Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 21

Tíminn - 01.11.1981, Blaðsíða 21
Sunnudagur 1. nóvember 1981 21 strið á Spáni. Alþýðufylking kommúnista sósialista lýöveldis- sinna og anarkista hafði komist til valda 1936. Óánægðir herfor- ingjar geröu uppreisn undir stjórn Generalissimo Francisco Franco og nutu fljótt stuönings hægri afla á Spáni sem og Þjóö- verja og Itala. Barátta lýðveldis- aflanna á Spáni kynti undir elda i hjörtum lista- og menntamanna um allan heim sem þustu til hjálpar. Picasso hafði aldrei látiö sig stjórnmál varða. t myndum sin- um frá „bláa skeiðinu” hafði hann að visu lýst fátækt og ör- birgð en hann haföi aldrei tekið beina afstöðu. En nú varö ást hans á ættjörðinni og óbreyttri al- þýöu yfirsterkari. Hann lagði lýð- veldissinnum bæði til málverk og peninga til hjálparstarfs, til áframhaldandi baráttu og til ein- staklinga sem áttu i örðugleikum. Hann geröi seriu af mögnuðum grafikmyndum sem lýstu fórnar- lömbum striðsins og blóðþyrstum striösherrum, einkum persónu Francos sjálfs. Þær voru siöan gefnar út undir nafninu „Draum- ur og lygi Francos”. Skortur á boöskap þurfti ekki að standa i vegi fyrir listsköpun Picassos á þessum umbrotatima fremur en hjá öðrum listamönnum. Guernica 26. april 1937 lögðu þýskar unni. Vitaskuld fordæmdu hægri- menn verkið og jafnvel lýðveldis- sinnar töldu aö Picasso hefði betur varið kröftum sinum í að mála beina herhvöt i realiskum dúr. En margir urðu þó til að sjá að hér var eitthvað stórt og ofur- mannlegt á ferðinni. Skarp- skyggn gagnrýnandi skrifaði: „Picasso sendir okkur boð um sorg okkar: allt sem við elskum mun deyja.” Guernica reyndist spásögn. Það var engin leiö aö horfa fram hjá ófriðarblikum sem voru á lofti. A þessum árum málaði Picasso bæði sinar glaðlegustu myndir og sinar dapurlegustu, t.a.m. hina frægu „Konu sem grætur”. Annars vegar voru á- gætar ástirhans og Dóru Maar og hins vegar heimur i upplausn. Frægð hans fór viða, flestir þekktu nú orðið nafnið — Picasso, þaðvareinsog töfraorð, lykilorð. Guernica var sýnd i Noregi, i London, Liverpool og New York. Agóðinn rann allur til spænska lýöveldisins glataiðs jnálstaðar, þvi er nú ver, en sölur á öðrum verkum færöu Picasso sifellt meira fé. í hernuminni París Hið óhjákvæmilega striö braust út. Þjóöverjar blésu enn i her- lúðra og réðust á Pólland 1. september 1939. Sá kvittur komst á kreik aö loftárásir yröu gerðar á Paris. Picasso flutti sig um set þetta?” ,,Nei,” svaraði Picasso að bragði, „þaö voruð þiö.” Picasso var beöinn að staðfesta þessa sögu eftir striðið. Hann hló og sagði: ,,Ó, það er meira eða minna satt. Þýskararnir voru vanirað heimsækjamig undirþvi yfirskini aö þeir væru að dást að myndunum minum . Ég gaf þeim póstkort af Guernica og sagði — Takið þetta með, minjagripur, minjagripur! ” En striðsárin voru mögur. Stundum var honum svo kalt að hann dúðaði sig i margar peysur og setti upp fingurskorna hanska þegar hann vann. Myndirnar spegluöu skort, kulda og hungur, stundum vonleysi — á sumum var lystisemdum matargerðarlistar- innar, bjúgum og pylsum, lýst i smáatriðum. Sér til hugarhægðar skrifaði hann býsna fjarstæðu- kennt leikrit, „Le désir attrapé par la queue” — Astriðan föst i biðröð. Hann fékkst mikiö við skúlptúr og vann einna helst úr efnum sem voru við