Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.05.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI EFNAHAGSMÁL Tæplega 70 prósent félagsmanna í Félagi íslenskra stórkaupmanna (FÍS) eru hlynntir því að Íslendingar taki upp evru sem gjaldmiðil í stað íslensku krónunnar. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir félagið. Þar kemur einnig fram að tæplega 66 prósent félagsmanna telur að aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) yrði hagstæð fyrir fyrirtæki sitt. Rúmlega 65 prósent sögðust hlynnt aðildarviðræðum að ESB og tæp 57 prósent sögðust hlynnt aðild. „Félagið hefur ákveðið að koma fram með stefnumótun í gjaldeyris- og peningamálunum og fyrsta skrefið í þá átt var að kanna hug félagsmanna,“ segir Knútur Signarsson framkvæmdastjóri. „Skilaboðin frá félags- mönnum eru alveg skýr. Ég tel að sá ólgusjór sem menn hafa verið að lenda í vegna ástandsins að undanförnu hafi valdið því að menn eru farnir að líta á krónuna sem nokkurs konar viðskiptahindrun. Það má segja að þessi niðurstaða sé kall til stjórnvalda og við vonum að þeir skjóti ekki skollaeyrum við.“ „Þetta kemur mér ekkert á óvart,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er alveg í samræmi við það sem ég hef skynjað frá ýmsum fyrirtækjum sem eru ekki í FÍS. En þetta er þó nokkur breyting því innan þessa hóps var stuðningur við ESB frekar rýr fyrir nokkrum árum.“ Félag íslenskra stórkaupmanna er ekki innan Samtaka atvinnulífsins en Vilhjálmur skynjar nokkurn samhljóm meðal þessara tveggja. „Ég held að beggja megin séum menn búnir að fá sig algjörlega fullsadda af gengisfell- ingu og þessum háu vöxtum því það er verið að fórna svo miklu fyrir ekki neitt með því að viðhalda þessari peningastefnu sem við nú búum við,“ segir Vilhjálmur. Félag íslenskra stórkaupmanna er 80 ára í dag en Knútur, sem tók við stöðu framkvæmdastjóra síðastliðinn föstudag af Andrési Magnússyni, segir að beðið verði með veisluhöld fram á haust. - jse Fréttablaðið er með 41% meiri lestur en 24 stundir og 93% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. skv. könnun Capacent í febrúar–apríl 2008. Við stöndum upp úr í nýjustu könnun Capacent Allt sem þú þarft... ...alla daga 49,72% 36,30% 69,94% Fréttablaðið 24 stundir M orgunblaðið Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 21. maí 2008 — 136. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Útfarir eru persónulegri í dag en áður fyrr Rúnar Geirmundsson útfararstjóri á 25 ára starfsafmæli. TÍMAMÓT 18 26 79 / I G 02 Þú færð Shimano í næstu sportvöruverslun hjól Gleymir ekki fortíðinni Aron Pálmi kominn með húðflúr af fangelsis- glugga. FÓLK 30 Mátar Mercury- mottuna Magni Ásgeirsson er kominn með myndarlegt yfir- vararskegg. FÓLK 30 VINNUVÉLAR Margar nýjungar á MaskinExpo Sérblað um vinnuvélar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. KRISTJÁN MÁR KÁRASON Ákveðið uppi á Esju að fara til Bútan og Tíbet ferðir bílar heimili veiði Í MIÐJU BLAÐSINS HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA VEIÐI VINNUVÉLAR O.FL. Kristján Már Kárason fór ásamt nokkrum fé- lögum í óvenjulega ferð til Bútan á síðasta ári en það er staður sem fæstir kannast við. Kristján og ferðafélagar hans fóru í gegnum Tíbet til Bútan og vörðu þar níu dögum undir góðri leið- sögn heimamanna. Kristján segir landið afar fagurt og ber sögu þess afar vel. „Ég hafði aldrei hey tþ í b þeim tóku allir mjög vel. Litadýrðin var mikil, fatnaður fólksins var afar stórbrotinn og litirnir voru nær óteljandi. „Í Bútan hittum við margt mjög forvitni- legt fólk. Þar á meðal var afar merkileg kona sem við fengum að hitta af náð og miskunn. Hún bjó í litlu þorpi uppi í sveit o h yfir mörk líf Ferð til lands drekanna Kristján var ánægður með ferðina til Bútan sem er ógleymanlegt land sem er efst á lista hjá fæstum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SKREYTIR ALLTBryndís Ýrr Baldursdóttir notar airbrush-tækni til þess að skreyta allt mögulegt og hefur meðal annars gert mörg flott mótor hjól ennþá flottari. BÍLAR 3 GÓÐUR HÓPURHaukur Snorrason, Helgi H. Jónsson, Kári Jónasson og Sigurður G. Tómasson eru meðal þeirra leið-sögumanna sem eru að útskrifast frá Menntaskólanum í Kópavogi. FERÐIR 4 Allra síðustu sætinHeimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 22. maí eða 29. maí. