Tíminn - 08.11.1981, Page 18

Tíminn - 08.11.1981, Page 18
Dagbók Alfreðs Alfreðssonar — Fimmti þáthir af okkar manni í undirheimum ■ Alfreð Alfreðsson er okkar maður í undirheimum. Við höfum kynnt hann i' fjórgang hér i blaðinu, skildum siðast við hann þar sem hann sat fastur i neti réttvisinnar. En vegna eðlisborinnar slægöar sinnar slapp Alfreð meö væg- andóm i þaðskiptið, en næst — segja þeir honum — verður hvorki hægt að áfrýja hjá kóngi né presti. Alfreö — hann er litinn, pervisinn og rebbalegur, ferðast helst i skjóli nætur og brosir órætt og undurþýtt, sem veit að mati elstu manna aldrei á gott. Við höfum komist i dagbók Alfreðs, hann segir á þessa leið: ,,Ég vaknaði fremur seint. Háði harða baráttu viö siga- rettudjöfla. Mamma kom og opnaöi gluggann uppá gátt, muldaði eitthvað um svinastiur og lassaróna. Ég lokaði glugganum og gafstupp fyrir sigarettunum. Prumpaði. A fætur, var með móral mundi ekki af hverju. F'ór á Vitabar oghitti Arf Kelta. Hann var svartur um augun en eldhress og átti i pipu. Var nýkominn frá Köben og var aö lenda þvi sem hann kallaði — annarri lendingu. Viö ákváöum að droppa inn hjá Uxaskalla. Hann haföi þá flæmt gömlu hjónin sem hann hafði haldið i helgreipum óttans út úr kjallaraholunni og sat einn að sinu rausnarbúi. Þau fóru vist aftur til sins heima, á Bakkafjörð. Uxaskalli var bú- inn að skrúfa ósram ljósaperurnar úr lömpunum og hafði sett f jólubláar i staðinn. Verulega kósi. Hann sat og hlust- aöi á útvarpið — „til að missa ekki allt samband við um- heiminn”, útskýrði hann og sneri sér svo aftur að stúlku með forhertan feitabollusvip sem naut gestrisni hans þá dagana. Hún sagðist heita Almannagjá og var úr Kefla- vik. Við kýldum á pipuna, drukkum jasminte úr jógúrt- dollum og Arfur, sem hefur ýmis sambönd, sagði að hann hefði áreiðanlega heimildir fyrir þvi að Deep Throat hefði verið sýnd á Frikirkjuvegi ellefu. Við pældum i þvi hvort einhvern pening væri að hafa upp úr kláminu. Það er aldrei að vita... Allt i einu var bariðá hurðina. „Opniði, ég veit að þið er- uð þarna inni”, sagði mjóróma rödd sem ekki getur komið úr nema einum barka. Aldinblók! Sjálfsagt mál, við opn- um dyrnar og þar stendur hann, sá sem allt veit i undir- heimunum en ekkert getur, helfrosinn og óðamála. „Alfreð, Alfreð! Þeir eru á hælunum á þér! Elias Bja....” Svo hneig hann máttvana niður og sagði ekki meira þanri'daginn. Þó fyrr hefði verið! Ég, hvað hef ég gertV Að lenda i einhverju klandri með hreinanskjöld! Sá náttúrlega að fyrsti staðurinn sem þeir leituðu á væri kjallarinn hjá Uxa. Ég i úlpuna og út. Fer með veggjum, villist út á Mela og siöan inn á eitthvað sem mér var siðar sagt að væri Garðsball. Ég rakst á aumingja sem ég kannaðist við, gerði honum tilboð sem hann gat ekki hafnað. Ég drakk fritt, kvöldið það. Var orðinn býsna blekaður þegar hjá mér sest ein- hvers konar dósent og fer að þusa eins og lifið liggi við. Ég er vanur að yrða ekki á svona fugla, brosi út i þá vinstri og eins og venjulega heyri ég bara slitur: ..eins og blindur maður... ætlar yfir götu... ætti i raun ekki að fara yfir... kemur litið barn... leiðir hann yfir... gefur þvi happa- drættismiðann sinn... og það vinnur lampa i verðlaun”. Nú, ég fatta auðvitað strax jókinn. Gæinn er sálfræðidós og er að gera grin að mér. Ég seilist eftir svona rauð- sokkanælu sem náunginn er með i barminum og sting... Hann segir: „Æ!” „Látt’etta þér að kenningu verða”, segi ég, svalur og gæjalegur, og stend upp. Ráfa um salinn. Man mest litið. Þegar ég rankaði við mér var ég að éta rauðkál upp úr öskutunnu i miðbænum. Oldungis kynstur af rauðkáli, aldrei séð annað eins. Ég nennti ekki heim og var enn i banastuði. svo ég fór að leita að parti. Var kominn hálfa leið upp i Grjótaþorp þar sem ég vissi af stelpu sem var alltaf til i fúttið þegar Svarta Maria renndi upp að mér. Þeir voru fimm, ég var einn. Samt tókst mér að gefa ein- um blóðnasir og öðrum góðarauga. Þarf að muna að sækja karate-námskeiðið betur, fá mömmu til að blæða. Þeir stungu mér i græna klefann, vildu ekki segja mér fyrir hvað. „Þú veist það sjálfur, Alfreð,” sagði foringinn — rottulegur kall sem ég veit að hraktist úr Dölunum end^ ur fyrir löngu. Ég filaði bara vel að vera i græna klefanum og söng „Nú andar suðrið” fjórtán sinnum. Ég var einu sinni i kór, það var þegar ég var ellefu ára i Melaskólan- um. Var rekinn úr kórnum af þvi ég var alltaf að reyna við stelpurnar á æfingum. En nú opnuðust dyrnar á græna klefanum. Þar stóð Elias Bjarkason með