Fréttablaðið - 21.04.2008, Síða 26

Fréttablaðið - 21.04.2008, Síða 26
 21. APRÍL 2008 MÁNUDAGUR6 ● fréttablaðið ● híbýli - svefnherbergi Snyrtiborð í svefnherbergið er eitthvað sem flestar stelpur dreymir um þegar þær eru litlar. Flestar stelpur dreymir um það að geta einhvern tímann horft á sjálfar sig í fallega sporöskju- löguðum spegli í dulúðlegri birtu. Sitja við fallegt snyrti- borð, hlaðið alls konar krem- um í mismunandi krukkum og dýrindis ilmvötnum, og máta glitrandi skartgripina sína sem venjulega eru vandlega geymd- ir í skríni á borðinu. Margar konur láta draum- inn rætast á fullorðinsárum og koma sér upp borði sem er að- eins notað á stundum sem þær eiga fyrir sjálfar sig. Í raun og veru þarf borðið sjálft ekkert að vera svo merkilegt því með hugmyndaflugi er hægt að gera umgjörðina þannig að öllum konum finnist þær vera eðal- bornar þegar þær horfa á sig í speglinum. - eö Spegill, spegill Borðið sjálft þarf ekki að vera svo merkilegt ef metnaður er lagður í umgjörðina. Notaleg lýsing er grundvallaratriði við snyrtiborðið. Burstar og hand- speglar í stíl á snyrtiborðinu fullkomna heild- armyndina. Glitrandi skartgripir og dýrindis krem í alls konar krukkum eiga vel heima á snyrti- borðinu. Speglar með vængjum eru alltaf klassískir á snyrtiborðið. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.