Tíminn - 08.11.1981, Side 7

Tíminn - 08.11.1981, Side 7
Sunnudagur 8. nóvember 1981 erlend fréttafrásögn Madagaskar. Fyrr i ár giftist hann svo Inge Gorm Knudsen, leikkerasmið að atvinnu. Náin tengsl hans við Norður-Kóreu voru nokkuð i sviðsljósinu 1976 þegar þremur n-kóreönskum diplómötum var visað úr landi i Danmörku. Arne Herlöv Petersen og kona hans geta átt von á sex ára fang- elsi fyrirað hafa tekið þátt i sam- særi gegn rikinu. Herlöv, og kona hans, sem kölluð er Sissa, voru handtekin á heimilisinuá þriðju- daginn. Þegar fyrstu yfirheyrslur hófust á miðvikudaginn fór Her- löv þess á leit að hann fengi að út- nefna sér lögfræðinginn Chr. Vil- helm Hagens sem verjanda. Þeirri málaleitan var hafnað. Dómarinn úrskurðaði að Hagens mætti ekki koma nálægt málinu, þar sem hann hefði afhent blaða- manni leyniskýrslur frá lögregl- unni á meðan á málaferlunum gegn austur-þýska njósnaranum Jörg Mayer stóð. Hagens áfrýjaði úrskurðinum, en það reyndist vera til einskis. Þvi neitaði Her- löv Petersen að segja nokkuð i réttarsalnum. Aður höfðu hann og kona hans þó haldið fram sakleysi sinu. Eiginkonan og vinirnir þræta fyrir Herlöv Petersen var dæmdur i varðhald, en þangað til að réttur- inn kemur saman á nýjan leik ætlar danska lögreglan að reyna að undirbyggja málshöfðunina á hendur honum. Eiginkonunni Sisse var sleppt gegn þvi loforði að hún yfirgæfi ekki svæðið Langaland og Fjón. Hún situr nú ásamtdóttur þeirra og hundi hjá kunningjafólki á Fjóni. HUs þeirra hjóna i Trygguhleif hefur verið lokað af og þar mun lögregl- an næstu daga leita að sönnunar- gögnum gegn Arne Herlöv Peter- sen. Sissa neitar statt og stöðugt að maðurinn hennar hafi þegið pen- inga frá sovéskum útsendurum m.a. til að hrinda af stað auglýs- ingaherferð fyrir kjarnorku- vopnalausum Norðurlöndum. „Vladimir Merkulov var vinur okkar hjónanna, en vitaskuld höf- um við aldrei þegið peninga af honum”, sagði hún eftir yfir- heyrsluna. Annars er hún leið yfir þvi að geta ekki snúið aftur heim og telur að það muni taka lögregl- una drjúgan tima að leita af sér allan grun þar — þau eiga nefni- lega um 10.000 bækur. Vinir rithöfundarins sem kannski var njosnari eru furðu lostnir. Rithöfundurinn Vagn Lundby sagði að Arne væri bliöur, eri frekar barnslegur maður og að það væri óhugsandi *'ð hann hefði verið njósnari. Hins vegar hefði hann aldrei farið dult með að hann ætti góða vini i rússneska sendiráðinu, enda vann hann statt og stöðugt að þýðingarstörfum á vegum þess. 5000 útsendarar að austan í Danmörku? Fyrrum K.G.B. maður, Aleksej Myagkov,sem flúði fyrir ekki all- löngu vestur yfir, heldur þvi fram að alls séu um 5000 útsendarar austantajaldsrikja i Danmörku. Þeirra hlutverk sé einkum að komast i samband við danska borgara og safna upplýsingum, m.a. um stjórnkerfi, her og iðnað. Þannig var eitt sinn Bent nokkur Weibel(verkfræðingur dæmdur i átta ára fangelsi fyrir að hafa verslað með upplýsingar um raf- eindabúnað við sovéska leyni- þjónustumenn. Einn þessara útsendara