Tíminn - 08.11.1981, Blaðsíða 5
Sunnudagur 8. nóvember 1981
i:?1.
5
m
VEIM3©C€
Sundaborg 10 — Simar 8-66-55 & 8-66-80
fólk f listum
Haustsýning í Ásgrímssafni:
Reykjavík og
nágrenni fyrir 1930
■ Haustsýning hefur veriö opnuö
i Asgrimssafni. AB þessu sinni eru
flestar myndanna frá Reykjavik,
Hafnarfiröi og nágrenni. Meiri
hluti þeirra eru vetrarmyndir
málaöar um og fyrir 1930. Þá eru
einnig nokkrar andlitsmyndir á
sýningunni, t.d. oiiumálverk af
þeim Þórarni B. Þorlákssyni og
Brynjólfi Þóröarsyni listmálur-
um, Rögnvaldi Olafssyni bygg-
ingameistara og nokkrar sjálfs-
myndir listamannsins. A sýning-
unni er lika ein af elstu myndum
safnsins „Stúlka og landslag”
máluö fyrir aldamót.
Asgrimssafn Bergstaöastræti
74 veröur opiö i vetur á sunnudög-
um, þriöjudögum og fimmtudög-
um kl.13:30-16:00. Aögangur er ó-
keypis.
Jón Leifs
Eddu-óratoríum
Jóns Leifs frum-
flutt á Listahátíð
■ Einn af stórviöburöum Lista-
hátiöar 1982 er frumflutningur á
viöamesta tónverki Jóns Liefs,
Eddu-óratórlum sem samiö var
við Eddukvæöi og fjallar um
sköpun heimsins. Framkvæmda-
stjórn Listahátiöar hefur fariö
þess á leit viö Pólýfónkórinn og
stjórnanda hans Ingólf Guö-
brandsson, aö taka verkiö til
flutnings ásamt Sinfóniuhljóm-
sveit tslands og einsöngvurum.
Til flutnings Eddu-óratórium
þarf aö dómi söngstjórans Ingólfs
Guðbrandssonar stærri kór en nú
er starfandi hér á landi. 1 Pólý-
fónkórnum eru nú rúmlega 120 fé-
lagar, en söngstjórinn telur aö
40-50 raddir þurfi til viöbótar. Til
þess aö hrinda þessu máli i fram-
kvæmd er þvi i ráöi aö stofna
einskonar Listahátlöarkór sér-
staklega meö flutnings þessa
verks i huga.
Er þvi skorað á söngfólk og tón-
listarunnendur að leggja májinu
lið og gefa sig fram til þáttöku.
Æfingar á verkinu munu standa
yfir næstu 5 vikur, og siöan veröa
þær teknar upp aftur um miöjan
april en frumflutningur verksins
er fyrirhugaöur viö opnun Lista-
hátiöar 5. júni 1982.
Upplýsingar eru gefnar á skrif-
stofu Listahátiöar i sima 12444 og
■ Þórarinn B. Þorláksson listmálari. Asgrimur Jónsson málaöi hjá stjórn Pólýfónkórsins i sima
1915 43740 eöa 38955 til 7. nóvember.
Ævintýralegt líf
— Utvarpsþáttur um Kristján luga Einarsson
■ „Kristján Ingi Einarsson liföi
mjög ævintýralegu lifi, þaö er
ekki fjarri lagi aö llkja honum viö
Hemingway aö þvi leyti. Hann
var byggingameistari, fór út til
Bandarikjanna og vann sig þar
upp i aö veröa byggingaverkfræö-
ingur. Hann var meöal annars
sendur til Vietnam og þar þurfti
hann aö sjálfsögöu aö ganga meö
vopn, hann tók einhvern þátt i
bardögum”.
Steingrimur Sigurösson, kunn-
ur listmálari, veröur meö frá-
söguþátt i útvarpinu næstkom-
andi sunnudagskvöld, þar sem
hann ræöir um Kristján þennan
og vildi hann koma þvi á framfæri
við lesendur Helgar-Timans, og
ekki seinna vænna. Þaö var ein-
mitt hann Steingrimur sem haföi
oröiö hér aö ofan.
Ekki henda
hafragrauts-
leifunum
Slettu frekar skyri (eöa jóg-
úrt) út á þær. Leggstu síðan
flötum beinum á eldhúsgólfiö
og reyndu aö hafa þaö
huggulegt á meöan þú slafrar
þessu i þig. Reyndu aö leiöa
hugann frá gómsætu steik-
inni í Manhattan með því að
hlusta á útvarþiö. Óperu-
söngur Dietrich Fischer-
Dieskau og sinfóníur Fíl-
harmoníunnar fá þig áreiö-
anlega til aö hugsa um eitt-
hvað annaö. En ef þau koma
þér til að hugsa um aö Logi
sé aö spila óperu-rokksöng
Nínu Hagen eöa ballööur
Billy Joels i Manhattan, þá
skaltu skipta yfir á Kanann í
einni svipan. Lýsingar Kan-
ans á fótboltaleikjum eru
reyndar ekki mjög listauk-
andi. En þær fá þig þó til aö
gleyma því aö í Manhattan
eru hundruö manna í fjörug-
um dansi, glensi og glaumi.
Ef síminn hringir skaltu um-
svifalaust rífa upp tólið,
öskra i þaö: „Þvi miður er
enginn heima", og skella á.
Nöldrandi ættingjar (sima-
nöldrarnir svokölluðu) koma
þér nefnilega til aö öfunda
gestina í Manhattan sem
geta valiö sér skemmtilega
viömælendur í hliöarsalnum,
brutt saltstengur og notiö
lágværrar bakgrunnstónlistar
í fögru og þægilegu umhverfi.
Þegar kemur að uppvaskinu
skaltu hiklaust þykjast ekki
taka eftir stöflunum af
óhreinu diskununum, glösun-
um og öllu draslinu. Þaö
myndi gera út af við þig. Þú
myndir stökkva í baö, síöan i
spari-dressið, rjúka i Man-
hattan veifandi nafnskírtein-
inu og eiga ógleymanlega
kvöldstund í faðmi vina og
... humm ... hérna, ef... ja
. . . Boröapantanir eru í síma
45123 frá kl. 16.00—19.00.
Húsið opnar kl. 19.00 fyrir
matargesti.