Tíminn - 13.01.1982, Page 7
Miövikudagur 13. janúar 1982.
.7
erlent yf irlit ■
■ UM næstu helgi fara fram for-
setakosningar i Finnlandi eöa
réttara sagtkjörá 301kjörmanni.
Kjörmennirnir skipa kjörþing, er
endanlega velur forsetann.
Kjörmennirnir eru yfirlýstir
stuöningsmenn einhvers fram-
bjóöandans, en þeir fd kosna
kjörmenn i samræmi viö at-
kvæöatölu sina.
Kjörmaöur er skyldur til aö
kjósa þann frambjóöanda, sem
hann styöur i fyrstu atkvæöa-
greiöslu á kjörþinginu. 1 annarri
atkvæöagreiöslu hefur hann ó-
bundnar hendur. 1 þriöju at-
kvæöagreiöslu, sem jafnframt er
sií siöasta, veröur valiö milli
þeirra tveggja, sem fengu flest
atkvæöi i annarri atkvæða-
greiöslunni.
Heimilt er aö kjósa hvern sem
er i annarri atkvæðagreiðslunni.
Þá þarf valiö ekki lengur að vera
bundið viðþá, sem buðu sig fram.
Þannig er talið liklegt, að nafn
Karjalainens komi mjög á dag-
skrá viö aðra atkvæðagreiðsluna
nú, ef til hennar kemur. Það er
viss styrkur fyrir hann, að hann
er sá maður, sem Rússar virðast
treysta bezt.Hann hefurþó aldrei
hlotiö það orð að vera sérstakur
fylgismaður þeirra. Þess vegna
gætu borgaralegu flokkarnir sætt
sig við hann.
Mikill áhugi rikir i Finnlandi i
I Mauno Koivisto
Koivisto er
Hann fær fylgi frá öllum flokkum
sambandi við forseta-
kosningarnar. Það má líka segja,
að þetta séu fyrstu forseta-
kosningarnar þar i 25 ár, eöa
siðan Kekkonen náöi kosningu i
fyrsta sinn. Eftir það var hann ó-
vinnandi og menn vissu það fyrir-
fram.
EF MARKA má skoðanakann-
anir, nýtur frambjóðandi
jafnaðarmanna, Mauno Koivisto,
langmest fylgis af frambjóðend-
unum. Það styrkir stöðu hans
m.a. aö hafa gegnt forsetaem-
bættinu að undanförnu i veikind-
um Kekkonens. Samkvæmt
skoðanakönnunum fær hann um
60% atkvæða. Verði úrslitin i
samræmi við það, fær hann það
marga kjörmenn kjörna, að hann
ætti að ná kjöri strax I fyrstu at-
kvæðagreiðslu á kjörþinginu.
Þaö má nokkuð ráða persónu-
fylgi Koivistosaf þvi, að i siðustu
þingkosningum fékk flokkur
hans, Jafnaðarmannaflokkurinn,
24% greiddra atkvæða. Koivisto
virðist til viðbótar fá fylgi frá
öllum flokkum. Þannig færfram-
bjóðandi Sameiningarflokksins,
sem er ihaldsflokkur landsins,
Harri Holkeri, ekki nema um 12%
i skoðanakönnunum, en flokkur-
inn fékk um 22% atkvæða i
siðustu þingkosningum.
Litlu skárri er útkoman hjá
Miðflokknum. Frambjóðandi
hans, Johannes Virolainen, fær
11% samkvæmt skoðanakönnun-
um, en flokkurinn fékk 17% i
siðustu þingkosningum.
Verst ætlar þó útkoman að
veröa hjá Kommúnistaflokknum.
Allar horfur virðast á að fram-
bjóðandi hans fái sáralftið fylgi,
en ftokkurinn fékk 18% atkvæð-
anna i siðustu þingkosningum.
Mikill meirihluti af kjósendum
hans virðist ætla að kjósa
Koivisto.
Ef útkoman verður á þá leið,
er þetta meira en slæmur fyrir-
boði hjá kommúnistum. Mikill
kofningur hefur átt sér stað innan
Kommúnistaflokksins undanfarin
árog gæti mikill ósigur hansífor-
■ Jan-Magnus Jansson.
setakosningunum orðið honum
lítt bætanlegt áfall.
Svo virðist einnig, að hið mikla
fylgi.sem Koivistonýtur, verði til
að efia Jafnaðarmannaflokkinn.
