Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.01.1982, Blaðsíða 15
Sunnudagur 24. janúar 1982. sviöum aðeins, geta undrabörn náð jafngóðum, eða betri árangri en beir sem fullvaxta eru. Hér er áttvið skák stærfræði - og tónlist. Og sjaldan hefur komið fram annað eins undrabarn og Mozart. Munurinn á honum og öðrum undrabörnum erhins vegar sá að hann staönaði ekki er hann full- orðnaðist, tónverk hans urðu sifellt fuilkomnari að tækni og innlifun, og hann vann sér sess meðal jötna tónlistarinnar — Bach, Beethoven og annarra slikra. Ef til vill er ástæðan sú að hann fullorðnaðist aldrei i þess orðs bókstaflegustu merkinu. Hann var alltaf sami strákkjáninn, þroskaðist litt eða ekki, nema á tónlistarsviðinu. Þar tók hann öllum fram á sinum tima og þar á meðal Antonio Salieri. Drap ég hann? Salieri er nú til dags ekki talinn hafa verið mikið tónskáld. Raun- ar veit ég ekki annað en hann sé talinn hafa verið mjög litið tón- skáld. En eins og oft vill verða áttu samtiðarmenn hans erfitt með að greina hver munur var á honum og Mozart og Salieri naut alla vega mikillar hylli, meðan hann var og hét. Það er óumdeilt að Salieri stóð mikil ógn af hinni miklu og náttúrulegu gáfu Mozarts, hann öfundaöi hann hreinlega, og gerði sitt ýtrasta til að leggja stein i götu hans. Til þess var hann i góðri aðstöðu þvi hann gengdi embætti við hiröina og átti greiðan aðgang að eyrum mektarmanna sem þar réðu flestu. Mozart kvartaði til dæmis oft yfir þvi að Salieri kæmi i veg fyrir að honum sjálfum hlotnuðust ýmsar sporslur og embætti sem lágu á lausu, afleið- ingin varð sú að Mozart var alla tiðfátækur og lifði raunar við sult og seyru siðustu ár sin. Hann dó ungur. A (dánarbeöi sinu mun hann hafa sakaö Salieri um aö hafa eitrað fyrir sér en fáir tóku þá ásökun alvarlega. Þó lifði orð- rómurinn allt þar til Salieri lést, löngu siðar, en þá var hann flestum gleymdur. Þarna tekur Peter Shaffer upp þráðinn — leikurinn hefst er Salieri er oröinn gamall og liggur fyrir dauðanum: hann ákveður að setja upp fyrir andana sem að honum sækja siðustu sýningu sina: Dauði Mozarts, eöa Drap ég hann? Salieri er óhætt að segja meistaralega vel gerð persóna skáldum við hirð Austurrikis- keisara, og er hann sjálfur þá ekki undanskilinn. Gáfa Mozarts hlýtur að vera komin frá guði, aðeins guð einn hefur svo fögur hljóð ályktar Salieri, og hann áfellist guð. Þvi var honum, svo guðrækilegum, ekki veitt þessi náð, að vera málpipa hins al máttuga? Er hann tekur siðan að beita sér gegn Mozart er and- stæðingur hans i raun og veru guð á himnum, áhorfendur fá að fylgjast með baráttu þeirra tveggja um sálu og lif Mozarts. Auðvitað er á allra vitorði, nú orðið, hvernig þeirri baráttu lykt- aði — Mozart viðurkenndur snill- ingur — en hver urðu örlög Salieris? Þvi veltir Peter Shaffer fyrir sér. Burtséð frá þvi hvernig mönnum fellur ensk leikhúshefð yfir höfuð verður ekki á móti þvi mælt aö Shaffer er afburða leik- húsmaður og hefur fullt vald á efni sinu. Amadeus er ákaflega vel saman sett leikrit, gáfulega mætti kannski segja, og það er þar fyrir utan bæði skemmtilegt og fyndiö. Það er þvi ekki litið sem Þjóðleikhúsið hefur færst i fang en er við litum inn á æfingu á verkinu siðastliðið miövikudags- kvöld var ekki annað aö sjá en sýningin lofaði góðu. Verkið verður siðan frumsýnt eftir ná- kvæmlega eina