Tíminn - 08.11.1981, Qupperneq 19
Sunnudagur 8. nóvember 198J
19
skákþáttur
Tröppumát
i dag skoðum við tvær skemmtilegar skák-
ír. Fyrri skákin var tefld milli tveggja litt
þekktra Dana fyrir fimmtiu árum.en menn
skyldu ekki láta það draga úr sér kjark við að
renna yfir hana. Ég var búinn að leita að þess-
ari skák i langan tima, mundi eftir henni úr
skákblaði en ekki hvaða ár hún birtist. Það
hefði getað orðið að finna það út. Svo rakst ég
ailt i einu á hana i blaði skákklúbbsins i Esper-
gerði. Kúnstin við að finna hluti er stundum að
láta vera að leita.
Skákin er athyglisverð af
tveimur orsökum. Annars
vegar er byrjunin, þekkt peðs-
fórn sem Frank Marshall
beitti mikið á sinum tima.
Hins vegar mjög afgerandi
„tröppumát”.
Hvitur er Norman-Hansen,
svartur er Erik Andersen og
skákin var tefld i Kaup-
mannahöfn árið 1930.
I. e4-e5 2. Rf3-Rf6 3. Rxe5-d6
4.Rf3-Rxe4 5.d4-d5 6.Bd3-Bg4
7.0-0-Bd6 8.C4-0-0 9.cxd5-f5
10.Rc3-Rd7
Marshall fórnaði þessu peði
oft og með góðum árangri. Að
lokum var það óþekktur Eng-
lendingur sem tók byrjunina i
karphúsið og sýndi þar með
fram á að fórnin stenst ekki.
En það gerðist ekki fyrr en ár-
ið 1938, átta árum eftir að
þessi skák hér var tefld.
II. h3-Bh5 12.Rxe4-fxe4
13.Bxe4-Rf6 14.Bf5-Kh8
15.Be6?
Hér bregst hviti bogalistin. 1
fræðibókum nútimans er Mar-
shall-afbrigðisins að litlu get-
ið, vegna I5.g4!-Rxd5 16.Be6-
Bf7 17.Rg5! og hvitur hefur
yfirburði en þannig tefldist
skák Alexanders og Mallisons
árið 1938. Alexander tefldi
þessa byrjun lika er hann
hafði svart,svo ef til vill hefur
hann rannsakað málið ræki-
lega.
15....-Re4 I6.g4-Bg6 17.Kg2-
Df6 18.Be 3-Hae8
Svartur hefur nú sterka á-
rásarstöðu.
I9.h4(?)
inn, Nana Alexandria, kom
mjög á óvart.
Hún haföi öllum að óvörum,
unnið áskorendaréttinn og
náði næstum þvi að vinna
heimsmeistaratitilinn sömu-
leiðis. Úrslitin i einviginu urðu
8-8ogMajaheldurþvi titlinum
áfram.
Fyrir sex árum tefldi Alex-
andria heimsmeistaraeinvigi
við báverandi heimsmeistara,
Gaprindasvili, en tapaöi stórt.
Upp á siðkastið hefur Chibur-
danidze virst mun sterkari en
nokkur keppinautanna en ann-
að kom i ljós i einviginu. Það
hófst meb tveimur jafnteflum
og þótti heimsmeistarinn
heppinn að tapa ekki þeim
báðum. Siðan vann Chiburd-
anidze tvær skákin en Alex-
andrei jafnaði strax! Loks
tókst Maju að tryggja sér titil-
inn meö þvi að vinna 15. skák-
ina en Alexandria vann þá sið-
ustu.
Konurnar eru tæpast á við
karlstórmeistara að styrk-
leika en ekki vantar þó mikið á
og fjörið vantar ekki! Engin
stutt jafntefli. Einvigið, sem
fór fram i heimabæ beggja,
Tbilisi, var mjög skemmti-
legt.
7. skákin einkenndist i upp-
hafi af undarlegu byrjanavali
en breyttist siðan i kennslu-
stund i fyrirbærinu biskupa-
par. Chirburdanidze hefur
hvitt.
I.g3-d5 2.f4-h5!?
Þa$ er ekkert annað! Svona
teflir stórmeistarinn Mariotti
einnig.
3.Bg2-h4 4.RC3-C6 5.d3-hxg3
6.hxg3-Hxhl 7.Bxhl-Db6 8.Rf3-
Bg4 9.Ra4-Da5+ I0.c3-Rd7
ll.Be3-Rh6 (?) I2.b4-Dc7
13.Rc5-Bcf3 (?) 14.Bxf3-Rf6
15.Da4-Rf5 16.Bf2-e5 17.g4-
Bxc5 I8.bxc5-Re7 I9.fxe5-Dxe5
20.Dd4-Rg6 2 1 .Hb 1-Dx d4
22.Bxd4-0-0
19...-Hxe6! 20.dxe6-Rc3!
21.bxRc3-Be4
Hvitur á enga vörn. Fórnin á
c3, til að koma biskupnum til
e4, var sérlega falleg.
22.Kh3-Dfx3+ 23.DxDf3-
Hxf3+ 24.Kg2-Hg3+ 25.Kh2-
Hg2+ 26.Khl-Hh2+ 27.Kgl-
Hhl skák og mát.
Þetta tröppumát , með
tveimur biskupum og einum
hrók,er i raun mjög einfalt.en
það sést sjaldan i alvöru kapp-
skákum. Besti leikurinn i
skákinni var tuttugasti leikur
svarts, Rc3!
Kvennaskák
Nýlega er lokið heimsmeist-
araeinvigi kvenna i skák.
Fæstir bjuggust við öðru en að
Maja Chiburdanidze, núver-
andi heimsmeistari, myndi
halda titlinum, en áskorand-
Hvitur hefur mun betri
stöðu.
23.Kd2-Rd7 24.Bxg7-Rxc5
25.Hh 1-Rd7 26.Hh5!-He8
27.Bd4-Kc7 28.Hf5-He7 29.Bf2«
Itde5 30.g5-Rxf3+
Þá er biskupaparið farið.
Peöiö á f-linunni verður á hinn
bóginn mjög sterkt.
31.exf3-Hd7 32.Hf6-Rf8 33.f4-
b6 34 .Bd4-c5 35.Be5 + -Kd8
36.f5-Ke8 37.Hh6!-Hd8 38.Hh8-
f6 39.Bxf 6-Hd6 40.Bg6 og
svartur gafst upp.
Bent Larsen,
stórmeistari,
skrifar um skák
SUBARU 1982
Ferðabfllinn fjölhæfi
Þú getur valið um:
SUBARU fólksbíll-Hatcback-5 gíra-framhj.dr.
SUBARU fólksbíl-Sedan-sjálfsk.-framhj.dr.
SUBARU fólksbíl Sedan-beinsk.-framhj.dr.
SUBARU station-sjálfsk. poverstýri-framhj.dr.
SUBARU station-fjórhj.drifinn-hátt og lágt drif
og ýmsar aðrar gerðir af SUBARU
Góðir greiðsluskilmálar
Hafið strax samband við sölumenn okkar og tryggið
ykkur góðan bíl
INGVAR HELGASON
yonarlandi v/Sogaveg — Sími 33560