Tíminn - 08.11.1981, Síða 17

Tíminn - 08.11.1981, Síða 17
16 * * 'uwiÁClt ÚtiHm Fæst í hljómpiötuverslunum um land allt. FALKIN N Suðurlandsbraut 8 - Sími 84670 Laugavegi 24 - Simi 18670 Austurveri - Sími 33360 jí'SS'i* Sunnudagur 8. nóvember 1981 Sunnudagur 8. nóvember 1981 ISÍ'ISSSí Af geðveiki og geð- sjúkrahúsum Frakklandi Kaffihús við Götu heilsunnar Oti aftur þurftum viö enn, á leiðinni á kaffihiís, að leita skjóls fyrir rigningu og lentum inni á Móttökudeildinni. Þar eru veggir og hurðir bólstruð. Tveir verðandi sjilklingar voru ný- komnir: kona sem fannst ekki og hafði engan farangur, og karl með fleiri töskur og poka, sem sat bljúgur inni i litlu herbergi með hurðina ihálfagátt— eins og fölk biður áskrifstofu þegarsá sem er aö afgreiðaþarfað skreppa frá að sækja stimpil. Sjálfur var hann skrifstofumannslegur og vel til fara, nema hann hafði klætt sig upp i tilefni dagsins. Oti á gangi sást stúrið skrifstofufólk og til ungra hjiikrunarkvenna sem eru þama margar og mikið meðfram og sem hluti af námi þvi sem m ið- ar aö hjiikrun og gæslu geðveikra og tekur þrjú ár. Svo til allt starfsfólk er þannig menntað — flest konur. Læknar og salfræð- ingareru hinsvegar að meirihluta karlar. Frá Móttökunni lá leið okkar i kaffihUs sem er í næstu götu, ,,Götu Heilsunnar”, og hefur flesta viðskiptavini sfna frá sjúkrahúsinu: sjUklinga og starfsfólk. Þar sátum við á fjórða tima meö kaffi og bjór, ég fylgdi henni heim rúmlega klukkan sex. Geðgæsla íFrans Það erekki auðveltaö átta sig á ástandi geögæslu hérlendis. Ar- lega leita fleiri milljónir til lækna og fræðinga með geöræn vanda- mál sín, og um 250 þús. manns leggjast inná sjúkrahús og hæli — flestiraffúsumog frjálsum vilja, og halda þá sjálfsforræði og eru frjálsir ferða sinna aö mestu leyti, sumir fyrir tilstilli fjöl- skyldu sinnar eða annars þriðja aðila, og aðrir aö tilskipan og skiklcan yfirvalda. Að jafnaði eru ávallt rúmlega 100 þús. manns á slikum stofnunum, sem eru á sjötta hundrað — opinberar og i einkaeign — og hvar vinna um 3500 læknar og um 70 þús. hjúkr- unarkonur og -menn. Þó má segja, að ástandið er slæmt: viö liggur að allt sé f rusli. Sáilæknis- þjónusta sú sem fyrir er megnar i engu að bregðast viö auknum og breyttum þörfum og kröfum al- mennings: þróun hennar hefur verið með öllu eftirlits- og stjóm- laus i að minnsta kosti siðustu tuttugu ár: henni hefur litiö sem ekkert verið sinnt af stjórnvöld- um,sem hafa veriö nær algerlega blind á að nokkuð væri aö þangað til fyrirstuttu. Það kemur enginn nokkru bættari út af þeim stofn- unum sem ætlað er að lækna og lina þau meinsem andann hrjá og þjaka: þaö er ekkert gert fyrir fólk þarna, og væri jafnvel ekki nemailla hægt þó vilji væri fyrir hendi. „Hlægilegt, fáránlegt, ógeðslegt” Tökum Evu. Hún er mjög þunglynd, og getur ekkí búiö ein, hún vill það ekki og treystir sér ekki til þess. Það yrði úr þvi ann- aö sjálfsmorö. Og á meðan hún biður eftir þvi aö f jölskylda henn- ar — tveirsynir i Róm og Buenos Aires, systkini og aðrir ættingjar i Argentinu — ákveði hvaö eigi að gera og geri ráðstafanir með hana svo henni verði mögulegt að hefja tilveru sina á ný, situr hún þarna — greind