Tíminn - 13.01.1982, Page 9
Mi&vikudagur 13. janúar 1982.
9
Hér er mörg verk að vi nna og
vissulega þyrfti að hafa meiri
f jármuni til að stuðla að þess-
ari þróun og meiri rannsókna
og ráðunautastarfsemi er
vissulega þörf til að styðja við
bakið á þeim, sem gera vilja
þessa hluti að veruleika í ís-
lenskum landbúnaði.
hreppum og tæpar 5 milljónir til
að lána 87 kartöfluframleiðend-
um. Hér er þvi um að ræða 13
milljónir sem reiknað er með að
Bjargráðasjóður láni til bænda
sem lent hafa i sérstökum erfið-
leikum. Það skai þó tekið fram að
hér er engan veginn um fullar
bætur að ræða. Bæði eru þetta að-
eins lán, sem væntanlega verður
að endurgreiða á hlutfallslega
skömmum tima og svo er reiknað
meðaðallir beri a.m.k. 20% vönt-
un á heyfeng eða tap af uppskeru
sjálfir.
Varla verður svo skilið við
þetta mál, að ekki sé minnst á
getuleysi Bjargráðasjóðs til að
bæta mönnum tjón sem þessi.
Bjargráðasjóður þurfti að taka
stórfelld lán vegna harðindanna
árið 1979. Enn þurfti hann að bæta
verulega við skuldabyrði sina
vegna óveðurstjónanna,sem urðu
16. febrúar á sl. ári, og er hann
þvi fjárvana og skuldum vafinn
þar sem tekjustofnar hans
hrökkva mjög skammt en lán þau
er hann hefur orðið að taka munu
öll vera verðtryggð.
Heimild hefur nú verið fengin
til að hann taki enn lán og standa
þvi vonir til að bráðlega verði til
reiðu fé til að lána þau lán sem að
framan er getið.
Hitt er jafnljóst að ekki er við-
unandi annað en að bæta hér
verulega úr.
Skynsamlegast virðist að
endurskoða frá grunni trygginga-
mál landbúnaðarins, að þvi er
varðar tryggingu gegn uppskeru-
bresti og stærri áföllum i búfjár-
haldi, frekar en lappa enn upp á
Bjargráðasjóðslögin, sem oft hef-
ur verið gert.
Bent hefur verið á meðan stöð-
ugt hallast á ógæfuhliðina hjá
Bjargráðasjóði er Viðlagasjóður
gildur vel og safnar fé. Enda hall-
ast verulega á með tekjustofna
þeirra. Þannig mun t.d. meðal-
stórt sveitarfélag greiða minna til
Bjargráðasjóðs heldur en einn
einstakur bóndi greiðir af eignum
sinum til Viðlagasjóðs.
Hvað er framundan?
Þegar litið er til þess að af
þremur siðustu árum hafa tvö
verið með þeim köldustu sem
komið hafa á þessari öld og vitað
er að visst tregðulögmál rikir i
tiðarfari og árferði, hlýtur sú
spurning að vakna hvernig land-
búnaðurinn nú þolir og getur
brugðist við köldu árferði.
Menn geta spurt sig hvernig
þolir hinn tæknivæddi ræktunar-
búskapur harðnandi árferði. Rétt
er að gera sér grein fyrir þvi að
komiðhafa timabilenn kaldari en
það sem við höfum reynt siðustu
tiu árin. Þannig var allt timabilið
frá 1851-1920 kaldara, sé litið á 10
ára meðaltöl en siðan hefur kom-
ið. Aðsjálfsögðu erum við á flest-
an hátt mikið betur i stakk búin
að þola slikt nú en þá. Við höfum
ræktunina og við höfum tæknina,
og margt annað svo sem tilbúinn
áburð og siðast en ekki sist stór-
aukna þekkingu á flestum svið-
um. Allt gerir þetta okkur kleift
að standa af okkur áföll og
, hugsanlega harðnandi árferði enn
um skeið.
Nú er það fjarri mér að spá
sliku. En máltæki segir: „Búist
hinuilla — það góða sakar ekki”.
Einn þáttur þess að landbúnaður-
inn búi sig undir að geta staðist
harðara árferði hlýtur að verða
sá að hugsa meira um ræktunina
og um landið.
