Tíminn - 13.01.1982, Qupperneq 13
Miövikudagur 13. janúar 1982.
21
íþróttir
„Sárt að
skora
ekki úr
vítinu”
— sagði
Þorbergur
eftir leikinn
■ „Þaö var sárt að skora ekki úr
vitakastinu, ég skaut allt of fast i
gólfið og boltinn för yfir”, sagði
Þorbergur Aðalsteinsson i sam-
tali viö Timann eftir leikinn.
Þegar 11 minútur voru til leiks-
loka, var staðan 15—14 fyrir A-
Þjóðverja, Ólafur brunaði upp
völlinn, brotið var á honum og
dæmt vitakast. Þorbergur tók vit-
ið, en skaut i gólfið eins og áður
sagði.
„Það var erfitt að finna smugu
hjá Schmidt markverði. Hann
lokar gjörsamlega öllu markinu.
í stað þess að skjóta svona fast
hefði maður frekar átt að skjóta
laust undir hann. Ég hugsa að það
hefði gefið betri raun. Austur-
Þjóðverjarnir eru með geipilega
sterkt lið. Vörnin og mark-
vörðurinn vinna mjög vel saman.
Mér finnst að allt undir 5 marka
tapi gegn svona liði sé nokkuð
gott”.
— röp.
„Vel hægt
að sigra
þetta lið”
„Þetta var nokkuð góður leik-
ur að minu mati. Að visu voru
kaflaskipti i honum eins og verða
vill, en við þurfum ekkert að
skamm^st okkar fyrir frammi-
stöðuna, þrátt fyrir tap”, sagði
Hilmar Björnsson, þjálfari lands-
liðsins eftir leikinn.
„Þjóðverjarnir eru i mjög
sterku likamlegu ástandi og
þarna var leikinn handknattleik-
ur á alþjóðlegan mælikvaröa. Ég
get sætt mig við nokkur af mörk-
unum, sem við fengum á okkur.
Það er ekkert slæmt að fá á sig 19
mörk i leik. En verst þótti mér
um öll mörkin sem við fengum á
okkur úr hraðaupphlaupum Þjóð-
verja. Þar þurfum við að lagfæra
leik okkar. Það er vel hægt að
sigra þetta lið og á góðum degi is-
lenska liðsins getum við vel sigr-
að”.
M Jóhannes Atlason
■ Alfreð Gislasyni hefur tekist að brjótast I gegn um vörn Þjóðverjanna og skjóta framhjá Schmidt markveröi, en boitinn rataðiekkirétta
leiði markið. TimamyndEl
Naumt tap Islands
gegn A-Þjódverjum
Frábært lið A-Þjóðverja sigraði íslenska landsliðið
19:17 í Laugardalshöll ígærkveldr
■ islenska landsliðið í hand-
knattleik getur svo sannarlega
borið höfuðið hátt þrátt fyrir
tveggja marka tap, 17-19, gegn
austur-þýska landsliðinu, núver-
andi Ólympiumeisturum i gær-
kveldi. A tima leit út fyrir að is-
lenska liðið myndi tapa stórt, en
strákarnir tóku sig á svo um
munaði, með þá Þorberg Aðal-
steinsson sem aðalmanninn úti á
vellinum og Kristján Sigmunds-
son ekki siðri i markinu.
Kristján varði ekki færri en 11
skot i leiknum og flest þeirra al-
veg meistaralega og Þorbergur
skoraði 7 mörk.
Austur-þýska liðið er geysilega
sterkt lið sem leikur mjög hraðan
og harðan handknattleik. Á
stundum voru leikmennirnir
austan að mjög grófir i vörninni,
en dönsku dómararnir misstu þó
aldrei tök á leiknum, þótt svo að
islenskir, hrópglaðir áhorfendur
vildu ekki alltaf una úrskurði
þeirra.
Gangur leiksins var sá að jafn-
ræði var með liðunum framan af,
Steindór skoraði fyrsta mark
leiksins, eftir glæsilega linu-
sendingu frá Guðmundi Guð-
mundssyni og Þjóðverjarnir jöfn-
uðu örstuttu siöar úr vitakasti.
Þeir Þorbjörn Jensson, Þor-
bergur Aöalsteinsson og Kristján
Arason léku saman fyrir utan til
að byrja með og tókst þeim að ná
upp skemmtilegum hraða og
góðri ógnun i spilinu. Þó virkaði
Þorbjörn helst til ragur að nýta
sér þau færi sem opnuðust hon-
um.
Stuttu siðar náðu Þjóðverjarnir
forystu með góðu hraðaupp-
hlaupi, staðan 2-1 og gekk fyrri
hálfleikurinn þannig fyrir sig að
þeir náðu forystunni og íslending-
um tókst að jafna en aldrei að ná
forystu. Það er svo um miðjan
fyrrihálfleiksem Dreibrodt, no. 2
stekkur stórglæsilega upp og
skorar og staðan er 5-4 Þjóðverj-
unum i vil.
