Fréttablaðið - 05.05.2008, Side 8

Fréttablaðið - 05.05.2008, Side 8
 5. maí 2008 MÁNUDAGUR RV U N IQ U E 04 08 03 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Rekstrarvörustyrkir RV 2008 RV veitir árlega styrki til félaga og samtaka sem sinna þörfum samfélagsverkefnum og leggja alúð við umhverfi sitt. Styrkirnir eru í formi vöruúttekta hjá RV sem styrkþegar geta nýtt vegna reksturs eða til fjáröflunar. Í ár verða veittir þrír rekstrarvörustyrkir og þurfa umsóknir um þá að berast á netfangið styrkir@rv.is fyrir 18. maí nk. Í umsókn skal gerð grein fyrir þeim félögum sem sækja um styrk og verkefnum sem njóta eiga góðs af styrkveitingu. Tilkynnt verður um val á styrkþegum þann 5. júní nk. á heimasíðu fyrirtækisins. RV er sérhæft dreifingarfyritæki sem sinnir þörfum fyrirtækja og stofnana fyrir almennar rekstrar og hreinlætisvörur. RV leggur sérstaka áherslu á heildarlausn hreinlætis- og öryggismála, svo og hjúkrunarvörur fyrir stofnanir og einstaklinga. Fyrirtækið var stofnað 18.maí 1982. RV á og rekur fyrirtækið RV Unique í Rödekro á Suður-Jótlandi. RV Unique þjónar viðskiptavinum í Danmörku og Norður-Þýskalandi. Nánari upplýsingar á heimasíðu RV: www.rv.is MÓTTAKA UMSÓKNA ER HAFIN UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ Háskólinn á Akureyri Lögfræði B.A. / M.L. Kynntu þér nám við Háskólann á Akureyri á www.haskolanam.is ALÞJÓÐLEG ÁHERSLA LOTUKENNSLA OG SÍMAT FRAMÚRSKARANDI KENNARAR LITLIR NÁMSHÓPAR Sara Halldórsdóttir, nemi á lokaári í B.A.-námi Fór í einn vetur sem skiptinemi til Kína Vigdís Ósk Sveinsdóttir, nemi í lokaári í M.L.-námi Fulltrúi hjá Lögmönnum Höfðabakka Ingólfur Friðriksson, B.A. í lögfræði 2006 Starfar hjá fastanefnd Íslands í Genf UMHVERFISMÁL Í forsíðuumfjöllun bandaríska fréttavikuritsins News- week um „umhverfismál og for- ystu“ segir að þeir leiðtogar landa heims sem vilji sýna og sanna að þeim sé alvara með að vilja fram- fylgja nútímalegri umhverfis- verndarstefnu hefðu gott af því að „líta í norður“ til Íslands. „Á Íslandi, landi sem er betur þekkt fyrir þorsk en nýjustu umhverfistækni, koma 80 prósent orkunotkunar frá endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafls- og jarðhita- virkjunum,“ segir þar. Rakið er að þetta sé afrakstur áratuga uppbygg- ingar og nú vilji íslenska ríkisstjórn- in flytja þessa þekkingu á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa út. Með stuðningi stjórnvalda séu íslensk fyrirtæki að fara með sér- þekkingu sína á þessu sviði til staða eins og Djíbútí, Kína og Suður-Kali- forníu. „Þótt Ísland kunni með ríkuleg- um náttúrulegum orkulindum sínum og fáu íbúum að vera í ein- stakri aðstöðu gætu leiðtogar ann- arra þjóða fengið eina eða tvær góðar hugmyndir með því að bóka far til Reykjavíkur,“ skrifar Newsweek. Blaðið segir íslensku ríkisstjórn- ina fjárfesta í rannsóknum sem miða að því að efla sérþekkingu Íslendinga á nýtingu endurnýjan- legra orkugjafa. Hins vegar er sagt vera spurningarmerki yfir því að hve miklu leyti önnur lönd geti leik- ið það eftir sem gert hefur verið hér á landi, einkum að því er varðar nýtingu jarðhita. Í greininni er einnig rakið hvern- ig umhverfismál og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum hafa stórlega vaxið að mikilvægi í hugum kjós- enda út um allan heim. Sú hugar- farsbreyting þrýsti á stjórnmála- leiðtoga, þar á meðal George W. Bush Bandaríkjaforseta, að koma sér upp „grænum trúverðugleika“. audunn@frettabladid.is Grænir leiðtog- ar læri af Íslandi Í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek er athygli vakin á árangri Íslands í nýtingu endurnýjanlegra orku- gjafa og möguleikunum á útbreiðslu þessa árangurs. GRÆN FORYSTA Íslenski forsætisráðherrann er hér í hópi „tíu lykilleikmanna“ í nýju grænu heimsbyltingunni sem Newsweek segir að fylgjast beri með. NORÐURLÖND Norðurlandaþjóðirn- ar ætla að vinna saman að því að finna lausn á vandamálinu með erlenda sígaunabetlara í löndun- um. Bo Lindroos, sendiráðsmaður Finna í Stokkhólmi, hefur lagt til að Norðurlandaþjóðirnar vinni saman að því að þrýsta á Rúmen- íu í gegnum Evrópusambandið, að sögn Helsingin Sanomat. Harmóníkuleikandi sígaunar frá Rúmeníu flæða nú yfir Finn- land og Svíþjóð og stöðugt fleiri þeirra leita á náðir félagslega kerfisins í Svíþjóð. Yfirvöld í lönd- unum eru óánægð með þróunina, sérstaklega vegna þess kostnaðar- auka sem sígaunarnir valda félags- lega kerfinu. Borgaryfirvöld í Helsinki hyggja á herferð í Rúmeníu til að upplýsa íbúa þar um að betlarar fái ekki félagslega aðstoð í Finn- landi og að betlarabörn verði sett á fósturheimili. - ghs Norðurlönd bregðist við aðstreymi sígauna: Vilja losna við betlarana SPILA Á GÖTUM Sígaunar frá Rúmeníu flæða yfir Svíþjóð og Finnland, leika þar á hljóðfæri og þiggja peninga fyrir. PAKISTAN, AP Hæstaréttardómar- arnir sem Pervez Musharraf, forseti Pakistans, rak úr embætti á síðasta ári munu taka við embættum sínum á ný 12. maí næstkomandi. Nawaz Sharif, sem er fyrrver- andi forsætisráðherra og leið- togi annars stærsta flokksins í núverandi ríkisstjórn, skýrði frá þessu að loknum löngum samn- ingaviðræðum hans og Asifs Ali Zardari, núverandi forsætisráð- herra, um það hvernig hægt yrði að hrinda þessu í framkvæmd. Leiðin sem farin verður er sú, að þingið samþykkir ályktun um að dómararnir snúi aftur, og þá getur forsætisráðherra sam- dægurs veitt þeim embættin á ný. - gb Samkomulag stjórnarflokkanna í Pakistan: Dómarar snúa aftur PERVEZ MUSHARRAF Endurkoma reknu dómaranna gæti gert honum ókleift að sitja mikið lengur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.