Við þurfum jafnvel að rækta
enn meira en gert hefur verið, og
það eins þó að framleiðslan standi
áfram i stað eða jafnvel dragist
eitthvað saman.
Við þurfum þó umfram allt að
bæta ræktunina. Og ef svo djúpt
má taka i árina, að bæta
ræktunarmenningu okkar. Læra
betur aðrækta. Til þesshöfum við
býsna margt að byggja á. Við höf-
um reynslu og kunnáttu þeirra,
sem bestum árangri hafa náð,
þar á meðal margra bænda sem
vissulega hafa náð góðum
árangri i tún- og grænfóðurrækt,
en þó kemur mér sérstaklega i
hug hve mikil og góð tök hafa
náðst á ræktun hjá grænfóður-
verksmiðjum. Þar þarf lika að
rækta mikið á hverju ári. Þar
þarf bæði að rækta grænfóður og
hafa sáðskipti, og þannig nást
tökin á viðfangsefnunum.
Eftir hið mikla ræktunarskeið
frá þvi eftir strið og þó ekki hvað
sist á kalárunum eftir 1960 og
fram yfir 1970, hefur dregið veru-
lega úr nýrækt siðustu árin. Þess
gætir þvi mjög nú að hlutfallslega
meira og meira af túnunum er
orðið gamalt. Gróður þeirra er
meira og meira úr sér genginn.
Bæði vegna þráláts kals, harka-
legrar beitar, laklegrar fram-
ræslu, sem þarf að bæta og fyrir
troðning véla.
Af slikum túnum fæst aldrei góð
uppskera og það sem alvarlegra
er, þau spretta seinna, grösin i
þeim verða misþroska; menn
biða lengur með að slá þau en svo
að af þeim fáist gott hey, eða geti
fengist gott hey.
Það tiðkast nú næstum ekki að
slá tvisvar sem áður var föst
venja um meirihluta túnanna, ef
ekki allt túnið. Þarna nægir ekki
að benda á aukna túnbeit sem or-
sök eða skýringu.
Það alvarlegasta við þetta eru
versnandi hey , nú siðari árin.
Heyefnagreiningar hafa sýnt
það svo tæplega verður um deilt,
að hey hafa farið versnandi, þrátt
fyrir bætta tækni og t.d. aukna
súgþurrkun. Hér verður óþurrk-
um ekki kennt um, heldur telja
þeir, sem gerst þekkja, að seinn
sláttutimi miðað við þroska gras-
anna muni valda mestu um, öfug-
þróun á þessu mjög svo mikil-
væga atriði.
Margt fleira mætti benda á i
þessu sambandi. A hörðum vor-
um og þegar menn eru knappir
með hey neyðast þeir til að beita
mikið og lengi á túnin og geta
jafnvel engum hluta þeirra hlift.
Verður þetta svo til þess að upp-
skera rýrnar og sláttur dregst og
oftast lenda menn þá i verri hey-
skapartið. Seinslegnum túnum er
svo að jafnaði kalhættara.
Þannig skapast slæmur vita-
hringur, sem erfitt getur verið að
komast út úr.
Helst má benda á eftirfarandi
ráð:
Að rækta meira, stækka túnin
ef þess er kostur. Þá minnkar
álagið.
Að endurvinna kölnu túnin og
þau, sem komin eru með misjafnt
og lélegt graslag, varpasveifgras,
knjáliðagras eða mikinn snar-
rótarpunt. Að sjálfsögðu þarf oft
að bæta framtæslu jafnhliða
endurvinnslunni.
Að rækta meira grænfóður til
beitar og fóðurverkunar og vera
jafnan við þvi búnir að auka hana
þegar illa horfir vegna kals. Við
grænfóðurræktun og ekki siður
við endurræktunina þarf sérstak-
lega aðgæta þessað halda illgresi
i skefjum, undir þvi getur
árangurinn verið kominn. Og svo
siðast en ekki sist að beita túnin
hóflega og rétt. Það er jafnmikil-
vægt fyrir túnin og búféð að beitin
sérétt framkvæmd og ekki er sið-
ur vandasamt að beita rétt en að
fóðra.
Að búa betur að sínu
Nú þegar vægast sagt, eru
iskyggilegar horfur i markaðs-
málum og stöðugt er erfiðara fyr-
ir fæti með sauðfjárframleiðslu
til útflutnings, hlýtur það að vera
eitt höfuðstefnumið fyrir iand-
búnaðinn að framleiða sem allra
mest af heimaafla. Þar fer
sannarlega saman þjóðarhagur
og hagur bændastéttarinnar i
heild.
