Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.12.1981, Blaðsíða 1
„Helgarpakkinn” fylgir Tímanum í dag TRAUST OG FJÖLRREYTT FRÉTT'ABLAÐ! Föstudagur 18. desember 1981 284. tölublað — 65. árgangur. — sagði Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, um verðlagsstefnu stjórnvalda ■ Verölagsstefna stjórnvalda sem aöallega hefur komið fram i neikvæöum afgreiöslum á beiönum um hækkun gjaldskrár ýmissa fyrirtækja Reykjavikur- borgar segir verulega til sin i þeirri fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar sem var til fyrri umræöu á fundi borgarstjórn- ar I gærkveldi. „Aliir hljóta aö viðurkenna, a.m.k. með sjálfum sér, að hér er um hringavitleysu að ræöa”, sagöi Egill Skúli Ingi- bergsson, borgarstjóri I ræðu sinni. Nefndi hann sem dæmi að borgarsjóður þyrfti að leggja 40 millj. kr. á næsta ári til Strætis- vagna Reykjavikur, vegna hallareksturs og endurnýjunar á bifreiðaflota. ,,Þá er gert ráð fyrir að fargjöld hækki i sam- ræmi við verðbólgu”, sagði Egill. Hannsagði ennfremur: „Raf- magnsveita Reykjavikur á við verulega fjárhagsörugleika að etja, en gjaldskrárhækkanir hafa að undanförnu ekki dugað fyrir kostnaðarhækkunum i rekstri og hækkunum Lands- virkjunar á raforkuverði. Raf- orkukaupin eru nú yfir 50% af 'heildarkostnaði, þannig að raf- magnsveitan hefur i raun fengið um 23% hækkun á útsöluverði sinu á sama tima og verðbólga hefur verið talsvert meiri. Fyrirtækið hefur þvi safnað skuldum og frekari skuldaaukn- ing á næsta ári fyrirsjáanleg, ef verðlagsyfirvöld ekki gjör- breyta vinnubrögðum sinum. Reiknað er með 3% aukningu á orkusölu, en til þess að endar næðu saman i rekstrinum þyrfti raforkuverð að hækka um 42% frá 1. febrúar nk. og er þá ekki gert ráð fyrir hækkun á inn- kaupsverði raforkunnar”, sagði Egill. Þá ræddi hann um fjárhag Hitaveitu Reykjavikur. „Hún stendur höllum fæti vegna verð- lagsstefnu stjórnvalda. Verð á hitaorku er nú um 12% af þvi verði, sem upphitun með oliu myndi kosta. Þessi mikli munur kallar beinlinis á kröfur frá þeim, sem búa við dýrari hús- hitunarkosti um verðjöfnun, sem siðan er framkvæmd með skattheimtu, en kemur þungt niður á itbúum höfuðborgar- svæðisins. Allir hljóta að viður- kenna, a.m.k. meö sjálfum sér, að hér er um hringavitleysu að ræða” sagði Egill. —Kás Myndbanda- klúbburinn „Keðjan”: FÉKK LEYFl ■ Borgarstjórnsamþykktiá fundi ; sinum i gærkveldi að heimila | Myndbandaklúbbnum Keðjunni | að grafa fyrir videóköplum innan : borgarlandsins, svo fremi sem i félagið fylgi ölíum þeim reglum | sem borgarverkfræðingur setji. Var þetta samþykkt með _sjö at- kvæðum borgarfulltrúa ’Sjálf- stæöisflokksins i borgarstjórn. Fjórir af fimm fulltrúum Alþýðu- bandalagsins greiddu á móti. Aðrir borgarfulltrúar sátu hjá. Tillagan hefði hins vegar ekki náð fram að ganga hefðu allir borgar- fulltrúar meirihlutans setið hjá. Með réttu má þvi segja, að með þvi aö greiða atkvæði á móti hafi hinir fjórir borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins raunveru- lega stuðlað að framgangi máls- ins. —Kás Féll 5 metra Slapp ómeiddur ■ Maður, sem var að vinna við að setja upp rafmagnstæki við hús Hitaveitu Suöurnesja við Svarts- engi, fðll fimm metra ofan úr stiga og niður á vinnupall úr áli. Að sögn lögreglunnar i Grinda- vik var maðurinn fluttur með sjúkrabil á Sjúkrahúsið i Kefla- vik, þar sem hann var skoðaður af læknum en hann reyndist hafa sloppið alveg við meiðsli. —Sjó. Þaö er eins gott aö vera vel klæddur I jólainnkaupunum þessa dagana TImamynd:Róbert sHHHI " l > Dútlað í Dallas - sjá bls. 27 Dagur rim — sjábls. 10 lands- ferð — sjá bls. 7 Veislu- klaeðin — sjá bls. 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.