Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 40
 21. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR Kraftvélar hafa ráðið til sín sérfræðing á sviði vélbúnaðar frá Topcon og búast forsvars- menn fyrirtækisins við því að allar gröfur verði komnar með GPS-búnað innan nokkurra ára. Fyrirtækið Kraftvélar fékk ný- lega til liðs við sig sérfræðing frá Topcon, Michiel Jochims, sem býr yfir mikilli reynslu af búnaði frá Topcon. „Við vildum styrkja þjónustu okkar og þekkingu en Michiel Jochims hefur unnið síðastliðin tíu ár fyrir Topcon í Evrópu og þá einna helst við vélstýringar, GPS og vöruþróun. Hjá okkur mun Jochims sinna bæði þjónustu og sölumálum fyrir Topcon, en Kraft- vélar búa einnig yfir stórri sölu- og þjónustudeild sem sinnir þess- um málum,“ segir Ólafur Baldurs- son, framkvæmdastjóri sölusviðs Kraftvéla. Kraftvélar ehf. byrjaði að selja Topcon-búnað í janúar 2007 en þá tók fyrirtækið formlega við um- boðinu. „Topcon hefur verið lengi á íslenskum markaði og þekkja okkar viðskiptavinir vel til þess- arar vöru og þá einna helst í laser- tækjum og vélstýribúnaði,“ segir Ólafur og bætir við að Topcon bjóði upp á allar þær lausnir sem verkfræðistofur, mælingarmenn, verktakar og landmælingafyrir- tæki óski eftir og sé leiðandi aðili í Evrópu með mælingarbúnað. Búnaðurinn skiptist niður í fjóra flokka, það er vélstýringar, laser- tæki, GPS-búnað og talstöðvar. „Vélstýringar og GPS eru orðin mest vaxandi þáttur í starfsemi Topcon á Íslandi enda er það þjón- ustan sem okkar viðskiptavinir leita að. Við erum einnig með sér- hæft verkstæði vegna viðgerða og þjónustu við búnaðinn,“ segir Ólafur. Fyrir rétt um ári hófu Komatsu og Topcon samstarf á kynning- um á vélstýribúnaði fyrir gröfur, jarðýtur og veghefla. Ólafur segir flest benda til þess að innan nokk- urra ára verði allar gröfur komn- ar með GPS-vélstýribúnað. „Topcon hefur farið þá leið að bjóða Topcon 2DXI tvívíddarkerfi sem hægt er að uppfæra í 3DXI þrívíddarkerfi án þess að þurfa að skipta út neinum búnaði sem fyrir var. Með þessu geta viðskiptavinir okkar farið hálfa leið og byrjað á dýptarmælakerfi sem hægt er að uppfæra á einfaldan máta.“ - rat Allar gröfur með GPS Á þessari mynd má sjá hluta af þeim hópi manna sem sinnir þjónustu, sölu og ásetningu Topcon-búnaðar. Frá hægri: Óskar vélfræðingur, Jón verkstjóri, Björn vélfræðingur, Bjarni rafeindavirki, Markús þjónusturáðgjafi, Michiel Jochims Topcon- sérfræðingur og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri sölusviðs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Árni Helgason ehf. á Akureyri er með þrjú Topcon GPS-kerfi en hérna sést Komatsu PC350LC-8 vél sem er með slíkan búnað. MYND/KRAFTVÉLAR EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.