Tíminn - 13.01.1982, Side 18

Tíminn - 13.01.1982, Side 18
26 • Miövikudagur 13.'janúar'1982. Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornið Bandarískur vidskilnaður önnur tilraun. (Starting Over). Sýningarstaður: Iláskólabió Leikstjóri: Alan J. Pakula. Aðalhlutverk: Burt Reynolds (Phil Potter), Jill Clayburgh (Marilyn Holmberg), Candice Bergen (Jessica Potter). Handrit: James L. Brooks eftir sögu Dan Wakefield. Myndataka: Sven Nykvist. Framieiðendur: Alan J. Pakula og James L. Brooks fyrir Para- mount, 1979. Söguþráður: — Hjónaband Phil, sem er lausamaður I blaða- mennsku, og Jessicu, sem semur og syngur popplög, er að fara i hundana, og að frumkvæði Jessicu flytur Phil að heiman. Hann fer i heimsókn til bróður sins og konu hans, og býr siðan um sig i einstaklingsibúð þar i nágrenninu. Fyrir milligöngu bróður sins og mágkonu kynnist hann ýmsum stúlkum, þar á meðal Marilyn, sem er fóstra. Með þeim tekst brátt náið samband. Nokkru eftir að Jessica og Phil eru löglega skilin, og sama dag- inn og Marilyn flytur inn til Phil til reynslu, kemur Jessica i heimsókn og i ljós kemur, að Phil er enn mjög háður fyrrverandi eigmkonu sinni. Hann þarf þvi að gera upp við sig, hvor er hon- um meira virði, Jessica eða Marilyji. ■ Jill Clayburgh (Marilyn) og Burt Reynolds (Phil) i „önnur tilraun”. ■ Arið 1978 hlaut Jill Clay- burgh verðlaun fyrir besta leik i kvenhlutverki á kvik- myndahátiðinni i Cannes fyrir „An Unmarried Woman” sem Paul Mazusky leikstýrði. Sú mynd sagði frá giftri konu, sem skyndilega sá skilnað blasa við sér, og viðbrögðum hennar og reynslu eftir skilnaðinn. „önnur tilraun”, sem nú er sýnd i Háskólabió, var gerð árið eftir, 1979, og er nánast endurtekning á fyrri mynd- inni, nema hvað hlutverkum er breytt. Nú er fylgst með ný- skildum karlmanni, og Jill Clayburgh leikur ekki frá- skildu konuna heldur þá ó- giftu, sem nælir að lokum i karlmanninn. En þótt þannig sé augsýni- lega veriðaö nýta sér vinsæld- ir „An Unmarried Woman” viö gerð þessarar myndar, þá breytir það engu um, að hún hefur aö mörgu ieyti heppnast mjög vel. Þar er fjallað um viðkvæm vandamál, skilnað og áhrif hans á þá, sem i skilnaðinum lenda, og nánustu vini og vandamenn, af skiln- ingi og glettni. Myndin er fyrst og fremst létt og skemmtileg, en ber þess þó oft merki, að hún miðast við bandariskar aðstæður. Jill Clayburgh og Candice Bergen fara mjög vel með hlutverk sin, og Burt Reynolds tekst furðanlega að smeygja sér úr hefðbundnu kvikmyndahlutverki sinu. —ESJ. Elias Snæland Jónsson . skrifar * * önnur tilraun X Eilifðarfanginn ★ Hvell-Geiri ¥ Góðir dagar gleymast ei ★ ★ ★ Stjörnustrið II ★ Jón Oddur og Jón Bjarni ★ ★ örtröð á hringveginum ★ ★ Flótti til sigurs ★ ★ ★ Útlaginn Stjörnugjöf Tímans * * *• * frábær • * ★ ★ mjög: góð - * * góð ■ * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.