Samkvæmt skoðanakönnunum
myndi flokkurinn fá 37% at-
kvæða, ef kosið væri til þings nú,
en hann fékk 24% atkvæða i
siðustu þingkosningum, eins og
áður segir. Sameiningarftokkur-
inn myndi tapa eða fá um 17% i
stað 22% i þingkosningunum
siðustu. Miðflokkurinn myndi
nokkurn veginn halda sinu eða fá
16% i stað 17% i þingkosningun-
um.
Hjá kommúnistum yrði hrun.
FARI SVO, sem ekki virðast ml
likur á,að Koivisto nái ekki kjöri i
fyrstu atkvæðagreiðslunni á kjör-
þinginu, mun hefjast mikið
samningamakk á bak við tjöldin.
Borgaralegu flokkarnir svo-
nefndu munu reyna aðsameinast
um frambjóðanda gegn honum og
gæti þá orðið mjótt á mununum.
Það gæti tryggt sigur Koivistos
i annarri umferðinni, að þá hefur
Veikko Vennamo, sem er i fram-
boði fyrir Landsbyggöarflokkinn,
heitið honum stuðningi. Sam-
kvæmt skoðanakönnunum fær
Vennamo um 2% atkvæöa og þvi
nokkra kjörmenn kjöma. Senni-
lega hefur stuðningsyfirlýsingin
við Koivisto styrkt Vennamo.
Hann mun einnig hafa grætt
nokkuð á klofningnum i Mið-
flokknum vegna samkeppni
þeirra Virolainens og Karjalain-
ens.
óliklegt þykir, að borgaralegu
flokkarnir geti sameinazt um
Holkerieða Virolainen. Einna lik-
legast þykir að þeir geti samein-
azt um frambjööanda Sænska
flokksins, Jan-Magnus Jansson,
ritstjóra Hufudstadsbladet. Þaö
getur þó dregið úr vonum Jans-
sons, að honum virðist ætla að
ganga illa i kosningunum, ef
marka má skoðanakannanir.
Skoðanakannanir telja, að hann
fái ekki nema 1% atkvæða eða
tæplega þaö.
jjiggHr ; %4-iJ
Þórarinn Þórarinsson, |1 — Jj
ritstjóri, skrifar
erlendar fréttir
Gífurlegur
taprekstur á olíu
hreinsunar-
stöðvum sl. ár
— nam rúmlega 80
billjónum króna
■ Sú grein olíuiðnaðarins
sem viö hvaö mesta erfiöleika
hefur átt að striða er oliu-
hreinsunin. Eftir öllum sólar-
merkjum aö dæma, þá fara
örðugleikar oliuhreinsunar-
stöðva nú ört vaxandi. I meira
en tvö ár hafa þeir sem reka
oliuhreinsunarstöðvar gælt
við þá tilhugsun að með auk-
inni oliueftirspurn myndu
erfiðleikar hreinsunar-
stöðvanna dvi'na en raunin
hefur orðið sú að eftirspurn
hefur stórminnkað, og þar
með gertvonir þeirra aðengu.
Þetta kemur fram i grein um
oliuhreinsun sem birtist i The
Economist.
Aðeins stórfelldur niður-
skurður á oliuhreinsunar-
iðnaðinum getur nú komið i
veg fyrir að stórkostlegar
peningaupphæðir fari i súginn
á niunda áratugnum. Oliu-
hreinsunariðnaðurinn tapaði á
sl. ári um 10 billjónum dollara,
sem svarar tilrúmlega 80 bi.ll-
jóna islenskra króna. Talið er
að þessi gifurlegi taprekstur
ársins 1981 á oliuhreinsunar-
stöðvum verði til þess að oliu-
framleiðslufélögin neyðist nú
að lokum til þess að gripa til
stórfellds niðurskurðar.
Þessar, og fleiri upplýsingar
koma fram i ársskýrslu Al-
þjóðlegu orkustofnunarinnar,
(In t er na ti ona 1 Energy
Agency) og er talið að skýrsla
þessi eigi eftirað skjóta mörg-
um oliuforstjórum stærstu
oliufélaganna skelk i bringu
en þau ráða yfir megninu af
oliuhreinsunarstöðvum i
heiminum.
