Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 6
6 30. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR Sparaksturskeppni RV K Þing vallavatn Selfoss RVK Laugardaginn 3. maí. Skráning á www.atlantsolia.is Skemmtilegur fjölskyldubíltúr frá Bíldshöfða. 1. verðlaun 25.000 króna bensínúttekt. flugfelag.is Burt úr bænum SNÆFELLSJÖKULL DRANGJÖKULL REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Hópaferðir fyrir öll tilefni Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is flugfelag.is Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. Flugfrakt Sækjum og sendum – hratt og örugglega á hagstæðu verði. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag Ljósmyndir: Rannsóknarlögreglan í Austurríki, Getty Geymslu- herbergi Miðstöðvar- herbergi AUSTURRÍKI Kjallaraholan, sem Eliz- abeth Fritzl og þrjú barna hennar þurftu að hírast í, var smíðuð sem kjarnorkubyrgi fyrir um þrjátíu árum, þegar kalda stríðið var í hámarki. Á þeim tíma töldu margir þörf fyrir slíkt byrgi, þar sem fjöl- skyldan gæti skotist í skjól og lifað af kjarnorku styr jöld. Josef Fritzl sótti um opinbert leyfi fyrir slíku byrgi árið 1978 og hafði lokið við smíði þess árið 1983. Aðeins ári síðar, í lok ágúst árið 1984, lokaði hann átján ára gamla dóttur sína þar inni og slapp hún ekki úr prísundinni fyrr en nú um síðustu helgi, nærri 24 árum síðar. Hann hafði níðst á henni kyn- ferðislega síðan hún var ellefu ára gömul. Stuttu áður en hann lokaði hana inni hafði hún reynt að strjúka að heiman. Hann segist hafa viljað vernda hana fyrir eiturlyfjum. Í byrginu eru tvö lítil svefn her- bergi, hvort um sig með tveim ur rúmum, auk salernis-, hrein lætis- og eldunaraðstöðu. Lofthæð er mest 170 sentímetrar og rýmið í heild innan við sextíu fermetrar. Þar ól hún föður sínum sjö börn og þrjú þeirra bjuggu þar alla ævi: tveir drengir sem nú eru fimm og átján ára, og nítján ára stúlka sem liggur fárveik á sjúkrahúsi. Drengirnir tveir eru sagðir við merkilega góða heilsu miðað við svo langa innilokun og sá yngri meira að segja brosmildur og kátur. Í gær var skýrt frá því að rann- sókn á lífsýnum úr Josef Fritzl staðfesti að hann sé faðir allra barnanna sex, sem enn eru á lífi. Sjöunda barnið lést nýfætt árið 1996. Fritzl var leiddur fyrir dómara í gær sem úrskurðaði hann form- lega í gæsluvarðhald. „Fritzl var algerlega rólegur og sýndi engar tilfinningar í dómsalnum,“ sagði Gerhard Sedlacek saksóknari. Hann sagði að Fritzl hefði heldur ekki sagt margt um glæpi sína. Fritzl hafði á yngri árum hlotið dóm fyrir nauðgun og margir nágrannar hans vissu af því. Hann átti hús víða í Austurríki og var því mikið á ferðinni. Einnig ferðaðist hann reglulega til Taí lands, og virðist hafa séð til þess að nægar matar- birgðir væru föngunum til reiðu á meðan. Fritzl á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi fyrir nauð ganir. Einnig er verið að kanna hvort hægt verði að ákæra hann fyrir morð vegna þess að hann hafi látið undir höfuð leggj- ast að útvega einu barninu lækn- isaðstoð, sem hefði getað bjarg- að lífi þess. Barnið lést þriggja daga gamalt og hann brenndi líkið í miðstöðvarofni rétt fyrir utan dýflissuna. gudsteinn@frettabladid.is Dýflissan var byggð sem kjarnorkubyrgi Lögreglan í Austurríki segir að DNA-rannsókn hafi staðfest að Josef Fritzl sé faðir þeirra sex barna, sem enn eru á lífi af þeim sjö, sem dóttir hans eignaðist í kjallaraholunni þar sem hún hefur verið fangi föður síns í nærri aldarfjórðung. Fritzl var algerlega rólegur og sýndi engar tilfinningar í dómsalnum. GERHARD SEDLACEK SAKSÓKNARI Í AUSTURRÍKI Telur þú í lagi að verslun 10-11 í Austurstræti sé opin allan sólarhringinn? JÁ 41,3% NEI 58,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er launahækkun grunnskóla- kennara með nýjum kjara- samningi of há? Segðu skoðun þína á visir.is VIÐSKIPTI Bókfært tap hluthafa fjár- málaþjónustufyrirtækisins Existu á fyrsta ársfjórðungi nemur 43,8 milljónum evra, eða tæplega 5,1 milljarði króna miðað við gengi evru í gær. Félagið birti uppgjör sitt eftir lokun markaða í gær. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 640,7 milljón- um evra. Tap fjórðungsins skýrist af verðbreytingum á skráðum eign- um félagsins. Á fyrsta ársfjórð- ungi í fyrra hækkuðu skráðar eign- ir um 38,2 milljónir evra, en rýrnuðu á þessu ári um sem nemur 173,2 milljónir evra. Heildareignir félagsins nema hins vegar 7,4 milljörðum evra, eða tæpum 858 milljörðum króna, og lækkuðu um 8,1 prósent í fjórð- ungnum. Eigið fé Existu nemur 2,3 milljörðum evra (267 milljörðum króna) og handbært fé nemur 485 milljónum evra (56,2 milljörðum króna) við lok fjórðungsins. Tryggt lausafé er sagt nægilegt til að mæta endurfjármögnun félagsins þar til í desember 2009. Lýður Guðmundsson, stjórnar- formaður Existu, segist sáttur við útkomu fjórðungsins, sem reynst hafi fyrirtækjum í fjármálaþjón- ustu sérlega erfiður. Hann segir að þrátt fyrir neikvæða afkomuhafi Exista staðið vörð um „sterkar fjárhagslegar undirstöður, öfluga lausafjárstöðu og framúrskarandi eignir“. - óká Á KYNNINGARFUNDI Lýður Guðmunds- son, stjórnarformaður Existu, segir að á tímum umróts á alþjóðamörkuðum hafi tekist að tryggja fjárhagsstyrk og lausafé félagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fyrsti ársfjórðungur sérlega erfiður fyrirtækjum í fjármálaþjónustu: Exista tapar fimm milljörðum VÍETNAM, AP Þótt fagnaðarhróp hafi verið áberandi er hlaupið var með ólympíukyndilinn um götur stærstu borgar Víetnams í gær gekk hlaupið ekki alveg truflana- laust fyrir sig. Mótmælendur voru handteknir í höfuðborginni Hanoi. Ho Chi Minh-borg var einn síðasti viðkomustaðurinn á ferð kyndils- ins um heimsbyggðina áður en hlaupið verður með hann um Kína. Á svo til öllum viðkomustöðum kyndilsins nema í N-Kóreu þurfti öryggisgæslu til að mótmælendur gegn framgöngu kínverskra stjórnvalda í Tíbet og mannrétt- indamálum almennt næðu ekki að hindra för hlauparanna. - aa Ólympíukyndilshlaupið: Mótmælt víðast nema í N-Kóreu KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.