Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 22.01.1982, Blaðsíða 19
Föstudagur 22. janúar 1982 flokksstarfið Hafnarfjörður Aöalfundur fulltrúaráðs framsóknarfélaganna i Hafnar- firði verður haldinn mánudaginn 25. jan. n.k. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning uppstillingarnefndar v/væntanlegra bæjar- stjórnarkosninga. 3. önnur mál. Stjórnin. Sjávarútvegsráðstefna SUF efnir til sjávarútvegsráðstefnu i Festi, Grindavik laugardaginn 30. janúar 1982, og hefst hún kl. 10.00f.h. Dagskrá auglýst siðar. Þorrablót Þorrablót framsóknarfélaganna i Reykjavik veröur haldið i Hótel Heklu laugardaginn 30. janúar n.k. Miðapantanir á skrifstofu Framsóknarflokksins (simi 24480) Nánar auglýst siðar. Framsóknarfélögin Prófkjör i Njarðvik Framsóknarfélagið i Njarðvik hefur ákveðið að taka þátt i sameiginlegu prófkjöri með Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokknum og Sjálfstæðisflokknum vegna bæjarstjórnar- kosningaivor.Prófkjöriðferfram 12. og 13. febr. n.k. Þar sem skila þarf framboðslista til sameiginlegrar kjör- stjórnar fyrir 22. þ.m. er nauðsynlegt að þeir sem hyggj- ast bjóða sig fram láti undirritaða vita eigi siðar en kl. 18 fimmtudaginn 21. janúar n.k. Allar nánari upplýsingar veita undirritaðir: Óskar Þórmundsson i sima 3917 Ingibjörg Danivalsdóttir I síma 1226 Sigurður Sigurðsson i sima 2255, Gunnar ólafsson f sima 2284 Óskar Grimsson i sima 6012. Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur SUF verður haldinn i Hótel Heklu sunnudaginn 31. jan. n.k. og hefst hann kl. 10 f.h. Dagskrá fundarins verður nánar auglýst siðar. Ef miðstjórnarmenn sjá sér ekki fært aö mæta þá ber að tilkynna það skrifstofu Framsóknarflokksins hið fyrsta (simi 24480) Stjórnin Framsóknarfélag Borgarness Almennur félagsfundur verður haldinn i Snorrabúð föstu- daginn 22. jan. kl. 20.30. Fundarefni: Sveitarstjórnarmál, væntanlegt prófkjör og fleira. Stjórnin. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla i prófkjöri Framsóknar- flokksins til borgarstjórnarkosningar i Reykjavik á kom- andi vori, hefst mánudaginn 18. janúar á skrifstofu Fram- sóknarflokksins að Rauðarárstig 18, og stendur yfir til 22. janúar. Kosninginfer fram frákl. 18—19 þessadaga. Kjörnefndin Framsóknarmenn Selfossi Framsóknarfélag Selfoss auglýsir eftir framboðum til prófkjörs vegna bæjarstjórnarkosninga á Selfossi 1982 Framboði skal skila til formanns félagsins Sigurdórs Karlssonar Rauðholti 9. Framboðsfrestur rennur út 31. janúar 1982 Stjórnin Kosningasjóður Tekið er á móti framlögum i kosningasjóð framsóknar- flokksins i Reykjavik alla virkg daga á skrifstofunni að Rauðarárstig 18. Stjórn fuiltrúaráðsins Kópavogur — Þorrablót Hiðvinsæla þorrablót framsóknarfélaganna verður haldið i Manhattan laugardaginn 23. janúar n.k. kl. 19 stundvis- lega. Miðapantanir fyrir miðvikudaginn 20. janúar. Upplýsing- ar um miða hjá Guðbjörgu i sima 40435, Katrinu i sima 40576 og Vilhjálmi i sima 41190, Framsóknarfélögin Framsóknarfólk i Reykjavík ath. Inntökubeiðnum i flokksfélögin i Reykjavik er veitt mót- taka á skrifstofu Framsóknarflokksins Rauðarárstig 18 frá kl. 9-19 virka daga