Samkvæmt skýrslu IEA er
gert ráð fýrir þvi aö eftirspurn
OPEC rikjanna eftir
hreinsaðri oli'u hafi minnkað
um 11% áriö 1990, frá þvi sem
hún var mest, áriö 1979, en þá
var eftirspurnin 38 milljónir
tunna á dag. Jafnvel toppárið
1979 var framleiðslugeta oli'u-
hreinsunarstöðvanna 25%
meiri en eftirspurn OPEC
rikjanna var eftir unnum oliu-
vörum.
Þrátt fyrir þessa staðreynd
þá komu geysilegir sjóðir
stóru oliufélaganna ásamt
ótta, byggðum á fölskum for-
sendum um að oliuskortur
væri i uppsiglingu i veg fyrir
að oliufyrirtækin tækju þá
strax á vandanum. Nú, þegar
verðfali á oliu blasir við ásamt
auknum framleiðslukostnaði
geta fyrirtækin hins vegar
ekki lengur stutt oliu-
hreinsunarstöðvar sinar með
niðurgreiðslum og fjárfram-
lögum.
I skýrslunni er talið að
framleiðslugeta hreinsunar-
stöðvanna umfram eftirspurn,
nái um 50% 1985 og spáir
skýrslan þvi' einnig að hún
verði komin i 52% árið 1990.
Verst mun þetta koma niður
á Vestur-Evrópu en þar eru
stærstu oli'uhreinsunarstöðvar
veraidar.
Það virðist þviekkertannað
blasa við en^ að oliu-
hreinsunarstöövum i stórum
stil verði lokað nú á næstunni
bæði i Evrópu og Amerlku.
—AB
■ Fjárkröggur oliuhreinsunarslöóva um hciin allan hal'a aldrci
vcrið mciri cn nú. Þcssi sliið kann að vcrða cin þcirra sem lokað
vcrður á næstunni.
BANDARtKIN: Utanrikisráðherra Bandarikjanna, Alexander
Haig, hefur skorað á utanrikisráðherra NATO rikjanna að fram-
fylgja yfirlýsingu sinni frá i fyrradag i Brussel varðandi
ástandið i Póllandi, i verkum, en láta ekki sitja við orðin tóm.
Sagði hann að litið yrði eftiraf sjálfsvirðingu NATO rikjanna, ef
ekki yrði gripið til aðgerða. Haig sagði, að yfirlýsing utanrikis-
• ráðherranna um refsiaðgerðir gegn Sovétrikjunum, ef ástandið i
Póllandifæriekkibatnandi,sameinaðiNATO rikin i þvi til hvers
konar aðgerða skyldi gripið. Haig sagði þetta á fundi meö utan-
rikisráðherrunum i Brussel i gær.
PÓLLAND: Háttsettur starfsmaður pólska kommúnistaflokks-
ins,Urbansky,sagði i gær að refsiaðgerðir gegn flokksfélögum,
sem brotið hefðu siðareglur flokksins héldu áfram. Urbansky er
yfirmaður þeirrar deildar flokksins sem hefur með flokksaga að
gera, sagði að flokkurinn myndi fljótlega losa sig við þá sem
brotlegir hefðu gerst við reglur flokksins,.
GENF: Samninganefndir Bandarikjanna og Sovétrikjanna hafa
að nýju tekið upp viðræður i Genf i Sviss um takmörkun kjarn-
orkueldflauga iEvrópu.Nefndirnar hittust i fyrsta sinn I gær.frá
þvi aö Reagan, Bandarikjaforseti ákvað refsiaðgerðir gegn
Sovétrikjunum vegna ástandsins i Póllandi. Fundurinn stóð i að-
eins 2 tima i gær.
PAKISTAN: Utanrikisráðherra Pakistan hefur sagt að Pakistan
muni fara út i friöar- og afvopnunarviðræður við Indland með
einlægni og trú á hið góða að leiðarljósi. Sagði hann að Indland
hefði yfir höfuö enga ástæðu til þess að óttast árásarhættu frá
Pakistan.
FLÓRIDA: Flórida hefur ekki farið varhluta af vetrarkuldum
þeim sem geisað hafa um Bandarikin og Evrópu. Herma fregnir
þaðan nú að ávaxtauppskeran i Flórida (gem aö mestu er ótind
enn, sé nú að verulegu leyti ónýt og það sem enn sé heilt sé i
stórri hættu vegna kuldanna.