Fréttablaðið - 18.04.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 18.04.2008, Síða 8
8 18. apríl 2008 FÖSTUDAGUR 1. Hvaða feðgin syngja nú Sól- arsömbu eftir tuttugu ára hlé? 2. Á hvaða elliheimili voru í leyfisleysi skráðar upplýsingar um veikindi starfsmanna? 3. Hvað heitir höfuðborgin í Simbabve? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 54 KJARAMÁL Flugmenn og flugfreyj- ur hjá Icelandair hafa ákveðið að undirbúa verkfallsboðun. Trúnaðar ráð, samninganefnd og kjörstjórn hittast hjá flugfreyj- um í næstu viku til að fara yfir hvenær áætlað verkfall á að vera og hvernig atkvæðagreiðsla fer fram vegna þess en verkfallsboð- un var samþykkt á rúmlega 100 manna félagsfundi í fyrrakvöld. Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að tilkynna þurfi atvinnurekanda verkfallsboðun með sjö daga fyrir- vara. Aldrei sé að vita hvenær verkfall verði boðað. Samninga- nefnd Icelandair hafi afboðað samningafund á miðvikudags- morgun þar sem útreikningar hafi ekki verið tilbúnir. „Við bíðum bara eftir að vera boðaðar á annan fund,“ segir hún. Flugmenn höfðu þegar ákveðið að undirbúa verkfallsaðgerðir. Innan SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu er nú rætt um að semja til eins árs. Fjallað verður um málið á fundi stjórnar og allra formanna innan BSRB í dag. Árni Stefán Jónsson, for- maður SFR, segir að í þessu árferði nú sé skynsamlegt að gera samning til árs og láta efnahags- óvissuna ganga yfir. „Væntanlega væri gott fyrir alla aðila að semja til eins árs. Ríkisstjórn fær þá frið til að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl og við værum að leggja fram okkar skerf til þess að ríkisstjórnin þyrfti ekki að hafa áhyggjur af kjarasamningum.“ Í nýrri þjóðhagsspá fjármála- ráðuneytisins er gert ráð fyrir „hóflegri“ endurskoðun kjara- samninga hjá ríkisstarfs mönnum. Sigurður Guðmundsson sérfræð- ingur segir að gert sé ráð fyrir samningum á svipuðum nótum og gerðir voru á almennum markaði í vetur. Árni Stefán segir að það sé óskastaða fjármálaráðuneytisins en ekki sé víst að ríkisstarfsmenn sætti sig við það. „Þess vegna er skynsamlegt að gera skammtíma- samning og láta þessa óvissu ganga yfir þannig að menn hafi fast land undir fótum til að gera langtímasamning.“ Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að þokist í samningaviðræðum við sveitarfélögin. Umræður um launaliði séu hafnar en „við erum ekki komin á þann stað að við séum farin að henda á milli okkar tilboðum eða nokkru svoleiðis“. Samningaviðræður eru í fullum gangi milli flugumferðarstjóra og SA. ghs@frettabladid.is Flugfólk undir- býr verkfall Atvinnuflugmenn, flugfreyjur og flugþjónar undir- búa verkfallsaðgerðir hjá Icelandair. Formenn BSRB taka í dag ákvörðun um það hvort opinberir starfs- menn vilji gera samning til eins árs. FLUGVÉL ICELANDAIR Flugmenn, flugfreyjur og flugþjónar eru að undirbúa verk- fallsaðgerðir. Þetta var samþykkt á fundi í fyrrakvöld. Tilkynna þarf atvinnurekanda verkfallsboðun með sjö daga fyrirvara. ÁGÆTU VIÐSKIPTAVINIR ICELANDAIR Við viljum þakka frábærar viðtökur á tilboði Vildarklúbbs okkar. 20.000 sæti eru nú seld og því miður eru ekki fleiri sæti í boði að þessu sinni. Icelandair sendir reglulega út upplýsingar um önnur tilboð og sérferðir í gegnum Net- og Vildarklúbba okkar. ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .IS IC E 41980 04 /08 WWW.VILDARKLUBBUR .IS RV Unique örtrefjaræstikerfið - hagkvæmt, vistvænt og mannvænt Nánari upplýsingar veita sölumenn og ráðgjafar RV Bodil Fur, sölumaður hjá RV Unique í Danmörku UniFlex II H Fiber ræstivagn RV U N IQ U E 02 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is VIÐSKIPTI Átök endurspeglast ekki í kaupum Kristins Þórs Geirs- sonar, framkvæmdastjóra fjár- mála- og rekstrarsviðs Glitnis, á hlut í bankanum fyrir tæpan millj- arð í byrjun vikunnar. „Hvorki í stjórn, né hluthafahópi, þar eru engin átök og skýr sameiginleg markmið allra,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnar- formaður bankans. Þorsteinn kveðst um leið fagna tækifærinu til að slá á sögusagnir um að kaup Kristins á hlut í bank- anum séu dæmi um áhættulaus kaup forsvarsmanna banka sem oft á tíðum séu hluti af launakjör- um. „Kristinn keypti í bankanum að eigin frumkvæði í gegnum fyrirtæki sitt sem stendur vel fjár- hagslega og leggur fram tryggingar. Því er ekki um það að ræða að þetta sé hluti af hans starfskjörum og hann er ekki með neina sölutrygg- ingu á þessum hlut. Hann hefur bara trú á bankanum og sjálfum sér og ákveður því að kaupa,“ segir Þorsteinn Már og bendir á að kaupin hafi farið fram á markaðs- verði og uppfylli allar reglur. Stjórnarformaður Glitnis kveðst sjálfur þeirrar skoðunar að gott sé að starfsfólk eigi hlut í fyrirtækinu þar sem það starfar og hafi af því hag að reksturinn gangi vel. „En sá hagur þarf þá líka að byggjast á raunverulegum árangri þannig að hagur hluthafa og starfsmanna fari saman. Í þessu hefur verið skekkja hingað til,“ segir hann. - óká ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON Stjórnar- formaður Glitnis segir kaup fyrirtækis Kristins Þórs á stórum hlut í Glitni endurspegla trú Kristins á bankanum og sjálfum sér. Kaup framkvæmdastjóra fyrir milljarð í Glitni endurspegla ekki átök í bankanum: Keypti í Glitni án öryggisnets RÚMENÍA, AP Rúmeni nokkur var sektaður fyrir að hafa hringt 6.442 sinnum í neyðarnúmerið 112 í þeim eina tilgangi að brúka blótsyrði við þann sem svaraði. Læknisskoðun leiddi í ljós að hann var heill á geði en móðir hans segir hann einrænan. Hún sjái hann oft tala í símann, en viti ekki við hvern hann sé að tala. Evrópusambandið hefur gagnrýnt Rúmeníu fyrir vankanta á neyðarnúmerakerfi landsins. Stjórnvöld í Rúmeníu segja að meira en níutíu prósent allra hringinga í númerið séu símaat eða ástæðulausar hringingar. - gb Ungur Rúmeni sektaður: Blótaði stöðugt í Neyðarlínuna VEISTU SVARIÐ?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.