sem hún er og með fullri vitund um stöðu sina — innan um fávita og kolruglað fólk sem fæst er viöræöuhæft. Sú með- ferð og sú aðstoð sem veittar eru, eru meira en nöturlegar, hæfileg orð væru ,,hlægilegt, fáránleg. ógeðslegt”. Oftar en einu sinni á dag er út- býtt pillum, þar sem sérhver sjúklingur fær sinar tegundir, af ákveöinni stærð og ákveðinni lög- un, með ákveðnum litum. Ekkert er sagt um þaö til hvers hver þeirra er eða hvernig þær verka. Tvisvar iviku eöa svo eru fundir starfsfólks og sjúklinga þar sem sjúklingar bera hvern annan sök- um um að hafa stoliö epli, um að hafa kveikt á náttlampa fram eft- ir nóttu og þar fram eftir götum. Reglulega er sérhver sjúklingur sóttur í viðtal við lækni og tvær hjúkrunarkonur og látinn tala: einn. Hin steinþegja og svara ekki einu sinni spurningum. Engin viöbrögð, ekkert samtal: Þögn. Læknirinnflokkar, nefnir ogskip- ar niður. Þaö er talaö um sjúkl- inginn, en aldrei viö hann. 1 dag- legriönn hefur starfsfólk svo ekki tóm — þeir fáu sem vilja og hafa áhuga á — til að sinna einstökum sjúklingum sérstaklega. Sem sagt: engin hjálp, enginn sem hægt er að leita tii og fá hjá alúö, hlýju og einlægt samband. Sjúkl- ingurinn er látinn einn um aö liða illa. Það er sjaldan að milli þeirra innbyröis takist vinátta, og þá óvist að það nægi.Og eins og þessi einsemd sé ekki nægileg kvöld, þá erhittekkibetra: aö það er aldrei friður, aldrei næði. Sjúklingurinn er aldrei einn. Eva er á herbergi meö fjórum öðrum konum.Þaö er sifelldur umgangur og stöðugur kliður. Flestar stundir er einhver konan á deiidinni veinandi eða æpandi. Fyrir nokkru fékk hún leyfi til að fara inn á eina skrif- stofu starfsfólks tilaö skrifa bréf — þvi þaö géra sér allir grein fyrir þvi að hún er enginn „venju- legur” sjUklingur: tvivegis heyrði ég starfsfólk segja ,,þér eruð sér á parti frú Chiesa” — en þau forréttindi missti hún er fleiri konur fóru fram á það sama. Aö- stæður eru þvi ekki beint vænleg- ar: aðframkomin og bjargarlaus, alein og þó aldrei I friöi, innan um fólk sem ýmist vill ekki tala við hana eöa getur það ekki. Gildandi lög frá 1838 Þvi fer fjarri aö nokkur leið sé að alhæfa Ut frá dæmi þessarar konu sem ég var svo heppinn að hitta og kynnast, fæstir geðsjúkl- ingareru búnirþvisem hægt væri að kalla gáfur og yfirvegun, og aðeinsfáir eru listamenn. En svo mikiö er ljóst, aö þær hugmyndir sem tilvist geðsjúkrahúsa eins og þeim er nú háttað byggir á eru brenglaöar, rangar og rangsnún- ar, það fólk sem starfar f þeim er meira og minna óhæft: reynslu- lltið, skilningssljótt og áhuga- laust, og þaö starf sem þar fer fram er þvimikið til einskis. Eigi fólk þaðan afturkvæmt — fjórö- ungur þeirra sem nú eru vistaðir á slikum stööum hefur verið þar i yfir tíu ár, og annar fjórðungur lengur en tvö ár — hefur þaö viö sama vanda aö striöa og áöur, er litlu bættara og engu nær. Nú eru auðvitað til undantekn- ingar á þessu, og það ekki svo fá- ar. Mikiðog gottstarf hefur verið Már Jónsson skrifar frá París O unnið af góöu og fúsu fólki í heppi- legar höguðum stofnunum og um- hverfi víðsvegar um landið, og sumstaðar með góðum árangri. Allavega, það sem mestu varöar erað það er á lifi