Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 12
12 9. júní 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Dómur Hæstaréttar í Baugs-málinu svokallaða er algjör niðurlæging fyrir þá menn sem bera ábyrgð á ákærunum í Baugsmálinu. Til þessa málarekst- urs hefur verið eytt hundruðum milljóna króna af almannafé. Sennilega nærri milljarði króna. Með dómnum var Jón Ásgeir Jóhannesson endanlega sýknaður af öllu því sem eftir stóð af upphaf legri ákæru í málinu nema hvað hann var sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í hluta eins ákærulið- arins. Fyrri mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri höfðu endað með sýknu eða að sakargiftum var vísað frá dómi. Alls hafa verið gefnar út ákærur í 59 liðum í þessum málum og í 54 þeirra hefur Jón Ásgeir verið sakborningur. Með ákærunum hefur Jón Ásgeir verið borinn sökum um alls kyns brot, þ. á m. fjárdrátt, fjársvik, umboðssvik, ólögmætar lánveitingar samkvæmt hlutafé- lagalögum, rangfærslu skjala, brot gegn lögum um ársreikninga, tollsvik, rangar tilkynningar til Verðbréfaþings Íslands og bókhaldsbrot. Fjárhæðir í tilgreindum brotum samkvæmt ákærunum nema rúmlega fjórum milljörðum króna, þar af voru ásakanir um auðgunarbrot, þ.e. fjársvik, fjárdrátt og umboðssvik upp á ríflega 2,3 milljarða króna. Saksóknari hefur rætt um málið sem „stærsta efnahagsbrotamál Íslandssögunnar“, hann hefur í dómssal nefnt Jón Ásgeir „höfuð- paur“ og líkt honum við ómerkileg- an fjósamann sem steli nytinni úr kúm húsbónda síns. Vegna þessa hefur Jón Ásgeir mátt sitja á sakamannabekk í tæp sex ár á sama tíma og hann hefur glímt við að stjórna risastóru fyrirtæki sem veitir tæplega 100.000 manns atvinnu. Fyrirtæk- ið, sem hann stjórnar, hefur orðið fyrir beinu tjóni sem nemur tugum milljarða vegna aðgerða lögregl- unnar. Er þá ekki nefnt það sem erfiðast er, þ.e. álagið fyrir sakborninginn og fjölskyldu hans sem hafa þurft að standa frammi fyrir alvarlegum sakargiftum árum saman. Viðbrögð sérstaks saksóknara Í siðuðu samfélagi er það grund- vallarregla að maður telst saklaus hafi sekt hans ekki sannast fyrir dómi. Eftir að Hæstiréttur hefur hreinsað Jón Ásgeir af nánast öllum sakargiftum ber saksóknar- anum að láta staðar numið. Niðurstaða er fengin. Á þriðja ár hefur saksóknarinn, með litlum árangri, haft að aðalstarfi að freista þess að koma sökum á Jón Ásgeir. Þrátt fyrir dóm Hæstarétt- ar heldur hann áfram þessari iðju. Í viðtali við Fréttablaðið 7. júní segir Sigurður Tómas Magnússon að „það virðist vera afar torsótt að ná fram sakfellingu í flóknum efnahagsbrotamálum“ og „það virðist vera að réttarkerfið ráði ekki við svona mörg og flókin sakarefni“. Hann leyfir sér að túlka dóm Hæstaréttar þannig að dómararnir séu ekki sáttir við sýknudóma héraðsdóms en telji sig ekki geta breytt þeim af réttarfarsástæðum. Dómskerfi okkar sé ekki fullnægjandi lengur. Engin stoð er fyrir ályktun Sigurðar Tómasar um að dómend- ur Hæstaréttar séu ekki sáttir við sýknudóma héraðsdóms. Ekkert slíkt stendur í dómi Hæstaréttar. Þá er það fráleit niðurstaða saksóknarans að kenna réttarfar- inu og dómstólakerfinu um hrakfarir ákæruvaldsins. Mönnum væri hollt að líta frekar í eigin barm. Ætli skýringin á niðurstöð- unni sé ekki fyrst og fremst sú að hærra var reitt til höggs en tilefni var til. Íslensku dómstólarnir reyndust vandanum vaxnir og komust að niðurstöðu í samræmi við efni málsins. Kveðjur úr annarri átt Fleiri en Sigurður Tómas senda Jóni Ásgeiri kveðjur í fjölmiðlum í kjölfar dóms Hæstaréttar. Í Morgunblaðinu 7. júní er viðtal við Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrota. Þar kemur