Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 46
22 9. júní 2008 MÁNUDAGUR NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 10 14 12 14 ZOHAN kl. 8 - 10.15 SEX AND THE CITY kl. 5.20- 8 INDIANA JONES 4 kl. 5.40 - 10.40 10 14 12 ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 ZOHAN LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30 SEX AND THE CITY kl. 5 - 8 - 11 INDIANA JONES 4 kl. 5.20 - 8 - 10.40 PROM NIGHT kl. 10.15 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 5.45 - 8 HORTON kl. 3.50 ÍSLENSKT TAL BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 4 ÍSLENSKT TAL 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 10 14 12 ZOHAN kl. 5.30 - 8 - 10.30 SPEED RACER kl. 6 - 9 SEX AND THE CITY kl. 6 - 9 INDIANA JONES 4 kl. 5.30 - 8 - 10.30 5% SÍMI 551 9000 16 12 7 12 7 88 MINUTES kl. 5.40 - 8 -10.20 FORBIDDEN KINGDOM kl. 5.30 - 8 -10.30 KICKIN ÍT OLD SKOOL kl. 8 HAROLD & KUMAR ESCAPE FROM GB kl. 8 - 10.15 WHAT HAPPENS IN VEGAS kl. 5.45 - 10.20 BRÚÐGUMINN kl. 6 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 HANN BLÆS ÞIG Í DRASL! FRÁBÆR SPENNUMYND! Ótrúlegar tæknibrellur sem ættu að heilla alla í fjölskyldunni, unga sem aldna. Frá höfundum MATRIX kemur einhver hraðasta mynd síðari ára. SKYLDUÁHORF FYRIR ALLA SEM HAFA GAMAN AF HRAÐA, BÍLUM OG TÆKNI. ATH. Leyfð öllum aldurshópum DIGITAL ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS SPEED RACER kl. 8 L NEVER BACK DOWN kl. 8 14 PROM NIGHT kl. 10:45 16 THE HUNTING PARTY kl. 10:20 12 SPEED RACER kl. 8 L IN THE VALLEY OF ELAH kl. 10:30 16 THE FORBIDDEN KINGDOMkl. 8 - 10:10 16 ZOHAN kl. 8 - 10:20 10 SPEED RACER kl. 8 L SEX AND THE CITY kl. 10:45 14 SPEED RACER kl. 5D - 8 - 10:50 L SPEED RACER kl. 5 VIP FORBIDDEN KINGDOM kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 INDIANA JONES 4 kl. 5:30 - 8D - 10:40D 12 INDIANA JONES 4 kl. 8 - 10:40 VIP LOVE IN TIME OF CHOLERA kl. 5:30 - 8:15 7 NEVER BACK DOWN kl. 10:40 14 IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:30 12 SEX AND THE CITY kl. 5 - 8 - 10:50 14 SPEED RACER kl. 5D - 8D - 10:50D L INDIANA JONES 4 kl. 6:30 - 9 12 - bara lúxus Sími: 553 2075 ZOHAN kl. 4.30, 8 og 10.10 10 SEX AND THE CITY kl. 4, 7 og 10.10 14 INDIANA JONES 4 kl. 4.30, 7 og 10 12 - K.H., DV.- 24 STUNDIR STE LPU RNA R ER U M ÆTT AR Á H VÍTA TJA LDIÐ - V.J.V., Topp5.is / FBL - J.I.S., film.is - Þ.Þ., DV 1/2 SV MBL Starfsgreinasamband Íslands Auglýsir Núna stendur yfi r póstatkvæðagreiðsla um samkomulag Starfsgreinasambands Íslands, f.h. aðildarfélaga sinna við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um breytingar á kjarasamningi aðila sem skrifað var undir 26. maí s.l.. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem vinna eftir þessum ríkissamningi og greiddu félagsgjöld til einhverra eftirtalinna félaga í apríl 2008: Efl ingar-stéttarfélags, Einingar-Iðju, Verkalýðsfélags Akraness, Stéttarfélags Vesturlands, Verkalýðs- félags Snæfellsbæjar, Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar,Verkalýðsfélags Stykkishólms, Verkalýðsfélags Vestfi rðinga, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur, Verkalýðsfélags Hrútfi rðinga, Stét- tarfélagsins Samstöðu, Öldunnar stéttarfélags, Framsýnar stéttarfélags, Afl s starfsgreinafélags, Verkalýðsfélags Suðurlands, Bárunnar stéttarfélagas, Drífandi stéttarfélags, Verkalýðs- og sjóman- nafélagsins Boðans, Verkalýðfélags Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Kefl avíkur og nágrennis og Verkalýðs- og sjómannafélags Sandgerðis. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einnhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðkomandi snúið sér til skrif- stofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í apríl 2008. