Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 62
30 21. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. vera til, 6. belti, 8. meðal, 9. prjónavarningur, 11. tveir eins, 12. orðrómur, 14. fótmál, 16. pot, 17. knæpa, 18. lík, 20. klaki, 21. óvættur. LÓÐRÉTT 1. blöðru, 3. gangþófi, 4. ölvun, 5. kraftur, 7. lúberja, 10. stykki, 13. rölt, 15. aflast, 16. mælieining, 19. óður. LAUSN LÁRÉTT: 2. lifa, 6. ól, 8. lyf, 9. les, 11. ll, 12. umtal, 14. skref, 16. ot, 17. krá, 18. hræ, 20. ís, 21. mara. LÓÐRÉTT: 1. bólu, 3. il, 4. fyllerí, 5. afl, 7. lemstra, 10. stk, 13. ark, 15. fást, 16. ohm, 19. ær. Íslenska sendinefndin á Euro- vision er ekki fjölmenn í saman- burði við flest önnur lönd. Sví- arnir senda sem dæmi áttatíu manns með sinni skvísu, en RÚV bara eitthvað um fimmtán. Jónat- an Garðarsson fer fyrir hópnum af röggsemi og hefur lítið sofið síðan hann kom út. Ármann Skæringsson, kærasti Friðriks Ómars, er að sjálfsögðu með í för. Hann nemur mann- fræði og kynjafræði, er flug- þjónn á sumrin og er jafnvel að spá í að skrifa lokaritgerð sem leitast við að svara hinni áleitnu spurningu: Af hverju fíla homm- ar Eurovision svona vel? Hann skilur ekkert í því sjálfur af hverju miðaldra hommar eru mikill meirihluti þeirra sem fylgjast með keppninni af áfergju. „Það er reyndar hálfgert leyndó hérna úti að ég sé kærasti Frið- riks,“ segir hann og hlær. „Það er nefnilega miklu sterkara út á við að segja að hann sé á lausu. Ég held mig til hlés.“ - glh Kærasti Friðriks í felum í Belgrad LEYNIKÆRASTINN OG MYNDBANDSSTJARNAN Flugþjónarnir Ármann Skæringsson og Draupnir Rúnar Rúnarsson voru ferskir í Belgrad. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er með „donut“ þessa stundina en á eftir að láta reyna á það hvort ég lít út eins og fáviti með mottu. Ég er náttúrlega sköllóttur og hvað er verra en að vera sköllóttur með þykka mottu?“ segir Magni Ásgeirsson sem mun bregða sér í gervi Freddie Mercury á Queen-tónleikum ásamt kór Fjölbrautaskóla Suðurlands í kvöld. „Ég ætla að prófa að vera með mottu á generalprufunni, en ef ég kem þannig fram á tónleikunum er ég hræddur um að mamma afneiti mér. Ég hugsa líka að það myndi gera út um kynlíf mitt til frambúðar, allavega eins og ég vil hafa það,“ segir Magni hlæjandi. En hvernig kom til að Magni var fenginn í verkefnið? „Ég var spurður af vini mínum sem er í hljómsveitinni sem spilar undir og sagði bara ekkert mál. Þá áttaði ég mig ekki á því hvað mörg af lögunum eru í hárri tóntegund. Það þýddi auðvitað ekkert að biðja um að láta lækka þau því kórinn var búinn að æfa þetta svo ég þurfti bara að hætta þessu helvítis væli og öskra,“ segir Magni. „Þetta er fyrst og fremst verkefni hjá kór FSU og það verður öllu tjaldað til í íþróttahúsinu, bæði í ljósabúnaði og hljóðkerfi. Það er ekki hægt að hafa það undirlagt til lengdar svo það verða bara einir stórtónleikar, eins konar Queen tribute,“ segir Magni og útskýrir að krakkarnir fái allir einingar fyrir verkefnið. „Það er nú alveg spurning hvort ég fæ þetta ekki metið því mér lá svo á að verða frægur og flytja til Reykjavíkur að ég kláraði ekki stúdentinn. Spurning hvort ég fari ekki bara til skólastjórans fyrir sjóvið og segist ekki taka þátt í þessu nema ég fái uppáskrifaðar einingar fyrir,“ segir Magni og hlær. - ag Magni prófar mottuna MAGNI VERÐUR Í HLUTVERKI FREDDIE MERCURY Öll bestu lög Queen verða flutt í íþróttahúsinu Iðu á Sel- fossi í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Menningarhátíð Grand Rokk er nú í fullum undirbúningi en hún hefst hinn 5. júní næstkomandi. Björgúlfur Egilsson heldur utan um hátíðina sem fer sístækkandi. Málverka- og bókauppboð hafa