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu vorsins á vinsælasta sumarleyfi sstað Íslendinga vinnuvélarMIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 Allar helstu nýjungará MaskinExpo í Svíþjóð BLS. 2 NETIÐ Flugleitarvélin Dohop á asískan markað Sérblað um netið FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG. netiðMIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2008 Flugleitarvélin Dohop fær jákvæða umfjöllun í asískum fjölmiðlum BLS. 2 Birta Rán Björgvins-dóttir ljósmyndarinýtur mikilla vinsælda á vefsíðunni flickr.com BLS. 6 VIÐSKIPTI Ekki er ástæða til að hækka stýrivexti Seðlabanka Íslands á morgun að mati fjögurra sérfræðinga sem skipa skugga- bankastjórn Markaðarins. Merki séu um samdrátt í efnahagslífinu og hætta á ofkælingu hagkerfisins verði vextir hækkaðir meira. Eng- inn mælir þó með að vextir verði lækkaðir strax heldur beri að staldra við og fylgjast vel með þróun hagstærða næstu vikurnar. Skuggabankastjórnina skipa Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, Ólaf- ur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, og Þórður Friðjóns- son, forstjóri Kauphallar Íslands. Markmið skuggabankastjórnar Markaðarins er að skapa umræðu um ástand og horfur efnahagsmála fyrir hverja stýrivaxtaákvörðun. Seðlabankinn tilkynnir ákvörðun um stýrivexti á morgun. Öll telja þau hættu á ofkólnun þótt erfitt sé að merkja það greini- lega í hagtölum. Edda Rós segir vanta fullkomnari gögn um gang efnahagslífsins. Ásgeir segir slaka verða á vinnumarkaði í haust og Ólafur vill efla gjaldeyrisvarasjóð- inn. Þórður segir það taka langan tíma að byggja upp orðstír við hag- stjórn. - bg / sjá Markaðinn Skuggabankastjórn Markaðarins telur að halda eigi stýrivöxtum óbreyttum: Óttast ofkælingu hagkerfisins BJARTVIÐRI NYRÐRA Í dag verður austan strekkingur allra syðst annars mun hægari. Bjartviðri norð- an til en yfirleitt skýjað syðra og úrkomulítið. Hiti 6-14 stig, mildast til landsins nyrðra. VEÐUR 4 9 12 7 6 10 ÞYRLUBJÖRGUN HJÁ LANDHELGISGÆSLUNNI Opið hús var í Flugskýli Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll í gær í tilefni af Flugviku. Sýnt var samflug Fokkerflugvélar Landhelgisgæslunnar og þyrlunnar. Þá var þyrlubjörgun sýnd. Þessi ungi snáði skemmti sér vel á Flugdeginum og fékk blöðru með sér heim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJÁVARÚTVEGUR Áhöfnin á Nirði veiddi fyrstu hrefnuna af þeim fjörutíu sem sjávarútvegsráð- herra hefur heimilað að veiddar verði í gær. „Þetta er 7,4 metra tarfur og þeir segja að eftir fyrsta innlit virðist kjötið vera mjög fallegt,“ segir Gunnar Bergmann, formað- ur Félags hrefnuveiðimanna. „Hann veiddist langt úti í Faxaflóa og menn segja að það sé allt fullt af hrefnu í Flóanum.“ Gunnar segir að hrefnunni verði landað skömmu eftir hádegi í dag. Miklar umræður fara fram um ágæti veiðanna hérlendis og viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylk- ingar, vegna ákvörðunar sjávarút- vegsráðherra. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að óeining sé um veiðarnar innan ríkisstjórnarinn- ar. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir fagna ákvörðun um að heimila veiðar. - jse/ sjá síðu 4 Hrefnuveiðar byrja vel: Fyrsta hrefnan komin um borð Stórkaupmenn vilja evru Mikill stuðningur er meðal félagsmanna í Félagi íslenskra stórkaupmanna um að taka upp evru í stað krónu og um aðild að Evrópusambandinu. Framkvæmdastjórinn segir niðurstöðuna kall til stjórnvalda. Breiðablik og ÍA unnu bæði ÍA og Breiðablik unnu sína fyrstu leiki í Landsbanka- deild karla í gær. ÍA lagði Fram á heimavelli en Blikar unnu KR-inga í Vesturbænum. ÍÞRÓTTIR 26 Hlynnt(ur) 69,4% Andvíg(ur) 22,4% Hvorki né 8,2% Ertu hlynnt(ur) eða and- víg(ur) því að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi í stað íslensku krónunnar? Ertu hlynnt(ur) eða and- víg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu? Hlynnt(ur) 56,8% Andvíg(ur) 31,6% Hvorki né 11,6%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.