Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.05.2008, Blaðsíða 16
16 19. maí 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 G litnir tilkynnti í nýliðinni viku að 255 starfsmönn- um hefði verið sagt upp störfum hér heima og erlendis frá áramótum. Þar af var 88 sagt upp á Íslandi í apríl og maí. Er þetta liður í því að draga saman seglin vegna minni umsvifa. Fyrirtæki þurfa að vera sveigjanleg í þeim miklu sveiflum sem ganga yfir alþjóðlega markaði. Að þráast við getur leitt til þess að efnahagsbatinn láti bíða enn frekar eftir sér. Auðvitað er einstaklingsbundið hversu mikið áfall það er að missa vinnuna. Fólk sem sér fyrir endann á langri starfs- ævi á erfitt með að finna nýtt starf við hæfi. Í slíkum tilvikum reyna fyrirtæki að koma til móts við starfsmenn og sumir fara snemma á eftirlaun. Hins vegar ætti fólk á besta aldri að geta fundið annað starf á tiltölulega stuttum tíma. Atvinnuleysi á Íslandi hefur verið í lágmarki. Undan því hefur verið kvartað að fjármálafyrirtæki hafi sogað til sín mesta hæfileikafólkið. Fá fyrirtæki hafa getað boðið sambæri- leg laun og tækifæri. Sumir héldu því fram að þessi þróun hefði sínar slæmu hliðar þótt flestum þótti jákvætt að fyrirtæki gætu boðið fólki krefjandi störf. Ójafnvægið á vinnumark- aðnum var þannig að fjármálafyrirtækin þurrkuðu upp fólk með raungreina-, viðskipta- og lögfræðimenntun. Þetta hefur bitnað á öðrum atvinnugreinum og opinberum stofnunum sem ekki gátu keppt um þessa starfsmenn. Það ætti því að vera jákvætt að starfskraftar hæfileikafólks skiptast á fleiri atvinnugreinar. Eins er jákvætt að Glitnir ráð- ist í raunverulegar aðgerðir til að takast á við niðursveifluna og draga úr kostnaði. Til þess þarf ákveðinn kjark og sagði Lárus Welding uppsagnir af þessu tagi erfiðar. Því var nauð- synlegt fyrir hann að stíga fram og útskýra þessa ákvörðun. Og þær útskýringar voru trúverðugar. Lárus benti á í Fréttablaðinu að um 300 manns hefðu verið ráðnir til bankans í fyrra. Ráðningarnar voru líka fjölmargar hjá Kaupþingi og Landsbankanum og launakostnaður þess- ara fyrirtækja hefur hækkað milli ára. Af hverju hafa þess- ir bankar ekki gripið til svipaðra aðgerða og Glitnir? Ljóst er að verkefnastaða fjármálafyrirtækja er allt önnur nú en fyrir ári. Starfsmenn sumra deilda sitja jafnvel aðgerðalausir við skrifborð sín allan daginn. Eða eru bankarnir að segja upp hópi fólks um hver mánaðamót án þess að greina frá því? Er það eitthvað til þess að pukrast með? Myndi það ekki frekar sýna styrka stjórnun að stíga fram, útskýra og viðurkenna þörfina fyrir að fækka fólki við núverandi aðstæður? Aðlögun hagkerfisins mun að einhverju leyti fara fram í gegnum vinnumarkaðinn. Launakröfur breytast og einhverj- ir munu missa vinnuna. Aukið atvinnuleysi getur þýtt heil- brigðari vinnumarkað. Það þarf því ekki að vera veikleika- merki að segja upp fólki. Það getur sýnt styrk atvinnulífsins til að takast á við erfitt rekstrarumhverfi. Til lengri tíma gagnast það öllum. Fjármálafyrirtækin réðu margt öflugt fólk. Uppsagnir ekki alltaf af hinu illa BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR Ef Stór-Reykjavík væri heim-ili þá væri stofan látin grotna niður. Mest væri alúðin lögð í bíl- skúrinn og geymsluna og almennt væru öll herbergi heimilismeð- lim anna í toppstandi, mánaðar- lega skipt um skrifborð, lampa, rúm og skjái, og dugnaðarforkur- inn á heimilinu væri sífellt að inn- rétta ný og ný herbergi í nýjum og nýjum álmum – ef ske kynni að einhver vildi flytja sig eða fleiri bættust við – en stofan, miðjan, sjálfur vettvangur heimilislífisins, væri látin grotna niður. Ekki þætti taka því að taka þar til meðan beðið væri eftir nýrri og raunverulegri stássstofu. Ungl- ingurinn á heimilinu færi þangað reglulega og krassaði á veggina. Kettir fengju að brýna klærnar og gera stykki sín í sófasettið – sem einu sinni var stofuprýði. Fjölskyldumeðlimir hefðu auð- vitað