Aðrar þjóðir t.d. Norðmenn og
Finnar hafa fyrir löngu tekið
þetta atriði upp i landbúnaðar-
stefnu sina og samskonar raddir
fá æ meiri hljómgrunn i öðrum
löndum.Hérhefurennsem komið
er furðu litil áhersla verið lögð á
þetta við stefnumótun fyrir land-
búnaðinn. Það er þó augljóst að
innlenda heimaaflaða fóðrið og
beitin er það sem fyrst og fremst
gefur bóndanum tekjur. Allt sem
við kaupum að og flytjum inn
þrengir kvótann fyrir innlendu
framleiðsluna.
Menn verða að átta sig á þessu.
Þetta gildir á sama hátt fyrir
hvert og eitt bú, sem landbúnað-
inn i heild sinni. Hér þarf allt að
fara saman, bætt ræktun, bætt
fóðurverkun og kynbætur búfjár-
ins með það fyrir augum að það
framleiði sem mest af heimaöfl-
uðu fóðri.
A timum harðæris má heldur
ekki gleyma landinu sjálfu, út-
haganum og afréttarlöndunum.
Hafa verður það hugfast að i
hörðu árunum sprettur minna á
allri útjörð og stórlega dregur úr
beitarþoli afréttanna. Þetta veit
ég að bændur gera sér ofurvel
ljóst og mér er vel kunnugt um að
viða hafa menn áhyggjur af þró-
un mála á þessu sviði. Sérstak-
lega má þar nefna ýmis svæði,
þarsem búskapurinnfæristyfir á
einhliða sauðfiárrækt.
Fylgjast þarf vel með þessari
þróun og koma á beitareftirliti og
virkri beitarstjórn. Aukin ræktun
og bætt nýting heimahaga þarf
hér einnig að koma til.
Þó að hér hafi verið dvalið
meira við hina erfiðari hluti og
ýmsar blikur sem eru á lofti, má
ekki taka þetta sem svartsýnis-
raus, enda ekki ástæða til. Benda
má á margt, sem til framfara
horfir i sveitum og landbúnaði.
Unnið er að eflingu nýrra bú-
greina og fjölbreyttari fram-
leiðslu innan þeirra eldri. Bændur
taka af dug og áræði á þeim mál-
um og leggja viða i kostnað og
nokkra áhættu til að brjóta isinn.
Vel horfir með loðdýrarækt og
ættihún aðgeta þróast sem gildur
þáttur i landbúnaðinum á næstu
árum.
1 veiðimálum og fiskrækt er
verulega unnið. Uhnið er af áhuga
til að bæta nýtingu hlunninda, svo
sem æðarvarps. Hópar bænda
hafa bundist félagsskap um feld-
fjárræktartilraunir, sem vænta
má að skili árangri, þó eðlilega
taki það nokkurn tima.
Aðrir gera tilraunir með nýjar
framleiðsluaðferðir á dilkakjöti,
svo sem páskalömbin. Ræktun
nauta af holdakyni verður nú á
næstunni æ meiri þáttur i nauta-
kjötsframleiðslunni.
Hérer mörg verk aðvinna
og vissulega þyrfti að hafa meiri
fjármuni til að stuðla að þessari
þróun og meiri rannsókna og
ráðunautastarfsemi er vissulega
þörftilaðstyðjaviðbakið á þeim,
sem gera vilja þessa hluti að
veruleika i islenskum landbúnaði.
Ég óska bændum öllum góðs
árs, megi islenskur landbúnaður
dafna á þessu ári og um framtið.
vísnaþáttur
„Ýmsum fannst
það voðaverk að
vega Snorra aftur,,
■ Erlingur Guðmundsson
sendir þættinum nokkrar vis-
ur, sem hann ekki þekkir höf-
und að. Þær eru ekki verri
fyrirþvi, en kærkomið væri að
heyra frá lesendum, ef þeir
vita betur:
Vmsir slaga lukkulcið,
litinn baga finna.
Aðrir klaga yfir neyð
ævidaga sinna.
Svona hagar hcndingunni:
— Horfnum dag ei verður
breytt—
Fái ég lag i lendingunni
Iff mitt bagar ekki neitt.
