getið, fæðist og vex upp. Honum virðist reyndar tamt að yrkja um börn, það kemur viöa fram ibókinni.Þetta ljóð lýsirþvi hvernig barnið er alsaklaust ofur- selt einhverju lifi, svo notuð séu orð Sveinbjörns, og á köflum tekst honum mæta vel að sýna það sem hann ætlar sér. Heildar- myndin er ekki eins sterk. Sveinbjörn I. Baldvinsson ,,I Interlaken er hægt að kaupa skíða- skó í sjálfsala” — Um bók Sveinbjörns Baldvinssonar, Ljóð handa hinum og þessum Ljóð handa skammdeginu heit- ir næsti kafli, það eru myndir lir Reykjavfk. Nákvæmar og nostur- samlegar m yndir og oft skem mti- legar. Yrkisefnin eru ýmiss kon- ar, svo sem eins og hvað það sé prýðilegt aö hafa stóra vasa á úlpum!! Ljóðið Kvöld fyrir jól er svona: Þaö er margt fólk i strætisvagninum Maöur i svörtum frakka með remölaðislettu fer heim og setur upp jólasvipinn Gömul kona meöbláa prjónahúfu fer heim og setur upp kartöflur Fjögurra ára strákpatti situr I kjöltu móður sinnar og kyssir heiminn f gegnum rúðuna Á einni biðstöðinni er jólasveinn að biða eftir Mosfellssveitarrútunni Lestin til Höjby í þriðja hluta bókarinnar tekst Sveinbirni einna best upp en sá berheitið Ljóð handa ferðamönn- um. I þessum Ijóðum lýsir Svein- björn ferðalögum sinum um Evr- ópu, oftast horfir hann á heiminn gegn glugga jámbrautarlestar. 1 þessum kafla er ljóðið um Inter- laken sem áður var vitnað til. Annað ljóð er hluti af flokk sem ber yfirskriftina Ljóð úr lest, eða Danmark gennem et togvindue Ef þetta er sú lest sem ég held þá eigum viö eftir að stoppa hundrað sinnum áður en við komum til Höjby á alls konar undarlegum stöðum þar sem er ekkert nema eitt , ,, skilti emn kall ein brún taska og einn sveitabær við endann á hlykkjóttum vegarspotta sem kallinn hefur dregið á eftir sér að járnbrautarteinunum. Ástarljóð Þá koma ástarljóð, Ljóð handa konum. Þetta er, með fullri virö- ingu sísti hluti bókarinnar. Svein- björn notar allhefðbundnar að- feröir til að lýsa ást sinni. — Ég vildi ég væri vatn blátær fjallalækur uppi á fslenskri heiði Ég vildi þú kæmir og baðaöii þig f læknum — en tekst ekki allskostar upp. Kannski er ekki hægt aö yrkja ástarljóð á þessum síðustu og verstu timum? Að minnsta kosti hljóma þau ekki ýkja sannfær- andi. Loks koma svo ljóð úr ýmsum áttum, Ljóð handa öðrum. Þarna segir af dreng sem er með skút- una sina niöri við tjörn, Mann- björg varö, ljóð úr jarðarför skólabróöur og til bróður skálds- ins, og Sveinbjörn veltir fyrir sér um hvað hann eigi að yrkja. 1 þessum hluta er ljóð sem mér finnst einna best i bókinni, Heim- ildarljóð um uppgjör kinverskrar æsku við þroparaklikuna. Það er býsna skemmtilegt, þóttstundum noti Sveinbjörn klisjur sem eru mjög vinsælar um þessar mundir og lýsa sér til að mynda í: ... horfi á andlit kennarans leka niður undir gleraugunum og mynda gulan poll á algebr- unni. Sniöugheit af þessu tagi eru oröin alltof algeng i verkum ungra rithöfunda, jafnt skálda sem skáldsagnahöfunda. Ber að varast. Að öðru leyti: ljóðið segir frá Liu Ke i Ki'na, sem situr á skóla- bekk og leiðist. Hefur meiri áhuga á Sún Wí en algebrunni. Þá gerðist það undur að rödd For- mannsins hljómaði til hans og sagði honum að hann væri undir áhrifum frá þorparaklikunni. Og Líu Ke hreinsaði sjálfan sig: Og hann hætti að hugsa um fugla á flugi yfir bylgjandi hrls- grjdnaökrum seglbáta á túng-fljótinu og ákvað að fresta þessu meö fram um þritugsaldurinn slín wi Og kennarinn brosti til hans um leið og hann snýtti úr sér kvefinu Núna er lfu ke I kvantúng f kfna virtur alþýðuhárskeri en við sitjum eftir f skólanum aum i rassinum og heyrum enga rödd Rómantik og skemmti- legheit Fyrir nú utan að þetta ljóö hef- ur auðvitað pólitiska skírskotun, þá er það sem áður segir skemmtilegtog i þviheppnast aö- ferð Sveinbjörns hvað best. Eins konar sambland af rómantfk og skemmtilegheitum. Vandmeðfar- iö er Sveinbjörn er sýnilega á réttri leið og sýnist á góðri leið með að finna sér sina eigin rödd. — Ö- LjÓÐ HANDAI IINUM 0(5 ÞESSUM SVEINBJORN I HAI.DVINSSON Gary Jennings: Aztec.Futura 1981 Við erum stundum að fár- ast yfir lengdinni á svoköll- uðum metsölubókum úr Ame- riku, að höfundarnir skrifi frekar í kilóavis en blaðsiðu- tali. Aztec