Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 4
4 Sunnudagur 1. nóvember 1981 HiHJHÍUlÍlil Ók óvarlega á Vatnsveituvegi og bifreiðin valt og skemmdist mikið. Tekið þar að ófrjálsu lyf og lagt síðan eld að kortaklefa skipsins. Var gefið merki um að stöðva, sinnti því ekki og ók utan í vinstra frambrettið á lögreglubflnum. Tóku átta skammta af fljótandi mor- fíni, tvö glös af morfíntöflum og eitt glas af ópíumtöflum. Braut upp hurð áfengis- utsölunnar í Keflavík með stolinni bifreið. Sömu nótt braut hann upp frirð áfengis- útsölunnar við Lindargötu í Reykjavík með fyrrgreindri bifreið. Afbrotaferill afkastamikilla síbrotaunglinga skoðaður Einn hefur stolið hátt á annað hundrað bflum síðan 1977 ■ Timinn hef ur undir höndum dóma sem kveðnir hafa verið upp i sakadómi Reykjavikur, yfir óvenju afkastamiklum af- brotaunglingum. Einn þeirra hefur á sinum ferli sem spann- ar á f jórða ár stolið hátt á annað hundrað bilum, ýmist einn eða i félagi við kunningja sina, þeir hafa framið f jöldamörg innbrot, brotið upp lyfjaskápa um borð i bátum og stolið úr þeim morfini og öðrum lyf jum, kveikt i einum bát, lent i fjölda árekstra og skemmt marga bila. Dómarnir eru i heild næstum 200 bls og verður hér aðeins fátt eitt tint til úr þeim. i ■ Málið er höfðað gegn KKKK fæddum ’62 og GGGG fæddum sama ár, fyrir að hafa sunnudag- inn 5. júni 1977 tekið i heimildar- leysi bifreiðina R-6509 við Smyrilsveg i Reykjavik sem ákærði GGGG ók siðan undir áhrifum áfengis og án þess að hafa ökuréttindi suöur i Hafnar- fjörð, þar sem ákærði KKKK varð eftir og þaðan til baka áleiðis til Reykjavikur, ók hann þá óvar- lega á Vatnsveituvegi og bifreiðin valt og skemmdist mikið. Einnig er mál höfðað á hendur GGGG, fyrir að taka i heimildar- leysi aðfaranótt laugardagsins 11. febrúar 1978 og aka, undir áhrif- um áfengis og ökuréttindalaus, bifreiðinni R-47640 frá Möðrufelli að Eyjabakka i Reykjavik. 1. Fyrir þetta fengu drengirnir 30 daga skilorðsbundið fangelsi. II Mál höfðað gegn GGGG og BBBB, fyrir að hafa sunnudags- morguninn 5. febrúar 1978, brot- ist inn i húsnæði Islensk-erlenda i Reykjavik og stolið þaðan 7 vodkaflöskum og tvennum leður- hönskum, auk þess sem þeir unnu veruleg spjöll á húsnæðinu. 2. Akærðum er ekki gerð sér- stök refsing i þessu máli. III Gegn GGGG er málið höfðað fyrir að hafa tekið i heimildar- leysi að kvöldi mánudagsins, ásamt SSSS bifreiðina R-16274 við Ljósheima og aka henni undir áhrifum áfengis og sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi, um götur borgarinnar og til Keflavikur og til baka næsta dag. Fara i heimildarleysi að kvöldi laugardagsins 28. april 1979 ásamt VVVV inn i bifreiðina R-53851 við Bifreiðasöluna Bila- markaðinn á Grettisgötu i Reykjavik og reyna að aka henni, undir áhrifum áfengis og sviptur rétti til að öðlast ökuleyfi, en lög- reglan kom og hindraði þá félaga við áform þeirra. Taka i heimildarleysi aðfara- nótt föstudagsins 11. mai 1979 ásamt SSSS bifreiðina R-1640 við Veitingahúsið Klúbbinn við Borgartún og aka henni undir áhrifum áfengis og sviptur rétti til ökuleyfis um götur borgarinn- ar og suður i Kópavog, en þar skildi ákærði við félaga sinn. Taka i heimildarleysi sömu nótt bifreiðina P-l722viðÞverbrekku i Kópavogi og aka henni ölvaður Sex á slysadeild eftir harðan árekstur — ölvaður maður ók yfir gatnamót á rauðu Ijósi ■ Sex voru fluttir á slysa- deild eftir haröan árekstur sem varö á gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfða- bakka á föstudagskvöldið. Areksturinn vildi til með þeim hætti að Citroen bifreið