Þessi hefursennilega verið ort
i „póesiubók” einhverrar
blómarósarinnar á þeirri tið,
er slikar bækur þóttu ómiss-
andi förunautar ungra
stúlkna:
Vertu ljós á vegum hinna,
vafin hrósi mærin svinn,
indæl rós, sem allir hlynna
að, og kjósa i garðinn sinn.
Þessa kveður Erlingur vera
eftir Magnús á Vöglum:
AuiS og skarti ýmsir ná,
aðra margt þd bagi
gKtrar bjartast gullið frá
góðu hjartalagi.
Lúövik Kemp kom að Þverá
i Norðurárdal og ávarpaði
Rakel húsfreyju Bessadóttur á
þessa leiö:
Ævintýra- og ástarþrá
enginn frá mér tekur:
Rakel svaraði:
Illt er að vera alltaf hjá
eiginkonu sekur.
„Kankvís” (Axel Ben.) kvað
einhverju sinni um skipasmið:
Vizkuklár er vinur minn,
af verklagni stýrir atinu.
Þegar hann byggði bátinn
sinn
hann byrjaði á neglugatinu.
Á ferð i Reykjavik fyrir ekki
alllöngu hitti ég að máli
Margretií Dalsmynni. Hún er
hraðmælsk og ekki siður hrað-
kvæð. Fékk ég að heyra
nokkrar visur hennar, sem
kviknað hafa út frá viðburðum
dagsins:
islenzk saga er afar merk,
I henni mikill kraftur.
Vmsum fannst það voðaverk
að vega Snorra aftur.
Margir hafa orðið til að áteija
þann hvimleiða sið opinberra
stofnana að innheimta gjöld
sin hjá almenningi með stöð-
ugum hótunum um dráttar-
vexti, lögtök og þaðan af verri
viðurlög. Innheimtudeild
útvarpsins gerði vinsæla til-
raun til að bregða út af
þessum vana, en þá risu upp
valkyrjur kynjajafnréttis og
kæfðu viðleitni þessa i' fæð-
ingunni:
Auglýsingar æsa og spilla.
Eiginkonur verða snar-,
er draumafagrir dansa og
trylla
dillibossar Guðrúnar.
Eins og flestum er kunnugt
getur hangikjöt verið hættu-
legt undir vissum kringum-
stæðum :
Ef aðstæðurnar eru I vil
— og ætlirðu barn að geta —
á hátiðum er hættuspil
hangikjöt að éta.
Enn eru uppi ræðusnillingar
og mælskumenn með þjóð
vorri. En sinum augum litur
hver silfrið og finnst sumum
nær að tala um málæði og
mælgi i' þessu sambandi:
Ólafs Ragnars ræðumagn
rckka hefur plagað.
Flokknum sinum gerði gagn
gæti hann alveg þagað.
Af svipuðu tilefni mun stl
næsta sprottin, er Margrét
nefnir Maraþonræðu:
Það cr frekar illt I efni,
cf allir mega tala að vild:
Menn hrökkva upp af sætum
svefni
I sinni eigin ræðusnilld.
Þá eru hér nokkrir botnar
við þennan fyrripart G.T.:
Er nú loðnan loksins veidd?
Lifrikið þá smækkar.
Aflaþurrð cr gatan greidd,
góðum kostum fækkar.
Eysteinn G. Gislason
Skálcyjum.
Náma sjávar, urin, eydd.
Auðnuskrefum fækkar.
Sigfús Kristjánsson,
Kefla vik.
Svona var nú sildin deydd,
síst vor hróður hækkar.
Undirdjúpin öllu sneydd,
cn samt flotinn stækkar.
Höfin bráðum eru eydd.
Alltaf bröndum fækkar.
Gæðastjórn, af götu leidd,
gcngið áfram lækkar.
Sig. Baldursson,
Lundarbrekku, Bárðardal.
Sé ágirndinni gata greidd,
glöggum mönnum fækkar.
J.J. Hveragerði.
Almættis er ógnarbreidd.
Annar hópur stækkar.
J.E.
Sundrungin með öllu eydd,
ef Ihaldinu fækkar.
J.Þ. Skagafirði.
Fleiri botnar biða næsta
þáttar.
Ólafur Hannibalsson,
bóndi,
Selárdal