Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2008 21 Saga Önnu Frank hefur mörgum verið hugleikin, allt frá því faðir hennnar útbjó dagbók hennar til út- gáfu, en Anna dvaldi ásamt fjölskyldu sinni í felum í Amsterdam um missera skeið á stríðsárunum. Upp komst um síðir um felustað fjölskyldunnar og lifði faðir- inn einn helförina af. Úr efni dagbókarinnar var samið leikrit sem hér var sýnt í tvígang í Reykjavík og markaði fyrri sýningin upphafið á ferli Kristbjargar Kjeld. Á sunnudag verður hin persónulega saga Önnu rifjuð upp einu sinni enn í formi óperuverks og fer Þóra Einarsdóttir sópransöngkona með hlutverk Önnu. Rússneska tónskáldið Grigori Frid (f. 1915) færði söguna í bún- ing einsöngsóperu árið 1969 og hefur óperan verið færð upp víða um heim á undanförnum árum. Þetta er magnað verk, líkt og Dagbók Önnu sjálfrar, þar sem hin sérstaka sýn ungu stúlk- unnar á heiminn og hin grimmdar- legu örlög er undirstrikuð með töfrum tónlistarinnar. Þóra Einarsdóttir sópransöng- kona er fastráðin við óperuna í Wiesbaden og söng hlutverkið þar 2005 og hlaut mikið lof fyrir. Með henni koma fram í sýning- unni Valerie Sauer dansari og Alexander Scherer píanóleikari, en leikstjórn er í höndum Iris Gerath-Prein. Útlit sýningarinn- ar hannar Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir og lýsingu hannar Páll Ragnarsson. Sýningin er byggð á uppfærslu Wiesbaden- óperunnar á sömu óperu. Glitnir styrkir uppsetningu Dagbókar Önnu Frank í Íslensku óperunni, en sýningin er á dag- skrá Listahátíðar í Reykjavík. Aðeins ein sýning er fyrirhuguð á verkinu í Gamla bíói – Íslensku óperunni. pbb@frettabladid.is Anna Frank sungin SÖNGLIST Þóra Einarsdóttir á langan feril að baki og hefur getið sér gott orð í fjölda hlutverka í Wiesbaden. MYND/MARTIN KAUFHOLD/ÍSLENSKA ÓPERAN Píanóleikarinn Hákon Bjarnason heldur útskriftartónleika sína úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands í Salnum í Kópavogi annað kvöld kl. 20. Á efnis- skránni eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Ludwig van Beethoven, Enrique Granados, Frederic Chopin, Franz Liszt og Sergei Prókofíeff. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Hákon Bjarnason nam við Nýja Tónlistarskólann og Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem Halldór Haraldsson kenndi honum. Hákon hóf svo nám við tónlistardeild Listaháskóla Íslands, áfram með Halldór sem aðalkennara. - vþ Píanóleikari útskrifast Fim 22 maí Fös 23 maí Fim. 29. maí kl. 20 Fös 30. maí kl. 19 (ath breyttan sýningartíma) Lau 31. maí kl. 19 (ath breyttan sýningartíma) Sun 1. juní kl. 20 HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU Falleg, fyndin,sönn og kvenleg” V.G Bylgjunni FÖS 23. MAÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS SUN 24. MAÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS FIM 29. MAÍ NÆST SÍÐASTA SÝNING SUN 1. JÚN SÍÐASTA SÝNING 4 SÝNINGAR EFTIR Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. L.R. FREELANDER Diesel Nýskr: 04/2007, 2200cc, 5 dyra, sjálfskiptur, blár, ekinn 16.000. Verð 5.400.000 L.R. DISCOVERY 3 Diesel Nýskr: 09/2006, 2700cc, 5 dyra, sjálfskiptur, dökkgrár, ekinn 33.000. Verð 6.430.000 BMW X3 Nýskr: 03/2007, 2500cc, 5 dyra, sjálfskiptur, svartur, ekinn 9.000. Verð 6.190.000 RANGE ROVER SPORT HSE Diesel Nýskr: 07/2006, 2700cc, 5 dyra, sjálfskiptur, dökkblár, ekinn 16.000. Verð 9.200.000 Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI 575 1230
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.