fullt af fólki sem á við þvflika erfiðleika að etja gagnvart sjálfu sér og andspænis öðrum að þaö þarf á verulegri aö- stoð að halda. Máliö er að auövelda þessu fólki og gera þvf kleift aö lifa sem ánægjulegustu og fyllstu lifi æv- ina i gegn, og þá sem virtir þátt- takendur i þvi sjónarspili sem mannlifið er, en ekki vera til óþurftar og ama, öðrum til byröi. Það er engum til góðs aö setja slikt fólk í gym slu, loka það af og fela. Eitthvað er hægt að gera og eitthvaö veröurað gera.Svo mik- ið er víst, og þess sama sinnis er núverandi og nýlega skipuö rikis- stjórn landsins. Heiibri gðismálaráöherrann, kommúnistinn Ralite, lýsti stefnu sinni í ræðu núna 12. október: Málin væru i ólestri og gagngerra umbóta væriþörf. Anþess að fara út i smáatriði — þaö kemur seinna — sagöi hann nauösyn bera til þess aö afnumin yrðu lög frá 1838 varöandi geðsjúka sem enn gilda aö talsveröu leyti, og sett ný lög i staðinn sem gættu frelsis sjúklinga jafnt sem þau tryggöu aðstoð og meðferð. Ennfremur að það þyrfti að halda fram þeirri stefnu svæða- skiptingar sem mótuö var uppúr 1960 en hefur illa verið framfylgt, og skipta landinu i 50 þús. manna einingar sem sérhver hefði ákveðna og tiltekna þjónustu fyrir geðsjúka. „Einn er góður góður vilji” Ómögulegt er að segja hvað verður úr og hvernig muni takast til, en ljóst er aö ekki verður fariö að dæmi ftala frá 1978 — sem nokkur hópur geölækna hér er hlynntur — aö loka geðsjúkrahús- um alveg og „sleppa” sjúklingun- um. Likast til veröur reynt að draga eins og hægt er saman og minnka notkun geðsjúkrahús- anna, ogfrekar lögð áhersla á að sinna fólki heima fyrir, að koma upp dagsjúkrahúsum og að minni hópum sjúklinga veröi auöveldaö að búa saman innan um annað fólk og í „eölilegu” umhverfi. Og svo fram vegis, og svo framveg- is: möguleikar eru óteljandi. Vonandi er og að vel gangi og aö eitthvað verði úr, aö minnsta kosti eru viöleitnin og viljinn viröingarverö. „Einn er góður góður vilji” (Kant). Már Jónsson „Dvalargestur” á Spítala heilagrar Önnu Ég hitti hana um eittleytið fimmtudaginn 22. október, sem ég var aö taka ljósmynd af spjaldi, hurð og þrem gluggum á einum veggja einnar deildar Eva de Muschietti-Chiesa. Fædd I Buenos Aires áriö 1925, af forriku foreldri. Bestu skólar, ár- legar feröir til Evrópu: allt það besta. Hún giftist 17 ára guðfööur sinum, vellauðugum vini foreldra hennar: af ást. Frá þvi skömmu eftir seinna strið bjuggu þau mikiö til I Paris og áttu þar ibúð i þvi hverfi sem finast þykir og er dýrast. Hún var þá þegar orðin færljósmyndari og gerðist frétta- maöur fyrir itaiska sjónvarpiö og ýmis stórblöð evrópsk. Vakin og sofin um viða veröld vaktaöi hún, skrifaði um og myndaði helstu viöburði og merkustu fyrirbæri mannlifsins. Þetta var gott lif: hún var ung, falleg og rik: átti góðan mann og var i ánægjulegri vinnu. Hvað er þetta annað en „hamingjan”? * A geðveikra- hælum í tveimur heimsálfum Þangaö til fyrir fimm árum aö maöur hennar dó. Við það bugað- ist hún: sinnti starfi si’nu illa, lagöist 1 drykkju og þunglyndi. Og tlminn læknar engin sár, meö ár- unum veröa minningarnar um sambúð þeirra áleitnari og sárari, treginn þungbærari og sorgin