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 föstudaginn 20. júní en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Reykjavík, 30. maí 2008. Kjörstjórn Starfsgreinasambands Íslands Sætúni 1 105 Reykjavík Hinn ungi Speed hefur frá því hann man eftir sér verið með kappakst- ur á heilanum. Hjá fjölskyldu hans er þessi íþrótt meira en einungis það; hún er trúarbrögð. Speed er nú á hraðleið á toppinn í þessum heimi og ákveðinn í að halda uppi heiðri eldri bróður síns, sem var einn sá besti áður en ótímabært andlát hans bar að. Vandamálin hefjast hins vegar þegar hann fær stórt yfirtökutilboð frá milljóna- mæringi, sem reiðist þegar hann hafnar því og heitir því að Speed muni aldrei vinna keppni framar. Speed Racer er nýjasta útslag Wachowski-bræðranna, leikstjóra The Matrix-myndanna og handrits- höfunda V for Vendetta. Myndin er mjög frábrugðin þeirra fyrri verk- um í því að hún er ætluð krökkun- um og fjölskyldunni, ólíkt blóðug- um hasarnum úr The Matrix. Speed Racer er aðlögun á samefndum anime-teiknimyndaþáttum frá sjö- unda áratugnum, og sérstakur stíll þeirra, t.d. hvað varðar teikningu og klippingu, er notaður í kvik- myndinni. Speed Racer er sannarlega mögnuð sjónræn veisla sem geisl- ar af litadýrð. Wachowski-bræð- urnir kunna sitt fag þegar kemur að nýjungagjörnum útlitslegum hugmyndum, eins og sjá mátti í The Matrix, og í Speed Racer er enginn skortur á þeim. Allur bak- grunnur myndarinnar er tölvu- teiknaður og nær alltaf í fókus, til að líkja eftir anime-þáttunum, og hver rammi er fylltur með ýktum litum. Þetta er hálfgert sýrutripp, ólíkt mörgu sem sést hefur á tjald- inu. En því miður er margt sem geng- ur ekki upp í myndinni og hún er gott dæmi um það þegar útlit er tekið fram yfir innihald. Kjarni sög- unnar er einfaldur, en Wachowski- bræður segja hana með óstyrkri röddu og stundum er hún undarlega ruglingsleg; sérstaklega er fyrsti þriðjungur myndarinnar hægur og brokkgengur. Hún skánar eftir því sem á líður, þegar hressilegu kapp- akstrarnir taka við, en þá fer að bera á hvað þeim bræðrum tekst illa til við að viðhalda skemmtilegu yfirbragði fjölskyldumyndar. Þá er eina gamanið í myndinni, sem kemur frá yngri bróðir Racer og apanum hans, oftast slappt. Tónlist- inni er einnig ábótavant og mynda- takan er óspennandi í rólegu atrið- unum, en klippingin er virkilega áhugaverð. Hvað leikarana varðar stendur Emile Hirsch vissulega fyrir sínu, enda stjarna á ferð sem sannaðist heldur betur í Into the Wild. Í öðrum helstu hlutverkum eru Christina Ricci, John Goodman og Susan Sarandon, sem gera sitt vel þrátt fyrir að vera að leika fyrir framan grænskjá. Lost-stjarnan Matthew Fox kemur fram sem annar kappakstursmaður. Það mætti segja að Speed Racer sé stór tilraunamynd hvað varðar stílbrigði í kvikmyndun, og þótt stíllinn sé vissulega magnaður á að líta, virðist eins og hann verði betur nýttur í síðari myndum. Ann- ars er það sem helst klikkar við myndina hvað Wachowski-bræður hafa litla reynslu í fjölskyldumynd- um, og miðað við fyrstu tvær The Matrix-myndirnar er vonandi að þeir haldi sig við dekkri fullorðins- myndir í framtíðinni. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Sýrutripp Wachowski-bræðra KVIKMYNDIR Speed Racer Leikstjórn: Wachowski-bræð- ur. Aðalhlutverk: Emile Hirsch, Christina Ricci, John Goodman, Susan Sarandon, Mathew Fox. ★★★ Ágætis tilraun við stílbrigði en líður fyrir of mörg mistök. Helgi Björnsson hyggst flytja efni af fyrstu sólóplötu sinni í þrjú ár á Landsmóti hestamanna sem fram fer á Hellu fyrstu helgina í júlí. Tilvalinn staður, segir söngvarinn og leikhússtjórinn, enda sé þetta kántríplata með hestaívafi. „Þetta er eitthvað sem mig hefur lengi langað að gera, að taka gömul hestalög og -vísur og henda þeim saman á eina plötu,“ segir Helgi en hann er dyggilega studd- ur af hljómsveitinni Reiðmenn vindanna sem er meðal annars skipuð Sálar-mönnunum Jóhanni Hjörleifssyni og Friðriki Sturlu- syni. „Við hentum okkur í síðu frakkanna, settum upp hatta, komum okkur í kántrífíling og hleyptum á skeið.“ Helgi er sjálfur mikill hesta- maður og nýtir hvert tækifæri til að skella sér á bak. „Afi minn og pabbi voru báðir með hesta en þegar ég varð unglingur hætti pabbi þessu hestastússi. Ég féll hins vegar aftur fyrir þessum skepnum þegar ég lék í Nonna og Manna fyrir um tveimur áratug- um og reið Grundarfjörðinn fram og tilbaka.“ Platan hefur hlotið hið skemmti- lega heiti Ríðum sem fjandinn og telur Helgi að andi Johnny Cash svífi yfir vötnum, hann sé í það minnsta fyrirferðarmikill þó írskir vindar blási um sum lögin við og við. - fgg Helgi ríður sem fjandinn KÚREKI LANDSMÓTSINS Helgi Björnsson syngur kúrekavísur og hestalög á nýrri plötu sinni, Ríðum sem fjandinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.