Tíminn - 13.01.1982, Qupperneq 8

Tíminn - 13.01.1982, Qupperneq 8
6 Mi&vikudagur 13. janúar 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastióri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- uróur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson,Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttír, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friörik Indriöason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Örn Pétursson (íþróttir), Skafti Jónsson. útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. . Ritstjórn. skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aualýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86393. Verö i lausasölu 4.00. Askriftargjald á mánuöi: kr. 100.00—Prentun: Blaðaprent hf. Vitlausa vísitölukerfið ■ Þegar kuldinn var mestur fyrir nokkrum dög- um, voru um skeið horfur á, að Hitaveita Reykja- vikur myndi ekki geta annað hlutverki sinu til fulls. Til þess kom þó ekki sökum breyttrar veðr- áttu. Þetta getur þó átt eftir að gerast, ef aftur kólnar til muna. Hitaveitukerfið hefur verið þanið það mikið út, að heita vatnið reynist ófullnægjandi i meiri háttar kuldum. Leit að auknu vatni hefur setið á hakanum. Þvi er kennt um, að ekki hafi fengizt nægar hækkanir á hitaveitugjaldinu. Þar hefur verið mikill þröskuldur i veginum, visitölukerfið. Sem dæmi má nefna, að sumarið 1980 fór hita- veitan þess á leit að mega hækka hitaveitugjald- ið um 60%. Sú hækkun hefði leitt til þess, að framfærsluvisitalan hefði hækkað um 1% og laun þá einnig um 1%. Afleiðingin hefði sem sagt orðið sú, að atvinnuvegirnir hefðu orðið að greiða mörg hundruð milljónir króna vegna hækkunar á hita- veitugjaldinu, án þess að það hefði nokkuð komið hitaveitunni til góða. Eðlilega hamla stjórnar- völd gegn hækkun hitaveitugjaldsins undir þessum kringumstæðum. Annað upplýstist einnig við þá umræðu, sem varð um hitaveitugjaldið við umrætt tækifæri. Ef hitaveitugjaldið hefði verið hækkað um 60% á þessum tima, hefði það aukið útgjöld visitölu- fjölskyldunnar um 82 þús. krónur á ári. Laun- þegar hefðu fengið þetta uppbætt með 1% kaup- hækkun samkvæmt visitölukerfinu. Á þessum tima var umsamið mánaðarkaup Dagsbrúnarmanns 307 þús. kr. eða árslaun um 3,7 milljónir króna. Þessi maður hefði samkvæmt þvi fengið 37 þús. árlega kauphækkun vegna hækkunar hitaveitugjalds. Hann hefði orðið að borga til viðbótar 45 þús. krónur af þeim launum, sem hann hafði fyrir. Þetta hefði svarað til 1.2% kauplækkunar hjá honum. Dæmið leit hins vegar öðru visi út hjá hátekju- manni, sem hafði i laun um tvær milljónir króna, eins og t.d. ráðherrar þá, þegar þingfararkaup var talið með. Þessi maður hefði fengið árslaun sin hækkuð um 240 þúsundir króna vegna 60% hækkunar á hitaveitugjaldinu. Hann hefði fengið nær 160 þús. króna umfram það, sem hækkun hitaveitugjaldsins nam, miðað við hitaveitugjald visitölufjölskyldunnar. Það hefði ekki aðeins nægt honum til að greiða allt hitaveitugjaldið. Hann hefði haft rúmar tuttugu þúsundir króna eftir. Þetta dæmi sýnir, að það visitölukerfi, sem nú er búið við, er óhagstætt láglaunafólki, en að sama skapi hagstætt hálaunamönnum. Það skerðir kjörþess, en bætir kjör hinna hálaunuðu . Það er kominn timi til, að samtök launþega og atvinnurekenda taki þetta kerfi til rækilegrar endurskoðunar. Núgildandi visitölukerfi veldur ekki aðeins litt viðráðanlegum verðbólguhraða. Það eykur einnig lifskjaramuninn i landinu. Þ.