Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 7
7 Samkaup NESCO Manufacturing fyrir öll Norðuriönd gera okkur kleift að bjóða þessi 10” alhliða gæða litsjónvarpstæki frá Japanska stóríyrir- tækinu Orion-Otake á aðeins 4.890.“ Notkunarmöguleikar eru Qölþættir: * __ __ A I QTOPHN A(Hversegiraðlitsjónvarpstæki ^ I w 1 W l VJl lii þurfi endilega að vera stórt?) • í SVEFNHERBERGIÐ • í UNGUNGAHERBERGIÐ • í SCIMARBÚSTAÐINN • í TJALDIÐ A í Df| ITSJISI (Tengisnúra fyrir w I DILJl ll 1 vindlingakveikjara fyrirliggjandi) • í BÁTINN • Á HÓTELHERBERGIÐ • Á SJÚKRAHÚSIÐ • Á VINNGSTAÐINN Tækið gengur fyrir 12V rafgeymi auk vanalegs 220V rafstraums. Notar minni straum við 12V en nokkurt annað litsjón- varpstæki, eða aðeins um 20 W. Tækið er geysilega næmt á rásum 2-12. Finnskt stórfyrirtæki sem er sérhæft í sjónvarpstækni og prófaði tækið, við hin erfiðu finnsku skilyrði (skógar, fjöll),gaf því einkunnina „excellent”, frábært, fýrir mót- tökunæmi. í tækinu er innbyggt mjög öflugt, tvöfalt loftnet Þetta er mest selda litsjónvarpstækið í sínum stærðarflokki í Svíþjóð og Finn- landi í ár. Tækinu fylgir þriggja ára ábyrgð á myndlampa, öllum hlutum og eini. Eins árs ábyrgð á vinnu. A tækinu er sjö daga skilaréttur (reynslutími) Laugavegi 10 Sími: 27788 * Ofangreint verð miðast við staðgreiðslu. Sunnudagur 24. jariiiár 1982' mannakompiexa”. Ég veit ekki almennilega hvað karlmanna- komplexar eru. Kannski þú getir frætt mig á þvi? Nú, svo stóðu tvær eða þrjár konur upp til þess að lýsa yfir andúö á framkomu minni, og skoruðu á mig að lesa Klaus Rifbjerg. Nii, ef það er klám f hans verkum, sem það reyndar er, þá er Vita Andersen bara að feta i hans fdtspor að þessu leyti. Mér finnst þaö siöur en svo virðingarvert, en hans bækur hafa þó ekki veriö gefnar út með slikum styrkjum, sem bók hennar. Ég vil einnig geta þess hér, að þegar ég hafði lokiö máli minu á fundinum, þá ætluðu einar tvær eða þrjár konur að fara að klappa, en þegar þær sáu að engin klappaði þegar ég flutti þessa fyrirspurn, þá fraus klappið. En ein kona kom til min eftir fund- inn, Soffi'a Ingvarsdóttir, og hún þakkaði mér fyrir að hafa vakið máls á þvi sem ég gerði”. „Haft i hótunum við mig i síma” — Það hefur þá ekki verið á fundinum, sem haft var I hót- unum við þig? „Nei, það var svo á laugardeg- inum eftir þennan fund, þá i eftir- miðdaginn. Þá var hringt til min þrisvar sinnum og i öll skiptin voru þetta konur. Ég held reyndar að þessar konur hafi vérið saman og bara skipst á að hringja. Þær gáfu ekki upp nafn, en sii fyrsta sagði aö það ætti að skera hausinn af manni eins og mér. Sú sem hringdi næst sagöi: „Það ætti að skera hausinn af manni eins og þér og allt hitt lika”. Þessar konur sögðu aö ég hefði svivirt Vitu Andersen á fundinum, en ég tel ekki að ég hafi veriö að svivirða hana á nokkurn hátt með þessum fyrir- spurnum. Ég tel aö ég hafi fulla heimild til þess að hafa mina skoðun og að Vita hafialls ekki veriö hafin yfir gagnrýni, þósvo aö hún hafiveriö gestur hérna. Mér finnst að þessi rithöfundur hafihaft merkileg áhrif á þessar konur, aö þærskyldu fara aö haga sér svona, — að vera með nafn- lausar upphringingar og hafa I hótunum. Annars vil ég taka það skýrt fram aö ég hlæ að svona upphringingum. Nú, eftir helgina er svo birt þessi frétt i Dagblaöinu og Visi, sem er höfð eftir einhverri konu. Blaðið birtir þessa frétt alveg umbúðalaust án þess að sann- reyna hvort fréttin væri sönn og finnst mér það vftavert. — Ég fór á fund ritstjórans og ræddi þetta mál við hann. Hann lofaði að láta leiðrétta þetta i blaðinu, en nú i' dag, eru liðnir 10 dagar frá þvi að greinarkornið birtist i DV, og enn er leiðréttingin ekki farin að sjá dagsins ljós. Ég hef ekki trú á þvi að hún verði birt úr þessu. Það er eins og blaðinu kveðinn I kutinn Kvenréttindafélflg tslands efndl tii fundar t hódeglnu á föstudflg og var danski Ht- höfundurinh Vita Andersen-' sérstakur gestur. lim - 60 'konur voru suman komnar ó fundlnum en auk þelrra var þar