Fréttablaðið - 09.06.2008, Page 44

Fréttablaðið - 09.06.2008, Page 44
20 9. júní 2008 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Leikkonan Bridget Moynahan, sem hefur meðal annars leikið í myndunum Lord of War og I, Robot, ásamt því að fara með hlut- verk hinnar fullkomnu Natöshu í Sex and the City, segist aldrei hafa átt von á að hún yrði einstætt for- eldri. Moynahan eignaðist fyrsta barn sitt, soninn John, í fyrra. Hún tilkynnti að von væri á erfingja í febrúar, tveimur mánuðum eftir að slitnaði upp úr sambandi henn- ar og barnsföðurins, Toms Brady. Brady var þá þegar kominn með nýja kærustu, sem er engin önnur en ofurfyrirsætan Gisele Bünd- chen. Þau eru enn saman í dag. „Ég er gamaldags stelpa, og ég hef trú á hjónabandi, og ég hélt bara alltaf að þannig myndi ég gera þetta,“ segir Moynahan. „Um hríð var erfitt fyrir mig að horfast í augu við að ég myndi eignast fjölskyldu á þennan hátt. Ég held ekki að neinn – og ég gæti haft rangt fyrir mér – vaxi úr grasi og hugsi: Ég vil vera einstæð móðir.“ Hún sagði einnig í viðtali við tímaritið People, að hún hefði fengið minniháttar áfall þegar hún kom heim af fæðingardeildinni með son sinn. „Ég gekk inn og fór bara að gráta. Allt í einu áttu nýfætt barn sem þú hefur ekki fengið neina þjálfun fyrir. Það hræðir mann,“ segir Moynahan. • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja nám í verkfræði eða tæknifræði. Einungis nám til fyrstu prófgráðu í greininni er styrkhæft. Styrkurinn verður veittur í september og verður það auglýst á vef OR þegar nær dregur. Umsóknum, með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt staðfestingu á skráningu í nám, ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is fyrir 28. júní. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 26 77 0 6. 2 0 0 8 Styrkur til náms í verkfræði eða tæknifræði • Orkuveita Reykjavíkur hlaut umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins 2005. www.or.is Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja nám í einum af eftirfarandi greinum: Vélfræði (vélstjórnun), rafvirkjun, vélvirkjun, múraraiðn eða pípu- lögnum. Styrkurinn verður veittur í september og verður það auglýst á vef OR þegar nær dregur. Umsóknum, með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt staðfestingu á skráningu í nám, ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is fyrir 29. júní. ÍS L E N S K A S IA .I S O R K 4 26 77 0 6. 2 0 0 8 Styrkur til iðnnáms eða vélfræði (vélstjórnun) Páll Ásgeir Ásgeirsson gefur út nýja leiðsögubók um Ísland. Hann velur 101 áfangastað sem fólk ætti að heimsækja. „Þetta er fyrsta nútíma leiðsögu- bókin um Ísland,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson um bók sína 101 Ísland, sem út kemur í næstu viku. „Ég hef valið fyrir lesendur 101 áfangastað á Íslandi. Allir þessir staðir eru í fólksbílafæri og í alfaraleið og þú þarft yfirleitt ekki annað en að stíga út úr bílnum til að finna þá.“ Páll ók 6.500 kílómetra í fyrrasumar og skoðaði vandlega 130 staði sem komu til greina í bók- ina. Þeir voru svo skorn- ið niður í 101. „Þetta er fyrsta leiðsögubókin með attitjúd,“ fullyrðir höfund- urinn. „Það er tekin afstaða og ég vel ofan í lesendur. Það er vísað í marga staði sem hingað til hafa ekki verið á vitorði annarra en heimamanna eða ég sýni nýjar hliðar á vinsæl- um stöðum. Mér finnst að það ætti að auglýsa bókina með slag orðinu „Hentu Vega- handbókinni“, því þessi er miklu einfaldari, þægilegri og nútímalegri.“ Bókinni er skipt upp í fimm kafla eftir landshlutum, en bókin er þar að auki velkrydduð með topp-10 listum á borð við „10 áhrifamestu augnablik á Austur- landi“, „10 fallegustu fjörurnar á Íslandi“ og „10 bestu sundlaugar landsins“ – „Það var erfitt að velja og ég fór ekki eftir neinu öðru en persónulegum smekk og leiða á Gullna hrignum og þjóðgörðun- um, með fullri virðingu,“ segir Páll. „Þótt það sé attitjúd í bókinni verður enginn fúll yfir því sem stendur í henni. Frekar að ein- hverjir verði fúlir vegna þess sem er ekki í henni.“ gunnarh@frettabladid.is Nútímaleiðarvísir með topp-10 listum FYRIR ÁFALLIÐ Bridget Moynahan tilkynnti að hún ætti von á barni Toms Brady tveimur mánuðum eftir að þau hættu saman, þegar hann var byrjaður með Gisele Bündchen. Erfitt að vera ein- stæð móðir í dag > HOUSE OF HARLOW Nicole Richie hefur nefnt nýja skartgripalínu sína eftir dóttur sinni, Harlow. Framleiddir verða, undir merkinu House of Harlow, skartgripir fyrir börn, og verða þeir fáanlegir í Banda- ríkjunum með haustinu. Nicole vinnur einn- ig að fatalínu fyrir börn, bæði stelpur og stráka. „Ég er bara rétt að byrja á þessu en ég er að hanna fullorðinsföt á smábörn,“ segir Nicole. „Stelpufötin eru hönnuð eftir mínum eigin fötum, og strákafötin munu verða hönnuð eftir fötunum hans Joels,“ segir Nicole, og á þar við kærasta sinn og barnsföður, Joel Madden. HEFUR SKRIFAÐ NÚTÍMALEIÐARVÍSI UM ÍSLAND Páll Ásgeir Ásgeirsson.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.