Tíminn - 25.10.1981, Side 31

Tíminn - 25.10.1981, Side 31
Sunnudagur 25. október 1981 31 ■ Bleika skeiðið. Fjölskylda fjöllistamanna. Hluti af hinni alræmdu byltingarmynd — „Les demoiselles d’Avign- til Englands, hins fyrirheitna lands föðurins. Don José tók þessu fálega i fyrstu, en skrapaði siðan saman mjólkurpeningum fjölskyldunnar til að senda soninn elskaða og sjálfstæða, snillinginn i fjölskyldunni, út i heim. En Pi- casso komast ekki lengra en til Parisar, dagaði þar uppi næstu niu mánuðina ásamt Carles Cas- agenmas, skólafélaga frá Barce- lona. Paris aldamótanna var óvé- fengjanleg háborg menningar- innar. Þar rikti á þessum árum það sem siðari tima menn kölluðu gullna skeiðiö, ,,La belle epo- que”. Evrópa var auðug eins og aldrei áður af iðnaði sinum, þekk- ingu og nýlendum. Þar höfðu menn ekki lagt út i strið i næstum mannsaldur. Rika fólkið barst á, góðir og ekki svo góðir listamenn döfnuðu i skjóli yfirstéttarinnar^ en að baki bjuggu vitaskuld of keyrðir verkamenn sem strituðu 10-12 tima á dag fyrir lifibrauð- inu. Og vændiskonur, beininga- menn og glæpamenn — þeir sem höfðu helst úr lestinni. 1 listum haföi bylting veriö i deiglunni allt frá 1860 þegar Man- et braut hinar klassisku leikregl- ur, bæði hvað efni varðaði og form. Impressiónistarnir sem fylgdu i kjölfarið voru enn djarf- ari, máluðu hversdagslega hluti i glaðbeittum litum. Þeir sem voru fullþroska listamenn um alda- mótin lögðu meira upp úr þvi að mála af tiifinningu, túlka sinn innri mann, Van Gogh með litum, Gauguin með frumstæöum ein- faldleika. Og tæknimaöurinn i hópnum, Cézanne, var á hátindi frægðar sinnar. Montmartre-hæöin var sjálf- sagður viðkomustaður fyrir Pi- casso og menn af hans tagi. Þar liföi lágstéttin, verkamenn, vændiskonur og glæpamenn i sátt og samlyndi við listamenn af ýmsum uppruna. Fljótlega var Picasso búinn að gleyma Eng- landsferðinni og leigði sér vinnu- stofu efst á hæðinni. Auk þess komst hann i tæri við umboðs- mann sem keypti allt sem Pi- casso gat afkastað á einum mán- uði fyrir 150 franka. A daginn eigraði hann um borgina, gleypti i sig verk gömlu meistaranna og Louvre og hinna yngri i hinum mýmörgu gallerium á Signu- bökkum. Picasso hafði lofað fjölskyld- unni að snúa aftur til Barcelona i jólasteikina. Um vorið hvarf hann svo aftur til Parisar hafandi gert sér grein fyrir þvi aö hinn djúp- stæði listræni ágreiningur milli hans og föðurins — hefðarinnar og nýsköpunarinnar — yröi aldrei brúaður. Um þetta leyti hætti hann að kalla sig Ruiz, merkti myndir sinar héöan i frá meö hinu óviðjafnanlega Picasso. Blátt yfir í bleikt Á þessari viðkomu sinni i Paris númer tvö sagði Picasso skilið viö litadýrð impressiónismans um skeiö og fór að mála i mjög per- sónulegum stil innhverfar og dap- urlegar myndir af litilmögnum og alþýðufólki. Dauðinn var honum hugleikinn, likast til fyrir áhrif frá sjálfsmorði vinarins Casagen- mas, sem hann framdi á kaffihúsi i Paris ástlaus og yfirgefinn. Hið mjögumtalaða bláa skeiö var i burðarliðnum. Enn