hendina, stýri og hnakkur af reiðhjóls- garmi uröu t.d.að nautshaus. Til að hægt væri aö steypa við- kvæmar styttur i' varanlegt form hnupluöu hollvinir hans bronsi, sem Þjóðverjar sóttust eölilega mjög eftir til hergagnaeerðar Picasso gerist kommúnisti 24. ágúst 1944 var barist á göt- Picasso sagði: „Ekkert málverk er gert til að skreyta meö þvi f- búðir. Þaö er baráttutæki til að verjast og striða á móti óvinin- um.” Verk Picassos vorutil sýningar á Haustsýningu i Paris, sem 1944 bar nafnið Frelsissýning. Hann fékk heilan sal undirósýndar af- urðirsinar f rá striðsárunum. Það varð býsna umdeilt, slikan heiöur hafði erlendur listamaður aldrei hlotið, jafnvel þótt hann hafði verið búsettur i Paris i næstum hálfa öld. Listasöfnin vakna 1 ofanálag fann Picasso sér nýjan innblástur — Francoise Gilot, 21 árs gamlan listnema. Hún vargreind, lifleg og ákaflega lagleg og þótt aldurinn færðist yfir varhún honum stööugurinn- blástur glaðlegra verka og lit- rikra. Samband þeirra sem var býsna stormasamt entist til 1952, þá skrifaði hún viðfræga bók um árin með Picasso sem lýsti vand- kvæðunum viö aö búa með duttlungafullum og kvensömum snillingi. Um þessar mundir fóru'lista- söfn aö sækjast mjög eftir verk- um Picassos. A öndveröri öldinni höfðu nútimalistamenn verið i harla litlum metum hjá listyfir- völdum og opinber söfn höfðu vandlega sniögengiö verk þeirra, þótt þau hefði veriö hægt aö fá fyrir litið sem ekki neitt. Loks fræði kapitalismans, sem vekur reiði venjulegs fólks, gott ef ekki borgarstéttarinnar lika... Mál- verkhans afmynda manninn, lik- ama hans og ásjónu”. Næsta ár var friöarþingið svo haldiö i París, og nú undir merki sem Picasso hafði teiknað — af dúfu friðarins. A meðan þingiö stóð yfir eignaöist Francoise dóttur — Palomu sem er dúfa á spænsku. 1953 var Picasso beðinn að teikna mynd til minningar um Stalin. Picasso hafði aldrei séð’ Stalin i lifanda lifi og mörgum þótti myndin likjast Graucho Marx fremur en harðstjóranum. KommUnistum var ekki skemmt, Louis Aragon neyddist til að biðjast afsökunar opinberlega. Nokkru siðar var það altalað i Parisaö Jean Cocteau hefði spurt Picasso hvi hann hefði gengið i flokkinn. „Ég hélt það yröi eins og stór samheldin fjölskylda,” á Picasso aðhafa svarað. „Eh bien, nú hata ég fjölskyldu mina!” 1953 yfirgaf Francoise hann á- samt börnunum. Henni mislíkaöi að Picasso héltenn sambandi við gamlar ástkonur sinar, sem og nýjar. HUn sagöist loks hafa áttað sig á þvi aö hann væri gamall maður, meira en sjötiu ára. Picasso sat eftir með sárt ennið, en fékk útrásiröð 180teikninga — „Picasso er hinn mannlegi gamanleikur”. Myndirnar eru lofgjörö um konur, en hæðast jafnframt aö elli og getuleysi. Þriðjungur þeirra sýnir lostafull- ■ GUERNICA. ■ Nautshaus geröur úr hnakk og stýri af reiöhjólsgarmi á striösár- unum. sprengiflugvélarisem flugu á veg- um Fancos.smábæ i Baskalandi i rúst — Guernica. Arásin var gerð um hábjartan dag og virtist meö öllu tilefnislaus, nema þá helst til aö skjóta alþýöu manna skelk i bringu. Meira en þúsund ó- breyttir borgarar létu lffið. Picasso hófst strax handa ölvaður af reiðiog vandlætingu. Aður haföi lýðveldisstjómin falið honum að mála stórt verk til að skreyta sýningarbás Spánar á heimssýningunni i Paris 1937. Picasso hafði byrjað að mála elskurnar