dýpri. Hún hefur siðan farið I nokkrar feröir fyriritalska sjónvarpið, meðal annars til suð- austur Asiu fyrir tveim árum og til heimalandsins i fyrra — með- fram þá til að hitta ættingja. Þess á milli hefur hún veriö á heilsu- hælum og geðveikrahúsum: á Italiu, I Sviss, i Frakklandi og i Argentinu. Eftir dvöl á almennu sjúkrahúsi i Róm til skoðunar, kom hún til Parisar i janúar siðastliðnum. Þar ákvað hún að nóg væri komið af svo góðu, hún vildi ekki már. Fáeinum dögum eftir komuna skaut hún sig i hjartastaö meö litilli byssu, en fyrir tilviljun sem annaðhvort er kraftaverk eða örlög, lifði hún af. Að lokinni legu á sjúkrahúsi i Paris var hún sett á helsta geð- sjúkrahús þeirrar borgar, „Hopi- tal Sainte Anne”, i eitt af um þús- und rúmum þess. Þar hefur hún veriö siðan nema þrjá mánuði I sumar á heilsuhæli úti á landi. Sainte Anne sjúkrahússins. Sem atvinnuljósmyndari hafði hUn á- hugaáþviaö vitahvaðég væriað gera. Ég svaraði þvi kurteislega. HUn hafði vakiö athygli mina stundarkorn um það bil sem ég gekk inn á svæðið: litil og sjúsk- uö, en skarpleg og reist til andlits og likamsburðar. Háðskt bætti hún þvi viö að hún væri „dvalar- gestur ” þarna fyrir aö hafa fram- ið sjálfsmorö, og nú fengi hún ekki að fara. Hún sagðist ága i geymslu inni einar þrjár mynda- vélar: hún mættitaka myndir að vild og ættiaðgang aö aðstöðu til að framkalla og stækka. Það varö úrað við tókum tal saman og sett- umst á steinbekk skammt frá, þar sem lagöist i fang mér litill brúnbröndóttur köttur sem ekki vildi aö ég klappaöi sér og hún kannaðist við. Ekki löngu siðar fór að rigna og hún bauö mér aö lita inn á deild sina, „Pavillon Ferrus”: mér væri það heimilt sem gestur hennar. Kuldalegur aðbúnaður A deildinni eru um fjörutiu kon- ur, haldnar margvislegustu sjúk- dómum sálarinnar — öllu er blandaö og I litlu skeytt um þarfir hvers og eins. Þegar við komum inn tók ég fyrst eftir konu há- grátandi i' sófa á ganginum. Nokkrar konur stóðu nálægt henni, en i engu hjá henni: sjúklingar og hjúkrunarkonur, engin sinnti henni, enda er hún svona alltafog hefur veriölengi. í setustofunni sat fulloröin kona hrópandi framan við sjónvarp og vildi að hjúkrunarkonur kveiktu á þvi. Mig bað hún um það sama á meðan sást til min. Aðrar konur voru I sama herbergi: þöglir og {x-eytulegir svipir. Loks, I gangi sem veit út að garði, var ung stúlka frá Saigon, dauf, niðurlút og fákunnandi i frönsku. Fyrir tveim árum, sagöi hún mér, flúði hún á báti frá Vietnam, ein og allslaus, og vann hérlendis við skúringar,ein og yfirgefin, þang- að til fyrir fáeinum mánuðum að hún kom, eöa liklegar var sett, inn áSainte Anne. Hver framtiðin væri vissi hún ekki, hana langar að læra mári frönsku og fara Ut að vinna sér inn peninga. Henni er haldið innan dyra, og hUn varð eftir þegar við Eva gengum út aftur. Eva sýndi mér i annarri byggingu heldur kuldaleg, en vel nothæf, húsakynni þar sem að- staða er fyrir s júklinga til aö spila á spil, föndra og vinna handverk. í einu þeirra herbergja var plötu- spilaragarmur og nokkrar plötur istafla: Beethoven, ChuckBerry, The Who, Alan Stivell og fleiri. í

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.