Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 24

Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 24
24 Húsbygg jendur - Verktakar Loftorka s.f.Framleiösluvörur: Frárennslisrör, brunnar- rotþrær. Mi11iveggjaplötur ur gjalli. Holsteinn til utveggjahleóslu. Gangstéttarhellur, kantsteinar. Steinsteyptar húseiningar. Fjöldi- húsgeróa. Pantið sýnishorn. Verktakastarfsemi. Borgarplast HF.Framleióslu- og söluvörur: Einangrunarplast, allar þykktir og stærðir. Plpueinangrun úr plasti, allar stæröir. Glerull og steinull, allar þykktir. Ál- papplr, þakpappi, útloftunarpappi, bylgjupappi, plastfólla. Múrhúöunarnet, nethald. Góð verð, fljót afgreiósla og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Daglegar ferðir vöru- flutningabifreiða I gegnum Borgarnes, austur, norður og vestur. Borgarplast hf. af- hendir vörur á byggingarstað á stór- Reykjavlkursvæöin, kaupendum aó kostnaðar- lausu. Ferðir alla virka daga. Borgarnesi, slmi 93—7113 Kvöldslmi og helgarslmi 93—7155 BORGARPLAST HF Borgaraesi swni93-7370 II Kvöldslmi og helgarslmi 93—7355 Byggingarvörur- Einingahús Sementsverksmiðja ríkisins Reykjavik Tilkynning um breyttan opnunartima: Afgreiðsla Sementsverksmiðju rikisins i Artúnshöfða breytistsem hérsegir á timabilinu 1/11 1981 -15/4 1982: Sementsverksmiðja MANUDAGA TIL FIMMTUDAGA kl. 7:45-16.45 EN A FÖSTUDÖGUM ER OPIÐ kl. 7:45-16:00 ríkisins Lokað er i morgunkaffitima 9:35-9:55 alla daga Sævarhöfða 11 — Lokað er i matartima 12:15-12.45 alla daga. Vinsamlegast hugið að breytingunni. 110 Reykjavik. SKRIFSTOFUVÉLAR SF-820 með smækkun Mest selda Ijósritunarvél sinnar tegundar á Islandi SF-820 er hönnuð til að mæta öllum þörf um nútíma skrifstof uhalds. SF-820 minnkar kópíur, sparar tíma, pappír og geymslupláss fyrir kópíur. Fáanleg með sjálfvirkum efnismatara og kópíu- raðara. Hraði: 24 eintök á mín. Stærðir: A3 til A6 Sunnudagur 1. nóvember 1981 Votar varir eftir Brján Brjánsson ■ Árla á mánudagsmorgni var ég mættur i götu draumadisar minnar og lagði i' hæfilegri f jarlægð frá heimili hennar. Fylgdist siðan grannt með allri umferð, sem var að visu afar takmörkuð svona snemma dags. Það var mesta furða hve vel vakandi ég var, við iðjuleysi mitt. Loks sá ég útidyrnar á húsinu opnast. Beið spenntur, þvi enn sást enginn, en eins og að likum lætur varð ég íyrir vonbrigðum, þvi út kom stórskorinn miðaldra karl- maður. „Skyldi þetta vera tengdapabbi tilvonandi?” hugsaði ég, hálfsmeykur vegna stórkarlaleiks mannsins. Leið nú góð klukkustund og enginn kom. Klukkan farin að ganga 9 og ég orðinn hundleiður. Léleg lög i kanaútvarpinu og snældan min orðin þreytt og ofleikin þannig að ég hafði ekki einu sinni neitt til að hlusta á til þess að stytta mér stundir. Islenska útvarpið, með þessari viðurstyggilega leiðinlegu Morg- unvöku, kom náttúrlega ekki til greina, enda ég ekki i sjálfs- morðshugleiðingum.þóttég væri afar djúpt sokkinn i þunglyndi. Klukkan varð 9 og ég ákvað að gefast upp. Kannski átti hún siðdegisvakt þennan dag. Fór þvi og fékk mér hressingu i bæn- um og siðan heim og lagði mig. Aftur var ég mættur kl. 1 i götuna og nú aðeins nær. Fannst skyndilega að það væri ekki eins áberandi að aka fram og aftur eftir götunni og að sitja i kyrrstæðum bilnum aðgerðarlaus. Ég veitekkihvemargarferðirnarvoruorðnar fram og til baka eftir götunni, þegar ég sá i baksýnisspeglinum að útidyrnar opnuð- ust. „Djöf...” hugsaði ég. Þurfti ég nú endilega að vera kominn framhjá. Ók fyrir hornið, sneri við og kom akandi eftir götunni á nýjan leik og hafði næstum ekið á ljósastaur þegar ég sá hana. „Svei mér þá! Hún hafði nú verið glæsileg i diskógallanum en i gallabuxum og jakka þótti mér hún enn meir töfrandi. Buxurnar voru niðþröngar, þannig að langir leggir hennar nutu sin vel, og jakkinn