vissar áhyggjur af þessu, enda oft í heimsóknum hjá fólki með almennilegar stofur – þeir gerðu sér grein fyrir því að stofur eru á heimilum nokkurs konar miðja og vettvangur samskipta. Sjálfir sætu þeir hins vegar fast- ir hver í sínu herbergi, hver með sína heimasíðu og blogguðu hver á annan og skiptust á skoðunum á spjallrásum. Ekki síst um ófremd- arástandið í stofunni. Að skipta um sál Dugnaðarforkurinn á heimilinu væri sífellt að byrja á nýjum og nýjum innréttingum í stofunni og rusla upp skápum og kaupa risa- stóra reðurlagaða lampa úr gleri og stáli og stofuborð úr gleri og stáli – sífellt að bæta dóti inn í stofuna, sem þó væri þegar yfir- full af slíkum munum, ryki, göml- um dagblöðum, plasti utan af dót- inu, yfirfullum öskubökkum og köttum. Dugnaðarforkurinn væri líka alltaf að innrétta ný og ný her- bergi hér og þar í rangölum húss- ins, full af smörtu gleri og stáli, og bjóða upp á þau sem stofu. En engan langaði sérstaklega að vera þar. Ekki eins og í gamla daga þegar stofan var og hét með sínum fallegu bókaskápum full- um af fallega innbundnum þjóð- legum fróðleik, sinni sérvitru borgundarhólmsklukku, sínum djúpvitru stólum, sínum blíðlegu borðum, sínum fagurmynstruðu mottum... Allt væri það komið inn í sérstakt herbergi þar sem vel væri hugsað um það en sófasettið eitt eftir í gömlu stofunni. Sumir vildu kaupa nýtt sófasett en aðrir halda í það gamla og gera það upp. En á meðan enn væri ekki búið að taka endanlega ákvörðun um framtíð þessa sófasetts hvarf- laði ekki að neinum að halda því hreinu hér og nú. Fólk væri annað- hvort fast í fortíð eða framtíð. Í þessu gamla sófasetti hefði verið setið og kjaftað í gamla daga, þar hefði verið grátið og hlegið og elskast og rifist, tímamótum fagn- að, popp borðað... Þetta gamla sófasett væri sem sagt sál heimilisins. Og sú krafa dugnaðarforksins á heimilinu að skipta algjörlega um sófasett jafngilti í rauninni því að ætla að skipta um sál. Tómthúsmenn Þetta heimili – ef heimili skyldi kalla eins og málum væri komið – hefði í eina tíð verið helsta og glæsilegasta heimili hverfisins, nokkurs konar höfuðból. Eitt af því sem gerði óhægt um vik að skipuleggja stofuna þannig að notalegt væri að vera þar væri þvottavélin í miðjum gangveginum inn í stofuna. Hún væri staðsett einmitt þarna á þessum óþægilega stað að kröfu nágrannanna sem vildu geta geng- ið að því sem vísu að þeir gætu komið þarna og þvegið þvott- inn sinn – sem þeir væru að vísu flestir löngu hættir að gera, en svona hefði þetta alltaf verið og þeir ættu kröfu á því að fá að ráða þessu: þetta heimili væri höfuð- ból og hefði sem slíkt ákveðnum skyldum að gegna... Væri Stór-Reykjavík heimili myndi aðvífandi gestur segja við sjálfan sig: hér hlýtur eitthvað hræðilegt að hafa gerst. Hér býr fólk sem þolir ekki hvert annað og vill sem minnst hafa við hvert annað saman að sælda. Auðvitað er þetta ekki einhlítt: Töfrar Þingholtanna eru samir og fyrrum þó að reynt hafi verið að gera hús og hús að rónabæli til að fá að reisa þessa gáma sem nútímaarkitektúr er mestanpart. Verktökunum og fjárfestunum – þessum tómthúsmönnum okkar daga – hefur enn ekki verið sigað á Skólavörðustíginn. Og Grjóta- þorpið sýnir okkur hvernig Kvosin gæti verið ef hún hefði ekki verið flutt upp á Árbæjarsafn. En það er raunalegt að koma á Laugaveginn fyrir mann sem starfaði þar árum saman og sjá þar viðurstyggð eyð- ingarinnar sem tómthúsmennirn- ir hafa skilið eftir sig – að ekki sé talað um Hverfisgötuna. Tómthús- mennirnir eru óvinir Reykjavíkur og það er óskiljanlegt að þeim hafi verið leyft að fara um þetta svæði eins og eldsvoði. Væri Reykjavík heimili GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Miðbærinn UMRÆÐA Framhaldsskólafrumvarpið Mörg stór mál liggja fyrir Alþingi á vor-dögum og virðist andinn sá að keyra sem mest af ríkisstjórnarmálum í gegn. Þeirra á meðal eru skólafrumvörp mennta- málaráðherra sem voru lögð fyrir