fram að rannsókn efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóra á meintum skattalagabrot- um einstaklinga tengdum Baugi sé lokið. Segir Helgi Magnús að sumarið verði nýtt til að yfirfara gögnin og taka ákvörðun um framhaldið. Verði ákært muni ákæra verða gefin út „einhvern tíma“ í haust. Þá er því lýst að mikill þrýstingur sé á ríkislög- reglustjóra að ákæra ekki í málinu. Þess er ekki getið hvernig Morgunblaðið veit að þrýstingi sé beitt né heldur er þess getið hverjir beiti þeim þrýstingi. Óneitanlega er fróðlegt fyrir mig sem verjanda Jóns Ásgeirs og hann sem sakborning að lesa um það í Morgunblaðinu að rannsókn svokallaðs skattamáls sé lokið. Þetta skattamál er reyndar hluti af Baugsmálinu og var á sínum tíma rannsakað hjá efnahagsbrotadeild RLS undir sama málsnúmeri og málið sem fékk lyktir í Hæstarétti í síðustu viku. Haraldur Johann- essen ríkislögreglustjóri var með dómi Hæstaréttar 23. janúar 2007 dæmdur vanhæfur til þess að stjórna rannsókn skattamálsins í ljósi opinberra yfirlýsinga hans og þeirra nánu tengsla sem eru milli rannsóknar ríkislögreglustjóra, sem leiddi til útgáfu ákærunnar 1. júlí 2005 (fyrsta Baugsmálið) og skattamálsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði þá Rúnar Guðjónsson, sýslumann í Reykjavík, sérstakan ríkislög- reglustjóra til þess að stjórna og bera ábyrgð á rannsókn skatta- málsins. Skýrsla var tekin af skjólstæðingi mínum í júní 2007 en að öðru leyti veit hann lítið um rannsókn málsins annað en það sem öðru hverju birtist í fjöl- miðlum. Í dómi Hæstaréttar sl. fimmtu- dag var fallist á athugasemdir ákærðu um að lagareglunni um hraða meðferð sakamáls hafi ekki verið fylgt í Baugsmálinu. Sérstaklega gagnrýnir Hæstiréttur þann langa tíma sem leið frá því rannsókn hófst þar til ákæra var gefin út. Sá tími var tæplega þrjú ár. Rannsókn skattamálsins hefur staðið í nærfellt sex ár án þess að ákæra hafi verið gefin út. Saksókn- ari tilkynnir nú í fjölmiðlum að rannsókn málsins sé lokið og hann muni taka sér tíma til haustsins til þess að ákveða hvort hann gefi út ákæru. Þá verður liðið á sjöunda ár frá því rannsókn málsins hófst. Ætli þetta sé samrýmanlegt grundvallarreglunni um réttláta málsmeðferð? Gestur Jónsson er hæstaréttarlög- maður og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Kveðjur úr annarri átt GESTUR JÓNSSON Í DAG | Dómsmál Hringdu í síma ef blaðið berst ekki E ðlilega sætir það tíðindum þegar breyting verður á leið- togahlutverki forystuflokksins í borgarstjórn Reykja- víkur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur varist í vök um nokk- urt skeið í þessu höfuðvígi. Munu þau tíðindi sem kynnt voru um helgina breyta þeirri stöðu? Fyrst um sinn verður ekki séð að þau hafi afgerandi áhrif. Á síðari stigum gæti það hins vegar gerst. Eins og sakir standa er fátt skrifað á vegg- inn þar um. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, sýn- ist hafa leitt þessa breytingu skynsamlega. Segja má að hann hefði getað gert það nokkrum mánuðum fyrr en það skiptir ekki máli í stöðunni. Vel fer á því að hann taki við hlutverki forseta borgarstjórnar. Ef litið er fram hjá REI-málinu var hann farsæll og reyndar fremur vinsæll borgarstjóri og á að baki langan og árangursríkan feril. Það er sérkennileg tilviljun að sama dag og Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson velur til að láta borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna taka ákvörðun um leiðtogaskiptin staðfestir fyrrverandi forstjóri Orkuveitunnar í viðtali í þessu blaði að minnisblað um rétt starfs- manna fyrirtækisins til hlutabréfakaupa í REI hafi þáverandi borgarstjóri ekki