Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 8

Fréttablaðið - 18.04.2008, Side 8
8 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR 1. Hvaða feðgin syngja nú Sól- arsömbu eftir tuttugu ára hlé? 2. Á hvaða elliheimili voru í leyfisleysi skráðar upplýsingar um veikindi starfsmanna? 3. Hvað heitir höfuðborgin í Simbabve? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 KJARAMÁL Flugmenn og flugfreyj- ur hjá Icelandair hafa ákveðið að undirbúa verkfallsboðun. Trúnaðar ráð, samninganefnd og kjörstjórn hittast hjá flugfreyj- um í næstu viku til að fara yfir hvenær áætlað verkfall á að vera og hvernig atkvæðagreiðsla fer fram vegna þess en verkfallsboð- un var samþykkt á rúmlega 100 manna félagsfundi í fyrrakvöld. Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að tilkynna þurfi atvinnurekanda verkfallsboðun með sjö daga fyrir- vara. Aldrei sé að vita hvenær verkfall verði boðað. Samninga- nefnd Icelandair hafi afboðað samningafund á miðvikudags- morgun þar sem útreikningar hafi ekki verið tilbúnir. „Við bíðum bara eftir að vera boðaðar á annan fund,“ segir hún. Flugmenn höfðu þegar ákveðið að undirbúa verkfallsaðgerðir. Innan SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu er nú rætt um að semja til eins árs. Fjallað verður um málið á fundi stjórnar og allra formanna innan BSRB í dag. Árni Stefán Jónsson, for- maður SFR, segir að í þessu árferði nú sé skynsamlegt að gera samning til árs og láta efnahags- óvissuna ganga yfir. „Væntanlega væri gott fyrir alla aðila að semja til eins árs. Ríkisstjórn fær þá frið til að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl og við værum að leggja fram okkar skerf til þess að ríkisstjórnin þyrfti ekki að hafa áhyggjur af kjarasamningum.“ Í nýrri þjóðhagsspá fjármála- ráðuneytisins er gert ráð fyrir „hóflegri“ endurskoðun kjara- samninga hjá ríkisstarfs mönnum. Sigurður Guðmundsson sérfræð- ingur segir að gert sé ráð fyrir samningum á svipuðum nótum og gerðir voru á almennum markaði í vetur. Árni Stefán segir að það sé óskastaða fjármálaráðuneytisins en ekki sé víst að ríkisstarfsmenn sætti sig við það. „Þess vegna er skynsamlegt að gera skammtíma- samning og láta þessa óvissu ganga yfir þannig að menn hafi fast land undir fótum til að gera langtímasamning.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að þokist í samningaviðræðum við sveitarfélögin. Umræður um launaliði séu hafnar en „við erum ekki komin á þann stað að við séum farin að henda á milli okkar tilboðum eða nokkru svoleiðis“. Samningaviðræður eru í fullum gangi milli flugumferðarstjóra og SA. ghs@frettabladid.is Flugfólk undir- býr verkfall Atvinnuflugmenn, flugfreyjur og flugþjónar undir- búa verkfallsaðgerðir hjá Icelandair. Formenn BSRB taka í dag ákvörðun um það hvort opinberir starfs- menn vilji gera samning til eins árs. FLUGVÉL ICELANDAIR Flugmenn, flugfreyjur og flugþjónar eru að undirbúa verk- fallsaðgerðir. Þetta var samþykkt á fundi í fyrrakvöld. Tilkynna þarf atvinnurekanda verkfallsboðun með sjö daga fyrirvara. ÁGÆTU VIÐSKIPTAVINIR ICELANDAIR Við viljum þakka frábærar viðtökur á tilboði Vildarklúbbs okkar. 20.000 sæti eru nú seld og því miður eru ekki fleiri sæti í boði að þessu sinni. Icelandair sendir reglulega út upplýsingar um önnur tilboð og sérferðir í gegnum Net- og Vildarklúbba okkar. ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .IS IC E 41980 04 /08 WWW.VILDARKLUBBUR .IS RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Nánari upplýsingar veita sölumenn og ráðgjafar RV Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn RV U N IQ U E 02 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is VIÐSKIPTI Átök endurspeglast ekki í kaupum Kristins Þórs Geirs- sonar, framkvæmdastjóra fjár- mála- og rekstrarsviðs Glitnis, á hlut í bankanum fyrir tæpan millj- arð í byrjun vikunnar. „Hvorki í stjórn, né hluthafahópi, þar eru engin átök og skýr sameiginleg markmið allra,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnar- formaður bankans. Þorsteinn kveðst um leið fagna tækifærinu til að slá á sögusagnir um að kaup Kristins á hlut í bank- anum séu dæmi um áhættulaus kaup forsvarsmanna banka sem oft á tíðum séu hluti af launakjör- um. „Kristinn keypti í bankanum að eigin frumkvæði í gegnum fyrirtæki sitt sem stendur vel fjár- hagslega og leggur fram tryggingar. Því er ekki um það að ræða að þetta sé hluti af hans starfskjörum og hann er ekki með neina sölutrygg- ingu á þessum hlut. Hann hefur bara trú á bankanum og sjálfum sér og ákveður því að kaupa,“ segir Þorsteinn Már og bendir á að kaupin hafi farið fram á markaðs- verði og uppfylli allar reglur. Stjórnarformaður Glitnis kveðst sjálfur þeirrar skoðunar að gott sé að starfsfólk eigi hlut í fyrirtækinu þar sem það starfar og hafi af því hag að reksturinn gangi vel. „En sá hagur þarf þá líka að byggjast á raunverulegum árangri þannig að hagur hluthafa og starfsmanna fari saman. Í þessu hefur verið skekkja hingað til,“ segir hann. - óká ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON Stjórnar- formaður Glitnis segir kaup fyrirtækis Kristins Þórs á stórum hlut í Glitni endurspegla trú Kristins á bankanum og sjálfum sér. Kaup framkvæmdastjóra fyrir milljarð í Glitni endurspegla ekki átök í bankanum: Keypti í Glitni án öryggisnets RÚMENÍA, AP Rúmeni nokkur var sektaður fyrir að hafa hringt 6.442 sinnum í neyðarnúmerið 112 í þeim eina tilgangi að brúka blótsyrði við þann sem svaraði. Læknisskoðun leiddi í ljós að hann var heill á geði en móðir hans segir hann einrænan. Hún sjái hann oft tala í símann, en viti ekki við hvern hann sé að tala. Evrópusambandið hefur gagnrýnt Rúmeníu fyrir vankanta á neyðarnúmerakerfi landsins. Stjórnvöld í Rúmeníu segja að meira en níutíu prósent allra hringinga í númerið séu símaat eða ástæðulausar hringingar. - gb Ungur Rúmeni sektaður: Blótaði stöðugt í Neyðarlínuna VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.