viku, það er að segja næstkomandi föstudags- kvöld. Og verður gaman að sjá hvernig áhorfendur taka þessi verki er svo mikillar hylli nýtur i nágrannalöndunum. Tónlistin mikið notuð Leikstjóri i sýningu Þjóðleik- hússins er Helgi Skúlason, einn reyndasti leikstjóri okkar, leik- mynd gerði Björn G. Björnsson og lýsingu annaðist Árni Baldvinsson. Þorkell Sigur- björnsson, tónskáld, hafði umsjón með tónlistinni en i verkinu er tónlist Mozart mikið notuð, og reyndar Salieris lika. Þýðinguna gerðu hjónin Valgarður Egilsson og Katrin Fjeldsted i sameiningu. Hlutverk i sýningunni eru all- mörg, eða sextán talsins, auk nokkurra statista sem leika áheyrendurá tónleikum, borgara i Vinarborg og annað í þeim dúr. Tvö hlutverk eru veigamest i sýningunni og er þar að sjálf- sögðu átt við hlutverk Mozarts og Salieris. Það er Róbert Arnfinns- son sem túlkar Salieri en Sigurður Sigurjónsson ser um að koma Mozart til skila. Þriðja ■ i haust er leið sögðum við hér I Helgar-Tlmanum frá breskri upp- færsiu leikritsins Amadeus eftir Peter Shaffer. Nú er aftur á móti unnið að æfingum á þessu verki I Þjóöleikhúsi islendinga og hljóta flestir sem til þekkja að telja það góð tiðindi. Amadeus hefur farið sannkallaða sigurför um allan hinn vestræna heim, uppfærsla Peters Hall f London var mjög rómuð og hún var slöar flutt á Broadway, New York, og gengur stööugt fyrir fullu húsi. Þess má geta aö Peter Shaffer er ekki allsendis óvanur velgengni, það var jú hann sem samdi leikritiö Equus, um piltinn sem blindaði hesta, og var meðal annars sýnt I Iðnó um miðjan siðasta áratug. Aö minnsta kosti eitt verk til viðbótar eftir Shaffer hefur verið sýnt á lslandi, Svört Kómedia sem Þjóöleikhúsið sýndi. Amadeus, ,,sá sem guö elskar", slikir eru gjarnir á aö deyja ungir. „Amadeus” í þessu tilfelli er enginn annar en Wolfang Amadeus Moz- art, einhver mesti tónsnillingur sem gengið hefúr á þessari jörö. Hann er ein aðalpersónan i leikriti Shaffers, og hefur mynd sú sem leikrita- skáidið drcgur upp af snillingnum komið mörgum á óvart, einkum þeim sem betur þckktu tónverkin en ævi mannsins sjálfs. Á sviðinu er Wolfgang Amadeus ekki Ihuguli, djúpgáfaður og alvarlegur eins og einhver kynni að freistast til að álita — hann er stráklingur, galgopi hinn mesti, raunar varla I húsum hæfur. Mozart er kjaftfor og jafnvel klæminn, hefur gaman af aö fara i skrýtna leiki, eins og að láta berja sig á bossann, og hann ber ekki virðingu fyrir neinum, og eru þó margir sem gera tilkall til viröingar. ■ Salieri biður til guðs. Róbert Arnfinnsson. Timamynd GE. Öfund Salieris Það er ef til vill til marks um hæfni Shaffers sem leikskálds að hannstóðst freistinguna á aö gera Mozart sjálfan að þungamiðju verksins. Þess i stað dró hann fram úr gleymsku fortiðar keppi- naut Mozarts um hylli guðs og manna, Antonio Salieri, tónskáld við hirö Jósefs annars Austur- rikiskeisara. Það er um hann, öfund hans gagnvart snilli Mozarts, og reiði hans gagnvart guði, sem leikritið Amadeus snýst um, öðru fremur. Salieri var töluvert eldri en Mozart og hafði komiö sér þægi- lega fyrir við hirð keisarans sem fréttir tóku að berast af undra- barni sem ynni hvern tónlistar- sigurinn af öðrum, færi um tón- leikasali Þýskalands og viðar og töfraði alla með snilli sinni. Þetta var Mozart. Eins og flestir vita er alls ekki óalgengt að fram