séð á umdeildum stjórnar- og eigendafundi. Spurningin um þetta var upphafið að þeim trúnaðarvanda sem hann hefur glímt við frá því á haustdögum. Þessari óvissu hefði einnig mátt eyða fyrr. Valið á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem leiðtoga fyrir borg- arstjórnarflokki sjálfstæðismanna er eðlilegt af tveimur ástæð- um. Í fyrsta lagi var hún í öðru sæti framboðslistans og stendur þannig næst hlutverkinu. Í öðru lagi virðist hún hafa haft forystu fyrir þeim viðbrögðum sexmenninganna svokölluðu við samein- ingu REI og Geysis Green sem voru raunveruleg rót fyrri meiri- hlutaskiptanna. Þau viðbrögð báru augljós merki um vilja til að nálgast stefnu Vinstri græns í orkunýtingarmálum. Stærsta orkufyrirtæki landsins hefur verið í uppnámi síðan. Hundraðdagameirihlutinn, undir forystu Samfylkingarinnar, fylgdi stefnu VG. Núverandi meirihluti hefur einnig gert það í grundvallaratriðum. Orkumálin verða fyrsti prófsteinninn á nýja leiðtogann. Fjármál borgarinnar verða annar prófsteinn. Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni tókst með þáverandi samstarfsflokki að koma þeim í rétt horf eftir langa óreiðu. Nýr leiðtogi verður að sýna að það haldi út kjörtímabilið ætli hann að vinna til traustsins. Skoðanakannanir benda til þess eins og sakir standa að Sam- fylkingin og Vinstri grænt geti myndað tveggja flokka meirihluta eftir næstu kosningar. Iðnaðarráðherra hefur boðað slíkt sam- starf. Ef Framsóknarflokknum tekst ekki að brjóta þessa stöðu upp sýnist hann vera dæmdur úr leik á næsta kjörtímabili hvort heldur hann fær mann í borgarstjórn eða ekki. Núverandi meirihlutasamstarf er úr sögunni í síðasta lagi við næstu kosningar. Nýr leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn á tveggja kosta völ um kosningamarkmið: Annars vegar að stefna að hreinum meirihluta. Við svo búið sýnist það vera þungur róður. Hins vegar að freista þess að rjúfa það heilaga bandalag sem iðn- aðarráðherrann segir að nú sé á milli Samfylkingar og VG. Þó að nýr leiðtogi muni eðlilega ekki tala skýrt um hernaðarlist sína að þessu leyti verður unnt að ráða í þá spurningu af málflutn- ingi hans. Alltént mun reyna á nýjan leiðtoga við það vandasama verk að vinna til traustsins. Nýr leiðtogi í borgarstjórn: Hvað breytist? ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Meiri tími fyrir frúna Eins og alþjóð veit gekk Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, að eiga Guðrúnu Kristjánsdóttur í gær. Degi áður hafði hann látið oddvita - sætið Hönnu Birnu eftir svo meiri tími ætti að gefast með frúnni. En olnbogarými þeirra hjóna er þó ekki meira en svo að borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir og Ólafur F. Magnússon borgarstjóri munu verða með þeim hjúum í brúðkaupsferð ferð þeirra til Þórshafnar. Þetta er meiri rómantíkin í Reykjavík. Jómfrúarferð og brúð- kaupsferð Þannig er mál með vexti að borgarfulltrúarnir eru í nefnd sem vinnur að menningarsamstarfi milli Nuuk, Þórshafnar og Reykjavíkur og á nú að veita úr menningar- sjóði í Þórshöfn. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur borgarstjóri aldrei ferðast fyrir hönd borgarinnar en það væri ekki amalegt fyrir hann ef jómfrúarferð hans yrði einnig brúðkaupsferð. Mikill ferðakostnaður Auglýst var eftir klámmyndaleikur- um á einkamál.is. Virtust laun vera nokkuð góð en einnig kom fram að ferðakostnaður yrði greiddur. Það er eins gott því tökur munu meðal annars fara fram í Prag í „Tékkaslóvíku“ eins og segir í auglýsingunni. Það gæti nefnilega þurft að bregða sér með tímavél til að komast þangað. jse@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.