Fréttablaðið - 30.04.2008, Page 14

Fréttablaðið - 30.04.2008, Page 14
14 30. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR PANDA Í SNJÓ Þessi átta mánaða gamli pandabjörn renndi sér nokkrum sinnum í snjónum í dýragarði í San Diego í Kaliforníu. Fimmtán tonnum af snjó var sturtað þar niður til að undirbúa ísbjarnasýningu sem verður í næsta mánuði. NORDICPHOTOS/AFP TRYGGINGAR Kópavogsbær hefur sent tryggingafé- laginu Verði kröfu um skaðabætur vegna skemmda á göngubrú eftir að vörubíl var ekið á hana í mars. Vörubílstjórinn ók í ógáti um götur með pallinn í uppréttri stöðu eftir að hafa sturtað hlassi sínu. Starfsbróðir bílstjórans sem sá til náði ekki að vara hann við í tæka tíð áður en hann ók bílnum undir göngubrúna þar sem hún liggur yfir Vatnsendaveg við Vatnsendaskóla. Enginn var á brúnni þegar óhappið varð en bílstjórinn slasaðist lítillega. Bíll hans var talinn ónýtur eftir áreksturinn. Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi hjá Kópavogsbæ, segir að göngubrúin hafi skemmst nokkuð, sprungur hafi komið í steypt burðarvirki hennar og handrið gengið til. „Þó það sé talið óhætt að nota brúnna er ljóst að gera þarf við hana. Við teljum eðlilegt að tryggingafélag vörubílsins beri þann kostnað,“ segir Þór. - gar Göngubrú yfir Vatnsendaveg er stórskemmd eftir viðutan vörubílstjóra: Trygging borgi brúarviðgerð ÓHAPP Á VATNSENDAVEGI Vörubíll var talinn ónýtur eftir að bílstjórinn ók á göngubrú við Vatnsendaskóla. MYND/INGVAR ÖLVER SIGURÐSSON Komdu og re ynsluaktu Volkswagen með sparney tinni bensín- eða d ísilvél. Prófaðu að s para Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur F í t o n / S Í A PassatGolfPolo 5,0 l/100 km 4,5 l/100 km Touran 5,9 l/100 km 5,8 l/100 km Eyðsla, miðað við TDI® vél frá Volkswagen í blönduðum akstri. Tiguan 6,9 l/100 km HEILBRIGÐISMÁL Á allra vörum, átak gegn brjóstakrabbameini, hófst í gær. Markmið átaksins er að safna fé fyrir Krabbameinsfé- lagið til kaupa á nýjum tækjum til að greina brjóstakrabbamein í konum en unnið er að endurnýjun tækjanna um þessar mundir. Bleikt varalitagloss frá Yves Saint Laurent verða næstu mánuði seld til styrktar verkefn- inu um borð í flugvélum Icelandair og í fríhafnarverslunum Flugfélags Íslands í Reykjavík og á Akureyri. Að auki verður hægt að kaupa varalitina hjá Krabbameinsfélaginu í Skógarhlíð í Reykjavík. Í upphafi átaksins fengu tíu þjóðþekktar konur fyrstu varalitaglossin afhent. Meðal þeirra voru frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari Krabbameinsfélagsins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra, Edda Björg- vinsdóttir leikkona og Ragnheiður Gröndal söngkona. Á Íslandi greinist ein af hverjum tíu konum með brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni. - ovd Á allra vörum, átak til kaupa á nýjum tækjum til að greina brjóstakrabbamein: Safna fé til kaupa á nýjum tækjum FYRSTU VARALITAGLOSSIN AFHENT Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var á meðal þeirra tíu kvenna sem fengu fyrsta vararlitaglossinn afhentan. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Götusópur útaf við Dalvík Mikil mildi þykir að ökumaður götusóps skyldi ekki slasast þegar bíllinn fór útaf og endastakkst við Dalvík snemma í gærmorgun. Mikil snjókoma var á slysstað og að sögn lögreglumanna allt að 20 sentímetra jafnfallinn snjór. LÖGREGLUFRÉTTIR Kerru hjálparsveitar stolið Sleðakerru Hjálparsveitar skáta í Kópavogi var stolið fyrir utan húsnæði sveitarinnar við Kópavogshöfn. Um er að ræða hvíta tveggja sleða kerru frá Vögnum og þjónustu og er númerið LY-300. Stór merki hjálparsveitarinnar eru aftan á kerrunni. Þeir sem telja sig hafa upplýsingar um kerruna eru beðnir að hafa samband við lögreglu. Sinubruni í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út laust fyrir hádegi í gær vegna elds í sinu milli Bakka- og Hólahverfa í Breiðholti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. VIÐSKIPTI Björgólfur Thorsteins- son, formaður Landverndar, sem nýlega var skipaður varamaður í stjórn Landsvirkjunar tekur ekki sætið. Hann segir að málið hafi verið rætt á fundi stjórnar Landverndar og hafi þar komið fram efasemdarraddir. „Þar sem mér finnst mikilvægt að stjórn Landverndar sé samstillt um mikilvæg mál sem þetta, og þar sem mér er kappsmál að halda þeim góða starfsanda sem verið hefur innan samtakanna, hef ég ákveðið að taka ekki sæti sem varamaður Landsvirkjunar.“ Hann segir hugmyndina hins vegar athyglisverða og þakkar það traust sem honum hefur verið sýnt. - jse Formaður Landverndar: Afþakkar sætið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.