Fréttablaðið - 09.06.2008, Page 48

Fréttablaðið - 09.06.2008, Page 48
24 9. júní 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is > Helga og Sveinn Norðurlandameistarar Helga Margrét Þorsteinsdóttir Breiðabliki og Sveinn Elías Elíasson Fjölni urðu í gær Norðurlandameistar í sínum aldursflokki í fjölþraut á NM í Finnlandi. Helga Margrét sigraði í sjöþraut í flokki 17 ára og yngri á nýju stúlknameti en hún hlaut 5267 stig og hafði þar þó nokkra yfirburði. Sveinn Elías sigraði í tugþraut í flokki 18-19 ára og var með samtals með 7086 stig. Einar Daði Lárusson ÍR varð í 5. sæti en hann hlaut samtals 6658 stig. Þremenningarnir unnu öll til silfurverðlauna í sínum aldursflokki á Norðurlanda- mótinu í fyrra þannig að þetta er sannarlega frábær árangur. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins, gat ekki leynt vonbrigðum í leikslok í gær eftir 34-26 tap Íslands gegn Makedóníu í gær. „Íslensku leikmennirnir mættu ekki í leikinn af nægilegri grimmd og Guðjón Valur Sigurðsson var í raun eini leikmaðurinn í fyrri hálfleik sem var að leika af eðlilegri getu,“ sagði Guðmundur sem vildi ekki skýla sér á bak við ferðaþreytu leikmannanna. „Það er alltaf hægt að segja að menn hafi verið orðnir þreyttir eftir að hafa verið á ferðalagi í langan tíma en ég tel að við hefðum samt átt að gera betur í leiknum,“ sagði Guðmundur sem kvaðst ekki óttast að íslensku leikmennirnir hefðu gert sig seka um vanmat. „Við vorum búnir að fara vel yfir það í undirbúningi okkar fyrir leikinn að þetta yrði gríðarlega erfitt verkefni fyrir okkur þannig að ég er viss um að íslensku leikmennirnir hafi ekki verið með neitt vanmat í garð Makedóníumanna. Mér fannst hins vegar sérstaklega slæmt hvað við vorum að fara illa með mörg dauðafæri og hvað við létum markmann þeirra verja mikið frá okkur. Staðreyndin er því sú að við töpuðum með átta mark mun og hefðum í raun getað tapað mun verr þar sem það voru allt of margir leikmenn í íslenska liðinu að spila langt undir getu. Við eigum því erfitt og ögrandi verkefni framundan,“ sagði Guðmundur sem er vitanlega ekki tilbúinn að leggja árar í bát. „Við þurfum að skoða okkur sjálfa og fara yfir það sem fór úrskeiðis í leiknum og láta svo verkin tala í Laugardalshöll,“ sagði Guðmundur sem kvað stuðn- ing áhorfenda geta skipt sköpum í seinni leiknum. „Stuðningur áhorfenda er okkur gríðarlega mikilvægur í svona leik og við þurfum að fá góða stemningu og fulla Laugardalshöll,“ sagði Guðmund- ur að lokum. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: VAR ÓSÁTTUR VIÐ LEIK ÍSLENSKA LIÐSINS Í GÆR Þurfum að láta verkin tala í seinni leiknum KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson skoraði átta stig í 72-80 tapi Lottomatica Roma fyrir Montepaschi Siena í þriðja úrslitaleik liðanna um ítalska meistaratitilinn. Lottomatica þarf nú að vinna fjóra leiki í röð til þess að vinna titilinn. Jón Arnór var í byrjunarliðinu og gaf tóninn í byrjun. Strax eftir mínútu náði hann varnarfrákasti af harðfylgi og keyrði upp í hraðaupphlaup, klikkaði reyndar á skot- inu en Slóveninn Erazem Lorbek náði sóknarfrákast- inu, skoraði og fékk villu að auki. Hlutirnir féllu líka með Lottomatica í lok fyrsta leikhluta, þeir fengu boltann eftir að dómari leiksins breytti dómi sínum eftir að hafa skoðað sjónvarps- upptöku og í kjölfarið settu þeir niður tvo þrista og voru komnir 26-10 yfir eftir 1. leikhluta. Lottomatica náði mest 20 stiga forskoti í upphafi