Gunhlangur Þórðarson sem er meölimur i féiaginu. Aður en tit þess kom að Andersen hæll mál .sltt bað_ . Gunnlaugur uni orölð. Sagði hann þar fró þvi að hann hefði gefið bókiita Haltu kjafti og vertu s«t efdr And- ersen i jólagjöf. Honum hefðl siðan orðið það ó að lesa hana fyrir skemmstu og fylltist þó skeifingu yfir þvi áð hflfa gefMT verðandi móður slikar klómbókmennlir. Fór hann ' miður fögrum orðum um höfundinu og verk hans og lauk uppákomunni með þvi að Gunnlaugur var beinlinis „sussaður” niður. Fylglr sög- unni að uppótseki hans hafi ekki vflkið mikla lukku. B Þetta er greinarkornið sem birtist I Dagblaðinu og Visi, þann 12. þessa mánaðar og ritstjóri DV hafði lofað dr. Gunnlaugi að birta leiðréttingu á, en nú, 11 dögum siðarhefur sú leiðrétting enn ekki litið dagsins ljós. ■ „Hún sagði að bókin væri gegnsýröaf karlahatri, sem féili I góðan jarðveg hjá ófuilnægöum og firrtum rauðsokkum.” Timamyndir — Ella finnist enginn matur I þvi að þurfa að leiðrétta, aö það fari meö ranghermi. Það má auðvitað segja sem svo að þaö séeintómur hégómi isam- bandi við þetta mál t.d. þaö hvaö Vita Andersen hefur skrifaö, þvi hún má auðvitað skrifa sitt klám. En það getur hins vegar hafa vakað fyrir Kvenréttindafélag- inu, með þessum fundi, að vekja máls á kvenréttindum. En viö Is- lendingar erum miklu betur settir en aðrar þjóðir, þvi' hér er svo miklu meira jafnræði með kynj- unum en nokkurs staðar annars- staðar. Konur eru hér miklu frjálsariaö ferðum sinum o.fl. en i öðrum löndum. En ég held að konur hér glati nokkru við að fá þetta algjöra jafnrétti. Karlmenn sýna konum ekki sömu vírðingu og áður og ég tel það illa farið ef karlmenn ætla að fara aö hneigj- asttil þess hugarfars, að jafnrétti skapi virðingarleysi. Maður sagði viö mig um daginn að hann heföi séö konu, þar sem hún stóð viö bil sinn og var sprungiö á einu dekk- inu. Hann sagðist hafa keyrt framhjá henni eins og ekkert væri, þvf nú væru konur að hamra svo mikiö á jafnrétti. Ég taldi að þetta væri afskaplega leiðinlegt, þvi konur þær væru oft meira ósjálfbjarga, einmitt á tæknilega sviöinu, en menn. Sagðist ég telja að maður ætti alltaf aö hjálpa sinum meðborgara, það væri skylda manns. 1 sambandi við alla þessa kvennabaráttu, þá tel ég að börn- in hafi mest liðið fyrir það að konur eru farnar að vinna mun meira úti en áöur tiðkaðist. Margar hverjar vinna úti bara vegna kappsins, og þær myndu miklu heldur vilja sinna börnum sinum, ef þær gætu, en þau störf eru bara ekki metin sem skyldi. Það er nú það skuggalega viö okkar þjóöfélag”. „ Ekki sáttur við baráttu rauðsokka” — Hvaö finnst þér þá um rauö- sokkahreyfinguna? , ,Ég er ekki alveg sáttur viö þeirra baráttu og ég tel að margar þessara rauösokka eigi litið erindi f stjórnmál. Þær eru margar hverjar konur sem hafa orðið fyrir vonbrigðum i lifinu, fráskildar og kannski þannig ekki náð þvi sem þær vildu, en ég tel að besti aldurinn fyrir þingmann séábilinu50ára til 60 ára, þannig aö konur sem eru búnar að ala upp sin börn og hafa aukið við- sýni, þær eiga þvi fullt eins mikiö erindi inn á þing á þessum aldri og karlmenn. Það eru afskaplega mikil rang- indi i okkar þjóðfélagi, að þegar konur fara til starfa út i þjóð- félaginu, eftir að hafa skilaö sinu hlutverki sem uppalendur að bær skuli bá byrja störf i byrj- unarlaunaflokki og fá ekki metiö þau þýðingarmiklu störf sem þær hafa unnið á heimilinu árum eða áratugum saman. Þetta er eitt af þeim atriöum sem mér finnst aö þurfi aö leiðrétta, svo og tregöuna á þvi aö leyfa konum að vinna hálfan daginn”. Viö erum nú komin nokkuð frá þvi umræöuefni sem varð tilefni þessa spjalls, og blaðamaður telur ljóst að dr. Gunnlaugur geti haldiö áfram lengi enn, aö ræða það sem honum virðist mikið hjartans mál leiörétting á stööu konunnar i þjóðfélaginu, með þeim hætti að báðir aðilar njóti fullra mannréttinda, en annað kynið reyni ekki að bola hinu frá. — — AB. AUGLÝSINGASTOFA KRISTÍNAR HF 80.40

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.