aust- anað var téður Vladimir Merku- lov. Strax 1975 fékk danska lög- reglan viðvörun um að hann væri njósnari 1 byrjun árs 1976 var Stanilav nokkur Tjebotok beðinn um að yfirgefa Danmörku. Þá varð uppvist að hann stóð i sam- bandi við danska þingkonu, lög- reglan og rikisstjórnin voru sam- dóma um að öryggi landsins staf- aði alvarleg hætt af þvi. Þá var i Moskvu tekið til við að mennta eftirmann Tsjebotoks, kenna hon- um dönsku og danska siði. Vita- skuld var Tsjebotok sjálfur kenn- arinn, Merkulov varþvivel búinn undir að gerast annar sendiráðs- ritari i' Kaupmannahöfn og hófst að sögn þegar handa. Hann komst isamband viðýmsar friðarhreyf- ingar, og samtök andstæðinga kjarnorkuvopna. Hann hélt sig mikið i kreðsum blaðamanna og stjórnmálamanna og átti auðvelt með að vingast við fólk þvi að maðurinn mun með afbrigðum vingjarnlegur svo maður segi ekki heillandi. Hann lágði éinna helst áherslu á að víða aö sér upplýsingum um kynferðislif háttsettra embættis- og stjórn- málamanna og annað sem við- kom einkalifi þeirra. Tilgangur- inn er vitaskuld augljós. Fyrir skömmu siðan, nokkru áður en komst upp um Arne Herlöv Pet- ersen, var Merkulov þessum svo visað úr landi. Annars mun læri- faðir hans Tsjebotok nú sitja i góðu yfirlæti i sendiráðinu i Osló og sást meira að segja til hans i Stóraþinginu i gær.... Vopn í höndum hægri manna Spurter: Var Arne Herlöv Het- ersen njósnari, og hvers virði var hann þá sem slikur? Miðlungsrit- höfundur úr hópi friðelskandi vinstri manna. Og ekki viröast launin hafa verið upp á marga fiska, mestanpart brennivin. Eða er aUt þetta njösnamál stór loft- bóla sem getur orðið hentugt vopn i höndum hægri manna til að klekkja á friðarhreyfingunni nýju. Við þetta hefur staða henn- ar i' Danmörku tvimælalaust veikst og i ofanálag er svo rúss- neski kafbáturinn sem strandaði viö Sviþjóð með kjarnorkuvopn um borð. Samkaup NESCO Manufacturing fyrir öll Norðurlönd gera okkur kleift að bjóða þessi 10” alhliða gæða litsjónvarpstæki frá Japanska stórfyrir- tækinu Orion-Otake á aðeins 3.950.- Tækið gengur fyrir 12V rafgeymi auk vanalegs 220V rafstraums. Notar minni straum við 12V en nokkurt annað litsjón- varpstæki, eða aðeins um 20 W. Tækið er geysilega næmt á rásum 2-12. Finnskt stóriyrirtæki sem er sérhæft í sjónvarpstækni og prófaði tækið, við hin erfiðu finnsku skilyrði (skógar, fjöll),gaf því einkunnina „excellent”, frábært, fyrir mót- tökunæm i. í tækinu er innbyggt mjög öflugt, tvöfalt loftnet Þetta er mest selda litsjónvarpstækið í sínum stærðarflokki í Svíþjóð og Finn- landi í ár. Tækinu fylgir þriggja ára ábyrgð á myndlampa, öllum hlutum og efrii. Bns árs ábyrgð á vinnu. Á tækinu er sjö daga skilaréttur (reynslutími) JÓLAGJÖRN 1=YR1R UNGA SEM ALDNA EÐAALLA FJÖLSKYLDGNA Hjónarúm dönsk og finnsk No. 110 kr. 6.100.- með dýnum . .. No. 100 kr. 6.100.- meö dýnum No. 260 kr. 5.850.- meö dýnum Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sfmi 86-900

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.