komi undrabörn i tónlist, sem geta náð valdi á flóknum tónverkum og jafnvel samið sin eigin þótt ekki séu nema fimm til tiu ára. Þetta er merkilegt fyrirbæri sem enn hefur ekki tekist að skýra að fullu, og gerir svo sem ekkert til — staðreyndin er altént sú að á þremur sviðum, og þremur höfundar sins. Hann þakkar guði fyrir tónlistargáfu sina, sem bæði hann sjálfur og samtiðarmenn hans telja að sé umtalsverð, og strengir þvi þess heit að lofa guð bæði i verkum sinum og einkalifi. Er Mozart kemur til skjalanna fyllist Salieri fyrirlitningu á þessum unga og æðisgengna bjána, en gerir sér jafnframt grein fyrir þvi — einn manna — aðsnilliMozarts er af öðrum toga spunnin en gutlið i öðrum tón- stærsta hlutverkið i sýningunni er hlutverk Konstönsu, eiginkonu Mozarts, sem er álika léttúðug og hann sjálfur en blöskrar þó er fátæktin og eymdin tekur aö sverfa að og Mozart reyndi litt eða ekki fær um að hifa sig upp úr volæðinu. Og kannski ekki von þvi Salieri hefur búið vandlega um hnútana. Hvað um það, það er ung og fremur litt þekkt leikkona sem leikur Konstönsu, og mun þetta vera stærsta hlutverk hennar til þessa. Hún heitir Guðlaug Maria Bjarnadóttir og hefur meðal annars leikið i Flug- leik og i nokkrum hlutverkum i Alþýðuleikhúsinu þar sem hún hefur tekið þátt i starfi hins svo- kallaða „Pæld’iði” hóps. önnur hlutverk eru fæst álika stór og þessi þrjú en nefna má nokkur. Tveir menn sem gegna hlutverki nokkurs konar kallara eru leiknir af Árna Tryggvasyni og Sigurði Skúlasyni, Jósef Austurrikiskeisari er i höndum Gisla Alfreðssonar og þrir mikils háttar broddar við hirðina eru Flosi Ólafsson, Hákon Waage og Valdimar Helgason — sá þraut- reyndi leikari, sem lætur engan bilbug á sér finna þótt árin færist yfir. Eins og áður sagöi verður Ama- deus frumsýndur næstkomandi föstudag en æfingar hafa staðið yfir i nokkra mánuði. Verður vafalitiögaman að sjá útkomuna. —ij • — Marglofað leikrit Peter Shaffers á fjölum Þjóðleikhússins Sunnudagur 24. janúar 1982. 15 ■ Skáldsögur Halldórs Laxness hafa verið, eru og munu án nokkurs efa verða gifurlega vinsælar með þessari þióð — maðurinn hefur auðsæilega hitt á hárréttan tón! En jafnframt þvi sem sögurnar hafa verið lesnar upp til agna og gefnar út i fjölda mörgum útgáfum hefur mönnum þótt ástæða til að setja nokkrar þeirra á svið og jafnvel kvikmynda — þær eru raunar fáar skáldsögur hans sem ekki hefur verið reynt að færa i annað listform. Brekku- kotsannáll og Paradisarheimt hafa verið kvik- myndaðaðar, og Salka Valka i fyrndinni, og nú er unnið að undirbúningi á kvikmyndun Atómstöðvar- innar og Gerplu. t>á hafa íslandsklukkan, Sjálfstætt fólk, Atómstöðin og ' Kristmihald undir jökli verið settar á svið i ýmsum leikhúsum og nú í vetur bætast tvær sögur i það safn: Hús skáldsins, leik- gerð Sveins Einarssonar eftir hluta Heimsljóss, hefur þegar verið frumsýnd i Þjóðleikhúsinu og i Iðnó er nú unnið af fullum krafti við lokaundirbún- ing uppfærslu á Sölku Völku. Frumsýning verður á fimmtudaginn i næstu viku. Saga Halldórs af stúlk- unni Salvöru Valgerði, auknefndri Sölku Völku var fyrst gefin út i upphafi fjórða áratugarins og þá i tveimur hlutum — Þú vinviður hreini kom út árið 1931, og Fuglinn i fjörunni ári siðar, eða 1932. Raunar skiptist sagan i fjóra hluta, en það var ekki fyrr en árið 1951 að sagan var gefin út i einni