sinar, viðfangsefni friðarins... En nú lá honumannað á hjarta. Hann strengdi upp lér- eft, 25 feta langt og 11 feta hátt, málaði af offorsi, klifraöi upp og niður, fram og aftur, á meðan Dóra festi alla framkvæmdina á filmu. Eftir mánuð var myndin tilbúin — hans þekktasta, mesta og kannski besta — Guernica. Kannski áhrifamesta myndverk allra tima, a.m.k. rammasta for- dæming á striði frá hendi mynd- listarmanns. Þar runnu saman ýmsir þættir úr fyrri verkum Picassos, kunnuglegt tákn — naut og hestur, afmyndaðar mannver- ur, kúbismi og frumstæð list- brögð. Myndin er eingöngu mál- uð i svörtum, hvitum og gráum lit, sem magnar upp harmsögu- legt eðli hennar. Hvergi er vonar- glætu að sjá — hestur i( dauða- teygjum, menn sem flyja i of- boði eða eru troðnir undir og yfir þessu trónar ókennilegt naut sem Picasso sagöi siðan um: „Nautið er ekki fasismi, heldur villimennska og myrkur... hesturinn táknar fólkið.” Guernica var sett upp á spænska básnum á heimssýning- aö Biskæjaflóa, ásamt konu, hundi og aöstoðarmanninum Jaimé Sabartes, gömlum og tryggum vini frá þvi i Barcelona um aldamótin. Það var erfiðleik- um bundið að ná i efni, en samt hélt hann áfram að vinna. Picasso sat rið hafið þar til i á- gúst 1940 þegai Þjóðverjar höfðu lagt undir sig allt Frakkland, þá var Paris ekki siðri kostur. Jafn- vel þótt rikisstjórnir Bandarikj- anna og Mexikó byðu honum hæli dvaldi hann i Paris til striösloka. Listamaður einn spurði hann: Hvaö eigum viö að gera meö Þjóðverja á hælunum? Halda sýningar, svaraði Picasso. En Þjóðverjar meinuðu honum það, Hitler flokkaði verk hans undir úrkynjaða list bolsévika. Paris var vitaskuld gerbreytt, Þjóðverjar þrömmuöu undir Sigurbogann, þýskir foringjar sátu á Montmartre og Montparn- asse. Sumir af vinum hans unnu með hemámsliðinu, aðrir, likt og skáldið Eluard, tóku þátt í and- spy rnuhreyfingunni. tbúð Picassos varð griðastaöur fyrir franska vini sem áttu undir högg að sækja hjá Þjöðverjum. Nasistarnir gáfu Picasso visst svigrúm. Þýskir foringjar litu annað veifið inn til hans, stundum til að falast eftir stuðning . Það fóru sögur um andsvör Picassos. Ein var á þessa leið: Þýski sendi- herrann bauðst til þess að láta honum kol i'té. Picasso afþakkaði og sagði kuldalega að „Spánverja væri aldrei kalt!” Þegar sendi- herrann var á förum rakst hann á ljósmynd af Guernica, horfði á hana dágóöa stund og sagöi fullur aðdáunar: „Ah, herra Picasso, voruð það þér sem gerðuð um Parisarborgar. Daginn eftir héldu bandamenn innreið sina i borgina og Paris ærðist af kæti. Picasso var orðinn að hetju, ekki einvörðungu sem frelsaður málari, heldur einkum sem tákn- mynd þeirra sem þraukuöu þrengingar hernámsins. Hann sagði: „Þetta var ekki rétta stundinfyrirskapandi menn tilað leggja frá sér tól sin. Þaö varekki annaö að gera en að halda áfram að vinna i alvöru, leita uppi mat, hitta gamla vini i ró og næði og biða eftir frelsi.” Vinnustofa hans var full af fólki, gömlum vinum sem sneru heim með frelsurunum, blaða- mönnum, forvitnum hermönnum. Allirvoru velkomnir i ibúöina á Rue des Grands Augustins. Allir elskuðu Picasso og Picasso elskaði alla. Hann var einhver vinsælasti maður I Frakklandi og kannski sá umtalaöasti fyrir utan sjálfan de Gaulle. Honum rann blóðið til skyldunnarog sett- ist i nefnd sem de Gaulle