Þ. á vettvangi dagsins -- Landbúnaðurinn 1981 Sídari hluti yfirlits Jónasar Jónssonar, búnaöarmálastjóra, um þróun og stöðu landbúnaðarins á nýliðnu ári ■ Loðdýrarækt. Starfandi i' árslok eru alls 28 loðdýrabú. Þar af eru 22 bú sem eingöngu eru með blá- refi og 2 bú með minka, en 4 hafa báðar tegundirnar. Af þessum 28 búum tóku 17 til starfa á árinu, eða 16 réfabú og eitt minkabú. Lifdýrastofninum fjölgaði þvi úr 650 refalæðum i rúmlega 1500, en minkastofninn fækkar úr tæp- um 7500 læðum i 6500. Þessi sam- dráttur á minkastofninum verður vegna þess, að eitt af stóru minkabúunum fækkar dýrum hjá sér og breýtir yfir i refabú, þvi sem nemur lausum minkabygg- ingum. Loðdýrabúin eru flest við Eyja- fjörð og i Skagafirði en þar geta nýbyrjaðir bændur fengið tilbúið fóður fyrir dýr sin frá fóður- stöðvunum á Grenivik og Sauðár- króki. Það er þvi fengin reynsla fyrir þvi hér heima eins og annars staðar erlendis, að vilji menn flýta fyrir loðdýrabúskap úti á landsbyggðinni, verði það best gert með þvi að koma á fót fóður- stöð i hverju héraði eða sam- göngusvæði. Afkoma loðdýrabúanna er i heildina tekið dágóð, og hjá refa- bændum ágæt. Stafar það af þvi, aðrefaskinn hafa hækkað nokkru meira i verði en sem nemur verð- bólgunni i landinu og svo var frjó- semi dýranna og þrif yrðlinga sérstaklega góð. Frjósemi á minkabúunum var nokkru mis- jafnari en á refabúunum, en samt i góðu meðallagi. Aftur á móti hafa minkaskinn ekki hækkað það mikið i verði að verðbólgunni sé náð. Verð á loðskinnum er samt hátt ierlendri mynt og næg eftirspurn er eftir þeim, en það sem á vantar er betra samhengi milli gengis- skráningar og verðbólgu. Framleitt var á árinu alls 4700 refaskinn og 23.000 minkaskinn að söluverðmæti kr. 7.880.000 en þá er refaskinnið verðlagt á kr. 600,- og minkaskinnið á kr. 220.-. Hlunnindi Unnið hefur verið að þvi tvö undanfarandi ár að leiðbeina um og hvetja til bættrar nýtingar hlunninda. Sérstakar leiðbeining- ar höfðu áður verið gefnar í æðar- rækt um nokkurt skeið. Hlunnindaráðunautur B.í. hef- ur tekið saman eftirfarandi áætl- un um helstu hlunnindaafurðir og verðmæti þeirra. Af æðardún munu hafa komið til innleggs um 2000 kg að útflutn- ingsverðmæti 8 milljónir króna, af kópaskinnum tæplega 3000 stykki að verðmæti 700 þús. krón- ur. Aætlað að rekinn svari til þess að vinna mætti um 300.000 girðingarstaura og væri það að verðmæti 4,8 milljónir króna. Laxinnnemur iallt 158 lestum og væri söluverðmæti hans 9.480.000,- kr. Samanlagt gerir þetta kr. 25.980.000.-. Laxveiði var eins og kunnugt er mikið minni en á undanförnum árum. Áætlað er að veiðst hafi 45.000 laxar á móti 52.137 árið áð- ur og þarf að fara aftur fyrir 1970 til að finna sambærilega tölu. Mest varð laxveiðin hér árið 1978, 80.578 laxar. Menn eru ekki á einu máli um orsakir þessa. Margir óttast að hér valdi úthafsveiðar Færeyinga og fleiri, en að sjálf- sögðu geta orsakir verið fleiri en ein og fleiri en tvær. Fjárfesting og fram- kvæmdir Fjárfesting og framkvæmdir. Ekki liggja fyrir endanlegar tölur um jaröræktarframkvæmdir en i heild urðu þær svipaðar og árið áður. Framræsla með opnum skurðum dróst verulega saman eða um 30%. Plógræsla var mjög litil eöa um 104 km á móti 1.021 km árið áður, sem er 90% sam- dráttur. Nýrækt túna varð um 27% minni en árið áður en endur- vinnsla þeirra meira en tvö- faldaðist, jókst um 120% og græn- fóðurræktun um 27%. Byggingaframkvæmdir sem framlags njóta breyttust þannig miðað við fyrra ár: Af þurrheys- hlöðum var byggt 17% minna, af