Stjórn fulttrúaráösins Kjósum ungan mann í borgarstjórn. Kjósum ungan mann til framfara. Stuðningsmenn Þorláks Einarssonar. Brita ömmuhillur byggjast á einingum (hillum og renndum keflum) sem hægt er aö setja saman á ýmsa vegu. Fást i 90. sm. lengdum og ýmsum breiddum. Verð: 20sm. br. kr. 116.00 25sm. br. kr. 148.00 30sm. br. kr. 194.00 40sm. br. kr. 217.00 milli-kefli 27 sm. 42.00 lappir 12 sm. 30.00 hnúðar 12sm. 17.00 Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. Furuhúsið h.f. Suðurlandsbr. 30 — simi 86605: meðal annarra orða ■ Núverandi visitölukerfi ógnar áframhaldandi uppbyggingu og þróun margra orkufyrirtækja. Hagur allra: Taka inn- lenda orku úr vísitölunni ■ Það fer tæpastá milli mála að mörg af orkufyrir- tækjum okkar eiga í alvarlegu f járhagslegu basli þessa dagana. Hér situr að völdum rikisstjórn sem kjörin var til þess að telja verðbólguna niður í skikkanlegt horf og í baráttunni við verðbólguna er það algjört örlagaatriði að halda hækkun fram- færsluvisitölunnar í skefjum. Og svo hlálegt sem það nú er þá er verð á innlendri orku inn í vísitöl- unni þannig að ef það hækkar þá hækka einnig laun allra landsmanna. Við Islendingar stærum okkur oft af þvi að viö búum við lifskjör sem séu ein hin allra bestu i heiminum. Þetta er rétt. En hvers vegna? M.a. vegna þess að við erum þeirrar gæfu aönjótandi aö búa i orkuauöugu landi: vinna raforku úr ám og hita hús upp með vatni úr iðrum jaröar. Breyttar forsendur orkuverðs Halda menn t.d. aö lifskjör okkar væru svo góð sem raun ber vitni ef öll okkar orka væri fengin úr innfluttri oliu? Al- deilis ekki. Það er augljós þjóðarhagur að við nýtum innlenda orku sem mest og best. Þaö er þvi ekki hagur eins einasta manns, sé til lengri tima litið að halda orkuöflun og orku- dreifingu i spennitreyju verð- bólgunnar. Það má e.t.v. til sanns vegar færa að innlend orka fari hækkandi i verði sé sannviröi greitt fyrir hana þó þaö sé smámunir samanboriö við oli- una. Astæðurnar eru þær að á fyrri tveimur þriöjungum ald- arinnar virkjuðum við ákaf- lega ódýrt, byggöum rennslis- virkjanirog veittum nær sjálf- rennandi vatni úr heitum lind- um heim að húsvegg. Kostnaður við byggingu orkuvera nútimans er marg- faldur á við þetta. Byggja þarf aðveituskuröi og uppistööulón og hönnunarkostnaöur er miklu meiri en áður. Taka þarf tillit til náttúruverndar- sjónarmiða og leggja þarf öfl- ugar og öruggar linur frá orkuverunum um langan veg. Einnig skiptir hér miklu að fjármagnskostnaður hefur margfaldast nú á einum ára- tug. Þessum aukna orkuöflunar- kostnaði þarf svo að mæta með hækkandi gjaldskrá sem eins og er veltur beint út i verðlagið og verðbólguna i gegn um framfærsluvisitöl- una. Heilbrigð orkustefna Það að taka innlenda orku út úr vísitölunni mun að sjálf- sögðu ekki eitt sér leysa allan efnahagsvanda. Þaö mun hins vegar hafa i för meö sér uppbyggingu á heilbrigðu verölagningarkerfi á innlendri orku þannig aö mögulegt sé að byggja upp hagkvæma og tausta orku- stefnu sem, þegar til lengri tima er litiö, er til hagsbóta fyrir landsmenn alla. Haukur Ingibergsson skrifar 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.