yfirgaf Picasso Paris 1902 og var á Spáni næstu tvö árin. En 1904 fór hann aftur til Parisar, sem var hans heimaborg upp frá þvi. A frumbýlingsárunum i Paris var hann i raun jafn bláfátækur og hinar voluðu fyrirmyndir bláa skeiðsins, kominn upp á náö mis- viturra listaverkasala sem báru ekkert skynbragö á þær gullnám- ur sem þeir höfðu i höndunum. Samt minntist Picasso fyrstu ár- anna i Paris sem þeirra ham- ingjusömustu i lifi sinu, enda ár bjartsýni og framfara um alla Evrópu. Hann eignaðist vini sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á hann og heimskúltúrinn — skáldið Guillaume Appolinaire og útlaga- rithöfundinn Gertrude Stein frá Ameriku. Og um þetta leyti eign- aöist hann sina fyrstu ástkonu af mörgum — Fernande Olivier. Hún var lagleg litil og hnellin með græn augu og fannst hann ekkert fyrir augað, nema hvað hún hreifst af augunum sem voru eins og brennandi kolamolar. Þau bjuggu saman i býsna hrörlegu húsnæði, sem i senn var heimili og vinnustofa, hún eldaði oni hann og félagana fyrir aöeins tvo franka á dag, hlustaði á eldheitar samræður þeirra og horfði á meistarann mála. Hann þvertók fyrir að hleypa henni nokkurn tima úr sjónmáli. Málverkin uröu enda gleðilegri, bláu litirnir viku fyrir rauðu, bleiku og grænu og viðfangsefnin voru ekki jafn þunglyndisleg — Picasso hafði tekið ástfóstri við sirkusa og sirk- usfólk og málaði trúða, dansara og loftlistamenn frá öllum horn- um i stað betlara og vændis- kvenna bláa skeiöisins. Gertrude og Leó Stein Og það sem mest var um vert. Verkin fundu sér kaupendur á stangli, naska listaverkasafnara. Það var kannski einna helst fyrir tilstuðlan Gertrude Stein og bróð- ur hennar Leós. Þau systkinin höfðu einnig fjárfest i verkum eft- ir aðra nýjungamenn — Matisse, Renoir, Cézanne og Gauguin. Einn góðan veðurdag sá Leó mynd eftir Picasso I gallerii og hreifst. Það var „Stúlka með blómakörfu”, sem allt frá þvi var þungamiöjan i ómetanlegu safni Geirþrúðar. Nokkru siöar vitjuöu þau Pi- cassos i leiguhjallinum, vógu verk hans og mátu og þótti harla efnilegt. Þaö er ekki vitað hvað þau keyptu margar myndir, en þau borguðu 800 franka fyrir vik- ið. örbirgðin var á enda i eitt skipti fyrir öll og þaö sem mest var um vert — Stein systkinin bentu vellauðugum listaverka- kaupendum á vænlegar fjárfest- ingar i Picasso, sagt er að Geir- þrúður hafi neytt suma til að kaupa, nauðugu viljuga. Áriö 1906, þegar Picasso var 24 ára gamall, haföi hann áunnið sér öfundsveröan sess. Hann haföi tengsl við áhrifamikla listaverka- kaupmenn og safnarar sóttust eftir verkum hans. Prisarnir voru nógu háir til að geta svalað ást Fernöndu á dýrum ilmvötnum. Og Picasso var i hávegum meðal annarra listamanna. Af nýjunga- mönnum i listinni á þessum árum i Paris átti hann sér vart annan keppinaut en Henri Matisse. Þeir uröu góðir vinir siöarmeir, en þegar þeir hittust fyrst i sunnu- dagsboði hjá Gertrude Stein áttu þeir i brösum með aö tala saman. Matisse var mótaöur listamaður og býsna drjúgur meö sjálfan