flokkast hiklaust undir þessa kategóriu. En les- endurnir láta samt ekki á sér standa. Það tók höfundinn Jennings þennan að sögn heil tiu ár að skrifa Aztec, enda verður ekki betur séð en að hún sé sæmilega grundvölluð i heimildum og tiöaranda. Þetta er söguleg skáldsaga af sföustu árum og hnignum Aztekari'kisins i Mexikó áður og um það leyti er konkvista- doramir með Cortez i broddi fylkingar lögðu það undir sig meö vopnum og sjúkdómum allskæðum. Sagan er sögð i formi skýrslu, sem gamall azteki gefur klerkum og trú- boðum. Aztec er gjarnan lfkt viö Shogun, svipaöa bók James Claveíls um sögulega timai' Japan, þóttmargt megi gottum Aztec segja stensthún fyrirmyndinni engan veginn snúning hvað varðar skemmtanagildi og spennu. Alexander Solzhenitsyn: The Oak and the Calf. Collins/ Fontana 1981 Kálfurinn stangar eikar- tréð sem varla haggast. Solzhenitsyn stangast á við sovésk yfirvöld sem ekki haggast fremur en eikartréð. En það falla akörn og regn- dropar úr trénu og atgangur- inn fer ekki framhjá neinum. Eikin og kálfurinn eru minn- ingar Solzhenitsyns frá rithöf- undarævi sinni og skiptist i fjóra hluta: baráttuna fyrir því að Ivan Denisovich fengist útgefinn^fyrstu viðbót frá 1967 þegar aftur tdk að þrengja að honum, aðra viöbót frá 1971 þegar hann fór að vinna sér nafn á alþjóðavettvangi, þriðju viðbót um nóbelsveit- inguna og eftirmál hennar og fjóröu viðbót frá 1974 þegar Gulagið kom út fyrir vestan og Solzhenitsyn var útlægur gerr. Þetta er saga af rithöfundi sem er utangarðs i heimalandi sinu og á sér engan lesenda- hóp og baráttu hans viö al- ræöisriki sem vill leggja lista- mönnum línurí listsköpun. Að mörgu leyti er hún skemmti- legust og afslöppuöust bóka hans, en hún er ekki minna ágeng fyrir vikið. Bókin kom fyrst út á rússnesku 1975 en hvernig er það — hætti Solzhenitsyn aö skrifa þegar hann kom vestur? CP rr'TIT i\A/i GERTRUDE STEIN Selected Writings of Gertrude Stein. Vintage 1979 Þaö var oftmikiö f jör i ibúö GeirþrUöar Stein á Rue des Flereus í París. Þar hélt hún salón I næstum hálfa öld fyrir skáld og listamenn, Picasso, Cézanne og Matisse voru þar guövelkomnir — verk þeirra prýddu veggina löngu áöur en þeir áunnu sér frægö. Og þar leituðu i viskubrunna sam- landar hennar Hemingway, Scott Fitzgerald og Ezra Pound. Gertrude Stein er ekki mikið lesinn rithöfundur, per- sóna hennar hefur löngum veriö fólki meira hugleikin en verkin, en um áhrif hennar á rithöfunda á fyrri hluta aldar- innar verður ekki efast. Sök- um tilraunastarfsemi sinnar er hún ekki beint viö alþýðu- skap, orðin áttu að hljóma fremur en að koma meiningu til skila, hún reyndi aö búa til kúbiskan stil, setningaskipun- in nýstárleg, mikið um endur- tekningar — hún haföi fast- mótaöar kenningar um starf rithöfundarins, þótt ekki séu þær öllum auðskildar. Ger- trude Stein lést 1946. Þetta úr- val úr verkum hennar gefur ágætis þverskurð af þessari merku konu og skáldkonu, ásamtágætri ritgerðum hana eftir F.W. Dupee. Chaim Potok: Wanderings — Chaim Potok’s History of the Jews. Fawcett Crest 1980 Chaim Potok hefur einkum getið sér orð sem sagnaskáld og sögumaöur með afburöum. Þekktastar bóka hans eru „The Chosen” og „My Name is Asher Lev”, og kannski ekki sist nýleg bók ,,The Book of Lights”, sem nú fer með sigurlátum um enskumælandi heim. Potok er bandariskur gyöingur sem sækir söguefni sin i óþrjótandi vandamála- brunn gyöingsins. Hér spreytir hann sig við aðra sögu og sist veigaminni, sögu gyðingaþjóöarinnar frá fyrstu heimildum og allt fram á okk- ar daga. Bdkin er fráleitt merkt sögulegt gagn, né heldur leiðir hún nýja vit- neskju fram i dagsins ljós. Styrkleiki hennar felst i hæfi- leikum Potoks sem sögu- manns, sem gera þessa miklu sögu bæði lifandi og læsilega. Potok vinnur efnið upp Ur öðr- um bókum, en litur þaö alltaf eigin augum. Því getur bókin aöeins verið upphaf lestrar i hinni gagnmerku sögu gyðinga. Mér er það samthulið hvers vegna Potok kýs að fara á hundavaði yfir sögu gyðinga á tuttugustu öldinni en dvelur þeim mun meira við for- söguna, þá bibiiulegu... ■ Bækurnar Hér aö ofan eru fengnar hjá Bókabúð Máls menningar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.