bók og þá undir nafninu Salka Valka. Sósialismi Salka Valka markaði að ýmsu leyti timamót i rithöíundarferli Halldórs Laxness. Eins og greinasafniö Alþýðubólkin sem kom út árið 1929 gaf til kynna varð Halldór æ sanníærðari sósialosti og þaö viðhorf mótar að nokkru marki skáldsögur hans næstu árin —auk Sölku Völku má nefna Sjálfstætt fólk og Heims- ljós. Hann sneri frá borgarastétt- inni og bömmerum hennar sem hann hafði lýst i Vefaranum Kasmir og beindi þess i stað at- hyglinni að alþýðunni réttri og sléttri — verkamönnum, sjó- mönnum, bændum og loks skáldum þeirra. Listræn tök hans á viðfangsefninu jukust með hverri bók og þeir eru margir sem enn i dag eru hrifnastir af þessum miklu episku skáldsögum af öllum verkum Halldórs. Alltént tókst honum i þessum verkum — og eins hinum siðari, það er rétt — að skapa persónur sem lifa góðu lifi meðal þjóðarinnar, rétt leikhússtjóri Kristnihaldsins en ég sjálfur leikstýrði Atómstöð- inni. Sú sýning var einmitt sett upp i tilefni af stórafmæli Halldórs þá, er hann varð sjötugur. Nú, fljótlega eftir að sýningum á Atómstöðinni lauk fóru að heyr- ast raddir i Leikfélaginu um að gjarnan mætti gera meira af þessu, það er að segja færa skáld- sögur Halldórs i leikbúning. Þá barst Salka Valka íljótlega i tal . Og nú, þegar áttatiu og fimm ára afmæli Leikfélagsins er ný af- staöið og stórafmæli Halldórs stendur fyrir dyrum, ákváðum við að nota tækifærið.” — Mikil vinna? „Já, þetta var talsvert mikil vinna og nokkuð erfið, en jafn- framt mjög skemmtileg. Þetta er náttúrlega stór og viðamikil bók, ein af stærstu bókum Halldórs, og það lá i augum uppi strax i byrjun að það myndi reynast eríitt að koma henni fyrir i einni leikgerð. Við höfum reynt aö vera eins trúir bókinni og írekast er unnt, viö — Leikgerð Þorsteins og Stefáns eftir sögu Laxness í Iðnó eins og þær hefðu einu sinni verið af holdi og blóði. Ein þeirra er Salka Valka. ,,Þú ert mikilmenni,” er oítar en einusinni sagt viö Sölku Völku, en hún veit ekki við hvað er átt. Hún er venjuleg alþýðustúlka og þó ekki, hún er stórlyndur dugnaðarforkur og berst fyrir lifi sinu í samfélagi þorpsins með kjafti og klóm. Hún blandast inn i verkalýösmál og stéttaátök, ofsa- trú er andleg næring hennar i æsku og ástin fer um hana ómjiikum höndum. Það er Guðr- un Snæfriður Gisladóttir sem fær það hlutverk að túlka þessa konu á sviðinu i Iðnó. Það eru leikhússtjórarnir tveir hjá Leikfélagi Reykjavikur sem i sameiningu hafa umskrifað Sölku Völku fyrir leiksvið, þeir Stefán Baldursson og Þorsteinn Gunnarsson. Raunar virðist i tisku þessa dagana aö leikhús- stjórar semji leikgerðir af skáld- sögum Laxness þvi eins og áður sagði var það Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri,sem sáum leik- gerðina að Húsi skáldsins. Meira af þessu! Égspurði Þorstein Gunnarsson hvert gæti talist upphaf leik- gerðarinnar að Sölku Völku. „Við hér i Iðnó höfum þegar sett upp tvær skáldsögur Halldórs Kristnihald undir jökli og siðan Atómstöðina, fyrir nákvæmlega tiu árum. Sveinn Einarsson var ■ Verkfall á Óseyri. Verkfallsvörðstendur Arnaldur. Jóhann Sigurðsson. Tfmamynd GE skiptum leikgeröinni til dæmis i fjórakafla.alvegeinsog i bókinni sjálfri, og höfum haldið réttri timaröð nokkurn veginn. Það er sem sé ekki mikið flakk i tima og rúmi. Hitt er svo annað mál að við urðum að taka okkur