Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 8
 5. maí 2008 MÁNUDAGUR RV U N IQ U E 04 08 03 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Rekstrarvörustyrkir RV 2008 RV veitir árlega styrki til félaga og samtaka sem sinna þörfum samfélagsverkefnum og leggja alúð við umhverfi sitt. Styrkirnir eru í formi vöruúttekta hjá RV sem styrkþegar geta nýtt vegna reksturs eða til fjáröflunar. Í ár verða veittir þrír rekstrarvörustyrkir og þurfa umsóknir um þá að berast á netfangið styrkir@rv.is fyrir 18. maí nk. Í umsókn skal gerð grein fyrir þeim félögum sem sækja um styrk og verkefnum sem njóta eiga góðs af styrkveitingu. Tilkynnt verður um val á styrkþegum þann 5. júní nk. á heimasíðu fyrirtækisins. RV er sérhæft dreifingarfyritæki sem sinnir þörfum fyrirtækja og stofnana fyrir almennar rekstrar og hreinlætisvörur. RV leggur sérstaka áherslu á heildarlausn hreinlætis- og öryggismála, svo og hjúkrunarvörur fyrir stofnanir og einstaklinga. Fyrirtækið var stofnað 18.maí 1982. RV á og rekur fyrirtækið RV Unique í Rödekro á Suður-Jótlandi. RV Unique þjónar viðskiptavinum í Danmörku og Norður-Þýskalandi. Nánari upplýsingar á heimasíðu RV: www.rv.is MÓTTAKA UMSÓKNA ER HAFIN UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ Háskólinn á Akureyri Lögfræði B.A. / M.L. Kynntu þér nám við Háskólann á Akureyri á www.haskolanam.is ALÞJÓÐLEG ÁHERSLA LOTUKENNSLA OG SÍMAT FRAMÚRSKARANDI KENNARAR LITLIR NÁMSHÓPAR Sara Halldórsdóttir, nemi á lokaári í B.A.-námi Fór í einn vetur sem skiptinemi til Kína Vigdís Ósk Sveinsdóttir, nemi í lokaári í M.L.-námi Fulltrúi hjá Lögmönnum Höfðabakka Ingólfur Friðriksson, B.A. í lögfræði 2006 Starfar hjá fastanefnd Íslands í Genf UMHVERFISMÁL Í forsíðuumfjöllun bandaríska fréttavikuritsins News- week um „umhverfismál og for- ystu“ segir að þeir leiðtogar landa heims sem vilji sýna og sanna að þeim sé alvara með að vilja fram- fylgja nútímalegri umhverfis- verndarstefnu hefðu gott af því að „líta í norður“ til Íslands. „Á Íslandi, landi sem er betur þekkt fyrir þorsk en nýjustu umhverfistækni, koma 80 prósent orkunotkunar frá endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafls- og jarðhita- virkjunum,“ segir þar. Rakið er að þetta sé afrakstur áratuga uppbygg- ingar og nú vilji íslenska ríkisstjórn- in flytja þessa þekkingu á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa út. Með stuðningi stjórnvalda séu íslensk fyrirtæki að fara með sér- þekkingu sína á þessu sviði til staða eins og Djíbútí, Kína og Suður-Kali- forníu. „Þótt Ísland kunni með ríkuleg- um náttúrulegum orkulindum sínum og fáu íbúum að vera í ein- stakri aðstöðu gætu leiðtogar ann- arra þjóða fengið eina eða tvær góðar hugmyndir með því að bóka far til Reykjavíkur,“ skrifar Newsweek. Blaðið segir íslensku ríkisstjórn- ina fjárfesta í rannsóknum sem miða að því að efla sérþekkingu Íslendinga á nýtingu endurnýjan- legra orkugjafa. Hins vegar er sagt vera spurningarmerki yfir því að hve miklu leyti önnur lönd geti leik- ið það eftir sem gert hefur verið hér á landi, einkum að því er varðar nýtingu jarðhita. Í greininni er einnig rakið hvern- ig umhverfismál og aðgerðir gegn loftslagsbreytingum hafa stórlega vaxið að mikilvægi í hugum kjós- enda út um allan heim. Sú hugar- farsbreyting þrýsti á stjórnmála- leiðtoga, þar á meðal George W. Bush Bandaríkjaforseta, að koma sér upp „grænum trúverðugleika“. audunn@frettabladid.is Grænir leiðtog- ar læri af Íslandi Í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek er athygli vakin á árangri Íslands í nýtingu endurnýjanlegra orku- gjafa og möguleikunum á útbreiðslu þessa árangurs. GRÆN FORYSTA Íslenski forsætisráðherrann er hér í hópi „tíu lykilleikmanna“ í nýju grænu heimsbyltingunni sem Newsweek segir að fylgjast beri með. NORÐURLÖND Norðurlandaþjóðirn- ar ætla að vinna saman að því að finna lausn á vandamálinu með erlenda sígaunabetlara í löndun- um. Bo Lindroos, sendiráðsmaður Finna í Stokkhólmi, hefur lagt til að Norðurlandaþjóðirnar vinni saman að því að þrýsta á Rúmen- íu í gegnum Evrópusambandið, að sögn Helsingin Sanomat. Harmóníkuleikandi sígaunar frá Rúmeníu flæða nú yfir Finn- land og Svíþjóð og stöðugt fleiri þeirra leita á náðir félagslega kerfisins í Svíþjóð. Yfirvöld í lönd- unum eru óánægð með þróunina, sérstaklega vegna þess kostnaðar- auka sem sígaunarnir valda félags- lega kerfinu. Borgaryfirvöld í Helsinki hyggja á herferð í Rúmeníu til að upplýsa íbúa þar um að betlarar fái ekki félagslega aðstoð í Finn- landi og að betlarabörn verði sett á fósturheimili. - ghs Norðurlönd bregðist við aðstreymi sígauna: Vilja losna við betlarana SPILA Á GÖTUM Sígaunar frá Rúmeníu flæða yfir Svíþjóð og Finnland, leika þar á hljóðfæri og þiggja peninga fyrir. PAKISTAN, AP Hæstaréttardómar- arnir sem Pervez Musharraf, forseti Pakistans, rak úr embætti á síðasta ári munu taka við embættum sínum á ný 12. maí næstkomandi. Nawaz Sharif, sem er fyrrver- andi forsætisráðherra og leið- togi annars stærsta flokksins í núverandi ríkisstjórn, skýrði frá þessu að loknum löngum samn- ingaviðræðum hans og Asifs Ali Zardari, núverandi forsætisráð- herra, um það hvernig hægt yrði að hrinda þessu í framkvæmd. Leiðin sem farin verður er sú, að þingið samþykkir ályktun um að dómararnir snúi aftur, og þá getur forsætisráðherra sam- dægurs veitt þeim embættin á ný. - gb Samkomulag stjórnarflokkanna í Pakistan: Dómarar snúa aftur PERVEZ MUSHARRAF Endurkoma reknu dómaranna gæti gert honum ókleift að sitja mikið lengur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.