sem ók vestur Vesturlands- veginn fór yfir'á rauöu ljósi meö þeim afleiöingum að hún lenti á tveimur bifreið- um Astin Allegro sem ók niö- ur Höföabakkann, og annarri bifreið sem kom upp úr iön- aöarhverfinu. Stúlka sem var farþegi 1 Allegro bifreiöinni slasaðist alvarlega hún fótbrotnaöi illilega og skaddaðist á mjöðm að auki. Okúmaöur Citroen bifreið- arinnar er grunaöur um ölv- un. —Sjó o.s.frv. til Reykjavikur þar sem hann skildi hana eftir við Rauðar- árstig skammt frá lögreglustöð- inni. Stela úr bifreiðinni sömu nótt myndavél og seðlaveski. Taka i heimildarleysi að kvöldi föstudagsins 22. júni 1979 ásamt SSSS bifreiðina R-62934 við Freyjugötu og aka henni ölvaður o.s.frv. um götur borgarinnar en akstri lauk á bifreiðastæði við Vonarstræti. Taka i heimildarleysi aðfara- nótt sunnudagsins 24. júni 1979, bifreiðina R-27090 við Hörðaland og aka henni ölvaður o.s.frv. viðs- vegar um götur borgarinnar, óvarlega um Borgartún þar sem ákærði ók utan i ljósastaur og siðan niður að tjörn og að Um- ferðarmiðstöðinni við Hringbraut en þar skildi hann bifreiðina eftir. Svona halda ákærurnar áfram og eru uppá tugi blaðsiðna. Það er fleirá sem kemur til en bilaþjófnaður, kunningi GGGG SSSS, er ansi áberandi i þessum dómum lika. Hér koma örfáar ákærur á hann. Akærður SSSS hefur fyrir dómi játað að hann hafi aðfaranótt fimmtudagsins 29. júni 1978 farið inn i Hótel Heklu, hér i borg og tekið þaðan ófrjálsri hendi ávis- anahefti og peningaveski sem i voru 2000 krónur i reiðufé. Akærður SSSS hefur fyrir dómi játað að hann hafi aðfaranótt fimmtudagsins 29. júni lent i átökum við mann nokkurn á Hótel Heklu, hér i borg, maðurinn hlaut ekki varanlega áverka af átökun- um, en þeir höfðu verið að drykkju saman i hótelinu... Akærður SSSS hefur fyrir dómi játað að hafa aðfaranótt fimmtu- dagsins 28. desember 1978 farið um borð i vélbát við Grandagarð hér i borg tekið þar að ófrjálsu lyf og lagt siðan eld i kortaklefa skipsins sem fljótlega varð slökktur. Kærði skýrir frá þvi að hann hafi verið ölvaður á ferli hér i borginni aðfaranótt 28/12 ’78. Hann kveðst hafa fengið þá hug- mynd að brjótast inn i bát hér i höfninni og stela þar morfini. Fór hann út á Grandagarð og út i vél- bátinn Stefán Kristjánsson SH 159, sem lá við bryggju rétt hjá Slysavarnarfélagshúsinu. Kærði braut rúðu i stýrishúsi bátsins og fór inn um gluggann. Þegar inn var komið hóf hann leit að lyfja- skáp bátsins. Fann hann lyfja- skápinn og tók úr honum þrjú hylki af morfini en annað ekki. Þessu næst tók kærði blöð af borði Löng sakaskrá hjá slysavaldi f umferdinni HEFIIR ST0LH) A ANN- AÐ HUNDRAD BlLUM! ■ Maðurinn, sem varð valdur að hörmulegu slysi á gatnamót- um Höfðabakka og Vestur- landsvegar siðastliðinn föstu- dag.einsog Timinn hefur greint frá áðui>var nýsloppinn af Litla Hrauni, þar sem hann afplánaði dóm fyrir að hafa stolið á annað hundruð bilum, á tveggja ára timabili áður en hann fór i af- plánun. Honum var sleppt út um mitt siðastliðið sumar og er hann nú undis eftirliti skilorðseftirlijs rikisins. j? A föstudaginn mun kunningi hans hafa fengið leigðan bil hjá bilaleigunni Afangar. Siðan munu þeir hafa ekið út úr bæn- um og haft áfengi um hönd. A leibinni i bæinn aftur settist af- brotamaöurinn undir stýri og ók eins og eldibrandur eftir Vest- urlandsveginum og endaöi með þvi að fara yfir gatnamótin við Höfðabakkann á rauðu ljósi. Þar lenti hann i árekstri vib tvo bila og þurfti að flytja sex manneskjurá slysadeild, þar af eina mjög illa slasaba. — Sjó ■ ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.