þar unnið sér fastan sess meðal annarra viðburða. Nú munu stíga á svið bæði karla- og kvennakórar Grand Rokk en heyrst hefur að Arnar nokkur Hjálmtýsson komi til með að stjórna karlakórnum. Miklar vænt- ingar eru bundnar við Arnar enda er hann úr söngelskri fjölskyldu; hann er bróðir þeirra Sigrúnar og Páls Óskars Hjálmtýsbarna. Einn stærsti viðburður hátíðarinnar fyrrnefndu er leiksýning sem sett er upp á efri hæð Grand Rokk. Sýningin í ár er byggð á leikverki Benónýs Ægissonar þar sem farið er ofan í saum- ana á sambandi Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar, frænku hans. Verkið er úr kistu Benónýs og mun hafa verið samið á námsár- um hans í Danaveldi. Væntanlega verður allt á suðu- punkti innan raða Merzedes Club í kvöld þegar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á milli Manchester United og Chelsea. Egill „Gillzenegger“ Einarsson er rótharður United- aðdáandi á meðan félagi hans Garðar „Gazman“ Ómarsson styður Chelsea. Vöðva- búntin tvö munu vafalítið eiga erfitt með að hafa hemil á sér í öllum spenningn- um og þarf lík- lega lítið til svo að upp úr sjóði. FRÉTTIR AF FÓLKI LÖGIN VIÐ VINNUNA „Ég hlusta nú ekki alltaf á tón- list í vinnunni, en þegar ég geri það finn ég eitthvað sniðugt á iPhone-símanum mínum. Und- anfarið hef ég aðallega verið að hlusta á nýju REM-plötuna, Accelerate. Annars er það allt frá djassi og upp í þungarokk.“ Torfi Þór Gunnarsson tölvunarfræðingur. „Mér gengur alltaf betur og betur með íslenskuna. Ég skil hana betur en tala en finnst þetta allt vera að koma,“ segir Aron Pálmi Ágústs- son en hann svarar nú símtölum á íslensku. Tæpt ár er liðið síðan að hann kom heim til Íslands eftir skelfilega fangavist í Texas og honum hefur að eigin sögn gengið vel að aðlagast breyttum aðstæð- um og komast í takt við íslenskt samfélag. „Ég hef verið á íslensku- námskeiðum og það hefur svo sannarlega hjálpað til. Auðvitað tekur alltaf tíma að koma sér fyrir og ná áttum en mér líður vel,“ segir Aron sem vinnur þessa dag- ana hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi og unir sér vel í því starfi. En Aron hefur síður en svo gleymt fortíð sinni þrátt fyrir að vera búinn að hefja nýtt líf á Íslandi. Hann lét nýlega húðflúra fangelsisglugga auk fanganúm- ersins síns á upphandlegg sinn. Húðflúrið er bæði stórt og mynd- arlegt og ætti ekki að fara fram- hjá neinum þegar Aron brettir upp ermarnar. „Ég fékk mér þetta á húðflúrstofu hérna í Reykjavík,“ segir Aron. Hann er auk þess önnum kafinn við að skrifa bók um Texas Youth Commision og hafa fjölmargir alþjóðlegir útgef- endur sýnt skrifum hans áhuga. „Við vonumst til að geta gefið þessa bók út á erlendum vett- vangi. Fyrirtæki í London, Dan- mörku og Svíþjóð hafa verið í sam- bandi og vonandi skýrast þessi mál á næstunni.“ En það eru ekki bara bókarskrif sem eiga hug Arons allan því hann hefur verið að fikra sig áfram á tónlistarsviðinu. Hann grípur aftur á móti ekki sjálfur í hljóð- færi eða míkrófón því hann kann best við sig utan sviðsljóssins í starfi umboðsmanns. Aron er þannig með bandarísku hipphopp- sveitina 409FK á sínum snærum og hefur þegar komið þeim á samning hjá útgáfufyrirtæki í Bandaríkjunum. „Auk þess hef ég verið að kynna mér íslenskar hipphopp-hljómsveitir og vonast til að geta verið þeim innan hand- ar. Tónlistin gefur mér mikið enda alþjóðlegt tungumál.“ freyrgigja@frettabladid.is ARON PÁLMI: GERIST UMBOÐSMAÐUR RAPPHLJÓMSVEITA Með fanganúmerið og rimlana á upphandleggnum MYNDARLEGT HÚÐFLÚR Aron Pálmi fékk sér fangelsisglugga á upphandlegg, nafn sitt og fanganúmer til minningar um skelfilega vist í Texas. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.