skipaði til aö velja listamenn til að túlka striðiö i myndum. Mánuði siöar gekk hann í kommúnistaflokkinn. Það kom ekki svo mjög á óvart og menn tóku þvi almennt með jafnaðargeöi. Rétt eftir striðið voru kommúnistar i nokkrum metum i Evrópu, þeir voru jú eitt af lýðræöisöflunum sem hafði sigrast á ófreskju nasismans. Menn voru þess minnugir hversu djarflega Sovétmenn höföu barist við óvininn og að i flestum lönd- um höfðu kommúnistar haldiö uppi best skipulagöri andspyrnu gegn Þjóðverjum. Margir góðvin- ir Picassos voru einnig kommúnistar, þar á meðal skáld- in Louis Aragon og Paul Eluard. vöknuðu þau upp við vondan draum, flest verk kúbistanna voruá einkasöfnum og þá sjaldan þau voru i boöi seldust þau fyrir stjarnfræöilegar upphæðir. Jean Cassou, forstjóri nútimalista- saf nsins í Paris, var á hælunum á þessum formbyltingarmönnum gærdagsins, sem nU voru allir vel við aldur. Picasso gaf safninu 10 nýleg málverk i kúbi'skum stil. Myndir hans, sem vininum Sabartes hafði áskotnast i gegn- um tiðina, urðu uppistaöan i Picasso safni i Barcelona, Franco til mikillar hrellingar. 1948 eignuöust bau Francoise son, Claude. Þau settust að i Valleauris i Suður-Frakklandi þar sem leirkerasmið stóð á gömlum merg. Picasso læröi fljótt af handverksmönnunum sem höfðu starfaö viö leirmótun öld fram af öld og var brátt farinn að koma þeim á óvart með upp- finningum sinum, leirmyndum af kentárum, nautum, skógarpúk- um, uglum og dúfum. A einu ári mótaöi hann meira en 2000 leir- muni. Nú hata ég fjölskyldu mína Ekki vanrækti hann heldur hina nýju félaga sina I kommúnistaflokknum. 1948 var fyrsta h e i m s f r i ö a rþin g kommUnista haldið i Póllandi. Picassosteig upp i flugvél ifyrsta sinn á ævinni ásamt Paul Ehiard og flutti þinginu stutt ávarp. Moskva var ekki yfir sig hrifin, listamenn af hans sauöahúsi voru gagnrýndir fyrir að vera „sjúk- legur fyrirsláttur fyrir fagur- an gamlan málara ásamt fyrir- sætu hans, sem virðist næstum grimmilega ung. Um 50.000 verk! Pcasso var þó aldrei pipar- sveinn lengi. Nú fann hann sér konu sem stóð vörð um hann þar til yfir lauk, Jaqueline Roque, af ætt leirkerasmiðanna i Valleauris. Þau gengu I hjóna- band 1961, þegar Picasso stóö á áttræöu. Hann hélt enn fullu vinnuþreki, málaði röð 40 verka sem voru til- brigði við mynd eftir Velázquez La Meninas, meistaraverkin Strið og Frið 1952. Siðasta stór- virki hans var svo veggskreyting fyrir nýbyggingu UNESCO i Paris 1959. Síöustu æviárin lokaði hann sig af i villu sinni á Rivierunni við Cannes og tók ekki á móti öðrum enættingjum og vinum. Hann var hinn óumdeildi meistari. Eins og áður lagöi hann fyrir sig ýmsar tegundir myndlistar og list hans hafði léttara yfirbragð en oft áður; var undir áhrifum frá nátturu Miöjarðarhafsins, fjöl- skyldulifi og fornri list. Hann var hættur aö koma á óvart eins og áður og var ekki lengur leiðtogi nýjungamanna. En þar haföi hann lfka staðið i fararbroddi i meira en hálfa öld. Gagnrýnandi nokkur áætlaði að frá hendi Picassoshefðu um dagana komið um 50.000 verk. Langur og fjöl- breyttur starfsferill hans er lista- mönnum og listunnendum enn undraheimur, stórar sýningar á verkum hans i heimsborgum i fyrra og nú i ár bera vitni um það. Picasso lést 8. april 1973. eh. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.