Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 2
2 9. júní 2008 MÁNUDAGUR Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI HEILBRIGÐISMÁL Niðurstöður nýrrar rannsóknar greina frá því að hér á landi hafa sprautufíklar tekið á móti sendingum af heróíni. Rann- sakendur lögðu spurningalista fyrir 69 sprautufíkla en af þeim höfðu rúmlega þrjátíu prósent notað heróín. Viðtöl við fíkla leiddu einn- ig í ljós að þeir töldu heróínmarkað þegar byrjaðan að myndast hér á landi. Jafnvel sögðu þeir óum flýj- anlegt að sá markaður næði festu. „Niðurstöður rannsóknar okkar benda til þess að fleiri íslenskir sprautufíklar hafi sprautað sig með heróíni en áður hefur verið talið,“ segir Jóna Sigríður Gunnarsdóttir en hún vann að rannsókninni ásamt Rúnu Guðmundsdóttur og var rann- sóknin lokaverkefni þeirra í hjúkr- unarfræði. Fyrir hana hlutu þær hæstu mögulegu einkunn. Jóna bendir þó á að við rannsóknina hafi hvorki verið spurt hve oft fólkið hafði sprautað sig með heróíni né hvar það var statt á þeim tíma. Hún telur þessar upplýs- ingar kalla á nánari skoðun á vímuefnaneyslu sprautufíkla á Íslandi. Karl Steinar Valsson, yfir- maður fíkni- efnadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að magnið sem lögreglan hafi lagt hald á af heróíni hér á landi hingað til hafi verið lítið. „Við megum búa okkur undir það að heróínmarkaður skapist hér innan tíðar. Ég held að það sé ekki spurn- ing um hvort það verður heldur hvenær,“ segir Karl Steinar. Samkvæmt upplýsingum á Vogi er nú talið að virkir sprautufíklar hér á landi séu 700 talsins og að árlega bætist um 70 til 110 í þann hóp. Sprautufíklar eru mun veik- ari, bæði andlega og líkamlega, en aðrir vímumefnafíklar og afbrot meðal þeirra, sjúkrahúsinnlagnir og dauðsföll tíð. Samhliða þessu er kostnaður samfélagisns vegna þeirra mikill. Valgerður Rúnars- dóttir, yfirlæknir SÁÁ, segir að það sé ljóst að nái heróín að festa sig í sessi muni það auka mjög á vand- ann eða eins og segir í síðustu árs- skýrslu SÁÁ: „Allir sérfróðir eru sammála um að ástandið mundi versna um allan helming ef heróín- fíklar yrðu til á Íslandi.“ karen@frettabladid.is Heróínmarkaður að myndast hér á landi Sprautufíklar sem rætt var við í nýrri rannsókn segja markað fyrir heróíni að byrja að myndast hér á landi. Heróínsendingar hafa komið hingað. Jafnframt kemur fram að fleiri virðast hafa sprautað sig með heróíni en áður var talið. HERÓÍN Á LEIÐINNI Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur spurninguna ekki snúast um það hvort markaður fyrir heróín verði til hér á landi heldur hvenær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES BORGARMÁL „Mér líst prýðilega á þessi oddvitaskipti enda eru þau gerð í fullu samráði meirihluta- flokkanna,“ segir Ólafur F. Magnússon borgarstjóri um odd- vitaskipti í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks. „Þetta breytir engu um þann málefnasamning sem við störf- um eftir,“ segir hann. „Ég er búinn að tala við Hönnu Birnu og við erum ákveðin í að vinna þétt og vel saman til að framfylgja honum.“ Hann segist einnig vonast til þess að þessi umskipti þýði nokk- ur vatnaskil hjá meirihlutanum. „Við höfum viljað látað verkin tala en það virðist ekki vera nóg heldur verðum við einnig að tala um verkin svo fólk sjái hvað okkur hefur áunnist. Vonandi gefst nú tækifæri til að tala meira um málefni en ekki per- sónur. Umræðan hefur verið þannig að það hefur verið erfitt að koma málefnunum að.“ Hann segir að þó sumir hafi talið hættu á að oddvitaskipti eftir svo stuttan tíma nýs meiri- hluta gætu reynst óheppileg sjái hann engin teikn á lofti um að svo sé. Hann segir ennfremur ekki telja að skiptin muni veikja stöðu sína. - jse Ólafur F. Magnússon um oddvitaskipti Sjálfstæðisflokks: Vonast til að umræðan breytist ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Borgarstjóri vonast til að nú eftir oddvitaskipti gefist meirihlutanum tækifæri til að tala um málefni sem hafa verið í skugganum í umræðu um menn, segir hann. VALGERÐUR RÚNARSDÓTTIR KARL STEINAR VALSSON Við megum búa okkur undir það að heróínmark- aður skapist hér innan tíðar KARL STEINAR VALSSON YFIRMAÐUR FÍKNIEFNADEILDAR LÖGREGL- UNNAR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU BORGARMÁL „Mér líst ágætlega á þessi skipti en ég tel í raun merki- legt hvað þau tóku langan tíma,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar. „Og ég tel að það sé vegna þess hve Sjálfstæðis- flokkurinn er sundraður hópur og mikil átök þar innanborðs. Ég óska Hönnu Birnu til hamingju og óska henni alls hins besta en þessi meirihluti sem hún fær í fangið er ekki síðra vandamál en ástandið í flokknum og því miður tel ég að þetta leysi engan vanda þar. Sá vandi leysist ekki fyrr en nýr meirihluti tekur við.