Þá fer að siga á ógæfuhliðina
hjá islenska liðinu, hinn svo-
kallaði slæmi kafli, þar sem allt
fer úr böndum. Sigurður Sveins-
son geröi slæm mistök á þessum
kafla: skaut framhjá.missti bolt-
ann og sömu sögu er að segja um
Alfreð Gislason. Þegar 20 minút-
ur eru liðnar af fyrri hálfleik er
staðan orðin 8-4, Þjóðverjum i vil,
en á sama tima og leikur islenska
liðsins einkenndist afdáðleysi og
upplausn voru einkenni leiks
Austur-Þjóðverjanna hraði
öryggi og harka.
Islenska liðið náði sér aftur á
strik um stund, og þegar staðan
var 9 mörk gegn 7 og tvær minút-
ur voru eftir af fyrri hálfleik þá
brutu Austur-Þjóðverjarnir gróf-
lega á Guðmundi Guðmundssyni,
þegar hann var kominn einn inn i
teiginn i dauðafæri en dómurun-
um yfirsást gjörsamlega að
þarna væri um brot að ræða og
Þjóðverjarnir brunuðu upp i
hraðaupphlaup og staðan orðin
10-7. Þetta voru afdrifarik
dómaramistök á þýðingar-
miklum tima fyrir islenska liðið
og Þjóðverjum tókst svo að bæta
enn einu markinu við fyrir hálf-
leik: staðan i hálfleik þvi 11-7.
Siðari hálfleikur hélst jafn
framan af og áttu þeir Þorbergur
Aðalsteinsson og Guðmundur
Guðmundsson glæsilegan leik þá.
Það var með ólikindum hvernig
Guðmundur reif sig fram úr
austur-þýsku risunum i hraða-
upphlaupunum og skoraöi bein-
linis meö fjöllin á bakinu.
Um miðbik siðari hálfleiksins
þurfti Kristján að fara úr mark-
inu um hrið því hann varði bolt-
ann með andlitinu og fékk blóð-
nasir en skömmu siðar kom hann
inn á aftur og stóð enn sem fyrr
fyrir sfnu.
A 15. minútu siðari hálfleiks er
staðan 15-12 fyrir Þjóðverja og þá
skoraði Þorbergur með glæsilegu
langskoti. Rétt á eftir kemst Guð-
mundur inn i sendingu hjá Þjóö-
verjunum og brunar upp i hraða-
upphlaup með Schmidt, no. 6 á
bakinu, en tókst samt sem áöur
að skora af haröfylgi — staðan
15-14. Troöfull Laugardalshöllin
ærðist úr kæti við þennan
jöfnunarmöguleika og voru Is-
lendingarnir nú óspart studdir. A
19. minútu hálfleiksins kemur svo
jöfunarfæriö á silfurbakka, þegar
Ólafur Jónsson fær dæmt viti —
en Þorbergur skaut i gólfið og yfir
markið. Næstu minútur eftir
þetta var dauft yfir islenska
liðinu og staöan skyndilega orðin
19-15, en Steindóri og Guðmundi
tókst aðeins að rétta úr kútnum
með eitt mark hvor og lokatala
leiksins varð 19-17.
tslenska liðið átti á köflum
ágætan dag, sýndi hraðan og
skemmtilegan handknattleik en
of mikið var um að Þjóðverjarnir
fengju að skora óáreittir úr
hraöaupphlaupum. Auk Viking-
anna þriggja sem þegar hafa
verið nefndir sem stjörnur leiks-
ins má nefna ágætan leik Stein-
dórs og Kristjáns Ara.
Þjóðverjarnir voru frábærir
með markvöröinn Schmidt,
, skyttuna Dreibrodt, skyttuna
Wahl og linumanninn Weigert i
fararbroddi.
Mörk Islands: Þorbergur 7,
Guömundur 3, Steindór, Siggi og
Kristján 2 og Þorgils 1.
Mörk Austur-Þýskalands:
Dreibrodt, Wahl og Kruger 4
hver, Weigert 3, Rost, Pester og
Doering 1 hver.
—AB
Verður Jóhannes
landsliðsþjálfari?
■ „Stjórn KSl bauð mér þetta
starf og mér er engin launung á
þvi að ég hef mikinn áhuga á
þvi”, sagði Jóhannes Atlason,
fyrrum fyrirliði landsliðsins i
knattspyrnu og þjálfari Fram i
samtali við Timann i gær.
Stjórn KSl hefur boðið Jó-
hannesi að gerast þjálfari lands-
liðsins i knattspyrnu og taka við
erfiðu hlutverki af Guðna
Kjartanssyni, sem hefur ákveðið
að taka sér hvfld frá þjálfun i bili.
Jóhannes sagði að frekari við-
ræður um þetta mál færu fram nú
i vikunni og að öllum likindum
yrði þá gengið frá i lok vikunnar
hvort af þessari ráðningu Jó-
hannesar yrði.
röp-.