Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 12
12 19. maí 2008 MÁNUDAGUR AÐ SÁ SEM SAFNAR VILDARPUNKTUM GETUR NOTAÐ ÞÁ FYRIR HVERN SEM ER? VISSIR ÞÚ … Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 19 81 0 5 /0 8 WW W.VI LDARKLUBBUR.IS A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is KÍNA, AP Stjórnvöld í Kína hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg frá og með deginum í dag vegna jarðskjálftans sem gekk yfir land- ið á dögunum. Þjóðarsorgin hefst með þriggja mínútna þögn í dag, nákvæmlega viku eftir að skjálft- inn, sem var 7,9 á Richter, gekk yfir miðhluta landsins. Flaggað verður í hálfa stöng bæði í Kína og hjá kínverskum sendiráðum um allan heim, auk þess sem öllum opinberum athöfnum verður frestað. Stjórnvöld hafa jafnframt fyrir- skipað að gert verði hlé á hlaup- inu með ólympíukyndilinn. Hlaup- ið hélt áfram í síðustu viku þrátt fyrir skjálftann en eins og gefur að skilja skyggði harmleikurinn mjög á stemninguna. Hlaupararn- ir höfðu uppi einnar mínútu þögn áður en þeir lögðu af stað og ósk- uðu jafnframt eftir fjárframlög- um frá almenningi til að aðstoða þá sem eiga um sárt að binda. Alls hafa yfir 32 þúsund manns fundist látnir eftir skjálftann auk þess sem yfir 220 þúsund slösuð- ust. Óttast er að tala látinna fari yfir fimmtíu þúsund og vonir um að finna fleira fólk á lífi í rústunum verða veikari með degi hverjum. „Bráðum verður orðið of seint að finna fólk á lífi,“ sagði Koji, Fujiya, leiðtogi japansks björgunarliðs, sem fann í gær tíu lík í skóla sem hafði hrunið í skjálftanum. „Ef við höldum áfram að leggja okkur fram finn- um við vonandi fleira fólk á lífi.“ Alþjóða heilbrigðisstofnunin segir að hættan á sjúkdómum sé mikil eftir jarðskjálftann og hefur hún óskað eftir því að hreinu vatni verði komið á svæð- ið og að hreinlætismálum verði kippt í lag sem allra fyrst. „Það er gríðarlega mikilvægt að matur, hreint drykkjarvatn og hreinlætis- aðstaða verði til staðar vegna þess að sjúkdómar eiga auðvelt með að komast upp á yfirborðið við þessar aðstæður,“ sagði Hans Troedson hjá heilbrigðisstofnun- inni. Kínversk stjórnvöld hafa óskað eftir því að almenningur láti meira fé af hendi rakna vegna skjálftans en hann hefur gert til þessa. Þegar hefur ríkisstjórninni borist um 75 milljarða króna fjár- framlag bæði frá innlendum sem erlendum aðilum. freyr@frettabladid.is Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir í Kína Kínversk stjórnvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóð- arsorg vegna jarðskjálftans sem gekk yfir landið. Hlaupi með ólympíukyndilinn hefur verið frestað. Alls hafa 32 þúsund manns fundist látnir. KÍNA Kínverskir hermenn bera eldri mann úr húsarústum eftir jarðskjálftann mikla sem gekk yfir landið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EISTLAND, AP Ríkisstjórnir Eist- lands og sex annarra NATO-landa hafa undirritað samkomulag um að sjá nýrri rannsókna- og vakt- stöð bandalagsins gegn árásum í netheimum fyrir starfsliði og rekstrarfé. Þessi nýja starfsstöð NATO verður til húsa í eistnesku höfuð- borginni Tallinn, en ár er nú liðið frá því tölvukerfi eistneskra ráðu- neyta, stofnana og fyrirtækja urðu fyrir víðtækum árásum í gegnum internetið sem gerði kerfi þeirra óstarfhæf um tíma. Eista grunar að rússnesk stjórnvöld hafi staðið á bak við árásirnar, sem voru gerð- ar í kjölfar þess að stytta af sovéskum hermanni í Tallinn var flutt um set. Rússar innan sem utan Eistlands tóku flutninginn mjög óstinnt upp. Rússnesk stjórn- völd hafa hins vegar neitað því staðfastlega að hafa átt hlut að máli. Árásirnar sýndu hve berskjöld- uð heil ríki geta verið gegn slíkum tölvuárásum og þær opnuðu augu NATO fyrir þörfinni á skipulögð- um vörnum gegn slíkri vá, að því er Raul Rikk, majór í eistneska hernum og yfirmaður nýju mið- stöðvarinnar, greindi frá. - aa NETVARNAMIÐSTÖÐ NATO Í þessum gömlu herbúðum í Tallinn verður nýja netvarnamiðstöðin til húsa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NATO-þjóðir undirrita samkomulag um miðstöð gegn netárásum: Nýjar varnir gegn nýrri vá SVÍÞJÓÐ Miklir vankantar eru á stjórnun og eftirliti hjá sænska hernum og allt yfirlit yfir fjármálastöðuna vantar. Þetta hefur dagblaðið Dagens Nyheter eftir sænsku ríkisendurskoðun- inni í skýrslu sem var afhent sænsku ríkisstjórninni fyrir helgi. Herinn er harðlega gagnrýndur. Ábyrgð og valdi er illa dreift og illa er staðið að skipulagningu og eftirfylgni. Vandamálin hafa leitt til þess að reglum er ekki fylgt og villur eru í fjárhagsáætlunum og ársskýrslu hersins. - ghs Sænska ríkisendurskoðunin: Sænski herinn gagnrýndur fyrir stjórnsýslu LARFAR Indverskt módel sýnir sérstæðan fatnað frá hönnuðinum Amit K. Singh. Fatnaðurinn er hluti af sýningu Singhs, „draumar larfasafnar- ans“, og var til sýnis á tískusýningu á Indlandi á dögunum. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.