votheyshlöðum um 10% meira, af áburðargeymslum um 29% meira og verkfærageymslum 11% minna en árið áður. Gerð súg- þurrkunarkerfa var i svipuðum mæli og áður. um að heildarupphæð 8.230 þús- und kr. á móti 5.732 þús. kr. árið áður. Véla og verkfærakaup Innflutningur og sala helstu bú- véla virðist hafa verið svipuð og árið áður. Heldur færri dráttar- vélar voru þó keyptar en heldur fleiri heybindivélar, sláttuvélar og heyhleðsluvagnar. Sala helstu búvéla hefur orðið sem hér segir: 1980 1981 Traktorar Heybindivélar Sláttuvéiar Heyhleðsluvagnar Jarðvegstætarar 468 ca. 450 119 ca. 135 265 ca. 321 112 ca. 121 79 ca. 86 Nokkrar heistu jarðabætur urðu sem hér segir: 1980 1981 Nýrækt túna 2.536ha um 1.850 ha. Endurræktun túna 690 ha um 1.520 ha. Grænfóðurræktun 3.938 ha um 5.000 ha. Skurðgröftur 3.193þús. rúmm um 2.260 þús. rúmm Plógræsi 1.021,7 km 104,7 km Þurrheyshlöður 72.151rúmm um 60.000 rúmm Votheyshlöður 26.413rúmm um 29.000 rúmm Áburðargeymslur 40.269 rúmm um 52.000 rúmm Verkfærageymslur 9.658ferm um 8.600 ferm Lánveitingar Stofnlánadeildar landbúnaðarins og Lifeyrissjóðs bænda, en þær siðarnefndu fara i gegn um Stofnlánadeildina, gefa gott yfirlit yfir fjárfestingu bænda og vinnslustöðva. Heildarlánveitingar úr Stofn- lánadeildinni voru mjög svipaðar aðfjölda og árið 1980 en í upphæð- um námu lánveitingar 1981 58,61% hærri fjárhæð en 1980. Lánskjaravisitala hækkaði á sama tima um 48,2%. Lán úr Lifeyrissjóði bænda hækkuðu um 88,48% þar var mest aukning i lánum sem miðuð eru við ákveðin réttindastig sjóðfé- laga en þau lán hækkuðu nokkuð umfram verðbólgustig. Byggðasjóður veitti lán eða styrki til 49 (38) einstakra verk- efna, sem tengd eru landbúnaðin- Harðindi og tryggingamál Nefnd sem landbúnaðarráð- herra skipaði i ágúst siðastliðinn til að kanna fóðurbirgðir á sl. hausti og gera átti tillögur um að- stoð við bændur vegna fóður- vöntunar hefur farið yfir fóður- birgðaskýrslur og reiknað út lánarétt bænda miðað við svipað- ar reglur og áður hafa gilt. Sömu mönnum að viðbættum fulltrúa kartöflubænda var falið að gera tillögur um stuðning við kartöflu- bændur á Eyjafjarðarsvæðinu, sem illa urðu úti svo sem fyrr greinir. Miðað við tillögur nefndarinnar þyrfti rúmar 8 milljónir til að veita lán til fóðurkaupa, sem gengju til um 300 bænda i 75 Lán til framkvæmda eða fjárfestingar í landbúnaði frá Stofnlána- deild landbúnaðarins 1981: Fjöldi lána Upphæð i þús. Útihúsab. og 1981 1980 1981 1980 ræktun 300 328 28.183.630 16.628 Dráttarvélar 179 184 5.631.557 3.464 Vinnslust. landb. 32 36 13.605.790 .10.532 Til ræktun.sb. 5 5 1.654.130 897 Minka og refabú 21 12 1.949.520 1.268 Samtals 537 565 51.024.627 32.788 Jarðakaup Endurbætur á 96 89 7.520.400 3.657 ibúðarhúsum 22 38 897.860 1.032 Samt. úr Stofnl. 655 791 59.442.887 37.477 Lán úr Lifeyrissjóði bænda. Fjöldilána Upphæð i þús. kr. 1981 1980 1981 1980 Bústofnskaupalán Lifeyrissjóður bænda: Lifeyrissjóðslán 73 81 2.949.620 2.339 v/ibúðarhúsa Llfeyrissjóðslán án framkvæmda 192 146 9.329.360 4.176 Samtals úr Lifeyrissjóði 265 227 12.278.980 6.515 Samtals öll lán 920 919 71.721.867 43.992 Lán og styrkir úr Byggðasjóði skiptust þannig eftir greinum: Vinnslustöðvar (sláturhús og mjólkurbú) 13 lán 5.073 þús.kr. Hænsnasláturhús 1 lán 382 þús. kr. Fiskeldi 12 lán 853 þús. kr. Loðdýrarækt lOlán 1.350 þús.kr. Ræktunarsambönd 3 lán 520 þús.kr. Landbúnaðaráætlanir 2 lán 52 þús.kr. Samtals 41 lán 8.230 þús.kr. 1 ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.