pipuna og hattinn. „Jæja, Alfreð Alfreðsson, leiknum er lokið, þrjóturinn þinn. Nú verður þú kitlaður til sagna. Reynir, komdu með geitina og saltið!” Það rann upp fyrir mér ljós. Ég mundi hvers vegna ég haföi haft móral um morguninn”. Lengra var Alfreð ekki kominn i dagbókarskrifum. Ald- inblók birtist og varaði hann við nýju samsæri Eliasar Bjarkasonar gegn frelsi hans. En hvað hafði Alfreð gert??? framhald Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum i eftirfarandi: Útboð RARIK-81022 Krossar fyrir há- spennulinur. Opnunardagur 10. desember 1981 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, fyrir opnunartima, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með mánudeginum 9. nóvember 1981 og kosta kr. 25.- hvert ein- tak. Reykjavik 5. nóvember 1981 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS HRj BORGARSPÍTALINN Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa við flestar deildir spitalans. Laus pláss eru til á barnaheimili staðarins fyrir 2ja til 5 ára börn. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, simi 81200, (207 , 202). Læknaritari Óskum eftir að ráða læknaritara til starfa nú þegar. Starfsreynsla eða góð vélrit- unar- og islenskukunnátta áskilin. Upp- lýsingar um starfið veitir Brynjólfur Jónsson i sima 81200/368. Reykjavik, 6. nóv. 1981. Listin að liggja á hleri ■ Það er mikil list og góð að liggja á hleri. Einn þeirra manna sem það hefur lagt fyrir sig er Nigel Rees, alkunnur afskiptaseggur sem við höfum áður kynnt hér i blaðinu, þá er hann las skriftina á veggnum. Siðar tók Rees uppá þvi að auglýsa i blöð- um eftir einhverju þvi sem fólk hafði heyrt annað fólk segja, til að munda útá götu. Þetta var grallaralaust fólk og orð þess eru slitin úr sam- hengi: Þetta heyrðist á læknastofu: Læknir: Jæja, frú Jones. Vertu nú svo væn aö beygja hnéð. Frú Jones: 1 hvora áttina, læknir? Tvær gamlar konur biðu eftir strætó. önnur sagði: „Alveg er veðrið hræðilegt.” Þá sagði hin: „Já, en það er betra en ekkert!!!!!” Þetta heyrðist i leikhúsi sem var að sýna Macbeth eftir Shakespeare. Einn leikaranna sagði, eins og lög gera ráð fyrir, „á morgun á morgun á morgun.” Þá sagði einn áhorfenda stundar- hátt: „Það er að segja á fimmtudag- inn”. Tvær gamlar konur sátu i strætó: A: „Ég sá að konan dó”. B. „Hvaða kona?” A. ,,Sú sem fór út með manninum sem átti bátinn”. B. : „Bátinn? Hvaöa bát?” A: Æ, þú þekkir hana. Svo giftist hann hinni konunni sem skaut forsetann.” B. „Ó, er hún dáin?” A: „Nei!. Hin. Æ, hvað hét hún ... hm... Mary... hm.... Mary Callas! Það er hún!” B: „Nei, ég þekki hana ekki.” A:, ,Víst þekkirðu hana. Hún söng alltaf svo hátt...” Strætisvagnar eru vinsælir hjá hlerurum. Eftirfarandi heyrðist ein kona segja við aðra: „Við erum alveg hætt að rifast. Okkur tókst að leysa málið. Nú sker ég brauðsneiðarnar en hann smyr þær sjálfur.” Og þetta heyrðist lika i strætó: „Af hverju vill hún giftast? Hún hefur pabba sinn og mömmu og gullfiskana!” En þessar samræður áttu sér stað á almenningssalerni. Ungur drengur sagði við föður sinn: „Pabbi, af hverju förum við hingað?” Svarið kom um hæl: „Til að sleppa frá mömmu þinni!” 1 biósal nokkrum var eitt sinn verið að sýna myndina The Road to Utopia með Bob Hope og Bing Crosby. Útópia er sem kunnugt er staðleysa, fyrirmyndarriki sem ekki er til. En einn áhorfandi sagði við annan: „Hvar er eiginlega þessi Útópia?” „Ég er ekki viss. Ég held það sé einhvers staðar við Miðjarðar- hafið.” Þetta heyrðist á veitingahúsi: „Nú er ár siðan aumingja mað- urinn minn dó. Æ, ég sakna þess svo að hafa ekki lengur bilinn.” Aftur förum við i strætó. Fjarskalega fin kona kallaði hátt og snjallt til mannsins sins sem ■ „Hvers vegna vill hún giftast? Hún hefur pabba sinn og mömmu og guilfiskana?” stóð við hliðina á henni: „Jeremy, hvað er klukkan? Gáöu á gullírið þitt!” Enn i strætó: Stúlka sagði: „Þau eiga svo marga hunda. Þeir eru um allt húsið.” Onnur sagði: „Ég þoli ekki hunda inni húsum. Annað mál ef það væru hestar...” Ungur listamaður sá eitt sinn frægan gagnrýnanda og göfugan lávarð standa fyrir framan eina myndhans á sýningu. Hann lædd- ist nær til að heyra hvað þeir sögðu. Lordinn sagði: „Af þessu tvennu kýs ég fremur að vaska upp...” Og gömul frú sagði við aðra: „Sko, uppáhaldsdýrlingurinn er sá sem passaði alla fuglana og dýrin. Hvað heitir hann aftur — Frank frá Onassis?” Og menntskælingur sagöi viö annan: „Það iskrar i skónum minum. Hvernig gengur þú?”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.