Fréttablaðið - 18.04.2008, Síða 31

Fréttablaðið - 18.04.2008, Síða 31
[ ] Anjali Pathak, barnabarn stofnanda Patak‘s, er stödd hér á landi til þess að kynna indverska matargerð. Patak‘s framleiðir sósur og krydd- blöndur fyrir indverska matar- gerð og hafa vörur þess verið seld- ar hér á landi í mörg ár. Anjali er yfir vöruþróun og nýjungum fyrir- tækisins og hefur hún ferðast um allan heim til að kynna vörurnar og indverska matargerðarlist. „Mig langar að sýna fram á að ind- versk matargerð er ekki flókin,“ útskýrir Anjali. Námskeiðin sem hún heldur eru, eins og er, ekki í boði fyrir almenning. Hún er vön að bjóða til sín sölufólki og blaða- mönnum og fræða um mismunandi kryddblöndur sem notaðar eru í matargerðina og hvernig elda eigi með vörum fyrirtækisins. Saga fyrirtækisins er skemmti- leg. Patak‘s var stofnað fyrir fimmtíu og einu ári af móðurafa Anjali, sem flúði frá Kenía til Eng- lands árið 1957. Nokkrum dögum síðar kom kona hans til Englands með börnin þeirra sex, en eitt þeirra átti eftir að verða faðir Anjali. Hjónakornin voru peninga- laus og því tók kona hans upp á því að elda hina ýmsu indversku rétti heima fyrir og fljótlega spurðist ágæti þeirra út. Á þessum tíma var mikið um að Indverjar kæmu til Englands til að stunda nám í lækn- isfræði og verkfræði. Fljótlega fór stór hópur námsmanna að sækja í heimagerða matinn hjá ömmu Anjali, enda söknuðu eflaust marg- ir ekta heimatilbúins indversks matar. Eftirspurnin var svo mikil að brátt var farið að taka gjald fyrir matinn. Eftir stuttan tíma höfðu þau hjónin eignast næga peninga til þess að opna litla búð sem fljótlega stækkaði í verk- smiðju sem framleiddi sósur, kryddblöndur og ýmislegt sem tengdist indverskri matarmenn- ingu og matargerð. „Þannig byrj- aði fyrirtækið og í dag eru vörur okkar til sölu víðs vegar um heim- inn. Við erum einstaklega stolt af því hvernig fyrirtækið hefur vaxið og dafnað,“ segir Anjali. Í tilefni hálfrar aldar afmælis fyrirtækisins í fyrra gáfu Anjali og móðir hennar út matreiðslubók þar sem Anjali kynnti nútímalegri indverska matargerð en móðir hennar kynnti hefðbundnari rétti. klara@frettabladid.is Matarástin í blóðinu Vín er gott að fá sér með kvöldmatnum eftir erfiða vinnuviku. Grillaðar nautalundir renna ljúflega niður með rauðvíni og svo má fá sér súkkulaði á eftir. Fjölskyldufyrirtæki Anjali var stofnað af afa hennar og ömmu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TIKKA MASALA-KJÚKLINGUR MEÐ FERSKU SALATI 4 kjúklingabringur 6 tsk. jógúrt 10 tsk. Patak´s Tikka Masala Curry Paste Í SALATIÐ: 1 rauð paprika, niðurskorin 2 sellerístönglar, niðurskornir 8 kirsuberjatómatar skornir í tvennt 1 tsk. mynta 100-150 g salatblöð Blandið saman jógúrt og Patak´s Tandoori Paste og marinerið kjúkl- inginn í blöndunni í eina klst. í ís- skáp. Setjið kjúklinginn á grillið og eldið þar til hann er steiktur í gegn. Berið síðan fram með salatinu og gott er að grilla naan-brauð og hafa með. MALDON SJÁVARSALT Þekkja allir: frábært í alla matargerð! MALSON REYKT SALT: lúmskt reykt bragð bætir fágun við þinn uppáhalds rétt MALDON LÍFRÆNN SVARTUR PIPAR: ferskleikinn og bragðgæðin svíkja engan!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.