sig, taldi sig meistara i samanburði viö þennan uppivöðslusama Spánverja. Kúbismi í burðarliðnum Næsti leikur frá hendi Picassos var býsna óvæntur og djarfur. Hann hefði getað staðiö við og málað með góöum árangri i stil bleika skeiðsins til æviloka. En Picasso var sileitandi, ekkert var honum fjær en að endurtaka sig. Hann lét einhvern tima svo um mælt að það væri gott og óhjá- kvæmilegt aö herma eftir öörum listamönnum, en aö þaö væri aumlegt hlutskipti að stæla sjálf- an sig. Einhvern tima árs 1906 málaði hann mynd sem var ólik öllu sem mannsaugað hafði áöur barið: „Les demoiselles d’Avig- non”, stóra mynd, rúmlega sjö fet sinnum sjö, eins og Picasso var gjarn á að mála þegar hann var að reyna sig við ný stilbrögö. Myndin braut næstum allar leikreglur vestrænnar myndlist- ar, sem höfðu verið aldar allt frá tima endurreisnarmannanna. Það var eins og likamar þessara fimm nöktu kvenna heföu verið brotnir upp og raðað saman á nýjan leik i litlum ferningum og þrihyrningum. Eyrun og augun voru á tvist og bast, nefið eins og séð i prófil þótt konurnar frá Avignon horfðu beint fram. Þaö er ekki gott aö segja um áhrifa- valda, Picasso haföi nokkru fyrr orðiö djúpt snortinn af iberiskum styttum frá forsögulegum tima áður en Rómverjar lögðu undir sig Spán. Ennfremur var list frumstæðra þjóöa til sýnis við- vegar um álfuna og Picasso hafði einkum tekið varanlegu ástfóstri við afriskar grimur. En hann sló nýjan afdráttarlausan og per- sónulegan tón — þetta var bylt- ingarsinnuð herhvöt um nýjar leiðir i listum. Viöbrögðin voru eðlilega blend- in. Meira aö segja vinirnir Max Jacob rithöfundur og bóhem, Appolinaire og Leo Stein fundu þessum bernskubrekum kúbism- ans flest til foráttu. Appolinaire átti þó eftir að verja kúbistana bæði i ræöu og riti, en Leo Stein tók Picasso aldrei i sátt eftir þetta. Matisse hélt að Picasso væri að hæðast að nútimalist, einkum að svokölluðum fauvist- um sem hann tilheyrði um skeiö. Og þetta voru forsvarsmenn nýj- unga i listum. Hvað þá um hinn almenna listunnanda. framhald. URVALS V URVAL^ 2$9C Glasgow/ Edinborg Miðvd. 25. nóv. — Sunnud. 29. nóv. Velstaðsett hótel, m.. morgunverði, baði og litasjón- varpi. Verð frá kr. 2.600.- á mann. URVAL ‘Fl 26900 ^mrURVALT. 26900 St Petersburg Florida — Vikuiegar brottfar- ir. Dvöl aö vild. Verð frá kr. 9.500.- Sér jóla- og nýjárs- ferðir: 3 vikur 17/12 — 8/1 og 29/12 — 19/1 V1 URVAL'rl 269C0 %ar urvalti 26900 Kaupmannahöfn Helgarferöir 3 nætur — föstud. til mánud. 3 fyrsta flokks hótel I hjarta borgarinnar. Verð frá kr. 3.434,- á mann i tvibýlisher- bergi, morgunverður innifal- inn. URVAL S 26900 iyr URVALn 26900 Kaupmannahöfn Flug og bill. Helgarferðir. Föstudagur til mánudags. Verö frá kr. 3.291,- á mann. Innifaliö: Flugfarseðill og bilaleigubill — ótakmarkaöur akstur. W UPVAL 26900 V URVAL H 26900 Stokkhólmur Helgarferöir 3 og 4 nætur — brottför á föstud., Val um 3 mjög góö hótel. Verð frá kr. 2.647.- á mann i tvibýlisherbergi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.