ýmis bessa- leyfi, til þess hreinlega að koma sögunni fyrir. Tvö, þrjú og jafnvel fjögur samtöl hafa verið stytt niður i eitt, svo dæmi sé tekiö, og persónum hefur verið fækkað — þær ýmist strikaðar alveg út eöa þá að nokkrar hafa veriö sam- einaðar i eina. Þess háttar hlutir.” Sjálfstætt leikverk Þorsteinn tók skýrt fram að þótt þeir félagar héldu söguþræöi bókarinnar nokkuð nákvæmlega þá hefðu þeir reynt eftir fremsta megni aö skapa sjálfstætt leik- verk. „Það má alls ekki, vona ég, lita á þetta sem einungis mynd- skreytingu sögunnar — viö vonum aö leikgerðin geti staðið fyrir sinu án bókarinnar. Bókin er lika sérstakt listaverk, og leik- gerð kemur aldrei i stað hennar. En við höfum stefnt að þvi að þeir sem ekki hafa lesið bókina, þeir geti haft jafn gaman af leikgerö- inni og hinir sem þekkja þessa sögu út og inn. En hitt er svo annað mál”, sagöi Þorsteinn og hló við, „hvort þeir eru til sem ekki hafa lesið þessa bók...” Þorsteinn sagöi enníremur aö þeir Stefán helðu haft mikið og náið samstarí viö Halldór Laxness meðan á samningu leik- gerðarinnar stóð. Já, við lögðum strax fyrir hann frumdrög okkar og hann hefur siðan fylgst með þessu á öllum stigum vinnslunnar, komið á samlestra og æfingar eins og hann hefur haft aðstöðu til. Þetta hefur verið mjög ánægjuleg sam- vinna. Eins og tekiö var fram rétt áöan fer Guörún Gisladóttir meö titilhlutverkið i leikritinu. Þaö er mikið hlutverk, Salka Valka er á sviðinu næstum allan timann og er þungamiðja verksins. Guörún Gisladóttir er sennilega þekktust fyrir hlutverk sitt i Stundaríriöi eftir Guðmund Steinsson sem sýnt var i Þjóðleikhúsinu, en hún hefur einnig leikið með Alþýöu- leikhúsinu og viðar. Alls eru þaö fimmtán leikarar sem fara með hlutverk i sýning- unni en sumir þeirra leika fleiri en eina persónu. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur Sigurlinu, móður Sölku Völku, og Þorsteinn Gunnarsson annar höfundanna, leikur Steinþór Steinsson, sem fer til Ameriku. Jón Sigurbjörnsson fer með hlutverk Jóhanns Bogesen, kaupmanns á Óseyri, þar sem leikurinn gerist, hann er maðurinn sem hefur alla þræði i hendi sér, arðrænir þorpsbúa miskunnarlaust en litur á þá sem börnin sin. Er þetta hlutverk eitt af hinum stærstu i sýningunni. Byltingar eldmóður Þar kemur að Bogesen kaup- maður mætir mótspyrnu, það er piltungur að nalni Arnaldur sem íariö hefur utan til náms sem kemur heim i plássið sitt upp- fullur af byltingareldmóði og kommúnisma sem stendur fyrir verkföllum og andófi gegn valdi kaupmanns. Jóhann Sigurðsson nýútskrifaður leikari, er Bogesen, en Jóhann leikur einnig titilhlutverkið i Jóa eítir Kjartan Ragnarsson, sem gengur stööugt íyrir fullu húsi i Iðnó. önnur hlutverk eru flest hver heldur smærri en meðal leikara má nefna Gisla Rúnar Jónsson ( sem leikur son kaupmannsins, Angantý), Steindór Hjörleifsson, Hönnu Mariu Karlsdóttur, Karl Guðmundsson, Sigurð Karlsson, Jón Júliusson, Sigriði Hagalin, Soffiu Jakobsdóttur, Valgerði Dan og fleiri. Höfundarnir Þorsteinn og Stefánkoma mjög við sögu þessa leikrits, þvi auk þess sem Þorsteinn leikur veigamikið hlut- verk i sýningunni, þá sér Stefán Baldursson um leikstjórnina. Leikmynd og búninga gerði Þór- unn S. Þorgrimsdóttir, tónlistina samdi Askell Másson og lýsingu annaðist Daniel Williamsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.