annars leikhluta og hlutirnir litu vel út. Jón Arnór var á bekknum þar til að tæpar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en þjálfarinn var búinn að nota mjög marga menn. Leikmenn Montepaschi Siena voru ekkert á því að gefast upp og komu muninum niður í 9 stig. Jón Arnór hafði verið tekinn út af aftur en var settur strax inn á eftir þetta áhlaup gestanna og munurinn var aftur kominn í 12 stig í hálfleik, 38-26. Jón Arnór byrjaði ekki inn á í seinni hálfleik og Siena byrjaði leikinn strax á því að setja niður tvo þrista og koma munin- um niður í sex stig, 38-32, og voru síðan komnir yfir, 40-41. Jón Arnór kom einbeittur inn á, átti flotta stoðsendingu í þriggja stiga skot sem kom Lottomatica aftur yfir og fisk- aði síðan ruðning á frábæran hátt. Jón Arnór setti síðan niður þriggja stiga körfu í hraða- upphlaupi í lok þriðja leikhluta. Karfan kom Lottomatica aftur yfir, 46-45, fyrir lokaleikhlutann. Sóknarleikur Lottomatica varð að einu stóru hnoði og það var ekki nóg að Jón Arnór væri bara að láta boltann ganga. Klaufalegar sendingar og alltof erfið skot kostuðu það að liðið missti leikinn algjörlega frá sér. Siena-menn gengu á lagið og settu niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og allt í einu var staðan orðin 47-56 fyrir gest- ina í Siena. Jón Arnór fékk smá hvíld en var síðan fljótur að stela boltanum og skora úr hraðaupplaupi eftir að hann kom inn á aftur. Með því minnkaði hann muninn í 49-57 og Jón Arnór var ekkert á því að gefast upp. Hann skoraði lagleg- an þrist til að minnka muninn í 54-63. Nær komust þeir samt ekki og ítölsku meistararnir eru komnir í frábær mál, vantar aðeins einn sigur til þess að verja titilinn. Jón Arnór gerði vissulega sitt, hann var með 8 stig, 3 fráköst og 2 stolna á bolta á 24 mínútum auk þess að spila grimma vörn og taka að sér leiðtogahlutverk á vellinum. „Þetta var allt í lagi hjá mér í dag. Ég hef ekki verið að hitta neitt en hef samt verið mjög einbeittur í leikjunum. Ég verð nú eiginlega að viðurkenna það að ég hef verið í smá sálfræðikrísu og kannski of mikið að hugsa um þessi skot. Þetta hefur aðeins eyðilagt fyrir mér því ég hef ekki verið með nógu mikið sjálfstraust sóknarlega,“ sagði Jón Arnór sem hitti úr 3 af 6 skotum. „Mér leið betur í kvöld og setti niður tvo þrista. Ég er einbeittur og í þokkalega góðu formi og þetta er allt að koma í sókninni,“ sagði Jón Arnór að lokum. - óój Lottomatica Roma er komið í slæma stöðu í baráttunni um ítalska meistaratitilinn eftir 72-80 tap gegn Montepaschi Siena í gær: Draumabyrjun Roma breyttist í algjöra martröð MIKILVÆGUR Jón Arnór Stefánsson fór fyrir sínum mönnum og spilaði grimman varnarleik auk þess sem hann skoraði 8 stig, tók 3 fráköst og stal 2 boltum á þeim 24 mínútum sem hann spilaði í gær. GRAZIANERI FORMÚLA 1 Robert Kubica hjá BMW Sauber vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 í Grand Prix Kanada í gær. Lewis Hamilton var kominn með örugga forystu en gerði dýrkeypt mistök þegar hann keyrði aftan á Ferrari-bíl Kimis Räikkönen á meðan Finninn beið á rauðu ljósi við að komast út af viðgerðarsvæðinu. - óþ F1 Grand Prix í Kanada: Dýrkeypt mis- tök Hamiltons FÓTBOLTI Lukas Podolski, sem fæddist í Póllandi en er þýskur ríkisborgari, skoraði bæði mörk Þýskalands í 2-0 sigri gegn Póllandi í gær. Þjóðverjar voru vel að sigri sínum komnir og sýndu hvers þeir eru megnugir í leiknum. Podolski skoraði fyrra mark sitt af stuttu færi á 20. mínútu