Tíminn - 08.11.1981, Page 27

Tíminn - 08.11.1981, Page 27
Sunhudagur 8.' hóvefn’bér1 iás‘l, : iiliiliili ■ Jón Helgason, ritstjóri. áþeim árum, af þvi aö ég haföi birt fréttir, sem þeim á Keflavikurflugvelli fannst aö ættu aö liggja i láginni. Þegarfariö var svo aö tala fullum fetum um kafbátahöfn i Fossvogi og nýjan her- flugvöll i Rangárvallasýslu — þá var mér nóg boöiö. Mér f annst, aö annaö hvort væri aö leggj- ast flatur eöa spyrna viö fótum — og ég tók seinni kostinn. — Blaöamennskan hefur aö sjálfsögöu breytzt mikið siöan þú byrjaöir aö stunda hana, en hefur hún breytzt aö öllu leyti til batnaðar? — Þaö liggur i augum uppi, aö margt hefur breytzt til batnaöar, til dæmis frá sjónarmiöi blaöamannanna sjálfra, til dæmis hvaö varöar vinnutima og réttindi. Launasamningar voru áöur meö öllu óþekktir. Og vopnaburöurinn i blöðunum hefur lika oröiö mun hófsamari en hann var. En aö sumu leyti hygg ég nú, þrátt fyrir stóraukinn tilkostnaöaö blööin séu siöur en svo vandaöri en áöur var — og margt er nú þunglamalegt i sambandi við að koma út bla ði. Og skelfing leiöist mér nú þessi ,,árs- grundvöllur”, sem alltaf er aö koma „inn i myndina” — og vont fyndist mér, ef hann yrði nú „heföbundinn”. Skáld — á stuttbuxum Þegar Jón var beöinn um aö vikja aö rit- störfum sinum og spuröur um tildrög þess, aö hann hóf að semja frásagnir um fslenzkt mannlif liöinna tima, svaraði hann: — Þegar ég tók viö Frjálsri þjóö, fór ég inn á nýjar brautir. Þaö var nú ekki pening- unum fyrir aö fara á þeim bæ, og þaö var annaðhvort aö duga eöa drepast. Blaöiö varö aö bera sig og helzt skila svolitlum hagnaöi til annarra hluta. Þá tók ég fljótlega upp nýjan hátt frá- sagna af fólki og atburðum á fyrri timum, og þetta þróaöist brátt i átt til þess sem kallast heimildasögur, þó svo að fylgt var sannsögulegum þræöi og hvorki aukið inn i efnisatriöum né gripiö til samtals sem ekki voru heimildir til um. Sá maðursem örvaöi mig mest viö þessa ritmennsku var Vilmundur Jónsson land- læknir — annar tveggja vandalausra manna, sem mest áhrif hafa haft á mig á fullorðinsárum. — Haföiröu fengizt viö smásagnagerö, áöur en þú gafst út smásagnasafniö „Maöka i mysunni” 1970? — Þaö eraö minnsta kostiekkert til af þvi tagi, sem ég skrifaði á undan sögunum I þeirri bók. En ætli ég hafi ekki gert fyrstu tilraunirnar, þegar ég var aö vaxa upp úr siöustu stuttbuxunum. Seinna las ég ógrynni af sögum — og þýddi lika nokkrar. 1 þá daga voru Vilhelm Moberg, Ivar Lo-Johansson og fleiriSviar i miklum hávegum. — Er efni smásagna þinna sannsögulegt að einhverju leyti? — Mig minnir aö þrjár eöa fjórar sögur f „Möökum i mysunni” hafi einhvern sann- sögulegan kjarna og ein i „Steinum i brauöinu”. Með einni undantekningu er öll atburðarás minn diktur og fariö meö allar persónur aö minum geöþótta, aukiö viö og fellt úr eftir þvi sem mér þénaöi. — Mörgum höfundum gengur illa aö fá smásögur útgefnar. Forleggjarar eru flest- ir þeirrar skoðunar, aö smásögur seljist litiö sem ekkert. — Já, þaö er sagt svo. Og ég hef nú svo- litla reynslu i þessu lika. Ég held satt aö segja, aö upphaflega hafi ég ekki ætlað, aö koma þessum smásögum minum á prent. En þannig stóö á, aö ég haföi einu sinni skrifaö bók aö beiöni útgefanda og sú bók seldist fljótt og vel. Mér þótti hann heldur smátækur á þær kringlóttu, þar sem ég vissi aö hann haföi grætt og þaö varö úr aö hann jók nokkru viö, en þó meö þvi skilyröi aö ég léti sig oftar fá handrit. Sjöeöa áttaárvoru liöin frá þessum tima án efnda af minni hálfu og ég var farinn aö finna til samvizkubits — maöur skammast sinundirniöri stundum.Og sem ég áttinú i fórum mi'num handrit, þarsem voru þessar smásögursem seinna fóru i „Maöka i mys- unni”, þá hringdi ég til hans og bauö honum þetta. Enhann afþakkaöi snarlega, þegar hann heyröi hvers kyns var. Þetta þótti mér nú heldur súrt i brotiö þvi aö þetta var i' fyrsta skipti sem ég haföi boöið fram handrit — og lika i fyrsta skiptiö, sem ég haföi veriö gerður afturreka meö handrit. Ég mannaöi mig þess vegna upp og las eina söguna fyrir annan bókaútgefanda sem haföi talsvert mikla