Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 28
 19. MAÍ 2008 MÁNUDAGUR8 ● fréttablaðið ● híbýli − stofa Óþarfi er að bera birtuna inn í trogi þegar hægt er að láta geisla sólarinnar skína beint inn í stofu. Fallegar rennihurðir úr gleri geta verið góð lausn fyrir þá sem vilja njóta sólarinnar þar sem þeir sitja í notaleg- heitum heima í stofu. Ef heitt er í veðri má líka opna út og hleypa náttúrunni alveg inn með öllum sínum sérstöku hljóðum og sumarlegri angan af alls kyns gróðri. Þótt Bakkabræður hafi þurft að bera birtuna inn í koldimman torfbæinn sinn í trogi hafa möguleikar fólks til þess að leyfa sólinni að leika um híbýli sín auk- ist til muna og alls konar lausnir til sem getur verið skemmtilegt að skoða. - eö Sólskin í stofunni Það getur verið þægilegt að komast beint úr borðstofunni út í garð, til dæmis þegar verið er að grilla. Hægt er að fá náttúruna alveg inn í stofu með því að fylla hana af ilmandi blómum og opna út. NORDIICPHOTOS/GETTY Rennihurðir með gleri eru tilvaldar svalahurðir.Í morgunsólinni bragðast kaffið enn betur. Garðurinn getur vel verið hluti af heildarásýnd stofunnar. Þeir sem búa við sjóinn geta fengið hafgoluna beint inn í híbýli sín. Stefán Örn Magnússon, framkvæmda- stjóri steinsmiðjunnar Reik, er með stuðlaberg á stofuveggnum. Steinninn sem prýðir stofuvegginn heima hjá Stefáni er þriggja metra langt stuðlaberg, sem er um fjörutíu sentímetrar á breidd og stendur um þrjá sentímetra út frá veggnum. Stefán minnist þess að þetta hafi verið stærsti stuðlabergssteinn sem hann hafi sagað og segir sjaldgæft að þeir séu jafn langir. Honum fannst því synd að nýta ekki steininn, svo hann sagaði út þann bút sem hangir á veggn- um og restin var nýtt í afgreiðsluborð á Þjóðminjasafninu. Hann er ánægð- ur með útkomuna og lýsir henni sem hálfgerðu listaverki. Stefán notaði líka stein á baðher- bergið, í sólbekki og eldhúsið á heim- ilinu, þar sem steinborðplatan er sér- sniðin. „Ég lét borðplötuna flæða út í gluggann. Borðið er í l-formi en samt alveg samskeytalaust og þar sem plat- an endar, flæðir hún niður í gólfið.“ Vaskurinn á baðherberginu er gerð- ur úr 95 prósent náttúrulegum kvart- steini sem er vinsæll að sögn Stefáns. Segja má að niðurfall vanti þar sem vatnið hverfur inn í steininn og þaðan í niðurfallið. Hönnun blöndunartækj- anna er líka sérstök því vatnið flæð- ir niður glerplötu og myndar falleg- an foss og er gólfið flísalagt með einni flís. Heimilið ber iðju húsbóndans skýr merki, en hann rekur steinsmiðj- una Reik. „Við sérhæfum okkur í borðplötum, sólbekkjum, flísum og utanhússklæðningum úr innfluttum náttúrusteini, aðallega graníti en einn- ig öðrum steini. Við gerum líka leg- steina. Allt er tölvustýrt hjá okkur og allar máltökur eru í stafrænu formi. Við erum með nýjustu tæknina í þessu öllu saman.“ - kka Óvenjulegt steinskraut Steinlistaverkið setur óneitanlega svip sinn á stofuna. Stefán Örn Magnússon framkvæmdarstjóri Reik er hönnuður steinverksins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Borðplatan í eldhúsinu er samskeytalaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.