Tíminn - 08.11.1981, Page 13
Sunnudagur 8. nóvember 1981
13
Basar kvenna
deildar styrktar-
félags lamaðra
og fatlaðra
Þessi mynd er tekin þegar kon-
ur i Kvennadeild Styrktarfélags
lamaöra og fatlaðra, höföu lagt
siðustu hönd á undirbiíning að
sinum árlega basar, er haldinn
verður á sunnudaginn kemur, 8.
■> nóv. Basar kvennadeildarinnar
hefur jafnan þótt hinn glæsileg-
astiog margur dottið i lukkupott-
inn sem þangað hefur komið. A
myndinnier aðeinslitið synishorn
af þvi sem þar verður á boðstól-
um.
Að þessu sinni verður basarinn
haldinn f nýbyggingu styrktar-
félagsins aö Háaleitisbraut 11-13,
sem nú er á loka stigi. Með til-
komu hinnar nýju byggingar
stækkar endurhæfinga stöð
félagsins verulega og aukast þvi
möguleikar fyrir margskonar
endurhæfingu og aðstoð við þá
sem eru fatlaðireða lasburða.
Kvennadeild styrktarfélagsins
hefur ávallt unnið ötullega að
framfaramálum félagsfns og lagt
fram drjúgan skerf til uppbygg-
ingar þess. Mörgum er í fersku
minni kvikmyndin „Dagur i
Reykjadal”,semsýnd var i Sjón-
varpinu nýlega og lýsti degi i lífi
fatlaðra barna á sumardvalar-
heimili félagsins.
Agóða af basar kvennadeildar-
innar er m.a. varið til stuönings
sumardvöl fatlaðra barna og
einnig til stækkunar endurtiæf-
ingastöðvarinnar að Háaleitis-
braut.
Auk þess að geta gert góö kaup
á basarnum annast diskótekið
„Dollý” um músik við allra hæfi
og verksmiðjan Vifilfell h.f. mun
bjóða öllum basargestum upp á
coca-cola og fleiri svalardrykki.
Tónleikar
á vegum
Tónlistar-
félagsins
Hið heimsþekkta listafólk EUy
Ameling og Dalton Baldwin halda
tónleika á vegum Tónlistar-
félagsins laugardaginn 7. nóvem-
ber. Tónleikarnir eru haldnir i
Háskólabiói og hefjast kl. 2.30. A
efnisskrá tónleikanna eru verk
eftir Robert Schumann, Gabriel
Fauré, Francis Poulenc, Enrique
Granados, Carlos Guastavino og
Joaquin Turina.
Frá Geðdeild
Borgarspítalans Arnarholti
Á morgun sunnudag 8. nóv. frá kl. 10-18
verður haldin sölusýning á handavinnu
vistmanna Arnarholts.
Sýningin verður á Hallveigarstöðum.
Margt fallegra og góðra muna, t.d. gólf-
teppi, málverk, útsaumur, leikföng og
margt fleira.
Borgarspítalinn
Frá Sjálfsbjörg
félagi fatlaðra í Reykjavík
og nágrenni
Félagsmenn geta fengið miða á Reviuna
skorna skammta laugardaginn 14 nóv. og
laugardaginn 21. nóv.
Hafið samband við skrifstofuna sem fyrst
i Hátúni 12, simi 17868. Einnig er mögu-
leiki á leikhúsferð að sjá Jóa og verður
það mjög fljótlega.
Hringið og látið vita um þátttöku. Við vilj-
um benda aðstandendum fatlaðra á að sjá
þá sýningu.
LUXUS LINAN
ZETOR 5011
ZETOR 7011 ZETOR 7045
Nýtt mælaborð með öllu
sem þar þarfaðvera.
Þaft fer vel um þig i nýja
ZETORNUM og þú getur hlustaft
á útvarpift án sérstakra hlustun-
artæk ja þótt vélin sé i vinnslu.
Óskavél íslenskra bænda t>að hefur
verið stefna ZETOR-verksmiðjanna að þróa framleiðsluvöru sina
eftir kröfu timans
Auk annarra endurbóta, var sérstaklega haft
í huga ÖRYGGI — ÞÆGINDI — OG HEILSA
ÖKUMANNSINS Algerlega endurhannað
öryggishús, vel þétt og hljóðeinangrað,
bólstrað og með einstaklega góðum hita
ZETORINN hefur á undanförnum árum verið mest
selda dráttarvélin á Islandi 6 af hverjum 10
islenskra bænda völdu ZETORINN á siðasta ári
ATHUGIÐ
Endursöluverð ZETOR dráttarvéla
er eitt það besta sem þekkist
★ Nýtt mælaborð
★ Gólfskipting
★ Hangandi petalar
★ Stór og góð miðstöð
★ Betra útsýni
★ Stjórnbúnaður á
dráttarkrók og
beisli i ekilshúsi
★ Aukin vinnuljós
★ Oliutankur undir búsi
★ Sparneytnari
★ Og að sjálfsögðu útvarp
ZETOR
MEST SELDA DRÁTTARVÉLIN Á ÍSLANDI
umboöió:
ÍSTÉKK"
Islensk-tekKoesKa verslunarfelagió h.f
Lagmuta5. Simi 84525. Reykjavik