Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.06.2008, Blaðsíða 44
20 9. júní 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Leikkonan Bridget Moynahan, sem hefur meðal annars leikið í myndunum Lord of War og I, Robot, ásamt því að fara með hlut- verk hinnar fullkomnu Natöshu í Sex and the City, segist aldrei hafa átt von á að hún yrði einstætt for- eldri. Moynahan eignaðist fyrsta barn sitt, soninn John, í fyrra. Hún tilkynnti að von væri á erfingja í febrúar, tveimur mánuðum eftir að slitnaði upp úr sambandi henn- ar og barnsföðurins, Toms Brady. Brady var þá þegar kominn með nýja kærustu, sem er engin önnur en ofurfyrirsætan Gisele Bünd- chen. Þau eru enn saman í dag. „Ég er gamaldags stelpa, og ég hef trú á hjónabandi, og ég hélt bara alltaf að þannig myndi ég gera þetta,“ segir Moynahan. „Um hríð var erfitt fyrir mig að horfast í augu við að ég myndi eignast fjölskyldu á þennan hátt. Ég held ekki að neinn – og ég gæti haft rangt fyrir mér – vaxi úr grasi og hugsi: Ég vil vera einstæð móðir.“ Hún sagði einnig í viðtali við tímaritið People, að hún hefði fengið minniháttar áfall þegar hún kom heim af fæðingardeildinni með son sinn. „Ég gekk inn og fór bara að gráta. Allt í einu áttu nýfætt barn sem þú hefur ekki fengið neina þjálfun fyrir. Það hræðir mann,“ segir Moynahan. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja nám í verkfræði eða tæknifræði. Einungis nám til fyrstu prófgráðu í greininni er styrkhæft. Styrkurinn verður veittur í september og verður það auglýst á vef OR þegar nær dregur. Umsóknum, með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt staðfestingu á skráningu í nám, ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is fyrir 28. júní. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 26 77 0 6. 2 0 0 8 Styrkur til náms í verkfræði eða tæknifræði • Orkuveita Reykjavíkur hlaut umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins 2005. www.or.is Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja nám í einum af eftirfarandi greinum: Vélfræði (vélstjórnun), rafvirkjun, vélvirkjun, múraraiðn eða pípu- lögnum. Styrkurinn verður veittur í september og verður það auglýst á vef OR þegar nær dregur. Umsóknum, með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt staðfestingu á skráningu í nám, ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is fyrir 29. júní. ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 4 26 77 0 6. 2 0 0 8 Styrkur til iðnnáms eða vélfræði (vélstjórnun) Páll Ásgeir Ásgeirsson gefur út nýja leiðsögubók um Ísland. Hann velur 101 áfangastað sem fólk ætti að heimsækja. „Þetta er fyrsta nútíma leiðsögu- bókin um Ísland,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson um bók sína 101 Ísland, sem út kemur í næstu viku. „Ég hef valið fyrir lesendur 101 áfangastað á Íslandi. Allir þessir staðir eru í fólksbílafæri og í alfaraleið og þú þarft yfirleitt ekki annað en að stíga út úr bílnum til að finna þá.“ Páll ók 6.500 kílómetra í fyrrasumar og skoðaði vandlega 130 staði sem komu til greina í bók- ina. Þeir voru svo skorn- ið niður í 101. „Þetta er fyrsta leiðsögubókin með attitjúd,“ fullyrðir höfund- urinn. „Það er tekin afstaða og ég vel ofan í lesendur. Það er vísað í marga staði sem hingað til hafa ekki verið á vitorði annarra en heimamanna eða ég sýni nýjar hliðar á vinsæl- um stöðum. Mér finnst að það ætti að auglýsa bókina með slag orðinu „Hentu Vega- handbókinni“, því þessi er miklu einfaldari, þægilegri og nútímalegri.“ Bókinni er skipt upp í fimm kafla eftir landshlutum, en bókin er þar að auki velkrydduð með topp-10 listum á borð við „10 áhrifamestu augnablik á Austur- landi“, „10 fallegustu fjörurnar á Íslandi“ og „10 bestu sundlaugar landsins“ – „Það var erfitt að velja og ég fór ekki eftir neinu öðru en persónulegum smekk og leiða á Gullna hrignum og þjóðgörðun- um, með fullri virðingu,“ segir Páll. „Þótt það sé attitjúd í bókinni verður enginn fúll yfir því sem stendur í henni. Frekar að ein- hverjir verði fúlir vegna þess sem er ekki í henni.“ gunnarh@frettabladid.is Nútímaleiðarvísir með topp-10 listum FYRIR ÁFALLIÐ Bridget Moynahan tilkynnti að hún ætti von á barni Toms Brady tveimur mánuðum eftir að þau hættu saman, þegar hann var byrjaður með Gisele Bündchen. Erfitt að vera ein- stæð móðir í dag > HOUSE OF HARLOW Nicole Richie hefur nefnt nýja skartgripalínu sína eftir dóttur sinni, Harlow. Framleiddir verða, undir merkinu House of Harlow, skartgripir fyrir börn, og verða þeir fáanlegir í Banda- ríkjunum með haustinu. Nicole vinnur einn- ig að fatalínu fyrir börn, bæði stelpur og stráka. „Ég er bara rétt að byrja á þessu en ég er að hanna fullorðinsföt á smábörn,“ segir Nicole. „Stelpufötin eru hönnuð eftir mínum eigin fötum, og strákafötin munu verða hönnuð eftir fötunum hans Joels,“ segir Nicole, og á þar við kærasta sinn og barnsföður, Joel Madden. HEFUR SKRIFAÐ NÚTÍMALEIÐARVÍSI UM ÍSLAND Páll Ásgeir Ásgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.