reynslu af mér. Hann þagöi aö lestrinum loknum — og ég lika. Kunningi minn einn sem vissi um þetta tók þá sögurnar og kom þeim á framfæri viö þriöja forlagiö. Þangaö var ég boöaöur og tekið meö sérstökum virktum, alveg óvenjulegum virktum. Þingaö var um stund um útgáfuna.en siöan áttiönnur um- ræöa aö fara fram eftir stuttan tima. Nú liöu vikur og dcki kom aö þessari seinni umræöu. Mig fór aö lengja eftir henni, svo aö ég fór loks af sjálfsdáöum til aö grennslast eftir þvi, hvaö dveldi orminn langa. Þá var mér réttur böggullinn fram á gang. Ég mætti fjóröa útgefandanum i stiga og bauö honum böggulinn. En mig minnir, aö hann þyrfti ekki að doka viö til þess aö hugsa sig um, áöur en hann afþakkaöi lika. Loks beit hinn fimmti á agniö — og þó meö skilyröi, aö ég léti mér nægja prósentu af sölunni. Þaö varö mér til happs þvi' aö þetta uröu févænlegustu viöskipti sem ég haföi gert um mina daga. „Maökar imysunni” vorugefnir út I 2200 eintökum og upplagiö þraut nokkrum dög- um fyrir jól. En meö næsta smásagnasafn „Steina i brauöinu” átti ég ekki i neinu basli. Dagur er eftir þmnan dag. Undir lok samtalsins minntist ég á, aö senn heföi Jón Helgason starfaö sem blaöa- maöur og ritstjóri I fjörutiu ár, skrifaö fréttir um atburði liöandi stundar i kapp- hlaupi viö timann, skynjaö strauma sam- tiöarinnar á erilsömum vettvangi dag- blaös, en jafnframt stundaö ritstörf i stopulum tómstundum, kynnt sér mannlif fyrri alda og rýnt I gamlar embættisbækur, skjöl og bréf. Reynsla hans geröi þaö aö verkum, aö hann teldist öörum hæfari aö bera^saman tvenna tima og þvi væri fróö- legt aö heyra hann svara hinni sigildu spurningu — hvort viö höfum gengiö til góös götuna fram eftir veg: — Þaö ervafalaust bæöi og. Vegurinn aft- anúrfœ-tiöinniog inn íframti'öina er aldrei beinn. Þaö er öldugangur i mannlifinu eins og á hafinu, og liöinn tfma getur enginn fangaö eins og hann var i raun og veru. Hann greinum viö aöeins I móöu og i þokka- bót i gegnum einhvers konar gler, sem samtiöarhugmyndirnar setja fyrir augun á okkur. Hitt vita svo allir, aö á annaö hundraö ár höfum viö veriö aö sigrast stig af stigi á ör- birgö, striti, ranglæti og sjúkdómum. Vel má vera aö raunveruleg lifshamingja haf i ekki aukizt i hlutfalli viö efnahagslegar og tæknilegar framfarir. Hörmungaraldir i sögu þjóöarinnar finnstmérengan veginn tiltækilegt aö bera saman viö nútimann. Ég efastaftur á móti um, aö lifsgleöi og hamingja standi dýpri rótum meöal þeirra sem nú eru uppi en hinna sem voru þaö i byrjun aldarinnar. Mér býöur i' grun aö sú kynslóö sem var næmustfyrir áhrifum á styrjaldarárunum og eftir þau, hafi beöið mikiö tjón á sálu sinni. Ég held, aö þetta skefjalausa gróöakapp- hlaup sem geysaö hefur allt i kringum okk- ur siöustu áratugina sé ekki til hollustu falliö. Svo er aftur hitt, aö þaö myndast ónæmi gegn margs konar sýklum, þegar lengi hefur veriö búiö viö þá — og kannski er aö risa á legg kynslóö sem leggur heilbrigöara mat á lifsgæðin en þeir, sem hafa látiö aur- ana gera sig aö öpum: fólk, sem lætur gerviþarfimar lönd og leiö og hefur það i minni aö dagur er eftir þennan dag. Sjálfur á ég þá ósk fyrir mig aö lifa þann dag, aö herþoturnar dragi ekki lengur grá gufubönd á heiðan himininn hérna yfir flóanum og nesjunum. - LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER - CE LU CC Lll CC UJ cr LU < h- cP UTAVER Auglýsir Veggfóðrið er í stórsókn ERTU AÐ BYGGJA VILTU BREYTA ÞARFTU AÐ B/ETA Mikið úrval nýkomið af vinil, damask og pappirsveggfóðri Einnig tilboðsverð, frá kr. 30.- rúllan (Pappirsveggfóður) Sommer veggdúkar 65 cm. breiðir. 24 litir Sommer gólfteppi 20 litir. Verð frá kr. 45.- ferm. Sommer gólfdúkar 25 litir. Verð frá kr. 57,75 ferm. Hurða-skrautlistar 14 gerðir Veggstrigi 50 gerðir. Verð frá kr. 15.- m. Veggkorkur, ekta, 90 cm. breiður Veggkorkur, vinil, 80 cm. breiður Líttu við í Litaver því þaó hefur ávallt borgað sig Grensásv«gi, Hrsyfilshúsinu. Sfmi <2444. nnwrv m J3 m J3 H > < m J3 m J3 — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LlTAVER -

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.