Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 6
Hvers vegna bera tjónió bótalaust? HALFKASKÓ- trygging ÁBYRGÐAR bætir SWt þjófnaóartjón brunatjón rúóutjón • lógjaldió er ótrúlega lágt.Engin sjálfsábyrgó. Kynntu þér kjörin ! BINDINDI ÁBYRGDP RORílAR ! TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN D'-/rVv3r\I\ OIVJ . UmboStlélag ANSVAR INTERNATIONAL LTD. Lágmúla 5 - 105 Reykjavlk, slmi 83533 Framsóknarfólk í Reykjavík Stuöningsmenn Páls R. Magnússonar hvetja allt framsóknarfólk til þátttöku i prófkjöri flokksins laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. janúar n.k. Stuðningsmei) n Bændur Vil taka jörð á leigu, frá og með næstu far- dögum, með eða án bústofns. Félagsbú- skapur kemur til greina. Tilboð óskast send til afgreiðslu Timans fyrir 5. janúar nk. merkt B 12. ATVINISIA Oliufélagið h.f. óskar eftir starfsmanni i gasáfyllingarstöð félagsins. Starfið er fólgið i áfyllingu, viðhaldi og af- greiðslu á propangaskútum. Góð vinnuaðstaða og mötuneyti. Upplýsingar i sima 81100. OLÍUFÉLAGIÐ HF. Suðurlandsbraut 18. Föstudagur 22. janúar 1982 fréttir Framleidsla Sambandsfrystihúsanna á sídasta ári: IIM 28 ÞUSUND TONN AF BOTNFKKI FRVST ■ Sambandsfrystihúsin i landinu frystu samtals 27.918 lestir af botnfiski á siðasta ári, sem er 6,1% minna en árið áður þegar frystingin nam 29.720 lestum hjá þessum húsum, samkvæmt þvi sem haft er eftir Sigurði Markús- syni, framkvæmdastjóra i Sam- bandsfréttum. Heildar frysting á þorski hjá Sambandsfrystihúsunum á s.l. ári nam samtals 14.855 lestum, sem er um 10% minna en árið áð- ur. Framleiðsla þorskblokka dróst enn meira saman eða um 14,7% og varð alls 5.345 lestir en 8.651 lest var fryst af þorskflök- um, sem var þá 7,5% minna en næsta ár á undan. Frysting á ýsu jókst hins vegar um fjórðung á árinu og varð 3.177 lestir. Karfafrysting varð 5.126 lestir sem var um 16% aukning. Frysting steinbits dróst aftur á móti saman um 20% og varð nú 445 lestir, ufsafrysting varð 2.330 lestir sem er 2% minna og af grá- lúðu voru frystar 1.454 lestir sem er 43,5% minna en á árinu 1980. — HEI ■ Það hefur viðrað vel i drullumallið á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Tímamynd: Róbert Tilboð í jardvinnu við göngugötu í Mjóddinni: Munurinn milli tilbods fjórfaldur B Fyrir nokkru voru opnuð tilboð i jarðvinnu við göngugötu i Mjódd i Breiðholti i Reykjavik. Athygli vekur i fyrsta lagi, að alls urðu 19 verktakar til að bjóða i verkið, i öðru lagi að 15 þeirra voru með tilboð fyrir neðan kostnaðaráætl- un sem framkvæmd var af Hönn- un h.f. og i þriðja lagi að um fjór- faldur munur var á hæsta og lægsta tilboði. Það var Aðalbraut h.f. sem skilaði inn lægsta tilboðinu upp á 831.500 kr., sem var aðeins 59,5% af kostnaðaráætluninni er hljóð- aði upp á 1.397.500 kr. Hefur til- boði Aðalbrautar nú verið tekið og fyrirtækið mun þegar byrjað framkvæmdir. Tilboð neðan við 1 milljón áttu einnig Guðm. Ó. Kristjánsson, Þórshamar h.f., Hagvirki h.f. og Háfell h.f. Hæstu bjóðendur voru á hinn bóginn Arnardalur sf. 2.213.000 kr. sem er 158,4% kostnaðaráætlun og Visir h.f. 3.219.871 kr. sem er 230,4% hlutfall af kostnaðaráætl- un. — HEI Bjartmar Guðmundsson fyrr- verandi alþingismaður, látinn ■ Bjartmar Guðmundsson fyrr- verandi alþingismaður andaðist i Landsspitalanum s.l. sunnudag, 17. janúar, áttatiu og eins árs að aldri. Bjartmar var fæddur að Sandi i Aðaldal, sonur Guðmundar skálds og bónda Friðjónssonar og Guðrúnar Oddsdóttur. Skóla- ganga hans varð 5 mánuðir i ung- lingaskóla að Breiðumýri og auk þess var hann óreglulegur nem- andi i Eiðaskóla veturinn 1921-22. Bjartmar átti ævilangt heimili á Sandi, framanaf á búi föður sins, en siðan á eigin búi til 1960. Hann átti sæti i hreppsnefnd Aðaldalshrepps i rúma þrjá ára- tugi og gegndi hreppstjórastörf- um frá 1944 til 78. Bjartmar var i kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn við þrennar alþingiskosningar og sat sem landskjörinn á 12 þingum frá 1959-1971. A alþingi átti hann i fyrstu sæti i landbúnaðarnefnd og samgöngu- nefnd og siðar menntamálanefnd. En nefndir þessar fjölluðu um mál er honum var umhugaö um öðrum málum fremur. Bjartmar ritaði ýmislegt i blöð og timarit, annaðist útgáfu fjög- urra binda af ritsafni föður sins og var ritstjóri Arbókar Þingey- inga 1958-71. Á efri árum lét hann frá sér fara þrjár frumsamdar bækur með smásögum og minn- ingaþáttum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.