Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 59
MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2008 27 FÓTBOLTI Það er stór dagur í fót- boltanum í dag þegar Manchester United og Chelsea spila til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða en leikurinn fer fram á Luzhniki-vell- inum í Moskvu og hefst klukkan 18.45 í kvöld. Chelsea getur orðið fyrsta Lundúnaliðið til þess að vinna Meistaradeild Evrópu en það er ljóst að England eignast sína ell- eftu meistara í þessum fyrsta enska úrslitaleik í sögu keppninn- ar. Með því jafnar England met Ítala og Spánverja sem eiga einn- ig ellefu meistara hvor þjóð. Fjög- ur ensk lið hafa unnið titilinn en þau koma öll utan höfuðborgar- innar og mótherjarnir úr Manchester United geta unnið Evrópubikarinn í þriðja sinn. Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United vill ekki gefa upp liðið en hann tók 24 menn með sér til Moskvu. „Ég þekki mitt lið en ég hef ekki valið byrjunarliðið. Það verða mjög góðir leikmenn á bekknum og það er ekki gaman að þurfa að segja þeim það,“ sagði Ferguson. Menn telja það líklegt að Paul Scholes fái að spila leikinn en hann var í leikbanni þegar Manchester vann Evrópubikarinn 1999. Það er meiri óvissa í kringum fyrirliðann Ryan Giggs sem bætir leikjamet sitt og Bobby Charlton spili hann í kvöld. Cristiano Ronaldo verður aftur á móti örugglega í byrjunar- liðinu en hann er markahæsti leik- maður Meistaradeildarinnar í vetur með 7 mörk og hefur alls skoraði 41 mark á tímabilinu. „Það þekkja allir alla í þessum liðum og ég held að Sir Alex komi mér ekki á óvart frekar en að ég komi honum á óvart. Við þekkjum bæði þeirra veikleika og styrk- leika og það er heldur ekki erfitt að koma mönnum upp á tærnar,“ sagði Avram Grant, stjóri Chel- sea, og bætti við: „Við erum komnir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem er frá- bært afrek en við viljum meira,” segir Grant, sem á að geta telft fram þeim Ricardo Carvalho, John Terry og Didier Drogba sem allir eru að vinna sig út úr meiðslum. - óój Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu milli Manchester United og Chelsea fer fram í Moskvuborg í kvöld: Eignast London loksins Evrópumeistara? FYRIR NÍU ÁRUM Sir Alex Fergusson fagnar sigri sinna manna á Nývangi árið 1999. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Igor Konovalov, yfirmaður öryggismála í Moskvu, varar stuðningsmenn Manchester United og Chelsea sérstaklega við því að drekka á almannafæri. Sérstakir lögreglumenn verða á vakt sem ferðast um borgina og leita uppi drukna menn sem þeir síðan senda á sérstaka staði þar sem er látið renna af þeim. „Ef okkar lög verða brotin beitum við okkar refsingum án nokkurra undantekna. Ef stuðningsmenn eru undir áhrifum, þá þarf enginn að hafa áhyggjur því við gerum þá edrú. Það má enginn koma á leikinn eða inn í borgina fullur,“ sagði Konovalov, sem á fram undan langt og erfitt kvöld. - óój Öryggismál í Moskvuborg: Enginn má vera fullur á leiknum HRESSIR Það má alveg búast við fjöri á Rauða torginu í kvöld. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Slóvakinn Lubos Michel dæmir leikinn í kvöld en það var einmitt hann sem dæmdi undan- úrslitaleikinn umdeilda fyrir þremur árum þegar Liverpool vann 1-0 sigur á Chelsea. Spánverjinn Luis Garcia skoraði sigurmarkið í leiknum sem er kallað draugamarkið því boltinn virtist aldrei fara yfir línuna. Markið dugði Liverpool hins vegar til þess að komast í úrslitaleikinn þar sem liðið vann AC Milan í vítakeppni. Chelsea-menn hafa því ekki góðar minningar frá síðasta leik sem hann dæmdi hjá þeim. Michel hefur mikla reynslu og er að dæma sinn annan úrslitaleik í Evrópukeppni en hann dæmdi úrslitaleik Porto og Chelsea í UEFA-bikarnum 2003. - óój Slóvaki dæmir leikinn: Slæmar minn- ingar Chelsea FÓTBOLTI Þeir eru margir sem hafa áhyggjur af ástandi Luzhniki- vellinum í Moskvu fyrir leikinn í kvöld. Heimamenn þurftu að skipta um undirlag fyrir leikinn þar sem völlurinn var gervigras- völlur að upplagi. Margir hafa stigið fram og opinberað áhyggj- ur sínar og sumir segja völlinn vera hættulegan. Rússarnir lögðu nýtt gras í október síðastliðnum en það tókst ekki betur en svo að ákveðið að rífa upp það aftur fyrir aðeins fimmtán dögum og leggja nýtt gras sem var fengið frá Slóvakíu. Enski vallarsérfræðingurinn Matt Frost lofaði öllu fögru þegar hann var kallaður til starfa en nú er ekki eins gott hljóð í honum. „Völlurinn er viðunandi en jafnframt er hann mikil persónu- leg vonbrigði. Ég ætlaði mér meira en sem betur fer fékk ég þá til þess að skipta um gras því það gamla hefði verið hörmung,“ sagði Frost. - óój Luzhniki-völlurinn í Moskvu: Er leikvöllurinn hættulegur? ALLT Á FULLU Skipt var um gras fyrir aðeins fimmtán dögum. NORDICPHOTOS/GETTY MEISTARADEILDIN Í KVÖLD KL. 18:30 MAN. UTD. – CHELSEA ÚRSLITIN RÁÐAST Í MOSKVU 10 BESTU Frábærir þættir um 10 bestu knattspyrnumenn Íslandssögunnar. Fylgstu með frá byrjun! Á STÖÐ 2 SPORT 2 Í SUMAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.