svo viður að útilokað var að geta sér til um innihaldið, en þess meira tilefni til þess að sleppa imyndunaraflinu lausu. Ég ók á eðlilegum hraða, eins og ég tæki ekki eftir henni, snarheml- aðisiðan, þegar ég þóttist sjá hana, skrúfaði niður rúðuna, sem þurfti auðvitað að bregðast mér þegar mest lá á að hún hagaði sér einsog almennileg rúða, þvi hún stóð svo hallærislega á sér að átökin við að ná henni niður voru hroðalega áberandi, er ég hræddur um. Hún rigsaði hin merkilegasta áfram og lét eins og hún sæi mig ekki. Égkallaði, „Hæ.hvað segirðu?” Hún leit hálfundrandi við, beygði sig fram svo hún sæi almennilega framan i mig, og sagði að ég held hlýlega, „Nei, ert það þú. Takk fyrir siðast.” „Hreint ekki svo slæm byrjun,” hugsaði ég og spurði hvort ég gæti ekki skutlað henni eitthvað. „Ja, ég veit ekki. Hvert ert’að fara?” var svarið. „Hvert sem þú vilt,” sagði ég, en hugsaði svo, „ég má ekki virðast of ákafur,” og bætti við, ,,ég er bara að drepa tímann til kl. fjögur, en þá fer ég i viðtal niður i skóla,” sem var náttúrlega helv. lýgi, en mér fannst þetta gæti hljómað „imponerandi” auk þess sem það gæti vakið einhverja forvitni hjá henni. Hún beit á agnið og sagði, „ókey, ég þigg þá skutl”, snaraðist inn i bilinn við hliðina á mér og gamli fiðringurinn fór að segja til sin. „Heyrðu annars, ég var ekki íarinn að kynna mig þegar skildi með okkur siðast. Ég heiti Sævar Viggósson.” Mér þótti sjálf- kynning min takast vel og ekki vera hið minnsta vandræðaleg. Hún sagði ósköp pent: „Ég heiti Arna.” Ég sagði henni að það þætti mér fallegt nafn og bætti svo við i huganum að Arna og Sævar hljómuðu ágætlega saman. Ég spurði hana hvað hún væri að gera og hún staðfesti orð kunningjans með þvi að segjast vera sjúkraliði. Sagði það vera ágætis starf, fróðlegt og þroskandi. Fékk siðan smáskammt af siglingasögum mlnum og skóla- áformum, sem hún sagði sér litast vel á. A meðan á þessari „preludu” stóð hafði ég ekið stefnulaust um bæinn og var nú kominn langt austur i bæ. Spurði hana hvort við ættum ekki að fá okkur kaffisopa saman, áður en ég æki henni i vinnuna, en þangaðsagðist hún fljótlega þurfa aðfara.. Tillaga min var samþykkt og við renndum sem leið lá niður i bæ og fórum inn á Kökuhúsið. Þar þykir mér oft notalegt að sitja og þegar hún Arna min hafði sömu sögu að segja um afskipti sin af Kökuhúsinu, þá var það i minum augum orðið heimsins besta kökuhús. Yfir gómsætu súkkulaði, en ekki kaffi, og enn gómsætari marsipankökum spjölluðum við svo góða stund og stöðugt jókst hrifning min, ef það var þá mögulegt. Arna sagði mér frá áhuga- málum sinum, sjúkrasögur úr vinnunni, námssögur frá sjúkra- liðanáminu og ég gleypti þetta allt i mig og fannst ég aldrei heyra nóg. Hún sagði alveg geysilega skemmtilega frá, þannig að öðrum súkkulaðibollanum tæmdum var ég hættur að taka niður brosið. Þá sagðihún ismeygilega: „Ég tala bara allan timann. Þú verð- ur að segja mér eitthvað meira af sjálfum þér.” „Blessuð vertu. Mér þykir miklu skemmtilegra að hlusta á þig,” svaraði ég. Varð þó við tilmælum hennar og sagði henni litillega frá upp- vexti minum og misheppnaðri skólagöngu. Það getur ekki hafa veriðýkja leiðinleg eða langdregin frásögn, þvi alltaf öðru hvoru heyrði ég dillandi hlátur hennar. Lauk þessu skemmtilega súkkulaðispjalli okkar með þvi að við ákváðum að fara saman I bió um kvöldið. Svör við spurningaleik 1. Istambúl, Konstantinópel, Mikligarður etc. 2. Þessi maður heitir Fi'del og er Castró. 3. Rikharður Wagner. 4. ... 1936. 5. Salómon kóngur tsraels — 6. Sigfiis Blöndal, góðkunnur. 7. Guðinn Njörður — ekki Njarð- vfk, hahahahahahahahaha! 8. Páll Vi dalin. 9. Biscayaflói. 10. 36 —hver tala er margfölduð með tvéimur og fjórir dregnir frá !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.