Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Vöruhönnuðurinn Hafsteinn Júlíusson á skemmtilegan ísskáp sem er þakinn myndum af vinum og vandamönnum. „Þetta er líklega um þrjátíu ára gamall ísskápur sem fylgdi íbúðinni sem ég og sambýliskona mín, Karítas Sveinsdóttir, keyptum fyrir rúmu ári. Við erum ekk- ert sérstaklega mikið fyrir að hengja fjölskyldu- myndir upp á vegg og ákváðum því að dreifa þeim yfir ísskápinn. Þarna eru myndir af vinum og vanda- mönnum ásamt boðskortum, blaðagreinum og póst- kortum,“ segir Hafsteinn en myndasúpan minnir helst á veggfóður. Hann segir ísskápinn virka vel þó að hann sé kom- inn til ára sinna. „Hann gefur frá sér skemmtilegt og róandi suð og erum við farinn að líta á hann sem lítinn heimilisvin,“ segir hann sposkur. Hafsteinn og sambýliskona hans gerðu íbúðina sína upp með það fyrir augum að finna ódýrar og skemmtilegar lausnir og vildu þau hafa frekar opið og líflegt í kringum sig. Hafsteinn segir vöruhönn- uði óneitanlega spá í umhverfi sitt og gerir hann sjálfur ýmsar tilraunir á eigin heimili. „Ég hef prófað mig áfram með ýmsa hluti og reyni að brjóta umhverfið upp. Ég vil þó frekar hafa fá húsgögn en sanka að mér fullt af mublum og er til dæmis bara með sófa og svartlakkað parket í stofunni.“ Útskriftarverkefni Hafsteins heitir Growing Jewelry Store en hann hreinræktaði skartgripi úr íslenskum mosa. Nú hefur hann tekið stefnuna á útlönd og langar í nám í innanhúss- og húsgagna- hönnun í Stokkhólmi. „Ef það gengur ekki upp þá er stefnan tekin á New York þar sem ég er með verkefni í sigti,“ segir Hafsteinn. vera@frettabladid.is Matur og minningar Hafsteinn gerir ýmsar tilraunir á heimili sínu og málaði eldhúsvegginn og eldavélina í eiturgrænum lit. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GARÐVERKIN KALLA Nú er rétti tíminn til að taka til hendinni í garðinum. HEIMILI 2 FALLEGAR Á BORÐIÐ Sumarlegar vatnskönnur geta verið til mikillar prýði á matarborðinu og ekki er verra að lauma litríkum ávöxtum í vatnið. HEIMILI 3 Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Vönduð vara og hagstætt verð..... STIGAR Ryðfrítt Stál Gler Tré Einnig: Innihurðir, Harmonikkuhurðir Fullningahurðir, Útihurðir, Gerefti Gólflistar og margt fleira Allar mögulegar gerðir og stærðir smíðað eftir óskum hvers og eins ® „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.