Tíminn - 13.01.1982, Page 2

Tíminn - 13.01.1982, Page 2
í I wmm ■ Elke Sommer þykir sóma sér vel i hlutverki Magda Göbbels. Þósegist hún alls ekki skilja þá konu og gerð- ir hennar. Leikkonan getur ekki spor fyrir- myndarinnar Nú standa yfir i Mun- chcn tökur á sjónvarps- þáttaröð, sem á ensku hefur hlotið nafnið ,,In- side the Third Reich” og fjallar hún um heistu for- kólfa þriðja rikisins og af- I drif þeirra. Ekkert er til j sparað við gerð þáttanna, i myndinni á Magda Göbbels sér elskhuga. Hann er leikinn af Steven Collins. sem áætlað er að kosti átta milljónir dollara. Leikstjóri er sá hinn sami og stjórnaði gerð Hel- fararinnar á sinum tima, Marvin Chomsky. Mikið einvalalið kemur fram i þáttunum og má þar nefna nöfn eins og Trevor Howard, Robert Vaughn, Maria Schell og Ian Holm, sem leikur Jósef Göbbels. Konu Göbbels, Magda, ieikur hins vegar Elke Somm- ers, sem er þýsk að upp- runa, en hefur dvalið langan aldur i Bandarfkj- unum. Við fall þriöja rikisins greip Magda, sem hafði alla tfð haft tröilatrú á Hitler og öllum hans uppátækjum, að deyða fyrst börn sln og siðan sjálfa sig. Þennan hugsunarhátt á Elke erfitt með að setja sig inn i. — Það hefði ég aldrei getað gert sjálf, segir hún. — Jafnvel þó að ' kringumstæðurnar væru svona vonlausar, hefði ég aldrei farið að drepa börnin min! Von fyrir sköllótta? ■ Það er oft þannig, að bestu uppfinningarnar eru gerðar fyrir tilviljun. Kannski eiga nú sköllóttir bjartari daga framundan, og það alveg óvart! Fótboltakappar I Dússeldorf I Vest- ur-Þýskalandi voru notaðir sem hálfgerö til- raunadýr. Snyrtifræðing- ur einn þar i borg hafði sullað saman nýju smyrsli, sem hún ætlaðist til að væri notað við nudd á fótleggjum fótbolta- kappa. Brá þá svo við að hárvöxtur jókst að mun undan kreminu. Vakti þessi uppgötvun menn til umhugsunar um, hvort kremið bæri sama árang- ur, ef þaö væri borið á skallabletti á kolli manna. Fara tilraunirnar nú fram. ■ Gæti þaö verið/ að eitthvert bréfið í trénu sé ætlað mér, gæti hún verið að hugsa, unga stúlkan, sem fylgist með, þegar póstinum er komið til skila. Hjónabands- midlarinn ■ Hjónabandsmiðlun af ýmsu tagi hef- ur átt sér stað víða um heim um langan aldur og þeir, sem lengst eru komnir í listinni, styðjast nú við tölvur, þegar þeir eru að finna hentuga maka. En nú hefur kvisast út, að þarna hafi verið leitað langt yfir skammt. Það má nefni- lega ná sama árangri með því að tala við trén, eða a.m.k. eitt ákveðið tré! Tréð, sem hér um ræðir, er kallað „brúðgumaeikin" og er í Dodau skógi, í nágrenni Eutin í norðvesturhluta Þýskalands. Nokkrum sinnum i viku kemur pósturinn og færir þvi bréf frá einhleypingum í makaleit. Hann kemur bréfunum til skila í holu í tréð. Þessi undarlegi siður á rætur sinar á næstsíðasta áratug 19. aldar. Þá henti það, að viðskiptajöfur frá Leipzig kynntist stúlku frá Eutin undir trénu og varð þar ást við fyrstu sýn. I hvert sinn, sem þau höfðu mælt sér mót við tréð, en gátu ekki bæði mætt, skildu þau eftir bréf i holunni, og þegar þau giftu sig 1881, féllst presturinn i Eutin á að gefa þau saman undir trénu. Fólk i grenndinni fór nú að kalla tréð „brúðgumatréð" og þegar póstyfirvöld i landinu fengu pata af þessu, tóku þau að sér að koma pósti til skila í tréð. Seg- ir póstmeistarinn i Eutin, að honum sé kunnugt um mörg hjónabönd, sem tréð hafi átt þátt í að koma i kring. Bréfin berast sem sagt í stríðum straumum og er árangurinn eftir því!. ■ ■ ■ Engin hraðatakmörk fyrir árabáta ■ Lögreglan í Malmö úthlutaði sektar- miðum til heils róðrarklúbbs ekki alls fyrir löngu fyrir of hraða siglingu eftir borgarsiki! Lögreglunni höfðu borist kvartanir undan glæfralegum siglingum á borgarsíkinu. Þegar hún mætti galvösk á staðinn með radarútbúnað til að mæla hraða siglingamannanna, komst hún að raun um að fram fór keppni í róðrar- klúbbnum. Þótti nú bera vel í veiði og var hægt að sekta alla klúbbmeðlimina á einu bretti fyrir að sigla á meira en 5 hnúta hraða, sem eru hraðamörkin þarna á sikinu. En öll fyrirhöfn lögregl- unnar varð til einskis, þegar i Ijós kom, að þessi hraðamörk gilda einungis um véldrifin siglingatæki. Jókst nú enn fyrirhöfn lögregluþjónanna, þar sem þeir urðu að rifa alla sektarmiðana í smátætlur. ■ Vel fer á með prinsinum og prinsessunni. PRINSINN OG PRINSESSAN Eiginlega er það Albert bróður henn- ar að kenna, að Stefanía Mónakó- prinsessa er nú orð- in yfir sig ástfangin af ítalska aðals- manninum Urbano Colonna prins. Þeir hafa nefnilega lengi verið góðvinir og leika oft tennis sam- an. Hér áður fyrr sat Stefanía lengi vel um að vera á gægjum og fylgjast með afrekum prinsins á tennis- vellinum. — En þá var Stefania bara krakki, segir prins- inn. Nú er öldin önnur. Nú er það prinsinn, en hann státar af Urban VIII páfa sem forföður, sem gefur Stefaniu auga öllum stundum. Hann hefur m.a. dvalist á landssetri furstafjölskyldunnar I boði foreldra Stefaniu. Til þessa hefur Stefania, sem ekki er nema 17 ára, haft einstakt lag á að fá nafniö sitt I blöðum um allan heim, þar sem henni er borin á brýn alls konar lausung og galgopaskapur. Þessa lýsingu vill prinsinn alls ekki kannast við. Hann segir þvert á móti: — Einn af mörgum kostum Stefaniu er sá, að hún set- ur sig aldrei upp á móti vilja fjölskyldunnar! ■ Það er ekki ættlaus maður, sem á páfa að for- fnður! Urbano Colonna prins ■ Urbano Colonna prins þykir Stefaniu fyllilega sam- boðinn. Fjölskylda hans er bæði auðug og tign. Ættar- setrið er höllin Barbarini. i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.