þingið í desember. Af þeim felur framhaldsskóla- frumvarpið í sér hvað mestar breytingar en þar er komið á nýjum námslokum, fram- haldsskólaprófi, sem verður almennt próf, tekið á einu og hálfu til tveimur árum. Þetta er góð breyt- ing og verður vonandi til þess að draga verulega úr brottfalli í framhaldsskóla. Grundvallarbreytingar eru gerðar á stúdentspróf- inu. Annars vegar er það vald fært til skólanna að ákvarða námsbrautir til stúdentsprófs, sem og ann- arra námsloka. Þetta er til mikilla bóta. Hins vegar er hvergi skilgreint í lögum hversu margar einingar eiga að vera á bak við stúdentsprófið. Í reynd gæti það þýtt að nemandi gæti lokið 240 einingum til stúd- entsprófs eða þess vegna 160 einingum. Ákvarðana- valdið um einingafjöldann mun liggja hjá skólunum og ráðuneytinu sem þarf að samþykkja hverja námsbraut. Við þetta hafa verið gerðar verulegar athugasemdir af fagfólki og nemendum. Langflestir telja nauðsynlegt að hafa skýrari ramma um stúdentsprófið til að nám til stúd- entsprófs verði ekki skert bakdyramegin. Það er jákvætt að skólarnir geti skilgreint ólíkar leiðir en nauðsynlegt er eftir sem áður að skilgreina lágmarksfjölda eininga til að sveigjanleikinn verði ekki allur í eina átt – í átt að innihaldsrýrara stúdentsprófi. Núverandi ríkisstjórn virðist illu heilli ekki mjög samráðsfús þegar á hólminn er komið og veldur það sérstökum vonbrigðum miðað við fyrri yfirlýsingar ef fulltrúar Samfylkingarinnar ætla að láta athuga- semdir fagfólks í skólunum sem vind um eyru þjóta. Það blasir við að margir fagaðilar óttast að stúdents- prófið sé ekki skilgreint nánar til þess að hægt verði að ná fram sparnaði. Ríkisstjórnin ætti tvímælalaust að endurskoða afstöðu sína; leggja sig fram um að ná sáttum í málinu og tryggja um leið öflugt nám til stúdentsprófs. Umræðustjórnmál snúast ekki aðeins um að ræða málin heldur líka að hlusta á aðra og taka tillit til þeirra. Framhaldsskólafrumvarpið þarf meiri umræðu KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Gleðileg óvissa Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær sagði Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, að óvissan um þær breytingar sem gera ætti á Íbúðarlánasjóði gæti jafnvel orðið til þess að fólk flýtti sér að taka lán þar sem vextir íbúðalána gætu hækkað í haust. Það má velta orðum Ingibjargar fyrir sér. Íbúðarlánasjóður hefur lengi reynst fasteignasölum vel í viðskipt- um og ekki að undra þótt þeim kunni að þykja breytingar á starfsemi hans uggvænlegar. En óvissuástandið með sjóðinn og auknar lántökur fólks vegna þess hljóta þó að vera einar mestu gleðifréttir sem fasteignasalar hafa fengið á árinu. Að undanförnu hafa helstu vandamál fasteignasala einmitt stafað af því að fólk hefur ekki tekið eða fengið lán. Váleg tíðindi, en hvaðan? Í fréttum Stöðvar 2 sagði í gærkvöld: „Vegna þróunar í efnahagsmálum bendir allt til þess að fjárhagur sveitarfélaga hér á landi versni um allt að fimm milljarða króna á þessu ári.” Þetta eru váleg tíðindi og má svo sannarlega búast við því að brúnin á áhyggjufullum Íslendingum hafi þyngst enn við þessa fregn. En hvers vegna var ekki útskýrt betur fyrir áhorfendum hvernig þessi tala var fengin og hvaðan? Trúin á bloggið Egill Helgason spurði Magnús Þór Hafsteinsson, þingmann Frjálslynda flokksins, í gær hvað honum hefði þótt um mótmæli Sturlu Jónssonar vörubílstjóra og félaga hans sem gerðu hróp að þingheimi í síðustu viku þegar rætt var um hvernig hægt væri að koma fórnarlömbum náttúruhamfaranna í Kína til hjálpar. Magnús svaraði þeirri spurningu. „Mér þótti það skelfilegt og rangt.” Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, kvaðst þó ekki trúa honum fyrr en hann hefði fordæmt þessi mótmæli á blogginu sínu. Mikill er máttur bloggsins orðinn fyrst að ekki er hægt að leggja trúnað á orð manna fyrr en þau eru komin á bloggsíðu. karen@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.