“ - jse Dagur B. Eggertsson: Hanna fær vanda í fangið Bubbi negldirðu þetta? „Já, með einum!“ Bubbi Morthens hélt útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu á föstudag. Þar lék hann, ásamt hljómsveitinni Stríði og friði, lög af nýrri plötu sinni sem heitir Fjórir naglar. BANDARÍKIN, AP Fyrirtækið Taser International var á dögunum dæmt til að greiða sex milljónir dollara í skaðabætur. Málið var höfðað gegn fyrirtækinu í kjölfar dauða manns í Los Angeles, en hann lést eftir að lögreglan hafði skotið hann allt að þrjátíu sinnum með rafbyssum. Maðurinn var virkur amfetamín- neytandi og bar þess merki, til að mynda hafði hjarta hans stækkað. Nokkur þrýstingur hefur verið á hérlendis að lögreglan fái rafbyssur til umráða. Fyrirtækið sem framleiðir rafbyssurnar var sakfellt fyrir að taka ekki fram að þær væru hættulegar. - kóp Lést af völdum rafbyssu: Framleiðandi rafbyssu sekur DAGUR B. EGGERTSSON BORGARMÁL „Þetta er mjög krefjandi verkefni sem Hanna Birna hefur fengið því þetta er mjög sundur- leitur hópur og hefur verið um margra mánaða skeið,“ segir Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. „Ég óska henni náttúr- lega alls góðs en við verðum svo að bíða og sjá hvernig henni tekst til með þetta vandasama verkefni. Vissulega er hún röggsamur og kraftmikill stjórnmálamaður, það hefur hún sýnt. En samt sem áður tel ég ekki heiglum hent að taka við þessum hópi.“ - jse Svandís Svavarsdóttir: Erfiður hópur að taka við SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR BORGARMÁL „Þetta er ágætisvarnar- aðgerð,“ segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks. „En reyndar er þetta gífurleg áhætta sem Hanna Birna leggur út í því bæði er þetta ósamstíga flokkur sem hún þarf að stýra og svo er meirihlutinn veikur og ef hún nær ekki að snúa málum til betri vegar þannig að borgarbúar fái tiltrú á þennan meirihluta þá tel ég að það fari að hitna undir henni fyrr en menn myndu ætla. Svo get ég trúað því að þeir sem hafi verið nefndir sem hugsanleg borgar- stjóraefni í Sjálfstæðisflokknum séu afar ósattir við þessi tíðindi.“ -jse Óskar Bergsson: Áhætta hjá Hönnu Birnu JAPAN, AP Að minnsta kosti sjö lét- ust og tíu til viðbótar særðust þegar maður gekk berserksgang með hníf í borginni Tókýó í Japan í gær. Maðurinn, sem er 25 ára gam- all, ók bíl sínum á vegfarendur í Tókýó og fór því næst út úr honum og stakk fólkið sem hann hafði keyrt á. Því næst hóf hann að stinga aðra vegfarendur. Alls stakk hann 17 manns á þremur mínútum. Lögregla yfirbugaði svo manninn á meðan reynt var að bjarga lífi þeirra sem hann hafði stungið. Staðfest hefur verið að sjö hafi látið lífið, sex karlmenn og ein kona. Ekki hefur verið greint frá því hvort fólkið hafi látist eftir hnífstungurnar eða áreksturinn. Árásin átti sér stað í Akiha- bara-hverfinu í Tókýó, sem er mjög vinsælt verslunarhverfi. Að sögn lögreglu sagðist maðurinn hafa komið til Akihabara til þess að drepa ókunnugt fólk. Hann væri þreyttur á lífinu og leiður á öllu. Að öðru leyti gat hann engar skýringar gefið á árásinni. Upp- haflega hafði verið talið að mað- urinn tilheyrði glæpasamtökun- um Yakuza, en að sögn fréttastofunnar NHK í Japan reyndist svo ekki vera. Nákvæmlega sjö ár eru liðin frá annarri stórri hnífaárás í Japan, þegar maður ruddist inn í barnaskóla og drap átta börn. Hnífaárásum hefur farið fjölg- andi í Japan undanfarin ár. - þeb Sjö eru látnir og tíu særðir eftir hnífaárás ungs manns í Japan: Vildi drepa ókunnugt fólk HANDTEKINN Lögreglumenn handtóku hinn 25 ára gamla Tomohiro Kato í gær eftir að hann hafði gengið berserksgang og stungið 17 manns, þar af 7 til bana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Karlmaður á fimmtugsaldri er mikið slasaður en ekki í lífshættu eftir umferðar- slys í gær. Slysið varð á Sæbraut um miðjan dag í gær. Bíll og bifhjól, sem bæði óku í vesturátt, rákust saman með þeim afleiðing- um að ökumaður bifhjólsins féll af hjólinu og rann eftir götunni. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hefur lýst eftir vitnum að slysinu. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu eru beðnir um að hafa samband við lögregl- una í síma 444-1000. - þeb Umferðarslys á Sæbraut: Bifhjólamaður slasaðist mikið Mundi ekki eftir ökuferðinni Lögreglan á Akureyri handtók mann á aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var grunaður um ölvun við akstur eftir að hann hafði ekið bíl sínum út af Svalbarðsstrandarvegi. Lögregla hand- tók hann í leigubíl skömmu síðar, en þá mundi hann ekki eftir að hafa ekið bílnum. LÖGREGLUMÁL SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.