eftir góðan undirbúning Miroslavs Klose. Seinna markið kom svo átján mínútum fyrir leikslok og gulltryggði sigurinn. - óþ Fyrstu umferð B-riðils lokið: Podolski kláraði Pólverjana FÖGNUÐUR Þýska liðið fagnar fyrra marki Lukasar Podolski í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY MAKEDÓNÍA-ÍSLAND 34-26 (18-13) Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 9, Ólafur Stefánsson 6, Snorri Steinn Guðjóns- son 3, Vignir Svavarsson 3, Róbert Gunnarsson 1, Ásgeir Örn Hallgríms- son 1, Sigfús Sigurðsson 1, Arnór Atlason 1, Alexander Petterson 1. HANDBOLTI Ísland tapaði 34-26 gegn Makedóníu í fyrri leik liðanna í undankeppni HM sem fram fer í Króatíu, en leikið var í Skopje í gær. Íslendingar héldu í við Make- dóníumenn framan af leik í gær og litu alls ekki illa út. Allt tal fyrir leikinn um að Makedóníumenn myndu keyra hratt á íslenska liðið var til lítils þar sem það voru Íslendingar með Guðjón Val Sig- urðsson fremstan í flokki sem skoruðu úr hraðaupphlaupum. Staðan var jöfn 8-8 þegar fyrri hálfleikur var tæplega hálfnaður og þá hafði Guðjón Valur skorað sex af mörkum Íslands, en þá kom slæmur kafli og Makedóníumenn byggðu upp forskot með þremur mörkum í röð. Forskot sem þeir létu ekki af hendi eftir það. Staðan var orðin 18-13 í hálfleik og þá áhyggjuefni fyrir Ísland í fyrsta lagi hversu lítið liðið skor- aði utan af velli og í öðru lagi hversu slakan varnarleik liðið lék og markvarslan í kjölfarið af því ekki góð. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, leitaði logandi ljósi að réttu blöndunni í varnar- leik Íslands og prófaði ýmis fyrir- brigði af varnarleik ásamt því að prófa mismunandi blöndu af leik- mönnum en ekkert virtist ganga upp. Í síðari hálfleik héldu Makedón- íumenn sínu striki og bættu í ef eitthvað var á meðan íslenska liðið náði sér engan veginn á strik. Markvörður Makedóníu gerði okkar mönnum heldur ekki neinn greiða og varði trekk í trekk frá íslensku leikmönnunum úr gal- opnum færum. Það má þó ekki taka það af Birki Ívari Guðmunds- syni að hann átti ágæta spretti í síðari hálfleik en það var bara ekki nóg því allt of margir leik- menn íslenska liðsins virkuðu þungir og ekki tilbúnir í verk- efnið. Lokatölur í Skopje urðu 34-26 og ekki laust við að þau úrslit séu gríðarleg vonbrigði fyrir íslenska liðið, sem er nú væntanlega komið með báða fætur fast við jörðina eftir frábæran árangur í undan- keppni Ólympíuleikanna í Póllandi á dögunum. Það verður erfitt verk- efni að vinna upp átta marka mun í seinni leiknum og ljóst að áhorf- endur gætu lagt hönd á plóginn með því að fjölmenna í Laugar- dalshöll sunnudaginn 15. júní og styðja við bakið á íslenska liðinu. omar@frettabladid.is Ísland fékk stóran skell í Skopje Íslenska landsliðið í handbolta náði sér aldrei almennilega á strik í fyrri leik sínum gegn Makedóníu í und- an keppni HM í handbolta sem fram fór í Skopje í Makedóníu í gær. Lokatölur urðu 34-26 og ljóst að liðinu bíður erfitt, ekki ómögulegt, verkefni í seinni leiknum sem fram fer í Laugardalshöll 15. júní næstkomandi. FASTIR FYRIR Makedóníumenn mættu einbeittir til leiks í Skopje í gær og réðu ferðinni gegn Íslandi. VANMAT? Íslenska liðið átti ekki góðan dag gegn Makedóníu í Skopje í gærkvöld og náði sér aldrei á strik. Lokatölur urðu 34-26 og ljóst að Ísland á verðugt verkefni fyrir höndum í seinni leiknum í Laugardalshöll. MYND/ALEKSANDAR DJOROVIC

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.